Ég er orðin hundleið á janúargæjanum!

Ljóna- og dúkkupizzan sem ég matreiddi í kvöld fyrir mig og dótturina voru hreinasta afbragð! Hinsvegar var hamborgarhryggur gærdagsins algjör vibbi jónsson. Eiginlega; Viðbjóður Jónsson. Sósan bjargaði ekki einu sinni kjötinu...þrátt fyrir; að vera það sterk að undan sviði ...niður í rass og aðeins neðar. Kartöflurnar forsoðnu...voru hinsvegar ljómandi! Enda þarf maður að vera ansi lunkinn til að klúðra þesslags matseld. Ætla ég síst að fara að ofmeta snilli mína hérna...beint fyrir framan ykkur hænurnar mínar allar. Kartöflurnar máttu sín þó lítils við hliðina á ómetinu sem fyrir var á disknum....gott ef þær hlupu ekki útaf og ....voru úr leik...í það minnsta fölnuðu þær.

Ég er ekkert endilega að segja með þessu að ég sé lásý kokkur. Neibb..en sko, málið er; þetta með mig og eldamennsku... er svolítið lánum háttað um hver niðurstaðan verður í lokin. Þannig lít ég á það allavega. Svona hvernig stjörnurnar liggja í kortunum, þið skiljið. Strákurinn minn gerir hinsvegar grín að mér; sí-minnugur á þegar ég brenndi pizzulufsu hérna í denn...eða árið 1826...

...dóttirin segir einfaldlega; -mamma þú ert langbest...en pabbi er góður kokkur...og skemmtilegur.

Ég get ekki sagt að ég hafi verið að hugsa um þetta þegar ég sat á glámbekk með bleikan ís í Kringlunni í dag að horfa á iðandi mannlífið. Mannlíf sem hvort eðer ekkert var. Enda óskeður atburður, ... Síminn hringdi... fjandans síminn sem ég stundum vildi óska að væri ennþá í ólagi!

En ég elska samt Nova ennþá.

-Gleðilegt ár elskan mín og takk fyrir öll 39 árin sem við höfum átt saman elsku gullið mitt! Og bráðum verða þau fjörutíu! vei vei....W00t

-sömuleiðis...en hey...róaðu þig á tölunni vina...þetta eru nú ekki nema 38 ár sko...

Ég var alveg handviss í minni sök....nú værir kerlingin, hún mamma mín, endanlega gengin af göflunum!

Upphófust rök og ræður um aldur minn og tilvist á þessar jörð...algebra og ártöl flugu um hausinn minn...ég rétt náði að stöðva orðaflaum mömmu þegar hún var uþb að fara að minna mig á...þegar ég festist með hausinn í pjöllunni á henni og hún sá marglitar stjörnur....(hjúkkit) .... þá rann það upp fyrir mér!!! Ég vildi ég hefði fengist til að ganga með húfu!

Mamma vann. Það er ég sem er endanlega gengin af öllum heimsins hnífapörum veraldar! Guði sé lof og dýrð fyrir að það var ekki hún mamma!!!

Ég hugsaði mikið ...og um allt annað en það sem var að ske í kringum mig....þegar ég labbaði áfram út ganginn í Kringlunni. Allt í einu var ég stödd í "fangi" sem  annaðslagið hefur orðið á vegi mínum  síðan við tvö vorum unglingar... 

Aðra elskulega kveðju ásamt óskum...fékk ég um gleði á ókomnu ári...koss og hlýtt faðmlag... engri bleikri drullu fyrir að fara þar.

Síðast hittumst við í Smáralindinni, ég og hann... þegar hann kallar á mig fyrir jól þegar ég var á þönum;

-Heiða! Komdu!... hérna er dagatal handa þér!!!

-Hey....vá takk...þú ert æði!!!

-1500kall...

-ó ...Blush

...LoL

Dagatalið hefur að geyma myndir af hálfnöktum slökkviliðsmönnum. Einn karlmaður fyrir hvern mánuð. Ekki einn þeirra höfðar til mín, enda verð ég síst álitin sú er fantaserar yfir myndum af fólki og óraunveruleika.  Ég vona þó svo sannarlega að ég hafi verið að styrkja gott málefni með þessari svaðalegustu fjárfestingu ársins 2008. Ég er orðin þokkalega vel leið á janúar gaurnum.... hann stendur mér ávallt til hægri handar, þegar ég er í tölvunni að vinna eða leika mér...og  gaurinn er með öxi takk fyrir! Auðvitað kíki ég stundum á  hann.  Annað væri ob-normal...kona sem hefur ekki fundið lykt af karlmanni síðan... uhhh...síðast...Wink Hugsa þeim mun oftar; -úff, fer þessi mánuður ekki að verða búin...þá losna ég við þennan axarmorðinga frá augunum mínum...og mánuðurinn ekki rétt byrjaður...

Tíminn líður og líður...ég er enn staðfastari en áður að njóta hvers augnabliks og elska elska elska einsog ég hafi aldrei verið særð...

Njótið helgarinnar dúfurnar mínar og allir ykkar kalkúnar... WinkHeartdansið, tjúttið og elskið! En í guðana bænum; ekki syngja!

-ég er með logandi hausverk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Skal ekki syngja

Ómar Ingi, 3.1.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:) gleðilegt nýtt ár Heiða.. hvernig er hægt að klúðra hamborgarahrygg.. álíka auðveldur í matreiðslu og að hita pulsu ;)

Óskar Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 01:02

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elskan mín góða; hef klúðrað pylsum

Heiða Þórðar, 3.1.2009 kl. 01:14

4 Smámynd: Aprílrós

Ég syng mikið  en skal syngja látt  núna

Aprílrós, 3.1.2009 kl. 01:23

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

syngdu elskan, tjúttaði, dansaðu og lifðu...en umfram allt njóttu!

Finnst frábært að heyra að þú syngir mikið

Heiða Þórðar, 3.1.2009 kl. 02:11

6 Smámynd: Gísli Torfi

" Inní mér syngur Vitleysingur"

Gísli Torfi, 3.1.2009 kl. 06:06

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Heida ...Tú ert bara snilli.Af hverju er ég ekki búin a duppkötva tig fyrr á blogginu tá hefdi ég getad hlegid mig máttlausa alla morgna yfir kaffiblollanum og ab mjólkinni.

Betra seint en aldrey elskan mín.Bara tetta med hamborgarhrygginn...Kom hann ekki bara ónýtur í hús??? Nei bara spyr.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 06:52

8 identicon

Hæ Heiða.

Njótið helgarinnar í botn, þið mæðgur .

Guð veri með ykkur báðum dag og nótt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 08:24

9 Smámynd: Hulla Dan

Gleðilegt ár Heiða.

Takk fyrir skemmtileg skrif í fyrra. Hlakka endalaust til að lesa þig í ár.

Hulla Dan, 3.1.2009 kl. 10:04

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gurra mín jú þú ert sjálfsagt komin með skýringuna en sósan var original made from Heaven by me... með rjóma og alles

Vona svo sannarlega að þú sért að hressast minn kæri spóalingur

Gleðilegt ár Hulla og takk fyrir. Þú ert ein af ástæðunum fyrir því að bullið heldur endalaust áfram....

Heiða Þórðar, 3.1.2009 kl. 10:41

11 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Þú bara setur hann í pott, og vatn og sýður hann, það eru líka til hryggir sem þarf ekki að sjóða, síðan tekur þú hann og setur í ofn,þegar hann fer að verða tilbúin þá setur þú sykurbráðina og inn í ofn aftur og hitar, mundu bara að hafa ananas ofan á síðustu mínuturnar.

Sósan er soðið og þykkir það og bætir með rjóma og setur í hana smá rifsberjasultu og ef vill smá gráðost, trust me, I know what I am telling you.

Ef vill má setja smá rauðvín í sósuna, það er mjög gott og eins í sykurbráðina.

Síðan er að bera fram herlegheitin og njóta vel.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 3.1.2009 kl. 11:08

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hvar hefurðu verið allt mitt líf Brynja?

Heiða Þórðar, 3.1.2009 kl. 12:59

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

úbs..ætla ekki ad gefa neinar eldamennskurádleggingar sko...hef ýmislegt ljótt i pokahorninu sjálf...svo "better luck next time" bara  

Góda helgi til thin, haltu áfram ad njóta thess ad vera HEIDA

María Guðmundsdóttir, 3.1.2009 kl. 17:28

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Engin Kalkúnn hér, en Brynja er snillingur og ég mun elska hana jafnvel enn heitar en ég elska þig Heiða, ef hún segir okkur hvar hryggir sem þarf ekki að sjóða fást!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 02:19

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

en Brynja er snillingur og ég mun elska hana jafnvel enn heitar en ég elska þig Heiða, ef hún segir okkur hvar hryggir sem þarf ekki að sjóða fást!

Ég gæti sagt þér Magnús, það ef ég óttaðist ekki afleiðingarnar

Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 11:31

16 identicon

Ef þú ert leið á janúargæjanum þá er bara að tékka á febrúar :) Nú eða mars....., hver segir að allt þurfi endilega að vera í réttri röð !!!!!

Veit ekkert um hamborgarahrygg, borða ekki svoleiðis :(

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:16

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Apríll er góður díll, sjáðu bara mig

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:37

18 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mig langar  í svona dagatal og hafa svo bara heitasta gæjann uppi allt árið.

Helga Magnúsdóttir, 4.1.2009 kl. 16:55

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Skil þetta húfudæmi svo vel fyrr skulu eyrun af en að ég setji upp húfu...

Getur þú ekki snúið þessum janúargæja á fjóra vegu jafnvel fleir......svona beint á ská og séð hann frá ýmsum hliðum

Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 17:05

20 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Njóttu þess að vera til.  

Marinó Már Marinósson, 4.1.2009 kl. 17:20

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ofmetin skínka, óniðursneidd.

Kristó Carter er flottur á dagatalinu ...

Steingrímur Helgason, 4.1.2009 kl. 20:01

22 Smámynd: Þ Þorsteinsson

kvitt

það er öruglega ekki gott að kvitta bara ,en eer  ´´a  hraðferð .....videokvöld

Þ Þorsteinsson, 4.1.2009 kl. 21:16

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe...reyndar er hann flottastur...enda sá sem seldi mér dagatalið :)

Heiða Þórðar, 5.1.2009 kl. 01:05

24 Smámynd: www.zordis.com

Eru þetta íslenskir strípalingar? Þabbarekki annað!

Janúarknúsið .....

www.zordis.com, 5.1.2009 kl. 11:00

25 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Vona að hausverkurinn sé farinn, nú ef ekki, þá að "engin" sé að syngja fyrir þig

Guðrún Þorleifs, 5.1.2009 kl. 19:28

26 Smámynd: Heiða  Þórðar

...væri hinsvegar fínt að hafa einhvern til að nudda á sér tærnar....

Heiða Þórðar, 5.1.2009 kl. 23:50

27 Smámynd: Sporðdrekinn

Til lukku

Sporðdrekinn, 6.1.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband