Að totta stundum typpið á djöflinum...er dúndurgott :)

Það er ekki margt sem fer í mínu fínustu taugar. En samt ...sumt-hvað...

Ég held satt best að segja, að taugarnar mínar séu langt í frá fínar. Hvað þá fíngerðar eða penar. Hreint ekki kvenlegar heldur. Allvega eru þær alls ekki mismunandi að lögun eða lit....svo mikið veit ég! Ýminda mér þær feitar og pattaralegar...teyganlegar og sterkar. Ekki í eitt sinn hef ég fengið fall á þær...enda trúi ég ekki á; tauga-á-fall...

Hér er ég - um mig - frá mér - til mín Wink

Bróðir minn sagði við mig í gær að ég ætti að hætta að totta typpið á skrattanum...Ég leit á hann og roðnaði fyrir hans hönd og mömmu auðvitað... Mínar hendur tróðu sér lengst ofan í vasa.  Mér fannst einhvernveginn orðalagið hjá drengnum fyrst og formost forljótt og ósmekklegt...svo ekki sé meira sagt! Að halda því fram að ég fremji slíkan verknað að meðaltali fimm til tíu sinnum á dag...stundum oftar...með tilheyrandi fílu og andköfum...veldur mér verkjum fyrir brjósti og í mjóbaki...og mér verður bumb-ult!

Svo hvarf sá fallegasti undir morgun. Ég fór á stúfana í dag... í gegnum símalínuna mína og fann einn fó-pápann.

-Heyrðu Heiða mín....hún hefur líklegast hlekkjað hann við rúmið, daman. Hann er ekki enn komin heim! Sniðug var hún! Mér skilst að þetta unga fólk í dag sé með svona allskonar drasl í sínum rúmum! Handjárn og dót! Ha?!!!

-uhhh....já er það...Halo...?

Svo var það einn vinur minn sem sagðist ætla að skjóta sig í hausinn á msn í dag... hann leitaði huggunar í hárrétta átt...í austur....og svo til mínWink....

Ég bað hann i öllum bænum að Halda kjafti, kjöftum og sönsum! Hætta þessu væli, víli og voli. Ráðlagði honum samhliða að hvíla höfuð sitt á milli brjósta minna...í huganum sko...og málið væri dautt!!! Hann ku hafa gjört það...enda get ég verið ansi lunkinn og sannfærandi á stundum... Cool

Gæinn hefur síðan staðið. Á fótum tveim. Óskotinn. En samt skotinn.  Skulum við vona... eða ekkiWink...

Þegar maður er búin að vera of lengi í náttbuxunum sínum, fjarri fólki og lifandi verum, nema ketti sem gerir lítið annað en kúka...tapar maður örlitlu af vitinu. Það segir sig sjálft. En vonandi bara tímabundið. Einsog ég núna sem dæmi. Ég er á útopnu í "bullunni". Það góða í stöðunni er;  ég er farin að ná nokkurskonar eðlilegri öndun án mikils sársauka og án aðstoðar.  Svona eftir á að hyggja vona ég að súrefnismettunin hafi ekki dottið mikið niður fyrir áttatíu og ég hlotið varanlegan heilaskaða af "volkinu"....Errm

Dagurinn minn leið einfaldlega einhvernveginn svona á bleikum náttbuxum og á innsoginu eftir súrefni....

Það sem ég ætlaði að tala um í upphafi var og er hinsvegar þetta;

Hvað er málið með þetta sæta - sæta - sæta krapppp?!

Þetta "sæta" bullshit sem er í gangi einsog flogaveikur vírusandskoti er mig lifandi að drepa! Ekki lungnabólgan! Þetta er bráðsmitandi fjári í þokkabót! Veldur mér klárlega meiri flökurleika, en þetta thing með að blowjobba djöfulinn ...60 sinnum á dag!!!

-Hæ sæta. Hvað segirðu sæta? Voðalega ertu fín sæta! Já sæta? Í alvöru sæta? Ok sæta! Sjáumst sæta...

EÐA ALDREI AFTUR LJÓTA!!!!

Ef að þetta verður sagt við mig einu sinni enn (þó ekki væri nema hálfu sinni) með slepjulegri bleikri drullufals-rödd; þá er ég hætt að fikta við hugrenningar um að myrða einhvern...ég læt verða að því! Notabene...gildir einu hvort maður er forljótur....þessari leðju er hent yfir mann samt! Takk fyrir!

Annars er ég dúndurgóð og elska ykkur meira en orð fá lýst eða í drasl! W00t

Ást, friður, endalausir kossar, kærleikur og friður í rassinum á yður ...-öllu blandað saman og hnoðaður úr; feitur og frekur bolti; sem síðan er hent í hausinn á fíflunum sem stóðu fyrir eyðileggingunni í mótmælunum fyrir utan Borgina... Heart sendi ég ykkur með blasti hér með!

(úff -anda anda anda...)

Víííííí....grípa - miða - henda!!!

Bloggárið og árið allt og það sem því viðkemur....verður tekið með trukki í minni höll!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

YEAH " á ég comment nr 1 á áriun "

Gísli Torfi, 2.1.2009 kl. 01:09

2 Smámynd: Aprílrós

Gleðilegt ár Heiða mín. Ég er númer tvö

Aprílrós, 2.1.2009 kl. 01:19

3 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Hvar er hægt að fá svona greinar þýddar?

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 2.1.2009 kl. 01:30

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hehe. Það er svolítið erfitt held ég! Kannski fá sér sýru bara

Heiða Þórðar, 2.1.2009 kl. 01:44

5 Smámynd: Aprílrós

hehehe það kemst enginn með tærnar þar sem þú ert með hælana Heiða mín, þú ert BARA snild. já eg er eins og Auður að eg glaðvaknaði.

Aprílrós, 2.1.2009 kl. 01:48

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mér finnst hann Sigfús óborganlegur snillingur. Grenja hér úr hlátri. Öss...hvað er gott að hlæja

Heiða Þórðar, 2.1.2009 kl. 01:50

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott a dég las greinina ekki í gær ......Tá hefdi verid lítid um svefn

Tú ert snilldar penni snúllan tín og svo skemmtileg.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 08:31

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 2.1.2009 kl. 11:20

9 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ég númer 10 - og þú ert sæt.
En ég er bara ekki alveg að skilja þetta með djöfulinn...?
Gætir þú útskýrt það á mannamáli fyrir mér elskan

Linda Lea Bogadóttir, 2.1.2009 kl. 13:12

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe...sígaretturnar darling. Er að undra mig á þú skulir ekki heita Skarphéðinn

Heiða Þórðar, 2.1.2009 kl. 13:17

11 Smámynd: www.zordis.com

Sætabrauðsdrengurinn verður bara étinn ...

www.zordis.com, 2.1.2009 kl. 13:29

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er þá ekki "helvítis ljótan" uppi á minni í dag  elska þig samt og hættu þessu totti dýrið á þér   enjoy 2009 like it is sixty nine

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 17:30

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég roðna ekki svo glatt...en hugsaði hvern djé.....er hún nú að fara

Solla Guðjóns, 2.1.2009 kl. 20:41

14 Smámynd: Ómar Ingi

Hver djöfullinn

Ómar Ingi, 2.1.2009 kl. 20:47

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 2.1.2009 kl. 21:16

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bölluztampur ertu ...

En skemmtanagildið er alveg 9-5 ...

Steingrímur Helgason, 2.1.2009 kl. 21:57

17 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Sorrý! ég ætlaði engan að særa!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 4.1.2009 kl. 02:35

18 Smámynd: Sporðdrekinn

Svei mér þá, ég held að ég muni bara njóta rettunnar betur með þessa hugsun í huga

Sporðdrekinn, 6.1.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband