Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Dró brosið neðst úr botninum...

Í gær á námskeiðinu, á kvöldi númer þrjú fann ég aftur fyrir augunum sem reyndu að fanga athygli mína. Fann hvernig augun kitluðu mig í hnakkann á meðan ég var að reyna að einbeita mér að fyrirlestrinum. Ég var fúl út í hann, en get ómögulega munað vegna hvers. Man bara að ég er búin að vera fúl síðan 1994. Viðskiftalegs eðlis fíla og eðlislæg. Þarna við hitann frá kaffivélinni fann ég hvernig fílan smokraði sér út í kuldann og þarna sem hann stóð fyrir aftan mig...fann ég aftur fyrir brúnu fallegu augunum hans. Ég hugsaði hversu hlægileg ég væri í fílu minni þar sem hann brosti einsog sólheima-barn. Og hafði gert öll kvöldin. Ég sagði við hann þarna sem hann stóð með vömbína út í loftið;

- Æi ....hæ....komdu hérna og taktu utan um mig...

Með armana mína opna og með brennheitt kaffið í hægri hönd... baðaði hann út sínum á móti mínum í slow-motion.

Það var þá sem það skeði...í klaufalegum mætti mínum um sýna honum hversu einlæg ég væri í viðleitni minni, staðfesti ég það hressilega með því að HELLA ÖLLU KAFFINU...yfir brjóst hans og bumbu....

-úps....

Hann brosti....brosið stífnaði og kaffið brann...

Fyrirgefðu sagði ég vá fyrirgefðu, ég er fífl...dí....so sorry....fuck...æi andsk...má ekki blóta...

Svo fór ég að strúkja á honum brjóstið og dreyfa kaffinu enn meira með alsberri höndinni um rándýra stífpressaða skyrtuna....og tautaði afsökunarbeiðnir um leið og bletturinn stækkaði og stækkaði...

Enn brosti hann og aðrir hlógu og mér leið einsog fífli. Og tautaði fyrirgefðu fyrirgefðu...hann fyrirgaf mér.

En þetta var langt í frá ástæða þess að ég var vansvefta í nótt...

...stundum þráir maður að sofa en eitthvað fangar athygli manns þrátt fyrir að berjast eins og rjúpan við staurinn vitandi vits að innan tíðar þarf maður að vakna til að opna á sér æðri endann. Átti tíma í morgun hjá lækninum, viss um að honum er búið að hlakka til alla vikuna að fá að hitta mig. Sendi honum sms-skilaboð með annað augað í pung...og sagði aftur; fyrirgefðu -fuck -fyrirgefðu...kemst ekki....en engu kaffinu var fyrir að dreyfa í skeytinu.

Svo fékk ég mér rótsterkt kaffi...og dreif mig í sturtu og með'í...og í vinnunna...dró brosið neðst uppúrveskinu mínu og límdi það með tannlími fyrir neðan nef. Held það hafi verið hálfskakkt en það var þarna samt. 

Urmull af litlum lífglöðum börnum sem ég annars hef yndi af,  í einkennilegum búninum sungu fyrir sælgæti...og þegar líða tók á daginn sagði ég;

-nei, nei krakkar mínir...þið þurfið ekkert að syngja...svona svona í guðana bænum, ekki syngja....og varð örlátari og örlátari á nammið fyrir sem minnstan söng. Blótaði eigendum í huganum fyrir að kaupa þetta óhemjumagn sem engan endi ætlaði að taka. Og byrjaði að bæta blómum á sjálfa mig.

Það gefur auga leið að ég sofnaði yfir sjónvarpsfréttunum nú í kvöld...og þá hringdi dyrabjallann og vakti mig... fór ekki til dyra heldur lá einsog tindabykkja og hugsaði;

-hvaða fífl hringir hérna dyrabjöllunni án þess að gera boð á undan sér?

...vona að ég sofi í nótt vegna þessa.


Hvað á typpið að heita?

Jæja, þá er maður búin að ganga úr skugga um nokkra mikilvæga hluti. Gæinn er nokkuð sáttur við bleiku-druslurnar tvær og augnahárið sem hékk enganveginn á sínum stað, tók hann ekki eftir. Hann er ekki enn búin að komast að því að "iðandi ég" voru í raun óþvegnar splunkunýjar, stífaðar blúndunærbuxunum fyrir að þakka, en ekki eðlilegri plús kynhvöt...ungrar konu. Iss, piss smámál.

Er búin að ganga úr skugga um nokkra afar mikilvæga hluti varðandi hann. Til að mynda stórefa ég að hann komi til með að brjóta bjórdós á hausnum á mér í  nánustu framtíð. Stór plús það. Ég yrði hissa ef hann skiti mig í hnéskeljarnar og finndi hjá sér löngun til að skera af mér litla putta. En það verður bara að koma í ljós. Að ætlast til einhvers meira en þetta, er stór og þokkalega feit frekja að mínu viti. 

Og annað; Hann vill mér aðeins það besta. Sem sönnun þess deildi hann með mér "eðalmunnvatni" en ekki einhverju útúrsýktum flensuvírus...-aðeins það besta fyrir Heiðu...Hann tilkynnti mér hátíðlega á milli þess sem hann saug upp í nefið nú í kvöld...að hann gæti alls ekki hitt mig um óákveðin tíma...og að sjálfsögðu væri ástæðan sú að hann vildi ekki smita prinsessuna sína...púff hvað ég er ánægð með sjálfa mig...og hann auðvitað líka! Sérstaklega í ljósi þess að hann sagði mig vera skítsæmilegan kokk...

-Heiða mín, set öryggið ávallt á oddinn...veit ekkert hvaða odd hann var að tala um, en það er aukaatriði. Hann var að tala við mig, svo mikið veit ég... en ekki einhverja Oddu hvað þá Odd... Maðurinn er ómótstæðilegur. Gullfallegur. Tillitsamur og hjartahlýr.

Hann steig að vísu tvisvar ofan á tærnar á mér (ein brákaðist) þarna um kvöldið, en hann sneri sér þó undan þegar hann leysti vind-ina ....

...og sagði krúttulega í kjölfarið; Úps...

Já það er af sem áður var...þetta er nefnilega það góða við að eldast...maður sættir sig ekki bara við einhverja ljóslogandi gauka eftir langtímasólböð á sólbaðstofum bæjarins...sem keyra um á fínum bílum...með útblásna sterabelgi og bjórvömb og og og....einsog maður kannski gerði, einu sinni eða tvisvar...ég var orðin örmagna eftir leitina af "litla" heila þar sem ég hafði gefið upp alla von á þvi að finna hinn eiginlega heila. Allir skór útúrslitnir....

Í útblásnum kroppunum voru engar lifandi tilfinningar aðeins kalt blóð sem rann löturhægt um æðar...og stöku sinnum alla leið upp í  typpi...stakk þá margsinnis með títiprjónum úr saumakassanum, án nokkurra viðbragða...ekki eitt vesælt; Ái.

Einu viðbrögðin sýndu þeir  þegar þeir horfðu stórhrifnir og með aðdáun á typpin á sér...stoltir án þess að taka svo mikið sem eftir því hvað hárið á mér liðaðist stórglæsilega og lokkandi á koddanum....hárið sem þó varð til þess að þeir stóðu þarna með reisn. Og svo skýrðu þeir "stoltið"  ýmsum nöfnum. En aldrei í höfuðið á mér samt.  

Nú sættir maður sig bara við það besta. Vona að hann skýri "hann" Heiða-r...með tilheyrandi skýrnaveislu og alles...

....pant vera presturinn....allir velkomnir!Wink  þegar ég hugsa um það þá vantar einhvern til að halda á undir skýrn...LoL  njótið dagsins.

Mikið er hún Heiða góð

yndisrósin bjarta.

Ennþá liggur hennar slóð,

inn í hversmanns hjartaHeart


Þú þarft að fá þér almennilega að ríða Heiða!

Við erum að tala um ultra-pirring dauðans hérna megin. Einhver myndi segja;

-svona svona þú þarft bara að fá þér almennilega að ríða Heiða mín! Ekki einhvern sem fær það á lærið á þér...

Núna er ég gjörsamlega ekki með réttu ráði og ætti að svifta mig penna-ræði...og láta mig hafa blýant í hönd þar sem ég gæti þá allavega strokað út eftir mig skítinn...

En þar sem mín ástkæra móður er ekki með öllum mjalla og faðir minn staddur fyrir ofan skýin...systkini öll tvístruð einsog loftbelgir um allar jarðir...er ég svo lukkuleg að ég ræð mér sjálf. Og læt þetta yfir ykkur ganga....

Það sem pirrar mig ofar öllu núna er hvorki kláði eða maurar að neinu tagi. Reyndar heimsótti ástin mig heim...kannski að ég byrji á að segja frá því þar sem mér er ekkert heilagt hvorteðer. Hann var kominn með vott af flensu og ég tilkynnti honum kurteisislega auðvitað að hann fengi ekki að troða tungunni upp í mig, þar sem ég vildi ekki smitast.... Það voru tveir tímar til stefnu...aðeins einn leggur rakaður sökum kjaftablaðurs í síma... augnahárin frá Ameríkunni voru komin á sinn stað með tonnataki...með loforð upp á vasann um að vera ekki í tussulegu bleiku inniskónum til vinkonu minnar, hefði mátt ætla að allt hefði gengið einsog í sögu.

Neibb....hann byrjaði á að strjúka á mér fótlegginn...þann hægri...þann órakaða...svo kyssti hann mig...og hann kyssti mig fast. Subbaði vel út make-upið, en það var vel þess virði. Flottir kossar alveg tía og tunga og allt. Þegar ég stend svo upp til að kíkja eftir matnum undan augnahárunum fínu, verður mér litið á fæturnar ...þarna voru þau kvikindinn.... bleiku inniskórnir. Ég hugsaði auðvitað? Fuck! með það sama. Svo þarna sem ég er að grúska með hellings ást... yfir pottum og pönnum fer mig allt í einu að klæja undan nýju blúndunærbuxunum. Og það sem eftir lifði kvölds klæjaði mig. Þannig að ég var svona hálf-flogaveik á því ...ég var auðvitað með það á hreinu að hann héldi að ég væri svona lífleg og lofaði góðu inn í framtíðina...hann horfði djúpt í augu mín, dágóðar stundir.... og ég hugsaði; -flott maður nú negli ég hann kaldann, hver hefur annars geta staðist augun mín, þau hafa nú alltaf verið álitin falleg...

...þegar ég svo kíki í baksýnisspegilinn þegar hann fór fyrir háttartíma minn og ég gat loks rifið mig úr nærbuxunum....var mér allri lokið....annað augnahárið var dottið af og sat  ofarlega á kinninni.

Þá kom fuck númer tvö...og þrjú og fjögur ...

...annars liggur svo afskaplega vel á mér núna að ég er búin að gleyma hversvegna ég var pirruð... ...vona bara að hann haldi ekki að ég sé með falskar tennur líka...

Vatnsberi: Margt stórmenni hins ritaða orðs hefur virðukennt að það þarf að láta orðin tala. Hættu nú að dreyma, tala og skrifa - gerðu!

(stjörnuspá dagsins....)Blush

Ég er næstum því góð...

Einsog glöggir hafa tekið eftir hefur exem á höndum verið að gera mér annars blússandi blóma líf....frekar svona hvimleiðara en ella, síðastliðnar vikur.

Alveg með ólíkindum samt hvað ég er fróðari um meðsystkini mín, allir vilja deila með mér exem-sögunum sínum. Allir tílbúnir að sjúkdómsgreinar mig. Allir viljugir að benda mér á frábær krem. Undrakrem. Ekkert þeirra hefur virkað. Og ég hundleið á að hlusta á kláðamaurasögur...

Ein exem-sagan er mér  þó minnistæðust. Gaurinn sagði að þetta hefði byrjað í lófunum, hann hefði haldið að hann væri með ofnæmi fyrir einhverju þvottaefni. Svo fór hann á sokkaleystunum og á fyllerý með félögunum að spila golf...og búmm....fæturnir afmynduðust af exemi og skinnið datt af upp að hnjám. Því fylgdi sögunni að hann hefði ekki verið sexý með óskinnaða fætur. Ekki að hann sé það nú, þó ég hafi ekki séð á honum kálfana. Ég hef ekki enn fundið út hvað hann var með ofnæmi fyrir. Var svona að gæla við hugmyndina að hann höndlaði golfkúlur allajafna til að halda jafnvæginu.

Ég leitaði uppi grasanorn á netinu, spjallaði við hana dágóða stund um undralækningamátt íslenskrar náttúru. Hún benti mér á í óspurðum, að latex gæti valdið dauða. Auðvitað er allt latex farið út af heimilinu. Smokkarnir voru úr plasti, ef þeir voru einhverntíma fyrir hendi. Hún hvatti mig eindregið til að trúa og vera bjartsýn. Ég sagði það svo sem ekki vera vandamálið. Ég væri gjörsamlega óþolandi sumum, fyrir endalausu bjartsýnina...og væri að hugsa um að taka upp Póllíanna sem millinafn.  

Í framhaldi fór ég til Kolbrúnar grasalæknis einn kaldan og pirraðan frosteftirmiðdag. Þegar ég er að labba þarna á miðjum Laugarveginum munaði minnstu þarna sem ég engdist af kvölum, kláða og pirringi að einn bíllinn keyrði yfir mig. Get ekki sagt að það hafi bætt úr skák þegar annars almennileg afgreiðslustúlka gat ekki falið fyrir mér eitthvað í líkingu við viðbjóð...þegar hún skoðaði hendurnar....langt frá mér, einsog um smitsjúkdóm hafi verið að ræða.  Rétt einsog heimilislæknirinn. Út fór ég 5000kallinum fátækari, með prump i dollu og piss í brúsa.

Ein vinkona mín gaf mér lavander dropa, sagði mér að bera vel á mig fyrir svefninn. Einsog þeir sem til þekkja vita sjálfsagt að þarna var á ferðinni slakandi olía. OG hún virkar! Svaf einsog prinsessa en verra var að mig langaði lítið til að vakna þegar ilminn lagði að vitum mínum á morgnanna. Og ekki þýddi að bjóða upp á félagsskap í mínu rúmi...enda stóð það ekki til svo sem.

Svo talaði ég við aðra mér kæra, hún sagði; biddu Guð að lækna þig Heiða, hann gerir kraftaverk. Inga inga inga...ég hef sko beðið hann. Öskrað á hann um miðbik nætur þegar ég sef ekki fyrir kláða. Um miðjan dag þegar farið er að blæða úr höndunum. Ég er ekki efst í forgangsröðinni hjá honum þessa dagana.

-jú jú, hann elskar þig, ekkert skeður af tilviljun.

-þú ert væntanlega ekki að fucking fíflast í mér?

-ekki blóta!

-Hver er tilgangurinn annars með þessu?  

Það hefur verið mér kvöl að þvo á mér hárið, enn meiri kvöl að hægðirnar skuli vera komnar í samt lag. Dóttirinn kúkar sem aldrei fyrr í bleyjuna sína. Hún vill sjampó, hárnæringu og dúpnæringu að ógleymdu nuddi eftir hverja baðferð. Tiltekt á heimilinu hefur verið í sögulegu lágmarki og eru nærfötin á borðstofuborðinu og baðviktin inn i stofu.   

Á föstudaginn lét ég verða að því að panta tíma hjá specialista. Fer á morgun. Þá voru kremin 15 talsins uppurinn og ég farin að bera á mig ilmandi handáburð, með þeim afleiðingum að blóðið lyktar af rósum. Þennan sama dag varð á vegi mínum ungur maður. Hann var hrikalegur ásýndar. Hann hafi þetta sama exem á andlitinu. Ég hugsaði...;-ja, ég get þó stungið höndunum í vasann...það er meira en hann getur gert grey skinnið.

Þegar ég vaknaði í morgun var mér allri lokið! Ég er nefnilega næstum algóð....


Það er ég viss um að hún er með bringuhár!

Í gær var séð þokklega vel fyrir öllu til að gera daginn minn í dag, föstudag sem bærilegastan. Til að mynda var einn erlendur starfsmaður fenginn til að smúla stéttina (í gær)fyrir framan vinnustaðinn til þess að ég Heiða bergur ásamt öllum hinum þyrfti ekki að vaða snjó, heldur gæti skautað sem leið lá beint inn og byrjað að vinna með bros á vör. Vitandi vits að von væri á hörkufrosti í dag. Þó mér hafi nú fundist þetta í meira lagi fáránlegt í gær...sé ég í dag að auðvitað var þetta pælinginn. Ekki sú að ég myndi brjóta á mér hálsinn eða báðar fætur, hvað þá annan þeirra. Neibb...nefnilega tók netta sveiflu beint inn á gólf...

...lítið vissi ég þá...en það sem ég átti eftir að uppgvöta fljótleg upp úr hádeginu og eyðilagði gjörsamlega stemminguna í hjartanu, þrátt fyrir sólríkan og fallega dag. Þeim sama og þið áttuð.  Ég sat í mínum fagra bíl (séð út frá mínu sjónarhorni -út um gluggann) og renndi mér ofurblíðlega um götur borgarinnar og dásamaði daginn, ein með sjálfri mér.   Svo kíki ég í spegilinn þar sem ég var að fara á fund og vildi hafa útlitið í lagi. Kunnugleg augun mættu mínum og ég var sátt með að maskarinn hafði ekki haggast úr stað, frá þessum sama morgni...teygði mig i veskið mitt og dró upp glossið blindandi, leit upp og í spegillinn... og þá snarstoppaði annað augað....á leið til varanna og ekki einu orði um það ofaukið. Snarhemlaði við nefið á mér. Það lá við að ég fengi nett fall þarna á hjartað...á punktinum við Mjóddina! Og ég emjaði; neeeeeeeeeeeeeeeei!

Ég snarhemlaði einsog hægt var miðað við aðstæður...og bæði augun horfðu í angist á hár sem kom út úr nefinu. Langt, beint og ljóst. Ég reyndi að ná því út úr nefinu en ekkert gekk, er frekar naglalöng svona og enginn var plokkarinn í veskinu. Ég var gjörsamlega ekki með sjálfri mér, þegar hugurinn fór afturábak á þúsund kílómetra hraða yfir alla þá sem ég hafði haft samskipti við þennan sama morgun...og var ég viss um að hver einn og einasti þeirra sem varð á vegi mínum, hafi hugsað;

-hún er með bringuhár þessi!

Ég var að nálgast áfangastað og tók á það ráð að troða hárinu aftur til síns heima og passaði mig sérstaklega að anda ekki út með nefinu, bara fast inn. Áætlunin gekk eftir. Þegar ég settist aftur upp í bíl, tók ég út stöðuna í speglinum og þetta leit fínt út. Hárið hélt sig fyrir innan.

Auðvitað er ég búin að skipta um peru í baðherberginu og við erum að tala um 100W. Er búin að ná bevítans hárdruslunni. Og öllum öðrum hárlufsum. Á mér er ekki að finna eitt stingandi strá.

Góða og hárlausa helgi allir. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband