Eigum við að ríða?

Mér finnast samskipti án orða alveg stórmerkilegt fyrirbæri. Stundum eiga orð engan vegin við einhvernvegin....fólk á einfaldlega að vita.

Ég er ekki að tala um;

-Ari, hvar er þarna þú veist....?

-nei mamma, ég veit ekki hvar þú veist er...

Þar sem það upplýsist hér með að ég er fædd og uppalinn úr Sandgerði fyrstu æviár mín, þá fyrirgefast mér augljóslega "vont" og gróft orðbragðið sem kemur hér á eftir.... ekki síst þegar litið er til þess að úr Sandgerði koma einfaldir niðursetningar, niðursuðudósir og annað gott fólk.

Tröllslegt millinafnið mitt gefur mér einnig augljóslega heimild til að subbast svolítið með orðin mín...

... var að velta því fyrir mér þetta með samskiptin eina ferðina enn.... þetta með að elskast, ríða, njótast...,

hvað er annars hallærislegra en;

-djö maður, er langt síðan við höfum riðið.....eigum við að ríða?

-ha? já já, núna?  (bara þvílíkt turnoff!)

og svo þegar endirnum er náð áður en upphafið hefst og ég eða einhver annar missti af öllu fjörinu.....

-Andskotinn sjálfur! Ekki nema von maður, veistu hvað er langt síðan ég fékk að ríða síðast! (ásakandi, niðurlútur og skömmustulegur....)

-Svona, svona, þetta er allt í lagi elskan.....

Ég veit ekki hvort þetta hefur nokkuð með neitt annað að gera að suma hluti þarf einfaldlega ekkert að tjá sig um.

Ástúðlegt augnráð í samskiptum tveggja einstaklinga finnast mér eðlilegra upphaf, hvaða tíma dags sem er í ástarleiki, heldur en: jæja, háttatími....klukkan að smella í miðnætti - í sundur með lappirnar kerling... eða karl.

Snúa sér svo á sitthvora hliðina og ef vel lætur kannski pínu prump í hvort annað sem þakklæti fyrir samlífið. Samræðið. Samfarirnar. Eða fyrir ekki neitt.

Heyrði annars um daginn orðtak um þennan annars merkilega atburð. Það er að nudda kynfærunum saman!

Sem þetta er kannski, ef tilfinninar eru neðan við núllið í spilakassanum....Djö..... viðbjóður, toppaði það svo alveg að nudda þvagfærunum saman.... en ég læt staðar numið hér í horbjóðar lýsingum.... ekki vill ég missa Jenfo bloggvinkonu mína sem heldur yfirlit yfir klámyrði mín.

Nei! elskast, takk fyrir mig! Ég er svo mikil vælutítla og oforbetranlegur rómantíker....

...upplýsist samt hér með, samhliða því hvaðan ég er ..... að mér hefur alveg stundum liðið einsog niðursuðudós ... en það var fyrir margt löngu síðan.

Áður en ég loka gjörsamlega fyrir þann möguleika að ganga út.... hefst blogg í framhaldi um þjóðfélagsmál, fréttir og aðrar nytsemdar umræður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það munaði litlu núna telpa mín (slefandireiðikarl og hneykslunarkarl).  Það vor 16 klámo... segi svona.  Love u.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Brattur

... að hvísla ljóði á frönsku í eyru elskunnar sinnar er mjög góð byrjun... það klikkar ekki, jafnvel þó maður kunni ekki frönsku

Brattur, 9.7.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín, þú mátt ekki hugsa svona ljót orð. Þá líður þér bara illa. Sameiginlegir ástarleikir eru svo bjútífúl. 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 23:16

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

HAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAAHA.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.7.2007 kl. 01:08

5 identicon

hehe...uhhhheheheeh

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 01:28

6 identicon

Ma Ma Ma Ma Maður veit varla hvað skal segja.  En þetta er hún Heiða okkar og hún lætur bara flakka. 

Góðir punktar samt. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 09:24

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ha hehe he.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2007 kl. 10:05

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Haha flott

Solla Guðjóns, 10.7.2007 kl. 11:14

9 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Alltaf gott að læra eitthvað nýtt.... kann sennilega alltof mikið af turn off leiðum. En maður lærir svo lengi sem maður lifir... þannig að kannski á ég ennþá séns

Arnfinnur Bragason, 10.7.2007 kl. 15:54

10 identicon

Eigum við að eðla okkur þykir mér alltaf vera gríðarlega uppörvandi og æsir mann allan upp...

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 16:19

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Lenti einu sinni upp í verbúðarkoju hjá Sandgerðisrós, en spýttist út úr kojunni eftir smá stund. Samt voru engin orð notuð. Notum bara "að elskast" Heiða, gamlt gott og rómó. Hvar er Sandgerðið aftur?

Þröstur Unnar, 10.7.2007 kl. 19:31

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !

Solla Guðjóns, 11.7.2007 kl. 00:12

13 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Life can be hard

Halldór Sigurðsson, 15.7.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband