Lúxuspíkan með ídýfunni...

Jæja litla píkan, með lúxus-ídýfunni lagði sig í kvöld. Vaknað með tak í bakinu - hausverk og sljóan haus, ásamt pungsveittum og  þreyttum hugsunum. Þrátt fyrir góðan ásetning um að horfa alls ekki á Innlit Útlit - potuðu augun sér annað slagið að skjánum. Hjúkk að ég var ekki vel upplögð! Hvar veit ég, hvar ég hefði endað, með fjandans hvítu málninguna í þetta skiptið! (nei nei nei - stóllinn hvítmálaði kom barasta hreint ekki vel út...takk fyrir að spyrja).

Ákvað að rífa mig upp og fara út í rokið og kaupa mér stóran ís. Geri það gjarnan - endrum og sinnum, stundum oftar. Og þar sem alltaf er blómum á mann bætandi...keypti ég mér hellings nammi líka.

Eftir baðið fylltust eyrun af vatni...bak-takið var horfið, hausverkurinn líka og..hausinn komin á flug....og pungsveittu hugsanirnar stoppuðu (reyndar snarhemluðu) við einn gauk sem ég var að slá mér upp með í fyrra. Þetta var svona samblandaðar hugsanir af Innlits-Útlits kíkju-gægjunum...og gæjanum.

Málið með þennan sómamann var að hann var alveg hreint ágætur fyrir sinn snúð. Einhverja vankanta hafði hann (sem notabene -ég hef ekki) og þar sem ég hafði ekki nokkurn áhuga á að sníða þessa kanta af honum, þrátt fyrir að vera afburðargóð með skærin...fékk hann að fljúga á vit ævintýranna, blessaður. Ég hef aldrei aldrei eitt augnablik séð eftir honum.

Mikið var ég lukkuleg, þegar ég þurfti ekki lengur að eyða sunnudagsmorgnum í að blaða í hverjum einasta fucking augýsingapésa sem inn um lúguna barst...og hlaupa einsog rófulaus hæna á eftir hvaða tilboði bæjarins sem honum hugnaðist að  -græða á. Spara. Þetta var svona sparigrís.  Tveir fyrir einn gaur. Sem átti frystikistu.  Aldrei neitt nema; tveir fyrir einn dráttur í boði....eða 30% afsláttur í það minnsta... og svo var þessi öðlingur hálft í hvoru fyllibytta líka held ég...

...en ágætt grey.

Eitt sinn vildi hann koma mér á óvart. Hann var löngu búin að gefa upp alla von um að ég myndi nokkru sinni flytjast með honum í fína húsið. Ég þoldi ekki frystikistuna og allan free-bís-inn í henni.

Eftir einhverjar fortölur lét ég eftir húslykillinn minn og fór í vinnu. Þegar ég kom heim seinnipart dags...blasti við mér eitt stykki dauðadrukkinn karlmaður...nokkrar tómar bjórdollur og vel hálf vodkaflaska...og það sem meira er; stærsti veggurinn á heimilinu mínu var orðin KÚKABRÚNN! Gólfið með kúkaslettum ...og hann stóð einsog mongólíti í framan á nærbuxunum einum fata, með málningaslettur í ljósa hárinu....og slefaði út úr sér...;

-hæ essskaaaaaaan.... 

Í sannleika sagt varð veggurinn fallegur í eina örstund...þegar ég gerði mér grein fyrir hvað allt annað var fáranlega glatað!

Hann fékk svo sem ekki mikið svigrúm áður en ég fleygði honum út. En út fór hann og vodkaflaskan á eftir honum. Svo fötin. Hef ekki séð hann síðan.

En bölvaður veggurinn stendur enn!  Og hlær að mér...glottir í það minnsta.

Spurning að fara að mála... 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

 . . . bara góður !

Fiðrildi, 22.4.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú getur notað þessa óendanlegu birgðir þínar af hvítri málningu á vegginn vúman.  Sounds like að plan?

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehehe hehehe eitthvað allt annað en hvítt held

Heiða Þórðar, 22.4.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dúllan mín, orðaforði þinn og samsetning í setningum er einstakt fyrirbæri og hið besta skemmtiefni.  Farðu vel með þig  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Er þetta sönn saga?

:|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.4.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já Kjartan, sönn saga -því miður!

Heiða Þórðar, 23.4.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Einar Indriðason

Nú, svo er líka til í dæminu, bara að taka vegginn niður!

Einar Indriðason, 23.4.2008 kl. 08:34

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Tí hí hí hí ........Farðu vel með saxa.......

Einar Bragi Bragason., 23.4.2008 kl. 09:27

9 Smámynd: Ásgerður

Þú kannst að koma hlutunum í orð,,segi ekki meir

Lov jú

Ásgerður , 23.4.2008 kl. 10:37

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Passaðu á þér bakið Heiða mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 12:55

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Passaðu húslyklana betur, kona! Aldrei að vita hverjum andskotanum maður er að hleypa inn á sig.

Helga Magnúsdóttir, 23.4.2008 kl. 17:33

12 Smámynd: haraldurhar

   Maður lærir svo lengi sem maður lifir, hét að enginn læsi þessa aulýsingabæklinga, hvað þá elta uppi það sem stendur í þeim. Dálítið hissa á jafn myndarlegri konu, og ritfæri að falla fyrir svona eintaki.

haraldurhar, 23.4.2008 kl. 22:44

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allt of mikið af "passi" hérna, bæti ekki í þann bakkafulla læk.Annars finst mér nú engu skipta hvort sögurnar eru sannar eðaur ei, þó vissulega sé sannleikurinn oft ótrúlegri en lýgin!

En fjári hefur þér gengið ílla með karlpeningin, það má nú segja!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 23:46

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bera á það að vera í bakkafullan lækin, ekki bæta!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 23:48

15 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Gleðilegt sumar stelpa og takk fyrir skemmtilegan vetur!

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 00:43

16 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Heiða í dag . Takk fyrir vetrabloggið og gleðilegt sumarblogg.

Þ Þorsteinsson, 24.4.2008 kl. 08:31

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Gleðilegt sumar skemmtileg stelpan mín og takk fyrir óborganlegan vetur

Solla Guðjóns, 24.4.2008 kl. 10:32

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sussuss! Mér hefur barasta ekkert gengið illa en hver öðrum með karlana í mínu lífi....síðastliðin 20 ár.....allt undir manni sjálfum komið en svona vildi ég hafa þetta ....þá....en nú eiga bara englastrákar og bara englakarlar upp á pallborðið hjá mér....

Heiða Þórðar, 24.4.2008 kl. 11:24

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð skrif Heiða, að vanda.

Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggsamskiptin í vetur 

Marta B Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband