Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Klukk hvað?

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þína og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn

 

Ester Júlía, 11.7.2007 kl. 22:55

Hvað er málið með þetta KLUKK? Ég fæ svona keðjubréfafílinginn beint niður í rassgat!

1. Deginum ljósara að ég fæddist í Sandgerði, mér til þónokkurs hryllings,  tímasetning óskilgreind þar sem mamma var sofandi og pabbi líka á meðan ég lallaði útúr pjöllu-ling. Þannig að nákvæmara en dagsetingu er ekki í boði; 15.02.1969...

2. Greindarvísitala hefur greinst mest hjá elstu syblingunum.... og tek ég því það fram hér, að ég er elst eða næstelst nokkurra... hálf- og heilsystkina. Hef fyrir löngu glatað tölunni á mínum annars ágætu systkinum...eitthvað í kringum einn albróður og átta hálf....en samt alheil.

3. Tvær barneignir að baki mér til mikillar gleði og yndisauka 3 ára og 18 ára... eitt hjónaband að baki, rifumst alla leiðina í minningunni upp að altarinu sem var ekki altari...okkur til blessunar skildu leiðir,  því umræddur, tel ég til minna bestu og vina í dag. 

4. Missti meydóminn 14 ára.....OG ÞAÐ VAR ÓGEÐSLEGA VONT! Gaurinn fékk ekki dóm þrátt fyrir að umhverfið nærliggjandi hafi einna helst minnt á sláturhús dauðans!

5. Í mestu uppáhaldi er gamalt fólk og börn. Eldra fólk fyrir viskuna sem það býr yfir. Börnin fyrir sakleysið, forvitnina og einlægnina. Svo læðist alveg einn og einn inn þar á milli.

6. .... púff nenni ekki meira.....


Elska meira...

Hvað hef ég með þá vitneskju að gera að sólin er gul? Að Birgitta Haukdal notar skó númer 36 eða Bára mín ex-girlfriend er með samvaxnar tær?

Akkúrat ekki neitt.

Suma hluti veit maður og so fucking what?

Hver segir að ég megi ekki dansa í sólinni í lopasokkum og kyssa flugu á kinnina ef svo ber undir? Afhverju má ég ekki fá mér harðfisk ofan á ristað brauð og sjóða mér kotasælu á þorláksmessu? Ég veit ég má þetta.... en hver býr til allar þessar óskráðu reglur? Hver ákveður normið í nútímasamfélagið. Hver er normal og hver ekki?

Vissulega þarf einhvern samfélagslegan ramma til að lifa eftir.... en í guðana bænum, hvernig væri að róa sig á tauginni aðeins?

Ég er ekki að tala um að keyra upp og niður Laugarveginn, nakinn á bleikum haldara hérna, með fíl í framsætinu! Ég er ekki að tala um lögbrjóta og hvaða vitleysingi datt í hug að banna skötusoðning á þorláksmessu í stigagöngum fjölbýlishúsa? Var það sá sem pissaði á tindarbykkuna?

Ég held að það sé slétt dásamlegt að dingla aðeins á þessar ósýnilegu línu sem fáir dirfast að dansa yfir/undir. Vera svolítið spontant og lifa þessu lífi ekki aðeins bara skipulega, heldur þora að taka áhættu, án þess að hræðast að vera litinn hornauga af gestum samferðarmanna okkar. Enda hef ég aldrei hornauga séð.....

Svona svipað og; detta mér allar dauðar lýs úr höfði! (vona það svo sannarlega....ekki nokkurn áhuga á að hafa dauðar lýs á höfði mér...)

Ég vildi að við værum aðeins umburðalyndari við hvort annað, betri við hvort annað og þætti vænna um hvort annað. Ég vildi að við værum minna gráðug, meira gefandi. Öfunduðumst minna og elskuðum meira. Dæmdum ennþá minna og elskuðum ennþá meira.

Ég vildi, ég vildi, ég vildi....

Ég vildi að við hefðum færri lög og reglur, færri lög og hertari viðurlög þegar kemur að barnaníðingum, nauðgurum og öðrum ódæðis-verkamönnum.

Góða nótt elskurnar.....

 


Eigum við að ríða?

Mér finnast samskipti án orða alveg stórmerkilegt fyrirbæri. Stundum eiga orð engan vegin við einhvernvegin....fólk á einfaldlega að vita.

Ég er ekki að tala um;

-Ari, hvar er þarna þú veist....?

-nei mamma, ég veit ekki hvar þú veist er...

Þar sem það upplýsist hér með að ég er fædd og uppalinn úr Sandgerði fyrstu æviár mín, þá fyrirgefast mér augljóslega "vont" og gróft orðbragðið sem kemur hér á eftir.... ekki síst þegar litið er til þess að úr Sandgerði koma einfaldir niðursetningar, niðursuðudósir og annað gott fólk.

Tröllslegt millinafnið mitt gefur mér einnig augljóslega heimild til að subbast svolítið með orðin mín...

... var að velta því fyrir mér þetta með samskiptin eina ferðina enn.... þetta með að elskast, ríða, njótast...,

hvað er annars hallærislegra en;

-djö maður, er langt síðan við höfum riðið.....eigum við að ríða?

-ha? já já, núna?  (bara þvílíkt turnoff!)

og svo þegar endirnum er náð áður en upphafið hefst og ég eða einhver annar missti af öllu fjörinu.....

-Andskotinn sjálfur! Ekki nema von maður, veistu hvað er langt síðan ég fékk að ríða síðast! (ásakandi, niðurlútur og skömmustulegur....)

-Svona, svona, þetta er allt í lagi elskan.....

Ég veit ekki hvort þetta hefur nokkuð með neitt annað að gera að suma hluti þarf einfaldlega ekkert að tjá sig um.

Ástúðlegt augnráð í samskiptum tveggja einstaklinga finnast mér eðlilegra upphaf, hvaða tíma dags sem er í ástarleiki, heldur en: jæja, háttatími....klukkan að smella í miðnætti - í sundur með lappirnar kerling... eða karl.

Snúa sér svo á sitthvora hliðina og ef vel lætur kannski pínu prump í hvort annað sem þakklæti fyrir samlífið. Samræðið. Samfarirnar. Eða fyrir ekki neitt.

Heyrði annars um daginn orðtak um þennan annars merkilega atburð. Það er að nudda kynfærunum saman!

Sem þetta er kannski, ef tilfinninar eru neðan við núllið í spilakassanum....Djö..... viðbjóður, toppaði það svo alveg að nudda þvagfærunum saman.... en ég læt staðar numið hér í horbjóðar lýsingum.... ekki vill ég missa Jenfo bloggvinkonu mína sem heldur yfirlit yfir klámyrði mín.

Nei! elskast, takk fyrir mig! Ég er svo mikil vælutítla og oforbetranlegur rómantíker....

...upplýsist samt hér með, samhliða því hvaðan ég er ..... að mér hefur alveg stundum liðið einsog niðursuðudós ... en það var fyrir margt löngu síðan.

Áður en ég loka gjörsamlega fyrir þann möguleika að ganga út.... hefst blogg í framhaldi um þjóðfélagsmál, fréttir og aðrar nytsemdar umræður.


Hard to get fílingur

Samskipti kynjanna eru mér endalaus ráðgáta og mér til mikillar skemmtunar oft .... og krydd í öllum hinum pælingum mínum um lífið og tilveruna.

Svona um það bil fjörutíu sinnum dagsdaglega.

Leikir ýmisskonar í samskiptum.... svona hard to get fílingur,  náði hámarki hjá einni sem ég þekki þegar gaurinn bauð henni í mat, sagðist hringja eftir 10 mín... og hringdi ekki. Hringdi daginn eftir, ofureðlilegur bauð henni í bíó... sagðist myndi sækja hana eftir 12 mín og kom ekki!

Og stelpu-druslan (sem er ekki tuska) er enn að spá í honum!

Svona kvenfólk á að taka og rasskella hressilega á báðar! Og svona jólasveinar.... fá auðvitað stóran jólapakka.

En þessi gaukur er bara snillingur miðað við annan gæja.

Annarri dömu mætti ég í morgun og hún leit út einsog þjórsárdalur á þriðja degi.... með bjánaglottið á andlitinu og rauðglansandi augun tók hún auðvitað ekkert eftir svefnskallanum á hnakkanum...

Mér datt einna helst í hug að afmælisnóttinni hennar hefði verið eytt í feitt djamm miðað við útlitið á konunni.. en nei... gaurinn hafði heiðrað hana með návist sinni, þar sem það var hvorki mánudagur, þriðjudagur eða föstudagur.

Þau eru búin að vera að hittast í rúm tvö ár... og hann vissi ekkert um afmælið hennar. Auðvitað algjört aukaatriði að pían eldist um ár hvert.... hann hefur sjálfsagt ekki einu sinni hugmynd um að hún er með aflitað hár og rakar á sér lappirnar. Notar brúnkukrem og hefur fengið sveppasýkingu og klementínur.... og mandarínur... en

....þar sem hún var svo óheppinn eða heppinn að eiga afmæli á þriðjudegi.... kom hann.

Mér til meiri skelfingar en henni .... aðeins rúmlega til að komst að því ....að kvöldin þrjú  heilögu þarna,  sem hann hefur ekki getað hitt hana sl. ár eru fucking tölvuleikjakvöld! Svei mér þá ef það er ekki meira fyrirgefanlegt að eiga konu heima, sem þarf að sinna.

OG ÉG ER EKKI AÐ KIDDA Í YKKUR......

Mér svona prívat og pers... finnst þessir snillingar eiga heiður skilið fyrir því að laða að sér nokkurn einasta kvennmann ... feitur mínus á kladdann á kvenþjóðina, fyrir að láta gjörsamlega tríta sig einsog skít!

Þetta er auðvitað bara spurning um aðsókn og eftirspurn... 

... afmælisdaman var sæl á svip eftir atburði næturinnar  og hin súr og þolinmóð  beið eftir að vera sótt...

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband