Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Dag-og næturvaktin ömurlegir þættir!

Þegar allskyns pinnar, steinar og hringir skreyttu andlit fólks hér um árið varð ég þokklega bit. Ég spurði gjarnan fólk; -hvað er málið?

-æi, bara að vera öðruvísi en aðrir...svona "state-ment"  -ég rokka og er kúl.

Er ekki að sjá að fólk sé neitt öðruvísi en aðrir með því að skreyta tungu sína og nef, sér í lagi þegar svo margir hafa gert slíkt hið sama. Mér finnst þetta persónulega vont og ljótt. Þegar mamma var komin með glerkúlu í nefið varð ég orðlaus. En elskan sú arna, hefur oftar en ekki gert mig orðalausa í gegnum tíðina. Mamma rokkar feitt.

Annað sem mér finnst vont, ljótt og leiðinlegt; er Dagvaktin. Sat hér heima í gær og horfði á, með popp í skál...beið og beið...leið svona einsog úldnu stykki, þar sem ég  beið eftir að mér myndi áskotnast bros eða hlátur.

Ekkert. Ekki ein einasta. Mig langaði virkilega að finnast hún svona geggjaðslega skemmtileg einsog öðrum finnst hún vera. Neibb! Svo fór ég að hugsa út Næturvaktina. Fékk hana í jólagjöf. Var komin með upp í kok eftir fjóra þætti. Skil ekki fólk sem horfir á þetta margendurtekið. Karakter Jóns Gnarr er ömurlega nöturlegur og finnst mér einelti aldrei fyndið.

Ég lánaði jólagjöfina/næturvaktina og sækist ég ekki eftir því að fá hana tilbaka. 

Mig langar ennþá í kótilettur Wink


Nefið á mér var/er einsog kóngur á typpi (með ufsiloni...)

Þegar einn fjölskyldumeðlimur fór til lýtalæknis 15 ára og vildi láta laga ýmsa vankanta samkv. hennar áliti sbr; breikka og lengja nefið, stækka brjóstin, láta rífa út eitt rifbrein, breyta því hvar augun sátu,  hækka ennið osfrv. var hún send með rakettu í rassgatinu af viðkomandi lýtalækni beint til geðlæknis. Mér fannst þetta fyndið, í þá daga.

Þegar annar meðlimur lét tattovera augabrúnir eftir brjósta- og augnaðgerð var þetta nánast orðið eitthvað sem engin kippti sér upp við lengur. Það var um 25 árum seinna. Þegar brýrnar breyttu um lit og lögun og urðu bláar að lit  fékk hún sér nýtt sett. Brúnt skildi það vera. Fjórar augabrýr með mismunandi lögun sátu nú fyrir ofan augun. Pollróleg. Og engin þeirra eins. Nú nýverið var splæst í þriðja settið. Svartar. Svart, brúnt og blátt gengur þokkalega vel saman, en ofan á enni er þetta algjörlega ólesanlegt og illskiljanlegt krot! Allt sem heitir að lyfta augabrúnum og yppta öxlum tapar merkingu sinni, hjá þessari elsku. Að horfa á andlitið  er einsog að lesa í bolla fyrir þann sem ekki kann.

Það er einsog þessi andskoti sé viðloðin mína  fjölskyldu því síst var ég skárri, þó að undir hnífinn hafi ég ekki gengið að frátöldum keisaraskurði. Ég var gjörsamlega heltekin af útlitinu einsog þessar dúfur sem unglingur. Ég man að eitt sinn segir önnur systirin;

-Heiða það er ufsilon á nefinu á þér,....nei nefið á þér er einsog kóngur! (ekki kóngur með kórónu á höfði, öllu heldur kóngur á typpi....) mikill og hávær hlátur fylgdi í kjölfarið.

-Er það? (hissa) jaaaa, það er skárra en ...  fucking's essss! (brjáluð) ...

Löngum stundum eyddi ég svo í að skilgreina og skoða á mér nefið. Ég sá votta fyrir stafnum ufsilon...og það sem meira var; ég tók eftir því að það var áberandi feitt, þannig að ég segi það bara hreint út. Spikfeitt! Ég var miður mín í einhvern tíma,  vitandi vits að nefið eitt og sér færi ekki í aðhald. Ekki var búið að finna upp hlaupabretti eða önnur æfingatæki fyrir nef til að ávinna sér "six-pakk".  Ekki gat ég soltið heilu hungri því allir skankar voru aburðargrannir og nettir...maginn innfallinn...og rassgat ekkert. En nefið sat sem feitast og fastast í andlitinu...

Ég sá fyrir mér líf mitt fjara út í  logandi helvíti með spikfeitan nebbaling í stað fagurlega skapaðs nefs og hugsaði um lítið annað en úrræði til bóta. Ég brá á það ráð að setja þvottaklemmu á nefið og lokaði mig inn í herbergi að skóla loknum.  Reyndi að sofa með klemmuna, en varð lítið svefnsamt. Amma mín (sem ól mig upp eða niður) hélt að ég væri að reyna sjálfsvíg og útrýmdi hverri og einustu klemmu úr hrörlegu hýbýlinu...sagði mér að ég vær einsog fuglaskítur á heiði og sagði að nær væri fyrir mig að fara út að leika, - en að sitja með klemmu á nefinu og hlusta á AC/DZ...reyna að fá lit í andlitið.

Ég fór í efstu hilluna í einasta fataskápunum á heimilinu og fann forláta háfjallasól....sat fyrir framan hana í dágóðan og rúman tíma og hlaut að launum þriðja stigs bruna. Má þakka fyrir að hafa ekki orðið blind.  

Sem hefði ekki orðið alslæmt því ofan í fituhlussuna, var mér bent á (góðfúslega) að hárið á mér væri lapþunnt.  Ég flettaði hárin þrjú í margar margar margar litlar flétturog setti í mig sterkasta Tony permanettið. Úff! hörmulegar afleiðingar! Hörmulegar!!!!!; dont try this at home! Ég svaf með lambúsettu á hausnum til að hræða ekki skólabörn á leiksvæðinu. Var einsog gilitrutt...

...vel á minnst; ekki má gleyma freknunum á andlitinu. GUÐ MINN ALMÁTTUGUR! Einhver sagði mér að fíflll væri afbragð á þennan viðbjóð. Þessu tróð ég í andlitið á mér, en það var áður en ég vissi að klór virkar best á freknur.

Að þessu ofansögðu finnst mér geggjaðslega frábært að eldast og vitkast! 

Njótið kvöldsinsHeart

es: mig langar í kótilettur...

 


Einhver horbrók á lausu?

Ég varð fyrir yfirnáttúrulegri reynslu í dag! Málin standa þannig að ég var staðsett með stefnuljósið logandi á hausnum, fyrir utan Smáralindina. Ekki veit ég hvaða erindi ég átti þangað, enda algjört aukaatriði.  Við hlið mér stendur Doddi á spjalli. Ekki Doddi Doddi, nei doddi.

Alveg oforvarendes kemur labbandi maður. Gullfuckingfallegur. Það sem meira er; hann var svo flott dressaður gaurinn frá toppi og niðurúr, að auki bar hann sig flott. Sjálfsöryggið var límt með svörtum stöfum á ennið á honum.  Nei ég lýg því....ekki frá toppi, ég gæti alveg hugsað mér að breyta um klippingunni á honum.

Hann lítur á mig og ég á hann - aftur og aftur og aftur...

...svo kemur hann labbandi að mér og segir;

-Ég kannast eitthvað við þig...hvað heitirðu?

-í alvöru...hef aldrei séð þig áður...ég heiti Heiða...

Formælti helvítis bloggsíðunni minni og vonaði í lengstu lög að þessi hefði ekki rekið augun í hana. Þessi var með þeim allra allra flottustu, sem hefur þvælst fyrir mínum fótum í það minnsta.  Vildi fyrir enga muni að hann fengi þá mynd af mér að ég væri heimsk, grunnhygginn, gröð hóra. Sem ég er ekki! Þó svo að þetta væri einasta augnablikið okkar. Verð annars að fara að hætta þessu píku-, rassa- bloggbrölti. 

Er að verða leið á mér og þessu fuckings bulli í mér hér.

-jaaa, mér finnst ég þekkja þig einhversstaðar frá, bætir hann við og brosti til mín himneskt!

Svo bætti hann við....

-sjáumst...

Ég sagði ekki orð, kinkaði kolli og horfði á þegar hann labbaði í átt að svarta jeppanum sínum. 

Ekki nóg með það að hann væri svívirðilega flottur, það fylgdu honum ólýsanlegir töfrar, einsog þegar hann ýtti á einhvern takka og bílinn aflæstist úr einhverra metra fjarlægð.  Bara bling og opin!

Mér er annars boðið í stórafmæli annaðkvöld....mér var sagt að ég mætti taka einhverja horbrókina með mér....

....einhver á lausu? Wink

 

 


Kerlingin var með þvagleka...

Ég er ekkert sérlega upprifin þessa dagana. Er aðeins lúin og hlakka til helgarinnar. Ætla að sofa óáreytt, alein án sparka, högga eða atlota af nokkru tagi. Eða einsog mamma myndi orða þetta svo smekklega;

-iss... Heiða, það er nú lítið varið í þetta. Þessu fylgir svo mikill subbuskapur!

Með það sit ég sem fastast á boðskorti um unaðstundir í himnaríki...með mér og mínu.

Þegar ég er þrútin í huganum finnst mér gott að kíkja til baka...ég gerði það í kvöld eftir fjólubláa kúlubaðið mitt....

...fór að skoða gamlar myndir.

Þarna var fyrsti kærastinn. Glaðbeittur og útglenntur,  vel hærður með gítar í klofinu. Seinna missti hann hárið...og í stað hára á höfði, eru þau nú vaxinn út úr eyrum, nefi, baki og rassgati. Svo sagði hann sjálfur í beinni eða óbeinni...man ekki. Fullyrði að við áttum lengsta sleik veraldar og þó víðar væri leitað. Þegar hann svo fór í sleik við eina bekkjasystur...dó ástin og sleikurinn varð þurr. Ég kættist ekki lítið þegar ég sá að hlussan sú arna bar nafn með rentu...eða um 20 árum síðar...orðin vel útbúin um lendarnar og þarf ekki Millet dúnúlpuna sína, sem hélt á henni hita um áríð. Ásamt mínum fuckings kærasta!

Svo dett ég niður á aðra mynd.  Fermingarmynd og gat ekki annað en fundið blóðbragð í munninum. Ég var ljótari en erfðasyndin á fermingardaginn. Með hreiður ofan á hausnum í hvítum kjól. Svona einsog freknóttur fuglaskítur í framan. Með tvo stykki græn vínber í stað grænu baunanna á Reykjanesbrautinni (brjóstin mín sko....). Við hlið mér situr gömul kona. Kerlingin sat útglennt með logandi sígarettu á milli fingra sinna í veislunni. Hún var í grænu köflóttu pilsi með dömubindi í klofinu. Hún þjáðist í áraraðir úr þvagleka. Ég finn ennþá lyktina. Lyktin var ekki góð.  Hún hóstaði sífellt einsog motherfucker og blótaði einsog gallharður sjóari. Hún litaði hár sitt ýmist fjólublátt eða appelsínurautt. Hún fór aldrei á fætur án þess að setja upp stór appelsínugul sólgleraugu.

Kerlingin var amma mín sem ól mig upp að mestu leyti. Hún bjargaði lífi mínu. Ég skammaðist mín eins mikið fyrir hana þegar ég var unglingur, einsog ég sakna hennar í dag. 

Ég þoli ekki hræsnina á bak við minningargreinar í mogganum. Vil bara að hlutirnir séu sagðir einsog þeir eru...

...geri það hér með...

...annars er ég þrusugóð, reyndar í þrusustuði með guði...Cool

 

 

 


Þegar ég kom heim ...

...úr vinnu rétt rúmlega eftir miðnætti,  gat ég ekki annað en glaðst yfir þvi að allir innanstokksmunir komust undan "heilir á höldnu"...

...skildi nefnilega svalahurðina eftir opna! 

Flotta grillið mitt skaust ekki upp í himingeiminn, nei það stendur sko óáreytt, stolt, hnarreyst og fagurlega skreytt með drullu framan á. Gjöf frá nágrannanum.

Það held ég að karlófetið fyrir ofan mig pissi í kross í þessu óveðri. Þakka Guði fyrir að vakna þurr i fyrramálið...

Lifið heil elskurnar...djö langar mig að kúra hjá einhverjum eða sérhverjum þegar vindar blása svo frekjulega...

Knúsist og kyssistHeart

 


mbl.is Mörg útköll vegna óveðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfulsins vanþakklæti!

Hvað er yndislegra en að vakna með eina löpp númer 24 í munninum? Lengst ofan í koki.  Ekki neitt. Eða jú kannski eitt.

Það er einmitt  þegar sparkað er fast í andlitið á manni, með sama fæti þegar maður sefur fast á sínu grænasta. Ég er að komast í fílingin. Búin að sækja jólatréð neðan úr kompu. Búin að skreyta. Í huganum. Þrífa og baka. Allt húsið ilmar. Í huganum.

Útkýld og spörkuð um allan líkamann eftir óhemjuskap dótturinnar nóttina áður, vansvefta, bólgin, þrútin og úttauguð,  gat ég ekki annað en baðað út öllum mínum öngum og lofað þennan dýrðarsunnudag sem beið mín. Lífið er dásamlegt!

Oboyoboy! Jólin eru að koma...haustið er komið og ég elska haustin mest af öllum árstíðum.

Það er af sem áður var þegar maður varð beinlínis fúll á móti þegar nýbúið var að berja mann í klessu.  Með péturspor á vitlausum stað,  eða í andlitinu og filusvip ofan á sporin, setti ég upp svip fórnarlambsins og grenjaði einsog klukka! Með vatnsheldan maskara... 

Djöfuls vanþakklæti!

Njótið með mér komandi viku  Heart og reynið að vera svolítið þakklát fyrir hvað lífið hefur upp á að bjóða....Wink

 

 


Ég fann hjá mér...

...einhverja brjálæðislega þörf. 

Til að óska ykkur öllum góðrar helgar...W00t

 


Love you guys

Þegar horft er til þess að á mínum unglingsárum, kallaði elsti bróðir minn brjóstin mín ósýnilegu; grænar baunir á Reykjanesbrautinni.... er það hreint með ólíkindum að á borðum í höllinni minni hafi einmitt verið það. Jebb....grænar baunir með rauðkáli, kartöflum, uppstúaðri sósu og hangikjötslettu.

En svo þegar ég hugsa þetta betur; eru ástæðurnar tvær; ein þeirra er sú að jólin eru að koma á hraðri uppleið beint í fangið á mér einsog óð-fluga. Hin er sú að daman verslaði sér 1944 rétt...sem "bæðevei" var viðbjóðslegur! Takk fyrir að spyrja...

Ég var að hugsa þetta með bloggsamfélagið okkar. Af mínum annarlegu hvötum.

Ég mundi allt í einu eftir einum pappakassa af tveimur sem ég hef hitt utan skjásins. Ég félst á að hitta þann fyrsta á kaffihúsi. Ástæðan var að hann þekkti pabba. Ég elska pabba minn meira en orð fá lýst og sakna hans enn meira. Hann lést af slysförum.  Ég hitti gæjann aftur og aftur og aftur um nokkurt skeið. Við áttum ekkert sameiginlegt nema; pabba. Hann virtist dá hann og dýrka en þeir voru saman til sjós. Þegar sögur hans um pabba voru farnar að endurtaka sig og voru orðnar á bragðið einsog flatur landi...tók ég eftir því að gaukurinn var með ofvöxt hára út er nef-holum og eyrnagöngum.

Hann reyndist ekki vera þessi mikli ljúflingur sem ég taldi í fyrstu. Enginn engladrusla þar á ferð. Hann var í fullu starfi við  að heilla bloggvinkonur mínar uppúr skónum samhliða mér. Lukkulega fyrir mig; ég var skólaus.

Ég veit ekkert verra en óheiðarleika. Ég fyrirlít hann svo mjög að mig svíður í beinin.

Annar vildi hitta mig. Eftir einhvern tíma samþykkti ég boðið yfir kaffi í krús. Sá fann hjá sér mikla þörf fyrir að segja mér hversu svaðalegur hann væri í rúminu (á date-i númer eitt -á fyrsta korterinu). Hann sagði mér dapur í bragði; hversu geðveikislega klikk allar hans fyrrverandi væru. En þær áttu það eitt sameiginlegt að segja hann góðan í rúminu. Mig minnir að mamma hans hafi verið pöddu líkust, allavega líktist hún randaflugu. Svei mér þá ef hann fékk það ekki á lærið á mér...helvískur! Sko í hans eigin huga...

Mér finnst fárra meira ósjarmerandi er karlar sem eru með yfirlýsingar um hversu þeir eru fimir í bólinu,...því í raun kemur mér það ekki rassgat við,  tala illa um sínar fyrrverandi hvað þá móður.

Síðarnefndi pappakassinn var einnig í þeim business að sjarma fyrir bloggvinkonum minum á sama tíma og hann reyndi að komast í nærbrækurnar mínar. Þessar ósýnilegu. Ef hann bara vissi...ef hann bara vissi...Hann skoraði ekkert sérlega feitt þar, held ég.  Vona ekki, þeirra vegna.

Einnig finnast í þessu samfélagi giftir menn, svona veiðimenn með takmarkaðan kvóta....alveg að skilja-st frá eiginkonum sínum. Skilnaðurinn er svo mikið að skella á; að einhverjar heyra hljóðið. Sem betur fer heyri ég bara það sem ég vill heyra...

HALLÓ! Lít ég út fyrir að vera heimsk eða....

ENN...

...hérna hef ég líka hitt og tengst óútskýranlegum tilfinningaböndum fólki sem ég get með sanni sagt að mér þykir innilega vænt um. Svona ekta væntumþykja frá mér til þeirra/ykkar, þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi persónulega. Suma hef ég hitt þó...

...þið vitið hverjir og hverjar þið eruð.

Takk fyrir að heimsækja mig og commenta hjá mér. Þið gerið það að verkum að hitt "dótið" ... hverfur og verður ekki að neinu. Ekki einu sinni skítur á priki...

Love you guysHeart

 

 


Er samt góð sko...

Jæja hvað segir fólkið?

Ég er alveg þrusugóð og uni mér vel í annríkinu sem er mig lifandi að drepa. Öðruvísi gæti ég nú varla drepist...nema af þeirri einföldu ástæðu að ég er lifandi...

...það er gott að hafa mikið fyrir stafni, gott að koma heim að kveldi vitandi vits að maður gerði sitt besta þann daginn...fucking shittur hvað ég er hamingjusöm. Umvafinn fyrsta flokks fólki alla daga -langt fram á kvöld.

Það er af sem áður var, þegar maður sætti sig við það næstnæstbesta. Dinglaði með uppá punt, innan í skítahrúgu og sat meðvitundarlaus með illum og illa lyktandi tungum, með ofvirkan hárvöxt í nefi og eyrum...ojbarasta!

...annars hitti ég Jón í morgun. Ég bý í fjölbýli og Jón stjórnar hér með miklum aga. Hann er kóngurinn og ég er prinsessan. Jón er ekki sá sem pissar yfir mig með látum á hverri nóttu. Nei hann er sá sem skokkar á hverjum morgni með demantseyrnalokk í eyra. Ég sef ofan á Jóni. Eða hann undir mér. Jón er tæplega sjötugur og giftur. Þegar Jón slær blettinn...þá fer hann í Hitlers-uniform. Jón er flottur karl.

Þegar ég kem út í morgun þá var Jón að gera teygjuæfingarnar sínar. 

-jæja Heiða mín...þú ert með á laugardaginn, er það ekki?

-ahhhh....sko sólin mín er ekki hjá pabba sínum þessa helgi sko...

-þú hefur hana bara með...hún hefur gaman af því...

-já en Jón, sjáðu hendurnar á mér -er alveg að drepast í höndunum....ha?

-hva, þú verður bara með hanska stelpa! 

-ok...

Jón er fífl.

Mig langaði svo miklu meira að sofa út, en að standa í einhverju árlegu sótthreinsandi stigagangs-hreingerningaátaki með þessu liði kl: 0900 á laugardagsmorgni!

En er samt góð sko Wink

 

 


Jæja...

...þarna fær maður það staðfest svart á hvítu; það er afar ópraktískt að vera með hana vel snyrta og ilmandi...

...enda pantaði ég mér á e-bay einn stóran breiðan og gildan...

...ótrúlegur andskoti - að þetta skuli líðast og viðgangast!

Nett - í  brjálaðri fílu! 


mbl.is Kynbundinn launamunur eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband