Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Ég er með fallegt bak...
30.4.2008 | 00:08
Það eru undur og stórmerki að gerast í mínu lífi...ég er að fara út annaðkvöldút á lífið -út á meðal lifenda...út úr húsi...einsog ég fari aldrei neitt út...en að ég fari út -út -út og það eru tíðindi! Já það eru sko fréttir.
Kvöldið er búið að vera undirlagt af því að ég sé að fara út í. Og ég er búin að máta hverja einu og einustu druslu í fataskápnum...hef meira að segja gengið svo langt að breyta toppum...og sauma kjól ....sem ég fer svo ekkert út. Þetta er hausverkur...þ.e. að fara út. Og ég ætla að gera sem minnst afþví í framtíðinni að fara út. Kjaftæði... Þetta er gaman og ég er glöð en ekkert sérstaklega gröð...en það hlýtur að koma um leið og eggjastokkarnir detta niður...svona rétt einsog eistun. Ég má ekki vera of glennuleg...ekki of formleg...ekki of...ekki of...en samt flott...
Og þar sem ég er búin að vera nánast berrössuð í allt kvöld spígsporandi einsog pandabjörn í framan á háustu hælunum...(jú málningin frá þessum morgni hangir enn....lauslega þó) datt mér í hug þarna fyrir framan spegilinn rétt áðan...HVAÐ ER EIGINLEGA MÁLIÐ MEÐ KVENNMANNSBRJÓST?
Þær þarna í vinkonuhópnum hafa skiptar skoðanir á því hvort sé meira heillandi við karlmenn; rass eða hendur. Sumar nefna augu...en enginn þeirra brjóst. Engin talar um eistu... pung eða læri.
Karlmenn hinsvegar segja ýmist rass, brjóst...en aldrei hendur...aldrei tala þeir um ....
Sem minnir mig á að mömmu finnst ég Heiða litla hafa afskaplega fallegt bak...og já tær líka...ég segi ekki að momentið hafi verið svona þegar gestir komu og gláptu á þennan krakka/ungling eða konu og að hún hafi sagt;
-já en hún Heiða mín er með afskaplega fallegt bak...og tær. Sýndu á þér bakið stelpa...og tærnar.....
Nei, en þetta situr djúpt í undirmeðvitundinni.... og ég ætla að sýna þokklega vel á mér bakið og dansa um berfætt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Ég elska sjálfa mig...
28.4.2008 | 23:27
ÉG ER SNILLINGUR...ÉG ER SNILLINGUR! Kaffikannan mín þessi hreina og fína sem fór í uppþvottavélina og sýður vatnið alveg alein... hún virkar!!!.... og ég dansa hérna núna um á bleiku náttbuxunum með vasaljósið í hendinni (batterýslaust) af botnlausri og einskærri hamingju!
Mér tókst að sigra lögmálið og nú eru mér allir vegir ekki bara bara færir...heldur greiðfærir!
---
...eða ekki...allt sló út núna rétt í þessu og á meðan ég bölsóttaðist út í myrkrinu og fálmaði leitandi að takkanum á rafmagnstöflunni... hugsaði ég;
-þú gefst ekki upp, taktu móður þína til fyrirmyndar Heiða Bergþóra; Þói, Tóti, Einsi, Gunni, Kalli, hundur, köttur og svín...einhverjir froskar......og ég stóð sem fastast og beið og aftur sló út...myrkrið umlukti mig enn einu sinni....þá tók ég á það ráð að halda takkanum upp...viss í minni sök að ég endaði sem sigurvegari...en svo tók skynseminn völdin (fjárans skynseminn) og ég viðurkenndi mig sigraða í vanmætti mínum....fyrir lögmálinu; ragmagn og vatn...neibb!
En barnapúður virkar mjög vel yfir make samt....ekki hveiti...hef prufað það líka...ekki nema ykkur langi ógurlega til að kyssa einhvern gaur í tvær vikur ...þá er hveiti flott með dassi af svita...
Annað;þetta með klór á freknur sem ég sagði ykkur frá hér um árið (mánuðinn) virkar ekki...ekki einu sinni á fæðingabletti...
Alls ekki mála tau-stóla með vatnsmálningu...absolutly not...virkar ekki!
Og þegar ég hugsa um það þá er að verða ansi rúmt hérna í íbúðinni minni...búin að gefa flest öll fötin mín til bágstaddra -eyðileggja megnið af húsmunum...bæta og sauma fyrir flestallar músarholur...og er að verða einmanna.
Ég er vel sett samt að því leytinu til, að vera 24/7 í bestasta félagsskap sem hægt er að hugsa sér! Jebb...þokkalega er ég vel sátt við hann. Félagsskapinn. Þ.e. minn eigin. OG ÞAÐ ER GEGGJAÐSLEGA GEGGJAÐ...að vera sáttur með sjálfri sér.
Ég segi nú ekki að ég geri mikið að því að segja sjálfri mér brandara og hlæi með mér. Gerir það annars nokkur nú til dags hvort eðer? Að segja brandara? Ég les ekki fyrir sjálfa mig upphátt...ég rabba nú ekki beinlínis um daginn og veginn við sjálfa mig. Ekki skiptist ég á skoðunum við mig. Skárri væri það nú vitfirringin. Ég sem er alltaf sammála sjálfri mér. Ég reyni ALDREI að hafa vit fyrir sjálfri mér, ég held að það sé nokkuð ljóst. Ekki rífst ég við sjálfa mig. Ég elska sjálfa mig. En ég kúra þokkalega með sjálfri mér...og það er sko akkarút núll skítafíla af mér! Ekki vottur af svitalykt heldur. Ekki táfíla. Og svo fer ég aldrei í fílu.
Hvað er þá málið?
Málið er einfaldlega það að í dag sat ég úti með vinkonu minni með eðalkaffi í koppi. Hún hnippir í mig og segir;
-Vá Heiða sjáðu hvað þau eru ástfanginn...
-iss piss -þetta endist ekki út vikuna hjá þeim!
Og þegar ég er farin að hugsa svona...hvað þá að sigra hið óumflýjanlega...þá er eitthvað að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Úr nærbuxunum!
27.4.2008 | 23:49
Ég missti kúlið gjörsamlega þegar ég var næstum búin að keyra yfir tvær stelpur á reiðhjóli í dag. Eitthvert blindhornið kom á móti mér og þvínæst stelpurnar á fljúgandi siglingu... ég snarhemlaði. Ég stökk út úr bílnum og horfði á eftir þeim ofan í skurð...hjúkkit! Því næst kom stærsti puttinn á stærri stelpunni og einhver öskur....ég gargaði á móti einsog rófulaus hæna...og er ekki stolt af mér fyrir vikið...gargaði hana næstum ofan í skurðinn aftur... hún stóð bara og horfði ofan í hádegismatinn minn...
...örstuttu seinna var ég stödd niður á Læjartorgi í faðmlögum með alþingismanni. Lét mér nægja að taka í höndina í hinum sem stóð hjá. Enda frjálslyndur. Tilkynnti að dóttir mín væri þriggja ára prinsessa...einsog það stæði ekki utan á henni.
Fólk er almennt mikið fallegra í raunveruleikanum, þegar maður fær persónuna með í æð...þegar maður fær augun. Held að draumurinn um þulustarfið...sem aldrei var til hvort eðer liggi í valnum. Sjónvarp gerir ekki rassgat fyrir lookið! Ekki baun.
Viðurkennist hér með að þegar ég heyri kallað;
-Heiða!
og ég leit við og sá viðkomandi...segi við Sóldísi mína;
-þennan kall verður mamma sko að faðma...
...og þegar hann svo segir;
...-ég skal sko standa hérna og faðma þig í allan dag, Heiða mín! ...þá varð ég upp með mér. Enda ber ég ákaflega mikla væntumþykju og virðingu í brjósti til þessa manns. Sjarmatröll dauðans.
Sóldís mín sá lífið og tilveruna bleika í dag. Hún var með bleik sólgleraugu. Þegar ég hafði kvatt þessa tvo spyr hún;
-mamma voru þetta jólasveinarnir?
... það varð fátt um svör en ég hugsaði þeim mun meira. Ég hugsa að ég skilgreini ekki karlmenn framar í hennar viðurvist sem; jólasveina, pappakassa eða eitthvað þaðan af verra. Barnið er með límheila...það hefur hún erft frá föður sínum. Ekki frá mér svo mikið er víst. Karlmenn eiga heiður skilið fyrir að vera; flottir, flottari, flottastir! Ég er þeirrar skoðunar að þeim beri að sýna tilhlýðilega virðingu og beini ég þeim tilmælum til allra kvenna; ÚR FRIGGING NÆRBRÓKUNUM!
---
Kaffikönnur MEGA ALLS EKKI FARA Í UPPÞVOTTAVÉL...kannski eða bara kannski, vildi ég bara afsanna kenninguna um að rafmagn og vatn eiga aldrei samleið...hvað veit ég svo sem um það? En þetta er ekki að virka. Kaffikannan lúkkar flott í eldhúsinu...en hún er ónýt!
---
Og svo að lokum; ég var stödd í fjarlægum stigagangi í kvöld á niðurleið. Þar kom lítil stelpa á að giska 5-6 ára. Hún var með blautt hárið, í stígvélum og í náttkjól.
Hún lítur og mig og segir;
-áttu bara svona föt?
-svona föt hvernig?
-nú svona föt...segir hún heldur óþolinmóðari og bendir á mig en aldrei þessu vant var ég í gallabuxum.
-já ég á bara svona föt...ekki ætlarðu út á náttkjólnum stelpa?
-jú og ég er ekki einu sinni í nærbuxum!
-ég ekki heldur
Þegar ég keyri svo í burtu, finn ég (að ég held) að dekkið hægra megin er við það að losna....þá gaf ég barasta hressilega í...og hugsaði;
-Who gives a flying fuck? Ekki ég! Mín bíður geggjaðslega spennandi vika... áframhaldandi drykkja á instant kaffi ...og 101 jólasveinn
Njótið komandi viku elskurnar mínar allar sem ein
Bloggar | Breytt 28.4.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Löngu farin inn í annan heim
27.4.2008 | 14:05
Ég hafði ekki séð hana í tvo mánuði. Hún var á flótta undan "kallinum". Þegar ég lagði hjá "búðinni", sá ég að hún gægðist undan einu horninu. Hún var búin að bíða þar í klukkustund...
...komdu - komdu, kallaði ég þarna úr faðmi sólarinnar á veröndinni.
-Nei komd'þú! hvæsti hún á móti...
...ég hoppaði einsog hægt er að hoppa á háum hælum til hennar.
-taktu pokann! skipaði hún
Ég sagði henni að setjast afturí það væri ekki hægt að opna farþegameginn.
-Heiða, þetta er ógeðslegur bíll...sagði hún um leið og hún settist afturí...hvað ertu að gera á þessum viðbjóði?
-svona, svona ....hann er nú ekki alveg svoooona slæmur...það er svaka fínt að keyra hann...sagði ég (einsog ég geri alltaf) um leið og ég stillti baksýnisspegillinn...og þá tók ég eftir því...
-hvað er að sjá þig?!!! þú ert eitthvað svo einkennileg til munnsins!
-ég var búin að segja þér að ég lét rífa allt úr neðri góm!
-Nei, hvur andskotinn!
-já, já Heiða mín það borgar sig að hlusta stundum... svo bætti hún við:
-ég ætla að fá mér góm...og það skal sko vera hvítasti gómurinn sem hægt er að hugsa sér! Líka uppi...
-púff.......ég horfði á hana og hugsaði og fann hversu mikið ég elskaði hana útaf lífinu...en þetta var svolítið nálægt geggjuðustu hugmyndinni sem hafði bankað upp á í hennar kolli. Ég virti hana fyrir mér og sá að bláu augabrúnirnar voru orðnar himinlifandi blárri...og mig langaði helst að myrða þá kerlingunnu sem hafði krassað þær á fallega andlitið hennar. Svo sá ég að líkami hennar og andlitið afmynduðust af bjúg vegna lyfjanotkunar...þ.e. meira en nokkru sinni fyrr...og þá langaði mig að myrða læknirninn hennar og allt hans aðstoðarfólk... rífa utan af þeim hvítu sloppana og tæta þá í mig...og ropa svo hressilega á eftir...en auðvitað geri ég ekkert af þessu.
Við héldum í Kringluna. Henni langaði í hvítar leggings með blúndu. Þegar við löbbuðum eftir ganginum tók ég eftir því að sumir störðu. Ég tók þá undir hendina hennar svona til að gulltryggja það að það færi ekki á milli mála að við værum saman.
Að við værum mæðgur.
Fyrir utan bílinn reyndi hún svo að komast inn. Farþegameginn. Hún var strax búin að gleyma að hurðin var ekki opnanleg. Ég benti henni þar sem ég sat inn í bílnum að koma aftur í...hún stóð þarna með poka og veski og vinkaði á móti...skælbrosandi ...ég benti og hún vinkaði og vinkaði...og brosti og brosti.
Ég hugsaði; alveg er þetta merkilegt...hún er að vinka en samt er hún löngu farin....farin inn í allt annan heim...
...ohhh, hvað ég sakna hennar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ég er í mesta basli við að ala dóttir mína upp...
26.4.2008 | 23:43
-mamma, mamma sjáðu hún er að leita að einhverju!!!
-mamma, mamma, sjáðu karlinn -hann er búin að týna einhverju!!!
Já það er alveg stórfurðulegt að þegar sólin hækkar á lofti og bráðnar ofan af vötnum og á fjöllum...verða íslendingar snælduvitlausir í leit að þessu einhverju...
...og mikið rosalega fer það í taugarnar á mér!
Þetta var það einasta sem skyggði á þennan fallega dag. Með sólina við hlið mér, á móti og í aftursætinu gat lífið ekki orðið mikið yndislegra...nema þegar ég leit inn í næsta bíl (sem ég gjarnan geri...) og þar voru skvísur, gæjar, karlar, kerlingar...dömur og krakkar...allir í leit að þessu einasta einhverju og hún dóttir mín mátti hafa sig alla við að tilkynna mér það...á rauðu ljósi.
...ég á nefnilega það til að segja við hana þegar hún gerir þetta nokkuð;
-týndirðu einhverju elskan?
Hvernig væri að taka höndum saman og troða þeim einhvert allt annað en uppí nefið á sér? Þetta er hrein og klár útsýnismengun! Það er ekki inní myndinni að nokkur manneskja geti sannfært mig um að þetta sé hollt! Að þetta sé í lagi...
Ég er hér í mesta basli við að ala dóttur mína upp í góðum og gildum siðum...og þá þetta...maður bregður undir sig betri fætinum/fótunum ... -hún litla skinnið trúir því þó að vegfarendur allir leiti logandi ljósi að einhverjum fjáranum ...og það í nefinu á sér!
Ég veit ekki hvað ég á að segja þegar hún spyr:
-mamma, afhverju eru þau að leita?
-LEGO kubbum kannski?
Annars er maður nokkuð góður bara -miðað við aldur og fyrri störf...
....eigiði gleðiríkan og ánægjulegan sunnudag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Englarnir pissa yfir okkur...
24.4.2008 | 11:31
Einn strákpjakkur sagði við móður sína í morgun þegar hún óskaði honum gleðilegs sumars;
-En sumarið byrjar ekki fyrr en í júní!...mér fannst þetta nokkuð smellið.
Sumarið semsé formlega gengið í garð -samkvæmt almanakinu...en ég stend föstum fótum á því þegar ég segi; sumar alla daga - allan ársins hring...burtséð frá skítaskúr, hríð, roki eða sudda.
Englunum varð brátt í brók í morgun og nú rignir yfir okkur gulldropum...engar bleyjur á himnaríki.
Grípið dropana og njótið dagsins.
Gleðilegt sumar elsku félagar og vinir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Lúxuspíkan með ídýfunni...
22.4.2008 | 22:48
Jæja litla píkan, með lúxus-ídýfunni lagði sig í kvöld. Vaknað með tak í bakinu - hausverk og sljóan haus, ásamt pungsveittum og þreyttum hugsunum. Þrátt fyrir góðan ásetning um að horfa alls ekki á Innlit Útlit - potuðu augun sér annað slagið að skjánum. Hjúkk að ég var ekki vel upplögð! Hvar veit ég, hvar ég hefði endað, með fjandans hvítu málninguna í þetta skiptið! (nei nei nei - stóllinn hvítmálaði kom barasta hreint ekki vel út...takk fyrir að spyrja).
Ákvað að rífa mig upp og fara út í rokið og kaupa mér stóran ís. Geri það gjarnan - endrum og sinnum, stundum oftar. Og þar sem alltaf er blómum á mann bætandi...keypti ég mér hellings nammi líka.
Eftir baðið fylltust eyrun af vatni...bak-takið var horfið, hausverkurinn líka og..hausinn komin á flug....og pungsveittu hugsanirnar stoppuðu (reyndar snarhemluðu) við einn gauk sem ég var að slá mér upp með í fyrra. Þetta var svona samblandaðar hugsanir af Innlits-Útlits kíkju-gægjunum...og gæjanum.
Málið með þennan sómamann var að hann var alveg hreint ágætur fyrir sinn snúð. Einhverja vankanta hafði hann (sem notabene -ég hef ekki) og þar sem ég hafði ekki nokkurn áhuga á að sníða þessa kanta af honum, þrátt fyrir að vera afburðargóð með skærin...fékk hann að fljúga á vit ævintýranna, blessaður. Ég hef aldrei aldrei eitt augnablik séð eftir honum.
Mikið var ég lukkuleg, þegar ég þurfti ekki lengur að eyða sunnudagsmorgnum í að blaða í hverjum einasta fucking augýsingapésa sem inn um lúguna barst...og hlaupa einsog rófulaus hæna á eftir hvaða tilboði bæjarins sem honum hugnaðist að -græða á. Spara. Þetta var svona sparigrís. Tveir fyrir einn gaur. Sem átti frystikistu. Aldrei neitt nema; tveir fyrir einn dráttur í boði....eða 30% afsláttur í það minnsta... og svo var þessi öðlingur hálft í hvoru fyllibytta líka held ég...
...en ágætt grey.
Eitt sinn vildi hann koma mér á óvart. Hann var löngu búin að gefa upp alla von um að ég myndi nokkru sinni flytjast með honum í fína húsið. Ég þoldi ekki frystikistuna og allan free-bís-inn í henni.
Eftir einhverjar fortölur lét ég eftir húslykillinn minn og fór í vinnu. Þegar ég kom heim seinnipart dags...blasti við mér eitt stykki dauðadrukkinn karlmaður...nokkrar tómar bjórdollur og vel hálf vodkaflaska...og það sem meira er; stærsti veggurinn á heimilinu mínu var orðin KÚKABRÚNN! Gólfið með kúkaslettum ...og hann stóð einsog mongólíti í framan á nærbuxunum einum fata, með málningaslettur í ljósa hárinu....og slefaði út úr sér...;
-hæ essskaaaaaaan....
Í sannleika sagt varð veggurinn fallegur í eina örstund...þegar ég gerði mér grein fyrir hvað allt annað var fáranlega glatað!
Hann fékk svo sem ekki mikið svigrúm áður en ég fleygði honum út. En út fór hann og vodkaflaskan á eftir honum. Svo fötin. Hef ekki séð hann síðan.
En bölvaður veggurinn stendur enn! Og hlær að mér...glottir í það minnsta.
Spurning að fara að mála...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Baldur Freyr og Gunnar Jóhann bróðir minn
21.4.2008 | 19:36
Mér er sama hvaðan gott kemur!
Skítsama. Þetta trúar-nötta-kjaftæði (ekki mitt orðalag....en minnir að skessa.blog.is kalli þessa ógæfusömu menn það, unga menn sem hafa nú snúið blaðinu við og eru stútfullir af kærleik)..þessi félagsskapur bjargaði yngsta bróður mínum úr klóm eiturlyfja og ofbeldis. Bjargaði honum úr ánauð vonleysis og þunglyndis. Og það sem meira er heldur honum við efnið.
Nú er hann að sitja af sér sinn (vonandi síðasta) dóm á Litla Hrauni. Hann er rétt liðlega tvítugur. Að hann skuli hafa fundið sér sinn æðri hátt, æðri sínum eigin sem var hroðalegur andskoti og andstæðingur, er stórkostlegra en orð fá lýst. Það bjargaði lífi hans.
Hann er þá ekki einn á meðan. Að hann hafi fundið frið í hjarta er dýrmætara en allt dýrmætt. Sérstaklega í þessum aðstæðum sem hann er í.
Það er nóg fyrir mig, móður okkar, pabba hans og allra systkina Gunna. Ástandið var orðið svo hroðalegt að sorglegra en orðum er á takandi er að nefna eitt einasta dæmi. Ég þakka Guði (mínum persónulega) að honum hafi ekki tekist að taka sitt eigið líf eða annarra.
Þó svo ég sjálf sé ekki uppfull af þessum anda Guðs í mínu hjarta, finn ég vel hlýjuna sem kemur frá þessum strákum. Meðal þeirra er Baldur Freyr. Ég skil þetta ekki allt - en ég skynja verulega hlýju. Það er nóg fyrir mig. Það er nóg fyrir mig að þessir fyrrverandi brotamenn séu að gera hluti sem okkur samborgurunum stafar engin ógn af. Það ætti að vera nóg fyrir ykkur líka.
Hvaðan sem gott kemur - er það gott að mínu viti!
Hér kemur bréf frá Gunna bróður sem ég að vísu rændi af annarri síðu hér á blogginu. Ég er viss um að Guð fyrirgefur mér.
Gunnar Jóhann , trúboði Jesú Krists á Litla Hrauni heilsar öllum heilögum í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík. Megi náð og friður margfaldast ykkar á meðal í Jesú nafni.
Þegar ég kom í fangelsið á Skólavörðustíg 9 tóku fangaverðirnir vel á móti mér. Þeir áttu von á mér og þekktu mig, því ég hafði farið og verið með samkomur í fangelsinu með öðru kristnu fólki. Nú kom léttir yfir mig, loksins var komið að þessu.Ég var afklæddur og látin fara í sturtu, síðan settur í hvítan slopp og það er gengið úr skugga um að ég sé ekki með nein fíkniefni.
Ég fæ að taka eina bók með mér og síðan er ég lokaður inni í einangrunarklefa, því fangelsið var fullsetið. Bókin sem varð fyrir valinu var,: " Góðan dag Heilagur Andi." Ég var búinn að bíða spenntur eftir þessari stund, að vera lokaður inni með Heilögum anda. Þetta var alveg frábært og bókin nær nú allri athygli minni og ég er að lesa langt fram á nótt.
Vakna snemma morguns, byrja strax að lesa, en dett fljótlega út og sofna aftur. Þá dreymir mig að það sé búið að skrifa fremst í bókina með blýanti: " Ég er Drottinn Guð þinn, hafðu engar áhyggjur, þú ert akkúrat á þeim stað sem ég vil hafa þig, ég elska þig."
Ég vakna strax við þessa sýn fullur gleði og ég finn sterkt fyrir nærveru Heilags anda. Á þessari stundu var mér ljóst að Drottinn ætlar að vinna verk inni í fangelsinu, og ég hugsaði til allra þeirra sem báðu fyrir mér áður en ég fór inn.Ég fer síðan fram á gang til að ná í matarbakkann minn og þá fæ ég að upplifa nokkuð sérstakt. Það kemur strákur til mín og spyr mig hvort ég hafi komið inn í klefann hans í morgun klæddur hvítum slopp og með biblíu í hendinni.
Þetta var alveg ótrúlegt, drenginn hafði dreymt að einhver hefði komið til hans í klefann, í hvítum slopp og með biblíu í hendinni að færa honum. Hvað var að gerast ?
Ég var settur í hvítan slopp þegar ég kom inn í fangelsið og ég ætlaði að færa föngunum biblíur sem "Kærleikurinn" var búinn að safna fyrir , og Guð mætir þessum unga manni í draumi, fyrstu nóttina sem ég er þarna. Aftur fæ ég þessa fullvissu að andi Drottins er með mér í fangelsinu.
Vikuna á eftir lá ég í pest, en næ samt að gefa öllum föngunum á Skólavörðustíg biblíur. Einn fullorðinn maður biður mig að eiga við sig orð og ég fæ tækifæri til að vitna fyrir honum og biðja með honum frelsisbæn .
Þetta byrjar vel, og ég er þakklátur fyrir Anda Guðs, sem er minn styrkur. Eymd er valkostur og þegar maður hefur tekið á móti upprisu andanum og keppist við að vera leiddur af honum þá er það ekkert sem getur stöðvað mann, ekkert fær stöðvað Anda Guðs.
Eftir að ég kom á Litla Hraun, þá tók það mig smá tíma að aðlagast staðnum, ég var ennþá veikur og það tók sinn toll.
Það var mikil breyting að fara frá yndislega lífinu sem ég lifði, fara frá kirkjunni minni þar sem kærleikurinn er í fyrirrúmi alltaf, yfir í það að vera fangi á Litla Hrauni. Þarna er föngum mikið stjórnað með andlegu ofbeldi, og ég verð vitni að því á hverjum degi að það er talað niður til fanga af öðrum föngum. Það er mikið blótað og hlegið af óförum annarra , menn reyna að upphefja sjálfa sig með því að niðurlægja veikari manninn. Mér finnst ekki skrýtið að margir fangar hafi tekið líf sitt hérna einfaldlega vegna vonsku samfanga sinna.
Einn fangi var stunginn með hníf um daginn í sjoppunni og þegar ég kom þar að, þá var verið að þrífa blóðið upp. Það var ekki skemmtileg upplifun.
En Guð er lausnin frá öllu óvinarins veldi og ég get vitnað um það sjálfur, því einu sinni var ég alveg eins og þessir strákar. En Drottinn mætti mér, þar sem ég var fastur í ofbeldisverkum og Drottinn leysti mig, þar sem ég var fastur í myrkrinu og tók mig inn í ljósið sitt. Hann bjargaði lífu mínu frá glötun og fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Og þótt ég búi við þessar aðstæður núna þá hefur það furðulega lítil áhrif á mig, því ég er ekki hér á mínum vegum, heldur Guðs vegum.
Það fékk ég að upplifa um daginn þegar Drottinn læknaði nokkra fanga. Ég var inni í klefanum mínum að hlusta á prédikun með Todd Bentley og hann er að tala um, hvernig átta hundruð manns frelsuðust á einum degi í einu af glæpahverfum Afríku þegar Drottinn fór að lækna fólk.
Þessi prédikun kveikti svo mikinn eld í mér að ég rauk út úr klefanum og fór inn í klefa til fanga sem hafði kvartað yfir að vera slæmur í úlnliðunum vegna meiðsla. Ég spurði hann hvort hann vildi losna við verkinn og við báðum saman og verkurinn fór og honum dauðbrá. Ég sagði honum að þakka Jesú, og síðan fór ég fram á gang og hrópaði, hvort einhver væri með verki í líkamanum, því Jesús vildi lækna þá. Ég byrjaði að biðja fyrir einum sem var með verk í bakinu og á meðan ég bað fyrir honum, þá gengur annar drengur hjá og hann var líka með verki í baki. Hann fann verkinn fara úr sér bara við að ganga framhjá . Honum brá líka, og ég sagði honum að þakka Jesú, og þetta sama kvöld spurði hann mig hvar væri best að byrja að lesa í biblíunni.
Nú þennan sama dag gaf ég strákunum á mínum gangi biblíur í boði "Kærleikans" í Keflavík.
Þetta er besti dagurinn hingað til, og ég veit að Guð ætlar að gera miklu meira hérna því að Andinn vitnar um það með mínum anda.
En sumir eru erfiðir og hrokast bara upp við það að heyra minnst á Guð, og þess vegna er ég alltaf glaður, alltaf með kærleikann að vopni og ég vil enda þetta með versi úr 1.Pétursbréfi 2:12:
Hegðið yður vel meðal heiðingjanna, til þess að þeir, er nú hallmæla yður sem illgjörðarmönnum, sjái góðverk yðar og vegsami Guð á tíma vitjunarinnar.
Þetta er einmitt lykilinn. Ég trúi því að á tíma vitjunarinnar muni margir strákar sem ekkert vilja hafa með Guð að gera núna, á neyðardegi eiga þeir eftir að hrópa til Drottins og taka á móti honum sem sínum leiðtoga. Þess vegna keppist ég eftir því að lifa í kærleikanum, keppi eftir réttlætinu.
En ég vil biðja ykkur systkini að hafa fangana á Litla Hrauni ávallt í bænum ykkar, því að Guð er lifandi og bænheyrandi Guð og með fyrirbæn margra sigrum við allt óvinarins veldi.
Kveðja Gunnar Jóhann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
Sullumbull á sunnudagskvöldi í boði Heiðu...
20.4.2008 | 21:58
Það eru algjör forréttindi að vera bara maður sjálfur. Það er tímasparnaður. Koma til dyranna allsber ef svo ber undir. Keyra um að gatslitnum túttum, nærbuxnalaus á snjódekkjum einum saman, undir sólinni.
Ég átti mann. Man ekki númer hvað hann var, enda aukaatriði. Sjálfsagt leyfði ég þeim öllum, að halda að þeir væru númer eitt, á meðan á partýinu stóð. Eitt sem ég man eftir frá viðkomandi, var hvernig hann skipti um hlutverk eftir því við hvern hann talaði. Þegar vinir áttu í hlut varð hann dimmraddaður og gáfulegur...ef foreldrarnir hringdu varð hann að auðmjúkum heimskum kjúklingi. Þegar ég átti í hlut...ja svona ýmist töff - röff-töff - blíður og allt þar á milli. Þetta var leikari að guðsnáð. Vann nokkuð marga Óskarana frá mér fyrir snilldarleik - og leiki. Ég sat bara upprifin og fylgdist með, lék mitt aukahlutverk í bíómyndinni...og stóð mína plikt með sóma...eða þar til ég gerði uppreisn....reif mig upp af afturlöppunum til að freista gæfunnar í betri mynd...og það í aðalhlutverki.
Það hlýtur að vera tímafrekur andskoti að vera alltaf að skipta um hlutverk og gír...nema að manni sé það orðið svo eiginlegt, að maður er einsog sjálfskipt drusla ...sbr. Saxa, bílinn minn...ryðgaða, mígleka, geðstirða... og ljóta...sem aldrei aldrei fær nokkra virðingu, fyrir ómakið að vera bara einsog hann er.
Mér dettur í framhaldi í hug svona uppskriftarpakka-dæmi í samskiptum við hitt kynið. Nú er einhver amerísk dama sem spýtir út úr sér snilldartöktum til íslenskra kvenna ( með amerískum hreim) hvernig eigi nú að negla þá...gaurana. (Hamar virkar ekki...)
Nei, nefnilega karlmenn eru veiðimenn...við erum...púff.... beitur, hlýtur að vera ...
...ef karlmaður hringir ekki...þá áttu að ....ahhhhhh, mig minnir að fara bara að gera eitthvað annað...
...EN ALLS EKKI BÍÐA!...svo ef þú ert með einhvern sem þú ert spennt fyrir þá á maður að láta viðkomandi halda að maður sé á fullu spítti að date-a einhverja aðra útúm fjöll og firnindi...gildir þá einu hvort um ræðir; hrúta, svín eða geitur (held ég...)
Ég fæ þessa pistla senda via e-mail...en viðurkenni hér með að ég hef ekki enn gefið mér tíma til að lesa nema bút úr þeim fimmtíu og átta sem ég á til á lager. En mín kæra vinkona spyr reglulega;
-Jæja Heiða mín, hvernig finnst þér? Það er þokkalega mikið til í þessu finnst þér ekki? ha? ha? ha?
-æi ég veit ekki...það er svo tímafrekur andskoti að vera svona útpældur...fara eftir einhverri uppskrift, hvernig maður á að vera í samskiptum...er ekki bara best að vera bara maður sjálfur...? ha?ha?ha?
Njótið komandi viku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ég er ekki pera...
17.4.2008 | 20:21
Ég var að tala við vinkonu mína fyrr í kvöld...og þegar ég er að segja henni frá hugmynd að sófa sem ég hef gengið með í maganum (ekki skrítið að maður sé ogguponsu framstæður) og mig langi til að búa til, segir hún;
-Heiða, veistu þú er pera!
-Pera?
Ég hugsaði að ég vildi nú frekar vera líkt við jarðaber eða einhvern örlítið meiri sexi ávöxt úr körfunni....EKKI FRIGGING PERU! Perur er ekki flottar að minu viti sko... og hefur lítið með sófann minn að gera...sem von bráðar stendur mér ljóslifandi fyrir sjónum í stofunni...
...allavega bætir hún við;
-já sko perur eru sífellt að fá einhverjar hugmyndir...en það er betra að vera sambland að einhverju öðru ...því hugmyndirnar koma ...en perum verður oft lítið úr verki.
Mér varð hugsað til teikniblokkarinnar minnar sem liggur mér á hægri hönd í rúminu mínu, með skissum af fjöldan allan af kjólum sem ég hef verið að teikna undanfarnar nætur, en ég er að fara að sauma kjól...sko fyrir mánaðarmótin næstu...málið er að ég get ómögulega valið, hvern mig langar helst í.
Með hugann við skissurnar verður mér litið á sjónvarpið... þar sem snillingur er að mála stól...til að kveða hana í kútinn...
...þá labba ég að langa skápnum í eldhúsinu og næ mér í hvíta málningu...með hana á eyranu (vinkonuna) sem reynir að draga úr vitleysunni...þar sem vatnsmálning þykir ekki heillavænleg á efni....blóta ég dósinni fyrir að vera með barnalæsingu...en næ að opna...og byrja að mála.
Ég er í þann mund að eignast þennan fína hvíta stól!
Hversu lengi er ekki gott að segja...
En ég er engin fjárans pera!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)