Löngu farin inn í annan heim

Ég hafði ekki séð hana í tvo mánuði. Hún var á flótta undan "kallinum". Þegar ég lagði hjá "búðinni", sá ég að hún gægðist undan einu horninu.  Hún var búin að bíða þar í klukkustund... 

...komdu - komdu, kallaði ég þarna úr faðmi sólarinnar á veröndinni.

-Nei komd'þú! hvæsti hún á móti...

...ég hoppaði einsog hægt er að hoppa á háum hælum til hennar.

-taktu pokann! skipaði hún 

Ég sagði henni að setjast afturí það væri ekki hægt að opna farþegameginn.

-Heiða, þetta er ógeðslegur bíll...sagði hún um leið og hún settist afturí...hvað ertu að gera á þessum viðbjóði? 

-svona, svona ....hann er nú ekki alveg svoooona slæmur...það er svaka fínt að keyra hann...sagði ég (einsog ég geri alltaf) um leið og ég stillti baksýnisspegillinn...og þá tók ég eftir því...

-hvað er að sjá þig?!!! þú ert eitthvað svo einkennileg til munnsins!

-ég var búin að segja þér að ég lét rífa allt úr neðri góm!

-Nei, hvur andskotinn!

-já, já Heiða mín það borgar sig að hlusta stundum...  svo bætti hún við:

-ég ætla að fá mér góm...og það skal sko vera hvítasti gómurinn sem hægt er að hugsa sér! Líka uppi...

-púff.......ég horfði á hana og hugsaði og fann hversu mikið ég elskaði hana útaf lífinu...en þetta var svolítið nálægt geggjuðustu hugmyndinni sem hafði bankað upp á í hennar kolli. Ég virti hana fyrir mér og sá að bláu augabrúnirnar voru orðnar himinlifandi blárri...og mig langaði helst að myrða þá kerlingunnu sem hafði krassað þær á fallega andlitið hennar. Svo sá ég að líkami hennar og andlitið afmynduðust af bjúg vegna lyfjanotkunar...þ.e. meira en nokkru sinni fyrr...og þá langaði mig að myrða læknirninn hennar og allt hans aðstoðarfólk... rífa utan af þeim hvítu sloppana og tæta þá í mig...og ropa svo hressilega á eftir...en auðvitað geri ég ekkert af þessu.

Við héldum í Kringluna.  Henni langaði í hvítar leggings með blúndu. Þegar við löbbuðum eftir ganginum tók ég eftir því að sumir störðu. Ég tók þá undir hendina hennar svona til að gulltryggja það að það færi ekki á milli mála að við værum saman.

Að við værum mæðgur.Heart

Fyrir utan bílinn reyndi hún svo að komast inn. Farþegameginn. Hún var strax búin að gleyma að hurðin var ekki opnanleg. Ég benti henni þar sem ég sat inn í bílnum að koma aftur í...hún stóð þarna með poka og veski og vinkaði á móti...skælbrosandi ...ég benti og hún vinkaði og vinkaði...og brosti og brosti.

Ég hugsaði; alveg er þetta merkilegt...hún er að vinka en samt er hún löngu farin....farin inn í allt annan heim...

...ohhh, hvað ég sakna hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sorgleg en samt svo hugljúf frásögn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: www.zordis.com

Elskuleg sendi þér sunnudagsknúsið!

www.zordis.com, 27.4.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 14:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú fór ég að skæla.  Svo sársaukafullt og kærleiksríkt.

Elska þig stelpuskott

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 15:21

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þegar þú ert slæm, þá skrifar þú skemmtilega & þegar þú ert góð, þá skrifar þú jafnvel betur.

Þegar þú skrifar svona, þá ertu best, lángbest.

Steingrímur Helgason, 27.4.2008 kl. 15:26

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

yndisleg færslan þín Heiða mín, svo einlæg svo góð.

 Kærleiksljós og kveðja

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.4.2008 kl. 16:36

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Yndisleg frásögn en samt svo sorgleg.

Helga Magnúsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:10

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Falleg færsla Heiða mín. Ástin birtist í ýmsum myndum og þessi fær tárin fram í augun á mér.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.4.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Solla Guðjóns

þú ert einhvern vegin bæði elskan....best.

Solla Guðjóns, 27.4.2008 kl. 20:13

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Lýsandi frásögn Heiða, ég er heilluð

Eva Benjamínsdóttir, 27.4.2008 kl. 20:48

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvítar leggings með blúndum fást í flash á Laugaveginum. Kosta skít á priki í þokkabót

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 21:29

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Við náðum þeim einu og síðustu í hennar stærð í Kringlunni Takk elskan

Heiða Þórðar, 27.4.2008 kl. 22:16

13 identicon

Sæl Heiða mín.

Ég get ekki tjáð mig um þessa færslu,nema hún er einstök.Færslan nötrar.

Svo dofnar ljósið.

Guð geymi þig og alla þína nánustu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband