Kerlingin var með þvagleka...

Ég er ekkert sérlega upprifin þessa dagana. Er aðeins lúin og hlakka til helgarinnar. Ætla að sofa óáreytt, alein án sparka, högga eða atlota af nokkru tagi. Eða einsog mamma myndi orða þetta svo smekklega;

-iss... Heiða, það er nú lítið varið í þetta. Þessu fylgir svo mikill subbuskapur!

Með það sit ég sem fastast á boðskorti um unaðstundir í himnaríki...með mér og mínu.

Þegar ég er þrútin í huganum finnst mér gott að kíkja til baka...ég gerði það í kvöld eftir fjólubláa kúlubaðið mitt....

...fór að skoða gamlar myndir.

Þarna var fyrsti kærastinn. Glaðbeittur og útglenntur,  vel hærður með gítar í klofinu. Seinna missti hann hárið...og í stað hára á höfði, eru þau nú vaxinn út úr eyrum, nefi, baki og rassgati. Svo sagði hann sjálfur í beinni eða óbeinni...man ekki. Fullyrði að við áttum lengsta sleik veraldar og þó víðar væri leitað. Þegar hann svo fór í sleik við eina bekkjasystur...dó ástin og sleikurinn varð þurr. Ég kættist ekki lítið þegar ég sá að hlussan sú arna bar nafn með rentu...eða um 20 árum síðar...orðin vel útbúin um lendarnar og þarf ekki Millet dúnúlpuna sína, sem hélt á henni hita um áríð. Ásamt mínum fuckings kærasta!

Svo dett ég niður á aðra mynd.  Fermingarmynd og gat ekki annað en fundið blóðbragð í munninum. Ég var ljótari en erfðasyndin á fermingardaginn. Með hreiður ofan á hausnum í hvítum kjól. Svona einsog freknóttur fuglaskítur í framan. Með tvo stykki græn vínber í stað grænu baunanna á Reykjanesbrautinni (brjóstin mín sko....). Við hlið mér situr gömul kona. Kerlingin sat útglennt með logandi sígarettu á milli fingra sinna í veislunni. Hún var í grænu köflóttu pilsi með dömubindi í klofinu. Hún þjáðist í áraraðir úr þvagleka. Ég finn ennþá lyktina. Lyktin var ekki góð.  Hún hóstaði sífellt einsog motherfucker og blótaði einsog gallharður sjóari. Hún litaði hár sitt ýmist fjólublátt eða appelsínurautt. Hún fór aldrei á fætur án þess að setja upp stór appelsínugul sólgleraugu.

Kerlingin var amma mín sem ól mig upp að mestu leyti. Hún bjargaði lífi mínu. Ég skammaðist mín eins mikið fyrir hana þegar ég var unglingur, einsog ég sakna hennar í dag. 

Ég þoli ekki hræsnina á bak við minningargreinar í mogganum. Vil bara að hlutirnir séu sagðir einsog þeir eru...

...geri það hér með...

...annars er ég þrusugóð, reyndar í þrusustuði með guði...Cool

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Elsku Dúlla það er nú gaman að læra af fortíðinni en miklu meira gaman að lifa í nútíðinni

Ekki satt

Koma svo

Ómar Ingi, 18.9.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ekki spurning Ommi minn....ekki einn einasti hvað þá neinasti vafi

Heiða Þórðar, 18.9.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Anna Guðný

Svona einsog freknóttur fuglaskítur í framan.  

Ég er nefninlega að fara að láta ferma fyrsta barn næsta vor. Hef þetta í huga. Þakka ábendinguna.  Ekkert áberandi sem hún á eftir að gubba yfir eftir 20. ár.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 18.9.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Aprílrós

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt Heiða mín. Stuð kveðjur til þin ;););)

Aprílrós, 18.9.2008 kl. 22:56

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Mér þykir þú frökk að þora að skoða fermingamyndirnar af þér. Ég er sko ekki nægilega sterk til að skoða mínar  

Sporðdrekinn, 19.9.2008 kl. 03:39

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Frábær penni, það máttu eiga

Heimir Tómasson, 19.9.2008 kl. 04:06

7 identicon

Þegar unglingurinn minn neitaði að láta taka af sér fermingarmyndir skildi ég hann ofurvel og sagði ok!

Veit ekki um neinn sem er ánægður með þann gjörning 20 árum seinna!  En já svo breytist allt og maður lærir að meta fólkið sitt sem áður kramdi mann úr skömm bara með því að vera til :)

kær kveðja Heiða og kaffi...?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 08:15

8 Smámynd: Margrét M

úff ekki var ég skárri á fermingardaginn bjakk ... en ég man eftir hvað amma þín var indæl, man sérstaklega eftir röddinni ,, fór með þér örfá skipti heim til ömmu þinnar

Margrét M, 19.9.2008 kl. 08:25

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Minningar ylja sérstaklega þær góðu.  Þær verri eru þarna einhvers staðar en sem betur fer dofna oft með aldrinum.

Ía Jóhannsdóttir, 19.9.2008 kl. 08:55

10 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég skammast mín akkurat ekkert fyrir mínar fermingarmyndir!

7 ára strákur í gráum jakkafötum með rautt bindi og allt þetta fallega hár og með kærustu sem framleiðir vínber handa manni....

Það er rétt þetta fallega hár virðist villast af leið á efri árum og ekki rata á höfuð.

En það er engin gróska í rassgati!!!!

Hafa það á hreinu... nema að það sé orðið svo sítt a attan (bakinu) að það trufli störf afturendans?

Þórður Helgi Þórðarson, 19.9.2008 kl. 09:23

11 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Snillingur ertu Heiða, alltaf gama að lesa síðuna þína  Maður skammaðist sín fyrir ýmislegt þegar maður var á þessum árum, nú eru bara einhver annar farinn að skammast sín fyrir okkur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.9.2008 kl. 12:14

12 identicon

Ég er nú þeirrar gæfu búinn að fermingarmyndin mín er notuð sem auglýsing í einhverjum ljósmyndastofum ennþá daginn í dag.. Skil ekki með ykkur hin systkinin.... Voruði á einhverju trippi þegar að myndirnar voru teknar???

Hún Sigga amma var brilljant, maður fattaði það eiginlega ekki fyrr en eftir á...

Læturðu ekki sjá þig á laugardaginn?? Getur tekið einhverja horbrókina með þer, kettir verða látnir bíða fyrir utan nota bene... ;)

Gísli Þór Þórarinsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband