Nefið á mér var/er einsog kóngur á typpi (með ufsiloni...)

Þegar einn fjölskyldumeðlimur fór til lýtalæknis 15 ára og vildi láta laga ýmsa vankanta samkv. hennar áliti sbr; breikka og lengja nefið, stækka brjóstin, láta rífa út eitt rifbrein, breyta því hvar augun sátu,  hækka ennið osfrv. var hún send með rakettu í rassgatinu af viðkomandi lýtalækni beint til geðlæknis. Mér fannst þetta fyndið, í þá daga.

Þegar annar meðlimur lét tattovera augabrúnir eftir brjósta- og augnaðgerð var þetta nánast orðið eitthvað sem engin kippti sér upp við lengur. Það var um 25 árum seinna. Þegar brýrnar breyttu um lit og lögun og urðu bláar að lit  fékk hún sér nýtt sett. Brúnt skildi það vera. Fjórar augabrýr með mismunandi lögun sátu nú fyrir ofan augun. Pollróleg. Og engin þeirra eins. Nú nýverið var splæst í þriðja settið. Svartar. Svart, brúnt og blátt gengur þokkalega vel saman, en ofan á enni er þetta algjörlega ólesanlegt og illskiljanlegt krot! Allt sem heitir að lyfta augabrúnum og yppta öxlum tapar merkingu sinni, hjá þessari elsku. Að horfa á andlitið  er einsog að lesa í bolla fyrir þann sem ekki kann.

Það er einsog þessi andskoti sé viðloðin mína  fjölskyldu því síst var ég skárri, þó að undir hnífinn hafi ég ekki gengið að frátöldum keisaraskurði. Ég var gjörsamlega heltekin af útlitinu einsog þessar dúfur sem unglingur. Ég man að eitt sinn segir önnur systirin;

-Heiða það er ufsilon á nefinu á þér,....nei nefið á þér er einsog kóngur! (ekki kóngur með kórónu á höfði, öllu heldur kóngur á typpi....) mikill og hávær hlátur fylgdi í kjölfarið.

-Er það? (hissa) jaaaa, það er skárra en ...  fucking's essss! (brjáluð) ...

Löngum stundum eyddi ég svo í að skilgreina og skoða á mér nefið. Ég sá votta fyrir stafnum ufsilon...og það sem meira var; ég tók eftir því að það var áberandi feitt, þannig að ég segi það bara hreint út. Spikfeitt! Ég var miður mín í einhvern tíma,  vitandi vits að nefið eitt og sér færi ekki í aðhald. Ekki var búið að finna upp hlaupabretti eða önnur æfingatæki fyrir nef til að ávinna sér "six-pakk".  Ekki gat ég soltið heilu hungri því allir skankar voru aburðargrannir og nettir...maginn innfallinn...og rassgat ekkert. En nefið sat sem feitast og fastast í andlitinu...

Ég sá fyrir mér líf mitt fjara út í  logandi helvíti með spikfeitan nebbaling í stað fagurlega skapaðs nefs og hugsaði um lítið annað en úrræði til bóta. Ég brá á það ráð að setja þvottaklemmu á nefið og lokaði mig inn í herbergi að skóla loknum.  Reyndi að sofa með klemmuna, en varð lítið svefnsamt. Amma mín (sem ól mig upp eða niður) hélt að ég væri að reyna sjálfsvíg og útrýmdi hverri og einustu klemmu úr hrörlegu hýbýlinu...sagði mér að ég vær einsog fuglaskítur á heiði og sagði að nær væri fyrir mig að fara út að leika, - en að sitja með klemmu á nefinu og hlusta á AC/DZ...reyna að fá lit í andlitið.

Ég fór í efstu hilluna í einasta fataskápunum á heimilinu og fann forláta háfjallasól....sat fyrir framan hana í dágóðan og rúman tíma og hlaut að launum þriðja stigs bruna. Má þakka fyrir að hafa ekki orðið blind.  

Sem hefði ekki orðið alslæmt því ofan í fituhlussuna, var mér bent á (góðfúslega) að hárið á mér væri lapþunnt.  Ég flettaði hárin þrjú í margar margar margar litlar flétturog setti í mig sterkasta Tony permanettið. Úff! hörmulegar afleiðingar! Hörmulegar!!!!!; dont try this at home! Ég svaf með lambúsettu á hausnum til að hræða ekki skólabörn á leiksvæðinu. Var einsog gilitrutt...

...vel á minnst; ekki má gleyma freknunum á andlitinu. GUÐ MINN ALMÁTTUGUR! Einhver sagði mér að fíflll væri afbragð á þennan viðbjóð. Þessu tróð ég í andlitið á mér, en það var áður en ég vissi að klór virkar best á freknur.

Að þessu ofansögðu finnst mér geggjaðslega frábært að eldast og vitkast! 

Njótið kvöldsinsHeart

es: mig langar í kótilettur...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

 Þú ert svo frábær. En djö hefur það verið vont að vera með klemmu á nefinu

Sporðdrekinn, 20.9.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Heiða kóteletta .

Georg Eiður Arnarson, 21.9.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: M

Svona helv.... athugasemdir geta setið í manni. Ég varð spurð sem unglingur hvort það rigndi upp í nefið á mér. Er með smá upprétt nef en varð að Holmenkollen við þessi orð.

M, 21.9.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

uss...fékk yndislegt kartøflunef i vøggugjøf...hef aldrei kunnad thakkir fyrir  og bar harm minn i hljódi sem unglingur.. hefur stundum dottid i hug ad sneida bara adeins af thvi sjálf med steikarhnifnum..thad hlyti ad vera hægt ad sauma thad nett saman á slysó i framhaldinu svo úr yrdi gulrót 

María Guðmundsdóttir, 21.9.2008 kl. 07:33

5 identicon

Afburðargreinda smápíkan hér..........

Það er ekki tekið út með sældinni að vera ungllingur og svei mér ég held eiginlega að hvert æviskeið hafi sína galla og svo auðvitað örfáa kosti.......!

Fæ ekki betur séð en að nefið sé bara fínt!

Kaffi?

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 11:24

6 Smámynd: Gísli Hjálmar

... það er þá eins gott að vera ekki með nefið í öllu!

Gísli Hjálmar , 21.9.2008 kl. 14:09

7 Smámynd: JEG

Já fáum okkur ljótikéttur

Þú ert milljón og tveir kona.  Tær snilld.  En lífið er hreinasta geðdeild á köflum það er ljóst.

Kveðja úr sveitinni sem smalar endalaust.

JEG, 21.9.2008 kl. 14:27

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er satt, það er oft erfitt að vera  ungur og viðkvæmur.  En þetta er frábær lesning takk Heiða mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2008 kl. 15:23

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hver er munurinn á typpi og tippi?

Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 22:25

10 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Frábær pistill Heiða ..ég glímdi við nánast nákvælega sömu "vankanta"..kartöflunef ( reyndi samt aldrei þetta með þvottaklemmuna, var greinilega ekki nógu creative til að láta mér detta það í hug) og fékk mér permanett sem bróðir minn kallar enn þann dag í dag "trúðahárið". Ég efast reyndar ekki um að það hafi hrætt fleiri börn en gilitrutthárið þitt þar sem allir vita að trúðar eru miklu óhugnalegri en tröll. Og þeir eru náttúrulega til ólíkt tröllunum... Ef einhver ætlar svo að efast um þetta hrollvekjandi eðli trúða þá bendi ég viðkomandi á "it" eftir Stephen King.

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 21.9.2008 kl. 23:20

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Í razpi eða án, á pönnunni, eða grillaðar ?

Svei mér þá, þetta fólk skilur þig ekki ...

~Nebba~ ..

Steingrímur Helgason, 22.9.2008 kl. 00:55

12 identicon

hahahah, frábær frásögn!

alva (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:38

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þegar mig langar að láta flikka upp á mig hugsa ég bara um Michael Jackson og verð alsæl með mitt gamla útlit.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 11:26

14 Smámynd: Gísli Torfi

Gott að vera svona lýtalaus

Gísli Torfi, 22.9.2008 kl. 12:42

15 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

nebbla það....kannast við þetta nefproplem.....ef einhver gerði sig líklegan til að taka mynd af mér á hlið þá setti ég hendina fyrir nefið.....fannst það alveg tveim númerum of stórt...

Annars frábær pistill hjá þér mín kæra

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 22.9.2008 kl. 14:41

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Í þá gömlu g-óðu daga....var ég með svínsnef.......eða svo hélt ég endilega.

Alltaf skemmtilegt qð lesa þig...og þínar pælingar....kemur manni alltaf í gott skap og fær mann til að rifja upp atriði sem maður skelli hlær að í dag.

Solla Guðjóns, 23.9.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband