Dró brosið neðst úr botninum...

Í gær á námskeiðinu, á kvöldi númer þrjú fann ég aftur fyrir augunum sem reyndu að fanga athygli mína. Fann hvernig augun kitluðu mig í hnakkann á meðan ég var að reyna að einbeita mér að fyrirlestrinum. Ég var fúl út í hann, en get ómögulega munað vegna hvers. Man bara að ég er búin að vera fúl síðan 1994. Viðskiftalegs eðlis fíla og eðlislæg. Þarna við hitann frá kaffivélinni fann ég hvernig fílan smokraði sér út í kuldann og þarna sem hann stóð fyrir aftan mig...fann ég aftur fyrir brúnu fallegu augunum hans. Ég hugsaði hversu hlægileg ég væri í fílu minni þar sem hann brosti einsog sólheima-barn. Og hafði gert öll kvöldin. Ég sagði við hann þarna sem hann stóð með vömbína út í loftið;

- Æi ....hæ....komdu hérna og taktu utan um mig...

Með armana mína opna og með brennheitt kaffið í hægri hönd... baðaði hann út sínum á móti mínum í slow-motion.

Það var þá sem það skeði...í klaufalegum mætti mínum um sýna honum hversu einlæg ég væri í viðleitni minni, staðfesti ég það hressilega með því að HELLA ÖLLU KAFFINU...yfir brjóst hans og bumbu....

-úps....

Hann brosti....brosið stífnaði og kaffið brann...

Fyrirgefðu sagði ég vá fyrirgefðu, ég er fífl...dí....so sorry....fuck...æi andsk...má ekki blóta...

Svo fór ég að strúkja á honum brjóstið og dreyfa kaffinu enn meira með alsberri höndinni um rándýra stífpressaða skyrtuna....og tautaði afsökunarbeiðnir um leið og bletturinn stækkaði og stækkaði...

Enn brosti hann og aðrir hlógu og mér leið einsog fífli. Og tautaði fyrirgefðu fyrirgefðu...hann fyrirgaf mér.

En þetta var langt í frá ástæða þess að ég var vansvefta í nótt...

...stundum þráir maður að sofa en eitthvað fangar athygli manns þrátt fyrir að berjast eins og rjúpan við staurinn vitandi vits að innan tíðar þarf maður að vakna til að opna á sér æðri endann. Átti tíma í morgun hjá lækninum, viss um að honum er búið að hlakka til alla vikuna að fá að hitta mig. Sendi honum sms-skilaboð með annað augað í pung...og sagði aftur; fyrirgefðu -fuck -fyrirgefðu...kemst ekki....en engu kaffinu var fyrir að dreyfa í skeytinu.

Svo fékk ég mér rótsterkt kaffi...og dreif mig í sturtu og með'í...og í vinnunna...dró brosið neðst uppúrveskinu mínu og límdi það með tannlími fyrir neðan nef. Held það hafi verið hálfskakkt en það var þarna samt. 

Urmull af litlum lífglöðum börnum sem ég annars hef yndi af,  í einkennilegum búninum sungu fyrir sælgæti...og þegar líða tók á daginn sagði ég;

-nei, nei krakkar mínir...þið þurfið ekkert að syngja...svona svona í guðana bænum, ekki syngja....og varð örlátari og örlátari á nammið fyrir sem minnstan söng. Blótaði eigendum í huganum fyrir að kaupa þetta óhemjumagn sem engan endi ætlaði að taka. Og byrjaði að bæta blómum á sjálfa mig.

Það gefur auga leið að ég sofnaði yfir sjónvarpsfréttunum nú í kvöld...og þá hringdi dyrabjallann og vakti mig... fór ekki til dyra heldur lá einsog tindabykkja og hugsaði;

-hvaða fífl hringir hérna dyrabjöllunni án þess að gera boð á undan sér?

...vona að ég sofi í nótt vegna þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Frábær færsla eins og alltaf...er samt ekki alveg að skilja þetta með "of mikið" nammi... Knús til þín elskan!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 6.2.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Var að hugsa um að hringja í þig nammigrís

Heiða Þórðar, 6.2.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Skemmtilega ergilegur dagur að renna sitt skeið.Reyndu svo að fara varlega með kaffið nálægt karlpeningnum

Sofðu vel rófan mín.

Solla Guðjóns, 6.2.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Loverboy að hringa bjöllu, viss um það..  Þú ert að tapa big time. Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

HVAR Á EG AÐ MÆTA OG SYNGJA

Einar Bragi Bragason., 7.2.2008 kl. 00:32

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ætlaði að syngja fyrir þig en..no reply? Var það ekki annars önnur bjalla til hægri?

Halldór Egill Guðnason, 7.2.2008 kl. 02:24

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Er einhver komin á séns

Georg Eiður Arnarson, 7.2.2008 kl. 07:08

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þú átt alla mína samúð. Ég er nefnilega snillingur í að hella yfir sjálfa mig og aðra. Hef því margoft lent í viðlíka sitúasjón.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.2.2008 kl. 10:03

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heppin varstu að hella ekki yfir þig.....

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband