Ég er næstum því góð...

Einsog glöggir hafa tekið eftir hefur exem á höndum verið að gera mér annars blússandi blóma líf....frekar svona hvimleiðara en ella, síðastliðnar vikur.

Alveg með ólíkindum samt hvað ég er fróðari um meðsystkini mín, allir vilja deila með mér exem-sögunum sínum. Allir tílbúnir að sjúkdómsgreinar mig. Allir viljugir að benda mér á frábær krem. Undrakrem. Ekkert þeirra hefur virkað. Og ég hundleið á að hlusta á kláðamaurasögur...

Ein exem-sagan er mér  þó minnistæðust. Gaurinn sagði að þetta hefði byrjað í lófunum, hann hefði haldið að hann væri með ofnæmi fyrir einhverju þvottaefni. Svo fór hann á sokkaleystunum og á fyllerý með félögunum að spila golf...og búmm....fæturnir afmynduðust af exemi og skinnið datt af upp að hnjám. Því fylgdi sögunni að hann hefði ekki verið sexý með óskinnaða fætur. Ekki að hann sé það nú, þó ég hafi ekki séð á honum kálfana. Ég hef ekki enn fundið út hvað hann var með ofnæmi fyrir. Var svona að gæla við hugmyndina að hann höndlaði golfkúlur allajafna til að halda jafnvæginu.

Ég leitaði uppi grasanorn á netinu, spjallaði við hana dágóða stund um undralækningamátt íslenskrar náttúru. Hún benti mér á í óspurðum, að latex gæti valdið dauða. Auðvitað er allt latex farið út af heimilinu. Smokkarnir voru úr plasti, ef þeir voru einhverntíma fyrir hendi. Hún hvatti mig eindregið til að trúa og vera bjartsýn. Ég sagði það svo sem ekki vera vandamálið. Ég væri gjörsamlega óþolandi sumum, fyrir endalausu bjartsýnina...og væri að hugsa um að taka upp Póllíanna sem millinafn.  

Í framhaldi fór ég til Kolbrúnar grasalæknis einn kaldan og pirraðan frosteftirmiðdag. Þegar ég er að labba þarna á miðjum Laugarveginum munaði minnstu þarna sem ég engdist af kvölum, kláða og pirringi að einn bíllinn keyrði yfir mig. Get ekki sagt að það hafi bætt úr skák þegar annars almennileg afgreiðslustúlka gat ekki falið fyrir mér eitthvað í líkingu við viðbjóð...þegar hún skoðaði hendurnar....langt frá mér, einsog um smitsjúkdóm hafi verið að ræða.  Rétt einsog heimilislæknirinn. Út fór ég 5000kallinum fátækari, með prump i dollu og piss í brúsa.

Ein vinkona mín gaf mér lavander dropa, sagði mér að bera vel á mig fyrir svefninn. Einsog þeir sem til þekkja vita sjálfsagt að þarna var á ferðinni slakandi olía. OG hún virkar! Svaf einsog prinsessa en verra var að mig langaði lítið til að vakna þegar ilminn lagði að vitum mínum á morgnanna. Og ekki þýddi að bjóða upp á félagsskap í mínu rúmi...enda stóð það ekki til svo sem.

Svo talaði ég við aðra mér kæra, hún sagði; biddu Guð að lækna þig Heiða, hann gerir kraftaverk. Inga inga inga...ég hef sko beðið hann. Öskrað á hann um miðbik nætur þegar ég sef ekki fyrir kláða. Um miðjan dag þegar farið er að blæða úr höndunum. Ég er ekki efst í forgangsröðinni hjá honum þessa dagana.

-jú jú, hann elskar þig, ekkert skeður af tilviljun.

-þú ert væntanlega ekki að fucking fíflast í mér?

-ekki blóta!

-Hver er tilgangurinn annars með þessu?  

Það hefur verið mér kvöl að þvo á mér hárið, enn meiri kvöl að hægðirnar skuli vera komnar í samt lag. Dóttirinn kúkar sem aldrei fyrr í bleyjuna sína. Hún vill sjampó, hárnæringu og dúpnæringu að ógleymdu nuddi eftir hverja baðferð. Tiltekt á heimilinu hefur verið í sögulegu lágmarki og eru nærfötin á borðstofuborðinu og baðviktin inn i stofu.   

Á föstudaginn lét ég verða að því að panta tíma hjá specialista. Fer á morgun. Þá voru kremin 15 talsins uppurinn og ég farin að bera á mig ilmandi handáburð, með þeim afleiðingum að blóðið lyktar af rósum. Þennan sama dag varð á vegi mínum ungur maður. Hann var hrikalegur ásýndar. Hann hafi þetta sama exem á andlitinu. Ég hugsaði...;-ja, ég get þó stungið höndunum í vasann...það er meira en hann getur gert grey skinnið.

Þegar ég vaknaði í morgun var mér allri lokið! Ég er nefnilega næstum algóð....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

" Ég er nefnilega næstum algóð...."

Hvað gerðist?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.2.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Farðu samt til sérfræðingsins! Þá sleppurðu kannski við að fá þetta aftur....

Knús á þig sætust

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 16:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG spyr eins og Heimir, hvað gerðist? þetta hlýtur að vera skelfilegur sjúkdómur, gangi þér vel í stríðinu  luv U Love You 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 16:30

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Veit ekki hvað skeði...og ég fer

Heiða Þórðar, 3.2.2008 kl. 16:39

5 Smámynd: www.zordis.com

Um að gera að láta skoða þetta.  Hjá mér var það tröppugangur af allskyns pillum, upp og niður og svo fór bévítans ofnæmið þegar ég skilaði yndislegum sambýlingi.  "Skilafresturinn var að renna út"  .... blessuð sé minning hans og exemisins!

www.zordis.com, 3.2.2008 kl. 17:55

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Þessi kláðamaurasaga minnir mig á heilsubælið, þegar Laddi var að leika rauðhærða gaurinn í hjólastólnum og þegar einn fór að ybba sig. Þá sagði hann halt þú kjafti Kristján kláðamaur, áður en ég segi öllum þegar, þú varst að vinna á tittlingarstöðum og festir hendina upp í rassgatinu á beljunni og stóðst þar fastur í 2 daga þar til hún prumpaði henni út... hahahahaha

Á aloe vera gel ekki að virka eitthvað á allt svona? 

Sigvarður Hans Ísleifsson, 3.2.2008 kl. 19:28

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú átt eftir að jafna þig......ef þú vilt eina svona sögu í viðbót þá ég eina.....er með ofnæmi fyrir efni sem heitir Neophreme......fékk svoleiðis vöðlur einu sinni og eftir einn dag í þeim varð allt logandi ...og ég meina allt frá brjósti til táa og sprellinn varð verst úti........Notaði þær aldrei aftur ......en á þær.

Einar Bragi Bragason., 3.2.2008 kl. 19:52

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er með ofnæmi fyrir ofnæmissögum enda sérlega ofnæmur í mínu ofnæmi.

Steingrímur Helgason, 3.2.2008 kl. 20:32

9 Smámynd: Gísli Torfi

Heiða ég er með svarið .. farðu í Bláa Lónið og svo í Ljós ..taktu inn 6 töflur af spiralinu og talaðu svo við Gussa .... þetta ætti að svínvirka á grillið.

Gísli Torfi, 3.2.2008 kl. 21:22

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mikið eru þessir strákar hérna að ofan fyndnir Heiða, þeir bæta örugglega batan sem grasalækningagutlið hefur líkast til eða samkrull af því og fleiru hefur áorkað!?

Steingrímur er nú meira Ná-kvæmur en ofnæmur heyrist mér!og það gildir um fleiri heyrist mér!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.2.2008 kl. 21:42

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Aloa Vera hef prófað það já...bara nefnið það...hef prófað. Sterar, Gussi, spirulina, ljós og bláa...já þér eru skondnir Magnús. :)

Dúa nei á það eftir hehe :) 

Heiða Þórðar, 3.2.2008 kl. 22:58

12 identicon

Sæl Heiða mín.

Ég tek undir það að fara til sérfræðings og fá úr því skorið hvað hér geti eða hugsanlega geti verið um að ræða.Allt heitir þetta að fara í greiningu og finna svo út,og lækna.Svo sannarlega óska ég þér varanlegs bata.Þetta er ekki ásættanlegt ástand

,pirrar skrokk og sál,

svo úr verður bál.

Guð geymi þig og þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 07:35

13 Smámynd: Ísdrottningin

Vá hvað þið hafið mikla trú á sérfræðingum, ekki hafa þeir orðið mér til nokkurs gagns í ofnæmisbaráttunni.  Sérfræðingarnir halda þetta og halda hitt en vita ekki neitt, eiga engin svör.... eru bara með ágiskanir og tilraunastarfsemi.   Það sem virkar best fyrir mig er að borða sem "náttúrulegast" (holl fita er stór og nauðsynlegur þáttur í því! En EKKI mjólk og hvítu einföldu kolvetnin.) og passa mig á að halda jafnaðargeði ótrúlegt en satt.

Ef ég fylgi ekki þessari sannfæringu minni á ég á hættu að fara í ofnæmislost og þá þarf að sprauta mig niður með adrenalíni.

Heiða, ég vona að þér gangi þér vel í baráttunni og fáir lausn þinna mála.

ps. Af því einhver minntist á Aloa Vera þá hefur hreinn Aloa Vera safi til inntöku hjálpað mörgum með exem en viðkomandi má þá ekki vera með ofnæmi fyrir Aloa Vera...

Ísdrottningin, 4.2.2008 kl. 08:30

14 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Er þetta andlegt mein ?
Eigðu góðan dag og gangi þér vel hjá specialistanum

Linda Lea Bogadóttir, 4.2.2008 kl. 09:21

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi er þetta bati sem dugir Heiða mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 13:37

16 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

hhaa  má ekki taka Aloa Vera ef maður er með ofnæmi

Anna J. Óskarsdóttir, 4.2.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband