Færsluflokkur: Bloggar

Ör sem aldrei gróa

"Það er ekki hægt að fyrirgefa allt en það er hægt að lifa með því Heiða, það verða alltaf sár sem aldrei gróa." sagði vinur minn ábúðarfullur og sannfærandi. Hann er svo mikill snillingur þessi. Fátt pissar mig meira off en þegar fólk reynir að telja mér trú um ég sé einhvernvegin allt öðruvísi en ég er.  Þekkir mig betur en ég sjálf. Veit hvað ég hugsa.

Vill og heimtar með gargandi frekju að afstaða mín til ákveðinna hluta sé einsog þeirra.  Hef aldrei séð  hjartað mitt, en veit með fullvissu að það er hreint ekki einsog gatasigti. Ég hef þessa stöðluðu ýmind af mínu hjarta; Heart(þessa einmitt)...sem er óraunhæf...en ég sé nákvæmlega það sem ég vil sjá. Líffræðilega er hjartað vöðvi...bleikur með æðum, blóði og drullubulli....en ég meina common! Að hjartað mitt sé götótt og blæðandi...með sárum sem aldrei gróa er álíka mikil firra og að ákveða...að fótbrotin mín tvö myndu aldrei aldrei gróa. Mér hlyti að blæða út, það segir sig sjálft! Mitt hjarta er svona einsog ég lýsi og ekki orð um það meir. Ok, kannski nokkur...Wink

Það hefði verið mjög svo auðvelt og auðsótt að fanga orðin hans og annars fólks og tileinkað sér þessa afstöðu. Verið bara; Aumingja Johnssen Þórðardóttir og smellt því nafni á rassgatið á sér. Það sem meira er; flestir hefðu sýnt því fullan skilning. Litið á mig og tekið þátt í vælinu, skriðið undir sjálfsvorkunnarteppið mitt og hjúfrað sig upp við mig, döpur/dapur. Skilið mig svo vel,  út af því ég ég er svo mikið -aumingja ég. Svo hefði ég getað sankað að mér svo mörgum aumingjum að úr því yrðu heilu fótboltaherfylkingarnar og það margar, margar og rúmlega það.  Á endanum ef ég leyfi mér að fara á flug hefðum við stokkið okkur til sunds í táradalnum...og sokkið og drukknað. Var ég annars búin að segja ykkur að ég lít út einsog þreyttur fiskur í framan ef ég grenja? Ekki alveg að gera sig sko....

Vei, vei...koma svo allir; vonaríka framtíðin mín! Vííí Lets go; grenjum saman!!!Wizard

Ég er með sýnileg ör á andlitinu. Eitt fékk ég þegar ég var í leikskóla. Ég settist ofan á bitaboxið hennar Boggu og hún klóraði mig í andlitið...örið er sýnilegt... á kinninni. Bogga ef Guð lofar fitnaði um lendarnar fyrir misþyrmingarnar....eftir að hún varð fullvaxta kona...kannski klippti hún á sér neglurnar og lakkaði táneglurnarSmile...gildir einu hvað Bogga er að gera. Í sannleika sagt; vona ég að Bogga sé eins hamingjusöm og ég. Sama á við um alla (og þá meina ég ALLA aðra) Ör önnur hef ég á andliti...en sögurnar á bakvið þau eru svo skemmtilegar og smellnar...að ég tími ekki að deila þeim með ykkurWink...þetta eru svona brot úr fortíðinni sem ég ilja mér á þegar ég sit ein í botnlausri sælu...og hlusta á Bjögga Halldórs á haustkvöldum Coolnot! Ok...eina í tilefni kvöldsins; Sá sem elskaði mig hvað heitast (að eigin sögn) og gaf mér á kjaftinn þannig að vörin fór í tvennt; var fyrir mér á enganhátt guðleg ábending til mín um það að ég væri með einn munn og tvö eyru af ástæðu. Ég átti einfaldlega að hlusta á kvikindið og halda kjafti.... svona var þetta; Heiða Þórðar fékk á kjaftinn. Punktur!

Vinsamleg ábending í framhaldi; stundum er betra að halda bara plain kjafti. Hlusta; því að jú ... Guð gaf okkur vissulega tvö eyru og einn munn.  En for crying out loud; ekki hlusta á allt krappið og tileinka ykkur það sem hjartað móttekur ekki með fullkomnum friði. Hjarta sem er eins heilt og hver og einn ákeður sjálfur.

Örin í andlitinu mínu er tákn og merki um hvað ég ætla aldrei að láta bjóða mér aftur í lífinu; þau eru hreint ekkert svo ljót og þykir mér í raun ogguponsu vænt um þau...þegar ég tek eftir þeim þ.e.a.s. Eins þykir mér vænt um þau óþreifanlegu í hjartanu...þ.e. þeim sem eru ekki einu sinni til. En búa samt í huga sumra. Þá á ég við reynslu mína. Sem er bæðevei; dýrleg Smile

Eigum við að tala um hrukkur...?

Ég er með broshrukkur...væri alveg til í að vera sú sem tekur á móti þeim meira fagnandi en raun er. Vildi að ég gæti tileinkað mér þessa hugsun; Ég er þakklát fyrir hversu líf mitt er búið að vera gleðiríkt! Og dúndrað svo fleirum í andlitið af eljusemi afþví ég brosi svo mikið...

...en það er umþb. ekki að skila sér Woundering

Mig langaði bara rétt að kasta á "liðið" mitt kveðju...afþví mér þykir undurvænt um ykkur BlushHeartskilið kveðjur og kærleika til hinna. 

Eigið æðislega falleg og gleðirík moment á þessari helgi sem er að hefjast, með þeim sem ykkur þykir vænst um!

Og því ber að fagna SmileInLove ást, knús og kærleikur til ykkar frá mérHeart

Alltaf velkomin í kaffi - but pls. bring your own Cool


Ég á kærleiksstein...

Heiða ég hef ekki getað látið vondu orðin sem mín segir við fara útum hitt eyrað stundum er hún ósköp góð en svo veit maður aldrei hvenær maður "lendir í henni" og þá tek ég hana svo nærri mér að ég  leggjast i veikindi og breyði yfir haus, og vil bara vera þar. enda fátt viðbjoðslegra en ég í hennar augum. Samt er þetta manneskja sem mætir á allarvakningarsamkomur og er þá með spariframkomuna, voðalega almennileg og sæt, hún er ein af þeim sem lemur fólk með Biblíuversum. já þetta er skrýtið ég var farin að hata Biblíuna þangað til ég fór að lesa hana alla og komst að því að móðir mín hvaði eftir hentisemi slitið texta úr samhengi til að nota þá í sína þágu til að "ná stjórn"

Ég fékk þessa athugasemd í gær. Mér hefur verið svo mikið hugsað til þessarar dömu. Mig langar að knúsa hana og kreista í klessu. Ég finn samhljóm í orðunum hennar. Ég finn til í hjartanu, hennar vegna. Ég hef verið nákvæmlega á þessum stað. Þessi staður er vondur. Ég vildi að ég gæti farið í hennar spor ...einfaldlega afþví að ég þekki leiðina út. 

Ég hef einmitt verið lamin svo að á mér nánast sá með Biblíunni. Ég hef alltaf trúað á minn persónulega Guð. Flottasta gæjann í bænum. Einhvern mátt mér æðri. Ekki er ég svo vitlaus að áætla að ég hafi eitthvað með það að gera hversu yndisleg börn ég á tildæmis. WinkÞau eru miklu meiri manneskjur en foreldrarnir. Ég tók að vísu þátt í athöfninni...það var 8,5...takk fyrir að spyrja. LoL En að ég eigni mér hversu Súperdúper Ari minn og Sóldís eru, væri hámark hrokans.  Mér hefur oft fundist ég vera að eintali við Guð. Mikið suðað í honum einsog nöldrandi krakki. Ég hef aldrei álitið Guð hefnigjarnan og aldrei hatað hann. Ég hef aldrei álitið hann hafa sent eina einustu karlmannskrumlu á minn barnskropp. Eða kennt honum um ófarir mínar. Ég vissi sem ég hef síðar komist að er; Guð er kærleikur.

Svo upptvötaði ég þetta með að; biðja, treysta, trúa og sleppa. Þá hætti ég að suða Wink. Verði þinn vilji ekki minn.

Mér fannst gott þegar engill einn datt af himnum ofan beint í fangið mitt og ég greip hann. Engillinn kom inn á þetta varðandi "skírnina". Ég hef verið alveg ófanlegt til að taka svokallaða skírn einfaldlega afþví ég hef ekki fundið það í hjartanu. Kannski finn ég það aldrei. Kannski geri ég það. Viðkomandi benti mér á og staðfesti um leið að þetta snýst ekki um athöfnina sjálfa. Samanber að vera giftur með fallega gullhring á baugfingri, fægja hringinn reglulega fyrir umheiminn til að sjá og dást að... vera samt útúróhell varðandi hjónabandið. sbr. framhjáhald og fleira.

Fyrir mér er það; það sem ég geri...hvað ég tileinka mér dagsdaglega gagnvart öðrum. Ekki hvernig hringurinn minn lítur út á puttanum.  Biblíuna að mínu viti og trú; ætti aldri að nota sem stjórntæki.

Einsog fram kom hjá dömunni eigum við annað sameiginlegt með sögum okkar. Ég er einmitt "eitt það viðbjóðslegasta", þegar sá gállinn er á henni mömmu minni. Ég veit aldrei hvenær ég fæ athugasemd. Mér finnst það í raun complement. Að vera sú viðbjóðslegasta af okkur sex. Ég lít þannig á  að  mér hafi verið ætlað það hlutverk einfaldlega afþví ég er megnug að bera það. Þetta er alveg fínt, þannig séð. EF maður getur tileinkað sér þá hugsun að taka ekki viðbjóðinn persónulega. Þetta snýst fyrir mér ekkert endilega að láta orðin fara út um annað og hitt,  miklu heldur að láta það ekki sitja eftir í hjartanu. Trúa því ekki. Viðkomandi er að lýsa eigin vanlíðan.

Það er ekkert alslæmt að vera mesti vibbinn....Wink....en það er vont að taka það nærri sér og trúa því.

Á aðfangadag síðasta komu tveir yndislegir "jólasveinar" til okkar Sóldísar færandi hendi. Sóldís mín fékk bangsa og bangsinn var það einasta leikfang sem hún bað mig um að koma með þegar hún lenti á gjörgæslu eftir jólin. 

Ég fékk "Kærleiksstein".

Á kassanum utan um steininn sjálfan stendur; Með kærleika í hjarta eru allir vegir færir. Á miða inn í kassanum stendur; Kærleikur, er ljósið sem býr í hjarta þínu. Berðu steininn og trúðu á kærleikann.

Ég trúi á kærleikann. Smile Mér þótti vænst um þessa jólagjöf Heart

 

 


Hefurðu heyrt í tussunni?

Mamma gaf mér Biblíuna sína fyrir um fjórum mánuðum síðan. Bíblíu sem hún hafði fengið í fermingargjöf árið 1963.

Ég hef ekki lesið hana eða þá sem ég fékk í fermingargjöf frá Imbu ömmu. Í nótt þegar ég skreið upp í rúm tók ég Biblíuna með mér. Ég opnaði bókina og innihaldið þ.e. Orðið sjálft datt úr kápunni í fangið mér.  Ég hugsaði;

-uss..þokkalega slitinn þessi...ætli hún hafi lesið hana? Og svona rosalega mikið?

Á annari blaðsíðu hafði hún skrifað til mín orðsendingu sem ég hafði aldrei tekið eftir, svohljóðandi og orðrétt með skjálfandi rithönd;

Heiða Fallega og góða dótir ég Elska þig ástin mín og Sóldísar. Elsku dótir mín það er svo gott að gefa þér bók. Ég elska þig þú ert ég þakka elska þig þú. Jesús Elskar Fallegu dótir mína. Guð blessi þig.

Allar mínar bleikustu og mýkstu tilfinningar liðuðust um kroppinn þegar ég hugsaði til hennar í algjörum vanmætti þó. Þar sem ég veit að eitt það dýrmætasta sem við eigum er tíminn,  ákvað ég að gefa mömmu smá tíma. 

Ég trúi á Guð og alla hans gæja. Ég trúi líka og veit að þó ekki sé allt gagnlegt sem ég geri...er mér allt leyfilegt. Allt. Ég blóta ekki ( ok ok...reyni) ...lýg ekki, stel ekki...en þetta allt hef ég gert af þvílíkum eldi að skrattinn missti mikið þegar hann missti mig! Nei nei, segi svona....

...mamma blótar. Í dag var hún næstum búin að drekkja mér í blótsyrðum og neikvæðni. 

-hefurðu heyrt í helvítis tussunni?

-nei mamma, hef ekkert heyrt í henni...(veit ekkert um hvaða tussu ræðir...-langar eiginlega ekkert að vita það...)

-djöfull er hún ógeðslega ljót og feit þessi. Sérðu hökuna á henni? Algjör viðbjóður! ojbarasta...(dama í sjónvarpinu)

-hættu að blóta...í öllum bænum....hættu að blóta!

Vitiði ...fyrir mér lítur þetta svona út;

Sá sem talar svona um niðrandi um aðra...er að tala í spegil um sjálfan sig. Líðan viðkomandi er hörmuleg og lítt eftirsóknarverð. Hvort sem hann er veikur á geði eða ekki. Og áfram elska ég hana mömmu mína...þó ég viðurkenni að ég gleðst yfir þeim rétti mínum að mega skella "kvóta" á þessa elsku...því undir venjulegum kringumstæðum  forðast ég einsog logandi helvíti; kjaftablaður, baktal og neikvæðni...

Góða nótt og takk enn og aftur öll...Heart hef nú þegar skilað kveðju til Gilla Smile


Svo mörg voru þau orð...

Undarlegur dagur, fimmtudagurinn. Sumir myndu eflaust segja mig þokkalega velfulla af meðvirkni -ég segi að ég hafi samvisku og sýni samkennd. Nema þessar tilfinningar séu allar samblandaðar, sittlítið af hvoru og hnoðaðar saman í bolta sem hefur tekið sér búsetu í hjartanu mínu. Ég allavega beið og beið...

...tók mér stöðu við blaðastand í Kringlunni uppúr hádeginu. Horfði á fólkið úr leyni (konur - dömur - stelpur) fletta Vikunni. Fékk mér pylsu með öllu og litla kók í gleri og horfði og hugsaði. Hugsaði til mömmu. Vissi sem var að hún svæfi á sínu grænasta korti, enda farið á kaffihúsið sitt kvöldið áður. Ég þekki "systemið". Ég kannaði viðbrögðin gaumgæfulega á andlitum þeirra er fléttu blaðinu. Taldi hversu margar keyptu. Ég "afturkallaði" kaffihúsferð með vinkonum og beið og beið ...seinna um kvöldið; bíóferð með Lindunni minni. Stóð vaktina...

...svo beið ég. Og ég beið aðeins meira.... 

...reif ísskápinn fram á gólf og tók hann úr sambandi. Á meðan hann afþýddi sig alveg sjálfur verður mér litið niður á tærnar á mér þar sem ég stóð við vaskinn. Hörmung var að sjá þetta. Lakkaði á mér táneglurnar.  Áður en ég vissi af var ég farin að þrífa klósettið. Óð úr einu í annað. Kom helling í verk...síminn hringdi án afláts en ...

...aldrei kom símtalið. 

Ég var og er búin að hugsa þetta allt um kring. Frekjulegar fyrirsagnirnar hringsnúast í höfðinu á mér...vona að hún sjái þær aldrei! Veit ekkert hvað ég ætla að segja, hvað ég á að gera; veit þó að ég hleyp til. Annað veit ég; hún hefur reynt að taka sitt eigið líf af minna tilefni en þessu.

Kannski skálda ég eitt stykki nýtt viðtal í gegnum símann... kannski lýg ég mér þvert um geð. Réttlæti lygina fyrir sjálfri mér það með því að segja að víst ljúgi ég að barninu mínu að jólasveinninn sé raunverulegur.  Kannski reyni ég að sannfæra hana um að hann sé ekki hann....kannski kannski kannski....kannski segi ég að blaðamaðurinn sé vanviti.  Kannski að þetta sé allt saman draumur. Vondur draumur...

Svo kom símtalið.

Ég horfði á símann...svaraði hikandi og lágt; hlustaði eftir tóninum hennar í röddinni; Skildi hún vita af þessu?

-hæ ástin mín...varstu að koma heim úr vinnunni...ætlaðir þú ekki að koma? (glaðleg)

-hæ... já...og já ....ég veit.... ég ætlaði að koma en....sko....ég hérna...

-ohh...ég var að vonast til þess! Ég er búin að vera að bíða eftir þér...(ásakandi)

-fyrirgefðu...

....hún veit ekki neitt....ennþá. Ég vona að hún komist ekki að neinu, aldrei.

Ég talaði við flottasta gæjann í bænum í kvöld. Gæjann á efri hæðinni. Hann Guð. 

....ég bað hann um að passa upp á hana og vernda, ...svo sleppti ég beiðninni út í loftið...nú er ég að rembast við að treysta og trúa því að ég verði bænheyrð og hafi hitt beint í mark. Smile Sé á topptíu vinsældarlistanum. Kraftaverkin eru jú alltaf að gerast...

Hún fór að spyrja mig hvað við systkynin vildum borða á sextugsafmælinu hennar í maí...þ.e. þrjú af sex.

-leyfðu febrúarmánuði að koma ...og mér að eiga afmæli áður en þú ferð að hafa áhyggur af því elsku mamma mín... 

-já auðvitað.... þú verður víst fertug í febrúar...

Svo mörg voru þau orð.

Hjartansþakklæti til ykkar allra fyrir kærleiksríkar kveðjur til okkar Gísla. Sendi ykkur öllum knús í krús og kossa í kassa... HeartSmile Takk - takk - takk InLove


Áður en þið dæmið geðsjúka móðir...lesið;

Mig langar í raun að skríða ofan í skúffu og vera bara þar. Hluti uppvaxtar okkar systkina liggur nú fyrir sjónum almennings í dag vegna forsíðuviðtals Vikunnar við minn ástkæra bróður, Gísla Þór. Blaðið liggur sjálfsagt næstu árin á biðsölum læknastofa og síst mun ég vera í felum þar til ég verð elliær og meira gaga en ég er nú þegar....  W00t Mér finnst þessi staða vond og óþægileg, þó ég dáist að honum bróður mínum. Með viðtalinu opinberar hann líf mitt og æsku í leiðinni (hann fékk samþykki af hálfu okkar systkinanna allra) sem ég hef þagað yfir og er aldrei til umræðu.

Mér finnst betra að koma fram með mitt sjónarmið með þessum hætti, frekar en að fólk geti í eyðurnar. Þetta reynist mér samt drullutöff. Þetta sem ég er að gera núna.  Eitthvað kom ég inn á ákveðna hluti í viðtali við Sölva Tryggvason á Íslandi í dag fyrir ekki alls löngu...hélt að þar með væri "opinberuninni" á lífi mínum eða uppvexti lokið. Það átti að vera endapunkturinn á fljótfærnisbloggfærslu sem sett hafði verið fram í smásögustíl. 

Svo er ekki. 

Mér persónulega finnst saga okkar systkina ekkert merkilegri en hver önnur. Öll, hvert og einasta okkar eigum við sögu. Það er svo spurning hvernig við vinnum úr reynslu okkar. Kannski var örlítið grófgerðari vegurinn hjá okkur, en hjá flestum, enda alinn upp í geðveiki; geðklofa, drykkjusýki og geðhvarfasýki.

Hvað mig varðar persónulega er fortíðin ekkert stórt issue, í raun ekkert til að tala um, þannig. Lít alls enganveginn á mig sem fórnarlamb. Því síður hetju.

Ég rita þennan pistil í þeim tilgangi einum að biðja fólk að sýna móður okkar umburðalyndi og vægð. Sýna aðstæðum hennar skilning og ekki síst veikindum hennar.

Eins og mig langar lítið til að tala um atvik og atburði, þá verð ég að segja sitthvað til að gefa ykkur mynd afþví sem ég er að fara. Mig langar lítið til að opinbera hluti um mig nema það eitt að ég sit núna í náttbuxunum mínum.  Næsta víst er að kunningjar og vinir mínir koma til með að standa á öndinni...vona samt að þeir fari frekar og gefi öndunum.Wink

Ég var níu ára þegar Gísli fæddist. Ég man fyrstu jólin okkar vel. Ég er glöð að hann man þau ekki.  Ég man hvað hann var fallegur. Hefur alltaf verið. Að innan og utan. Hann var aðeins tveggja og hálfs mánaða gamall okkar fyrstu jól. Ég spilaði á munnhörpu inn í litlu læstu herbergi. Gísli grét. Ég grét afþví að hann grét. Systir okkar sat á gólfinu. Hvað átti sér stað fyrir utan herbergisdyrnar, læt ég ósagt hafa.

Einsog fram kemur í viðtalinu var gert upp á milli okkar barnanna. Ég er kannski ekki sú sem alla jafna ætti að standa upp fyrir henni mömmu, en ég geri það samt. Ég er næstelst,  sú elsta af okkur þremur sem bjuggum í því umhverfi sem lýsir. Samkv. mömmu  var/er ég skilgreind; ljótust og alveg vita laglaus. Ég var barin með belti og því sem hendi var næst, ég var misnotuð. En ég var ekki alslæm; t.d. var ég góð í að taka til, ég var kattþrifinn (ófáar myndirnar til af mér með svuntu) og svo gekk mér hvað best í skóla af okkur öllum.  Á meðan Gísli bróðir fékk útrás í íþróttum...sótti ég sjálfsvirðingu mína í góðum einkunnabókum. Einsog sumir (bloggvinir) vita; hef ég grínast með að vera með fallegt bak og fallegar tær. Það er sagt í  gríni en er dauðans alvara,  það einasta sem þessi elska (hún mamma) sér við mig er hversu tærnar mínar eru fallegar og bakið mitt flott.

Sem sú elsta í "partýinu"  bar ég eðlilega ábyrgð á þeim tveimur yngri; Gísla og systur okkar þegar hlutirnir voru ekki einsog þeir áttu að vera, sem þeir voru auðvitað sjaldnast eða aldrei. Ég þekki það að vera svöng í ljótum og slitnum fötum. Ég þekki augnaráð skólafélaga. Ég þekki það að langa til að rífa úr auga eða tvö, fyrir bita af snúð. Ég var sú sem fékk gamla, graða karla, vini mömmu og drykkjufélaga inn í herbergi að næturlagi með stórar loðnar krumlur...þar kom krókurinn sem ég setti upp að innanverðu að góðu. Ég þekki það að vera óttaslegin og hrædd. Tíu ára gömul hélt ég upp á barnaafmæli systur minnar sem þá var 4 ára. Gísli því 1 árs. Mamma týnd. Ég man eftir atviki þegar við lágum í rúmi saman; ég (10 ára) systir min (4ra), Gísli (1) og mamma (30). Við vorum nýflutt í hrörlegt tímabundið lítið leiguhúsnæði. Við lágum öll í sama rúmi í þögninni og horfðum upp í loft. Ég veit ekki hvernig hinum leið. Ég man hvernig mér leið. Ég var hrædd og mér var kalt á tánum. Það var mikil rigning þetta kvöld. Ég í minningunni er svo agnarsmá. Ég man þegar ein flísin datt ofan á okkur úr loftinu. Mér fannst himnarnir hrynja...mamma hló.

Ég man. Ég man. Ég man. Ég man ótal söngva (bíbíogblaka) fyrir þau yngri - fyrir svefn undir glasaglaumi og gauragangi en engri gleði. Með krók á innanverðri hurðinni og stundum vorum við læst inni. Gæti sagt ykkur ótalsögur af hörmungarjólum og atburðum. En nei...ég læt það vera.

Einsog fram kemur í opinskáu bloggi Gísla (fowler.bloggar.is) var mér vísað úr "partýinu" 12 ára gamalli, það eitt -hef ég aldrei látið uppi. Hef alla tíð sagst hafa strokið; tekið á mig ábyrgðina. Ég fluttist til föðurömmu minnar. Alla tíð hefur Gísli Þór átt stóran hluta af hjarta mínu. Sem barn og eftir að við urðum fullorðið fólk einnig. Hann er sá sem alltaf hefur staðið þétt með mér í öllu. Tekið þátt í sigrum mínum og ósigrum.  Sá einasti og alltaf. Gísli er einstakur persónuleiki. Gegnumheill og stór og mikil manneskja. Sameiginlegt með okkur Gísla er kaldhæðnislegi húmorinn. Hvert og eitt okkar systkina fengum skilgreiningu og vorum "flokkuð" eða öllu heldur valið hlutverk... af hugsjúkri móður. Öll höfum við systkinin sloppið frá geðveikinni. En geðveiki getur jú verið ættgeng...og eða afleiðing. Öll erum við fínasta fólk og vegnar vel, hver á sínu sviði.

Ég endurtek; Ég segi frá þessum atburðum einungis í því skyni að koma ykkur í skilning um að mér ber engra hagsmuni að gæta varðandi minn þátt í að taka örlítið upp hanskann fyrir mömmu (eða öllu heldur veikindum hennar) og koma með mitt sjónarmið. Minn skilning á hlutunum. Ég var enganveginn uppáhalds og hef aldrei verið. Ekki í dag heldur. Síðast á mánudagsmorgun kíkti ég á hana í heimsókn....  hún segir við mig (af yfirvegun og í mestu rósemd) yfir kaffibolla;

-þú ert alveg einsog hann pabbi þinn Heiða mín...

-takk ... -segi ég vitandi hvað koma skyldi...

-TAKK????!!!!....Ohhh...hann pabbi þinn var svo ógeðslegur alltaf ....og forljótur! Algjör viðbjóður! Ömurlegur!

Pabbi minn lést af slysförum fyrir um tíu árum og ég elskaði/elska hann útaf lífinu, ég missti mikið þegar ég missti hann.

Enn þann dag í dag.... sárnar mér pínu slíkar athugasemdir, eðlilega, en ég reyni að taka ekki slíku persónulega. Mér sárnar aðallega fyrir hönd minningu pabba míns. Þetta dæmi sýnir svo ekki verði um villst hversu lasin hún mamma er í reynd. Þetta dæmi er það nærtækasta á þessari stundu, eitt af mörgum í okkar samskiptum. Ég segi það og meina; ég elska mömmu og mun alltaf gera. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að hún er sjúk. Geðsjúkdómurinn ræður hegðun hennar, gjörðum og tungu og hefur gert í rúm tuttugu ár. Hún kaus ekki þennan sjúkdóm. Hann kaus að festa sér bólsetu í sálu hennar og huga.  Ég tók sögu Gísla meira inn á mig en nokkurn grunar. Ef ég væri þess megnug tæki ég þjáningarnar af honum. Ég eiginlega þarf þess ekki samt, hann er stór og sterkur sjálfur. Smile

Aðstæður okkar systkina voru afleiðing af drykkju og geðveiki fyrst og fremst. Hvort kom á undan eða eftir er algjört aukaatriði. Þetta var ekki yfirvegað plott af ásettu ráði af hálfu illkvittinnar konu um að eyðileggja bernsku saklausra barna sinna. Hún stjórnaði/stjórnar ekki eigin gjörðum. Allt sem hún sagði og gerði, eða gerði ekki, segir og gerir er sökum sjúkdóms hennar.

Fyrir alla muni upprætum fordóma gagnvart geðsjúkum! Dæmum ekki aðra. Sýnum öllum sömu virðingu. Geðsjúkum sem og öðrum.

Tilgangur viðtals Gísla var að vekja athygli á alkóhólisma, geðveiki og afleiðingum og átti það ekki að vera til að tala niður til hennar. Ég vona að það komist til skila til lesandans.  Von Gísla er að viðtalið yrði einhverjum til hjálpar. Ég segi; -ég vona það svo sannarlega líka. Viðtalið er ekki að gera sig fyrir móður okkar sem aldrei kemur tilbaka úr geðveikinni sinni.

Hrund Þórsdóttir blaðamaður Vikunnar var með afbragðsefni undir höndum og flottan og sterkan karakter sem sögumann. Mér finnst hún hafa skilað sínu illa. Ég þekki ekkert til verka hennar umfram þetta, en ég veit hvernig hægt er að koma skilaboðum á framfærði með penna, burséð frá gráðum og diploma-sneplum.  Fyrir mér kemur engan veginn nógu skýrt fram hvaða kraftaverk kom út úr þessum hörmungum. Þ.e. Gísli Þór bróðir minn. Þetta er svona krassandi blaðasnáfakjaftæðisstíll unninn í algjörri fljótfærni að mínu mati!....og eftir situr hvað?....að vekja fólk til umhugsunar...? Á hverju? Alkóhólisma? Að mamma hafi kannski selt líkama sinn? Ég segi enn og aftur og bið ykkur; ekki dæma geðsjúka móður of hart. Ekki neinn ef út í það er farið. Ekki einu sinni Hrund Þórsdóttir. Sjálfsagt prýðisdama. Ég vona svo sannarlega að það verði einhverjum til hjálpar og blessunar þetta viðtal. Ég er auðvitað ekki hlutlaus. Kannski finnst einhverjum þetta hreinasta afbragð; þessi afurð blaðamanns ...og er það vel. Fyrir mér smakkaðist þetta einsog kæst skata. Og mig hlakkar hreint ekki til að finna eftirkeiminn í munninum...sem mun þó koma...

Lausn mín einsog ég sagði á sínum tíma í viðtalinu í Ísland í dag felst í fyrirgefningunni. Rétt einsog Gísli hef ég aldrei leitað aðstoðar fagaðila og eða sálargæsluliða, en ég fann mína leið, rétt einsog hann. Vinur minn sagði að suma hluti gæti maður lært að lifa með, en aldrei fyrirgefið. Ég segi; annaðhvort fyrirgefur þú af öllu hjarta og ert laus eða sleppir því. Það er ekki hægt að fyrirgefa bara að hluta. Burtséð frá því hvort manneskjan sem gerir á hluta þinn biðst fyrirgefningar eða ekki. Að fyrirgefa er ekki það sama og að gefa samþykki fyrir því að brotið hafi verið á þér. Það felst stórkostleg lausn í fyrirgefningunni.

Fyrir mér er kærleikurinn flottasta og sterkasta vopnið sem ég hef eignast. Með hjarta fullt af kærleika eru manni flest allir vegir færir.

Mamma er ekki vond manneskja. Hún er í raun yndisleg á sinn hátt.  Vissulega var og hefur forgangsröðunin hjá henni verið einkennileg, alla tíð. Mér finnst álíka mikil firra að ætlast til að bakbrotinn maður flytji 300 kg. píanó upp á þriðju hæð, sama og að ætlast til að mamma hafi verið fær um að taka nokkra skynsamlegar ákvarðanir er varðaði okkur börnin eða annað sem viðkom hennar lífi. Númer eitt, tvö og þrjú snerist allt hennar líf um veikindi hennar og litaðist af þeim. Við börnin vorum ferðafélagar, að okkur óforspurðum,  á almennu farrými í þessu ferðalagi hennar.

Ég bið ykkur um að sýna henni sömu samhygð og þið mynduð sína þeim bakbrotna. Ég veit fyrir víst að ég myndi aldrei vilja skipta út minni fortíð, mínum foreldrum og öllum mínum stjúpfeðrum, einfaldlega vegna þess hversu sátt ég er við þá manneskju sem ég hef að geyma í dag. Ég meðvitað reyni að vera betri í dag en í gær. Ég tek ábyrgð á mínum gjörðum, burtséð frá allt og öllu.

Ég segi og ítreka; fyrirgefning og kærleikur Wink...

Þeir sem áhuga hafa á að koma í heimsókn til mín, bíð ég velkomna -Ala Cyber-heimsókn þ.e.a.s. Í öllum bænum farið úr skónum, ég var að skúra. Wink Kaffið er því miður búið, bring yours...veskú...læt linkinn fylgja með. Þetta viðtal virðist hvort sem er ætla að loða við mig meir, en mig hefði nokkurntíma grunað! Það er með gleði sem ég játa -það hjálpaði nokkrum þ.e. að ég veit til þess að fólk hefur leitað sér hjálpar fagaðila í kjölfar viðtalsins. Með þessari færslu vonast ég svo sannarlega til að ég geti farið að staðsetja mig aftur í árinu 2022... Dramadrottningarhlutverkið fer mér enganveginn. Passar svo illa við augn- og hárlitinn. Vinsamlegast gangið hljóðlega um, mér er frekar illa við læti. Smile

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=6adfa41b-d092-466b-979b-108169e9b686 

Að endingu segi ég og meina; öllum eru allir vegir færir. Látum okkur dreyma. Einu höftin eru þau sem við setjum okkur sjálf. 

Megi allar góðar vættir vernda ykkur öll...Heart

Ég er farin til Kína...Wink

 

 


Það er mér...

mikið í mun að allir "mínir"  lesi bloggfærsluna mína á morgun Wink Heart

Nú...

...skilur sjálfsagt einhver afhverju ég vil ekki "skuldum-innbundinn" mann með rauðri slaufu...Wink
mbl.is Ríkir menn betri í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er hægt að kenna hvolpi að mjálma ;)

Ég veit ekki hvort ég á að láta það uppi en...ok ok...

...ég er greinilega að vitkast örlitið og þroskast. Ég fjárfesti nefnilega í húfu í vikunni...W00tog það sem meira er; ég er búin að nota hana ....einu sinni. Og; ég var flott með hana...Wink

Í annan stað; hef ég verið sú sem hlæ þegar Linda og fleiri skunda á golfvöllinn í einhverjum óútskýranlegum fíling, mér mjög svo framandi. Ég hef ekki beint hrækt á eftir þeim (sbr. óska velfarnaðar í sjómennsku)en ég hef komið með skot einsog;

-passaðu þig á að fá ekki kúluna í rassgatið elskan... 

Brölt fyrir mér upp á topp Esjunnar eru sóun á waist, ég meina common, gellurnar fara ekki með gloss þarna á toppinn hvað þá meir!...svo ég tali nú ekki um "hælaleysið" ! Ein vinkonan fór að læra eitthvert flugdrekasport sl. sumar, bráðdrepandi andskoti og vildi mig með. Nobb!  Og svo mætti lengi telja. Bjó nú um tíma með maraþonhlaupara og mátt hann sín lítils þegar ég kom með góðlátlegt grín einsog;

-bráðslítandi fyrir liðina, eyðileggur hnén osfrv. auðvitað ertu slæmur í baki, búin að hlaupa einsog motherfucker!

Sem sé ég er gangandi grind á móti hollusu og sprikli af öllu tagi. Mín líkamsrækt hefur alltaf falist í gönguferðum. Helst ein eða með dóttur minni. Úti í náttúrunni. 

Mín útskýring á þvi að mig væri aldrei að finna í líkamsræktarstöðvum bæjarins var að  mig langaði lítið að deila sturtuklefum með berum kvenmannsbossum...

...og er það satt.

Samt sem áður hef ég nú ákveðið að halda upp á næsta stórafmæli og lífið sjálft með prompt!

Jesörí...mín er á leið í ræktina... og trúið mér; þetta er stórt skref og mikil opinberun!

...skjótið mig í hausinn!


Up og personal á sunnudegi :)

Og aftur vitna ég í orðbók Andskotans...

Karldýrið kunn vera  til í tveimur afbrigðum; lélegar fyrirvinnur og góðar fyrirvinnur. Kvikindin finnast víða í námunda við konur...og er almennt þekkt meðal kvendýra sem "bara maður"...

...hinsvegar er kaupmaður sá sem rekur verslun yfirleitt í gróðgerðarfíkn!

Maður hlýtur að velta fyrir sér í framhaldi; Eru til konur í dag sem dreymir um mann -sem fyrirvinnu? Ég er nú svo geggjuð sjálf að ég vil eitthvað miklu meira en bara rafræna kossa og peningaseðla og einhvern sleða sem fullnægir aðeins mínum líkamlegum þörfum...  ef að mér yrði réttur "vasapeningur" af fyrirvinnu myndi mér líða einsog lufsusnifsi... seinni atriðið; einsog tunnu Wink 

Ég er stolt af því að vera sjálfri mér allt; fyrirvinnan og vera þess megnug að fullnægja þörfum mínum öllum. Félagsskapur minn er afbragð. Það frábæra í stöðunni, ég stend með sjálfri mér hvað sem bjátar á. Enda ef maður hugsar út í það; þá er lítið eftirsóknarvert að dröslast með hækju og hjálpartæki Wink...

Mér finnst sumt fólk í kringum mig sætta sig alltof mikið við það næstbesta. Alltof despó þær einu og þeir einustöku... að líf þeirra geti alls enganveginn verið fullkomnað vegna makaleysis... alltaf þessi sífellda leit...mér leiðast eltingaleikir... og feluleikir.

Mamma hafði séð mynd í blaði...vildi verða nákvæmlega einsog umrædd leikkona...ég kippti því í liðinn með skærin að vopni og hárlakki ....hún var sátt og sæl þegar hún fór. En þegar hún spurði;

-ætlarðu aldrei að ná þér í mann aftur?

Fór ég að velta þessu fyrir mér. Manni er svo sem ekki ætlað að ganga í gegnum allt lífið einn.  Minn maður mun gjörsamlega falla af himnum ofan þegar hann birtist (sem verður fyrir aldamótin næstu). Hann mun vera sá sem fær fiðrildin í maganum til flögra, vá hvað hann skal fá að þurfa að elska mig og virða ...og ég hann tilbaka í drasl og klessu...

...að hann geti endrum og sinnum haldið kjafti er auðvitað skilyrði. Og svo er það þessi óútskýranlegu tengsl/tilfinning... sem verða að vera til staðar...sem ég held ég hafi aldrei fundið, nema eina örstund...

... þá er þetta fullkomnaðSmile...

Annars er ég þrusugóð...vildi bara láta ykkur vita af mér mínur elskulegu og kæru bloggvinir Heart

 


Það er hægt að kenna konum að halda kjafti...

Ég segi það og meina; ég elska mánudaga! Mitt í miðju skipulagslausu lífi mínu, sem er annars er æðislegt -er ég! ...en nokk mikið týnd. Þetta er svolítið skrítin tilfinning. Ég finn mig þó alltaf á endanum ...en týni mér svo aftur jafnhraðan. 

Að vera bara ég á þessum tímum er ljúft og gott en samt smá ógnvekjandi. Ég er einhvernveginn svo frjáls og óháð, samt svo mikið ein á mínu priki.

Allir vegir eru mér auðvitað fljúgandi færir einsog öðrum fiðruðum fuglum og enga mannbrodda hef ég undir háum hælunum, þá hálka sé.

Ég fann sjálfa mig seinnipart dags, þar sem ég hafði stungið nefbroddinum ofan í Orðabók Andskotans. Tipla hér niður tánum á skilgreiningu kvenna samkvæmt bókinni...  (ögn fært í mín "föt"):

Konan er skepna sem venjulega heldur sig í nálægð mannsins og lætur að nokkru leyti - en fremur litlu - að tamningu. Margir eldri dýrafræðingar eigna henni eftirstöðvar auðsveipni, sem hún hafi öðlast á fyrri tímum einangrunar. ...náttúrufræðningar hinsvegar neita henni um þessa dyggð og staðhæfa að svo sem hún hafi öskrað í dögun sköpunarinnar, eins geri hún nú! Tegundin er útbreiddust allra rándýra, morandi  í öllum hnattarins álfum. Allt frá kryddfjöllum Grænlands til siðferisstranda Indlands. Alþýðunafn hennar (kvenmaður) er villandi, því að kvikindið er af kattarkyni. Konan er mjúk og þokkafull í hreyfingum, einkum ameríska afbrigðið. Er alæta og það er hægt að kenna henni að halda kjafti!

Svo mörg voru þau orð...Wink

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband