Djöfulsins vanþakklæti!

Hvað er yndislegra en að vakna með eina löpp númer 24 í munninum? Lengst ofan í koki.  Ekki neitt. Eða jú kannski eitt.

Það er einmitt  þegar sparkað er fast í andlitið á manni, með sama fæti þegar maður sefur fast á sínu grænasta. Ég er að komast í fílingin. Búin að sækja jólatréð neðan úr kompu. Búin að skreyta. Í huganum. Þrífa og baka. Allt húsið ilmar. Í huganum.

Útkýld og spörkuð um allan líkamann eftir óhemjuskap dótturinnar nóttina áður, vansvefta, bólgin, þrútin og úttauguð,  gat ég ekki annað en baðað út öllum mínum öngum og lofað þennan dýrðarsunnudag sem beið mín. Lífið er dásamlegt!

Oboyoboy! Jólin eru að koma...haustið er komið og ég elska haustin mest af öllum árstíðum.

Það er af sem áður var þegar maður varð beinlínis fúll á móti þegar nýbúið var að berja mann í klessu.  Með péturspor á vitlausum stað,  eða í andlitinu og filusvip ofan á sporin, setti ég upp svip fórnarlambsins og grenjaði einsog klukka! Með vatnsheldan maskara... 

Djöfuls vanþakklæti!

Njótið með mér komandi viku  Heart og reynið að vera svolítið þakklát fyrir hvað lífið hefur upp á að bjóða....Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Það er september ekki fékkin Desember

Ómar Ingi, 14.9.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er ótrúlegt hvernig börn breytast í hringekjur með ótal arma þegar þau sofa upp í hjá manni.

Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekki jól, please ekki strax alla vega á svo svakalega mikið eftir að gera fyrir þann tíma.  Njóttu komandi viku í botn.

Ía Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:38

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Njótum og nýtum

Solla Guðjóns, 14.9.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Já er sammála þér með haustin, uppáhalds árstíðin mín.....og já maður á auðvitað að reyna að njóta þessarra litlu krýla.....og vera þakklátur fyrir hverskyns spark

Annars ertu penni að mínu skapi...myndi lesa bók eftir þig, væri alveg sama um hvað hún væri.....bara lesa hana....tvisvar

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 14.9.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Þ Þorsteinsson

gleði er einhvað sem maður gleðst með,að vera glaður eru forréttindi sem maður ætti að skapa sér alltaf ,að fara að sofa glaður og vakna glaður er það sem þú skapar þér,að lesa bloggið þitt gleður.

Gleðilega vinnuviku penni

Munið að þakka fyrir ykkur.

Takk

Þ Þorsteinsson, 14.9.2008 kl. 23:50

7 Smámynd: Hulla Dan

Ég elska jólin jafn mikid og ég hata haustin.

Hulla Dan, 15.9.2008 kl. 01:18

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég er bullandi þakklát fyrir skrifin þín, takk og eigðu dásamlega viku.

Eva Benjamínsdóttir, 15.9.2008 kl. 01:31

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Jól!! Ég skal gera mitt besta til að njóta vikunnar, en það er enginn jóla fiðringur komin í mína

Sporðdrekinn, 15.9.2008 kl. 02:18

10 identicon

Takk Heiða ég þurfti einmitt á þessu að halda, er búin að vera í einhverju vanþakklætiskasti í allan dag. Vantar kannski einhvern til að sparka í mig, vissi að ég gæti stólað á þig, ef ekki þú hver þá!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:50

11 identicon

Aðeins of fljót á þér með jólin samt, ha er það ekki.........

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:51

12 Smámynd: Aprílrós

14 vikur og 1 dagur til jóla. ;) Ég ekki einu sinni byrjuð með neitt og á eftir að mála baðherbergið líka ;)

Aprílrós, 15.9.2008 kl. 20:24

13 Smámynd: Rannveig H

Er ekki alltílagi meðig bara ,,,engin jól næstum strax og helst að sleppa þeim í ár. Það er keppa! Haustið er dásemd og eigðu góða viku skemmtilega kona.

Rannveig H, 15.9.2008 kl. 23:45

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hér er ekkert haust

heldur sumarylur.

Laufið á trjánum brosir enn sínu blíðasta

og blómin í garðinum dansa.

En ef þú kæmir og kystir mig,

þá kannski yrði strax hátíð í bæ

og þá gæfi ég þér páskaegg í jólagjöf!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.9.2008 kl. 00:52

15 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Gleðileg Jól

Eysteinn Skarphéðinsson, 16.9.2008 kl. 08:20

16 identicon

alva (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 08:56

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þau geta verið fyrirverðamikil blessuð börnin í rúminu hjá manni.  Þú ert nú meiri kerlingin Heiða mín.... Og já Gleðileg jól í huganum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 12:18

18 Smámynd: Margrét M

Margrét M, 16.9.2008 kl. 14:57

19 Smámynd: www.zordis.com

Gleðileg jól.  Kastró er ekki einn um að hagræða, ó nei!

www.zordis.com, 17.9.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband