Elska meira...

Hvað hef ég með þá vitneskju að gera að sólin er gul? Að Birgitta Haukdal notar skó númer 36 eða Bára mín ex-girlfriend er með samvaxnar tær?

Akkúrat ekki neitt.

Suma hluti veit maður og so fucking what?

Hver segir að ég megi ekki dansa í sólinni í lopasokkum og kyssa flugu á kinnina ef svo ber undir? Afhverju má ég ekki fá mér harðfisk ofan á ristað brauð og sjóða mér kotasælu á þorláksmessu? Ég veit ég má þetta.... en hver býr til allar þessar óskráðu reglur? Hver ákveður normið í nútímasamfélagið. Hver er normal og hver ekki?

Vissulega þarf einhvern samfélagslegan ramma til að lifa eftir.... en í guðana bænum, hvernig væri að róa sig á tauginni aðeins?

Ég er ekki að tala um að keyra upp og niður Laugarveginn, nakinn á bleikum haldara hérna, með fíl í framsætinu! Ég er ekki að tala um lögbrjóta og hvaða vitleysingi datt í hug að banna skötusoðning á þorláksmessu í stigagöngum fjölbýlishúsa? Var það sá sem pissaði á tindarbykkuna?

Ég held að það sé slétt dásamlegt að dingla aðeins á þessar ósýnilegu línu sem fáir dirfast að dansa yfir/undir. Vera svolítið spontant og lifa þessu lífi ekki aðeins bara skipulega, heldur þora að taka áhættu, án þess að hræðast að vera litinn hornauga af gestum samferðarmanna okkar. Enda hef ég aldrei hornauga séð.....

Svona svipað og; detta mér allar dauðar lýs úr höfði! (vona það svo sannarlega....ekki nokkurn áhuga á að hafa dauðar lýs á höfði mér...)

Ég vildi að við værum aðeins umburðalyndari við hvort annað, betri við hvort annað og þætti vænna um hvort annað. Ég vildi að við værum minna gráðug, meira gefandi. Öfunduðumst minna og elskuðum meira. Dæmdum ennþá minna og elskuðum ennþá meira.

Ég vildi, ég vildi, ég vildi....

Ég vildi að við hefðum færri lög og reglur, færri lög og hertari viðurlög þegar kemur að barnaníðingum, nauðgurum og öðrum ódæðis-verkamönnum.

Góða nótt elskurnar.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mér finnst reyndar að soðin kotasæla eigi að vera bönnuð með lögum. að öðru leyti er ég sammála þér. Mjög sammála þér reyndar.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Ég skal borða með þér ristað brauð með harðfisk anytime ...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 11.7.2007 kl. 00:51

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alveg einstaklega sammála þér og færslan þín flottust.  0 þúveistorð mín alltaf að læra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2007 kl. 01:19

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ljós til þín

steina

HEIT KOTASÆLA ??? 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 07:33

5 identicon

Innilega sammála þér Heiða mín.  Hatast öfundast minna og sýnum skilning og umburðarlyndi í meira mæli. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 10:52

6 Smámynd: Kristófer Jónsson

Nákvæmlega hvað er normið? og hver ákveður hvað er normal? þú er snillingur Heiða B ps.mættu samt vera einhver  R eða F orð

ÁSTS OG KÆRLEIKUR ANNARS FER ALLT Í STEIK

Kristófer Jónsson, 11.7.2007 kl. 11:29

7 Smámynd: Brattur

... ekki þykjast vera annað en við erum... ég geng í hvítum sokkum og borða mjólkurkex og finnst það gott... en asskoti er það nú samt hallærislegt, er það ekki?

Brattur, 11.7.2007 kl. 19:50

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð færsla. Gott að vita að það eru fleiri en ég sem uppfilla ekki normið. Ófullkomleiki er bestur. Rock on girl. Knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 19:53

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf góð færsla þín Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 20:14

10 Smámynd: Ester Júlía

Æðisleg færsla Heiða!  Svo sammála hverju orði

Ester Júlía, 11.7.2007 kl. 21:24

11 Smámynd: Ester Júlía

KLUKK!!!!!!

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þína og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn

Ester Júlía, 11.7.2007 kl. 22:55

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ríða meira, elska meira= Heiða meira nakin í bleikum brjósthaldara með Tindabikkju í framsætinu.

Georg Eiður Arnarson, 11.7.2007 kl. 23:07

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það eru einmitt "öðruvísi" persónur sem gefa lífinu lit.  Hinir falla í fjöldann.

Þig skortir ekki hugmyndaflugið !   Fullt hús stiga frá mér, fyrir þessa færslu.

Anna Einarsdóttir, 11.7.2007 kl. 23:51

14 identicon

Amen!

Díta (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 00:39

15 identicon

Oft er karlmannshugur í konu brjósti. Klukk

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 01:08

16 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Góður pistill... Orginalarnir gefa lífinu lit. Það er víst kappnóg af þessu "eðlilega" liði sem engan gleður.

Þorsteinn Gunnarsson, 12.7.2007 kl. 14:36

17 Smámynd: Ásgerður

Er ekki bara málið að við erum alltaf hrædd við það sem náunginn heldur um okkur?? Þess vegna reynum við eins og rjúpan við staurinn að vera í þessu blessaða "normi".

Ég held að það sé bara þroskamerki, þegar við erum ekki lengur að spá í hvað öðrum finnst um okkur,,,leyfum okkur bara að gera og vera það sem okkur líður vel með (svo framarlega sem við særum engan),,,ekki satt???

Frábær færsla hjá þér,,eins og alltaf

Knús úr Kef

Ásgerður , 12.7.2007 kl. 16:39

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Góð+

Hér sagt svo margt skemmtilegt og hef ég litlu við að bæta nema að ég fór út á stétt á nærjunum í morgun og fékk mér sígó.

Solla Guðjóns, 14.7.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband