Klukk hvað?

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þína og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn

 

Ester Júlía, 11.7.2007 kl. 22:55

Hvað er málið með þetta KLUKK? Ég fæ svona keðjubréfafílinginn beint niður í rassgat!

1. Deginum ljósara að ég fæddist í Sandgerði, mér til þónokkurs hryllings,  tímasetning óskilgreind þar sem mamma var sofandi og pabbi líka á meðan ég lallaði útúr pjöllu-ling. Þannig að nákvæmara en dagsetingu er ekki í boði; 15.02.1969...

2. Greindarvísitala hefur greinst mest hjá elstu syblingunum.... og tek ég því það fram hér, að ég er elst eða næstelst nokkurra... hálf- og heilsystkina. Hef fyrir löngu glatað tölunni á mínum annars ágætu systkinum...eitthvað í kringum einn albróður og átta hálf....en samt alheil.

3. Tvær barneignir að baki mér til mikillar gleði og yndisauka 3 ára og 18 ára... eitt hjónaband að baki, rifumst alla leiðina í minningunni upp að altarinu sem var ekki altari...okkur til blessunar skildu leiðir,  því umræddur, tel ég til minna bestu og vina í dag. 

4. Missti meydóminn 14 ára.....OG ÞAÐ VAR ÓGEÐSLEGA VONT! Gaurinn fékk ekki dóm þrátt fyrir að umhverfið nærliggjandi hafi einna helst minnt á sláturhús dauðans!

5. Í mestu uppáhaldi er gamalt fólk og börn. Eldra fólk fyrir viskuna sem það býr yfir. Börnin fyrir sakleysið, forvitnina og einlægnina. Svo læðist alveg einn og einn inn þar á milli.

6. .... púff nenni ekki meira.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef svosem ekkert að segja en ég sá að það var ENGINN búin að kommenta hjá þér svo ég ákvað að bulla eitthvað til að geta verið fyrst... þetta eru nú ekki alltaf merkileg komment sem eru hér á síðunni svo þetta er varla neitt verra!

En hvað um það. Takk fyrir síðast, hitting og símtal. Gaman og gott að heyra þig og sjá.

Og það besta er að ég er brúnni en þú...

Luv... Kolls

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Montrassgatið þitt! Dobla þetta í ljósabekkjunum næstu daga.... alveg þar til við hittumst næst.

Heiða Þórðar, 13.7.2007 kl. 00:04

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss hafðir bara úthald í fimm, munur en ég og ég hata svona klukkfjanda og keðjubréf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Ester Júlía

*roðn* Ég líka ....en hvað gerir maður ekki fyrir bloggvini sína

Ester Júlía, 13.7.2007 kl. 01:11

5 Smámynd: Edda Jóhannsdóttir

1. Er alveg mát í þessum klukkleik. 2. Tvö hjónabönd og ein sambúð - allt frekar mislukkað. 3. Fjögur æðisleg börn og sex ólýsanlega falleg og vel gefin barnabörn. 4. Hata búðaráp. 5. Elska súkkulaði og reyfara. 7. Þoli ekki að bíða. 8. Klukk.

PS. 9. Er örugglega brúnni en þið báðar

Edda Jóhannsdóttir, 13.7.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þú gleymdir uppáhalds matur :Harðfiskur og vel miginn Tindabikkja

Georg Eiður Arnarson, 13.7.2007 kl. 11:01

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigum við ekki bara að hætta þessu klukki, við höfum nóg skemmtilegt að skrifa um. Góða helgi og farðu varlega í dag

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 11:05

8 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Góða helgi

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2007 kl. 17:27

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 14.7.2007 kl. 14:12

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gott klukk hjá þér, eins og aðrar færslur. Alltaf gaman að lesa blogið þitt.

Marta B Helgadóttir, 14.7.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband