Ör sem aldrei gróa

"Það er ekki hægt að fyrirgefa allt en það er hægt að lifa með því Heiða, það verða alltaf sár sem aldrei gróa." sagði vinur minn ábúðarfullur og sannfærandi. Hann er svo mikill snillingur þessi. Fátt pissar mig meira off en þegar fólk reynir að telja mér trú um ég sé einhvernvegin allt öðruvísi en ég er.  Þekkir mig betur en ég sjálf. Veit hvað ég hugsa.

Vill og heimtar með gargandi frekju að afstaða mín til ákveðinna hluta sé einsog þeirra.  Hef aldrei séð  hjartað mitt, en veit með fullvissu að það er hreint ekki einsog gatasigti. Ég hef þessa stöðluðu ýmind af mínu hjarta; Heart(þessa einmitt)...sem er óraunhæf...en ég sé nákvæmlega það sem ég vil sjá. Líffræðilega er hjartað vöðvi...bleikur með æðum, blóði og drullubulli....en ég meina common! Að hjartað mitt sé götótt og blæðandi...með sárum sem aldrei gróa er álíka mikil firra og að ákveða...að fótbrotin mín tvö myndu aldrei aldrei gróa. Mér hlyti að blæða út, það segir sig sjálft! Mitt hjarta er svona einsog ég lýsi og ekki orð um það meir. Ok, kannski nokkur...Wink

Það hefði verið mjög svo auðvelt og auðsótt að fanga orðin hans og annars fólks og tileinkað sér þessa afstöðu. Verið bara; Aumingja Johnssen Þórðardóttir og smellt því nafni á rassgatið á sér. Það sem meira er; flestir hefðu sýnt því fullan skilning. Litið á mig og tekið þátt í vælinu, skriðið undir sjálfsvorkunnarteppið mitt og hjúfrað sig upp við mig, döpur/dapur. Skilið mig svo vel,  út af því ég ég er svo mikið -aumingja ég. Svo hefði ég getað sankað að mér svo mörgum aumingjum að úr því yrðu heilu fótboltaherfylkingarnar og það margar, margar og rúmlega það.  Á endanum ef ég leyfi mér að fara á flug hefðum við stokkið okkur til sunds í táradalnum...og sokkið og drukknað. Var ég annars búin að segja ykkur að ég lít út einsog þreyttur fiskur í framan ef ég grenja? Ekki alveg að gera sig sko....

Vei, vei...koma svo allir; vonaríka framtíðin mín! Vííí Lets go; grenjum saman!!!Wizard

Ég er með sýnileg ör á andlitinu. Eitt fékk ég þegar ég var í leikskóla. Ég settist ofan á bitaboxið hennar Boggu og hún klóraði mig í andlitið...örið er sýnilegt... á kinninni. Bogga ef Guð lofar fitnaði um lendarnar fyrir misþyrmingarnar....eftir að hún varð fullvaxta kona...kannski klippti hún á sér neglurnar og lakkaði táneglurnarSmile...gildir einu hvað Bogga er að gera. Í sannleika sagt; vona ég að Bogga sé eins hamingjusöm og ég. Sama á við um alla (og þá meina ég ALLA aðra) Ör önnur hef ég á andliti...en sögurnar á bakvið þau eru svo skemmtilegar og smellnar...að ég tími ekki að deila þeim með ykkurWink...þetta eru svona brot úr fortíðinni sem ég ilja mér á þegar ég sit ein í botnlausri sælu...og hlusta á Bjögga Halldórs á haustkvöldum Coolnot! Ok...eina í tilefni kvöldsins; Sá sem elskaði mig hvað heitast (að eigin sögn) og gaf mér á kjaftinn þannig að vörin fór í tvennt; var fyrir mér á enganhátt guðleg ábending til mín um það að ég væri með einn munn og tvö eyru af ástæðu. Ég átti einfaldlega að hlusta á kvikindið og halda kjafti.... svona var þetta; Heiða Þórðar fékk á kjaftinn. Punktur!

Vinsamleg ábending í framhaldi; stundum er betra að halda bara plain kjafti. Hlusta; því að jú ... Guð gaf okkur vissulega tvö eyru og einn munn.  En for crying out loud; ekki hlusta á allt krappið og tileinka ykkur það sem hjartað móttekur ekki með fullkomnum friði. Hjarta sem er eins heilt og hver og einn ákeður sjálfur.

Örin í andlitinu mínu er tákn og merki um hvað ég ætla aldrei að láta bjóða mér aftur í lífinu; þau eru hreint ekkert svo ljót og þykir mér í raun ogguponsu vænt um þau...þegar ég tek eftir þeim þ.e.a.s. Eins þykir mér vænt um þau óþreifanlegu í hjartanu...þ.e. þeim sem eru ekki einu sinni til. En búa samt í huga sumra. Þá á ég við reynslu mína. Sem er bæðevei; dýrleg Smile

Eigum við að tala um hrukkur...?

Ég er með broshrukkur...væri alveg til í að vera sú sem tekur á móti þeim meira fagnandi en raun er. Vildi að ég gæti tileinkað mér þessa hugsun; Ég er þakklát fyrir hversu líf mitt er búið að vera gleðiríkt! Og dúndrað svo fleirum í andlitið af eljusemi afþví ég brosi svo mikið...

...en það er umþb. ekki að skila sér Woundering

Mig langaði bara rétt að kasta á "liðið" mitt kveðju...afþví mér þykir undurvænt um ykkur BlushHeartskilið kveðjur og kærleika til hinna. 

Eigið æðislega falleg og gleðirík moment á þessari helgi sem er að hefjast, með þeim sem ykkur þykir vænst um!

Og því ber að fagna SmileInLove ást, knús og kærleikur til ykkar frá mérHeart

Alltaf velkomin í kaffi - but pls. bring your own Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú klikkar ekki,  en les alltaf hægt yfir 2x svo ég missi ekki af neinu.       

Marinó Már Marinósson, 29.1.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Ómar Ingi

Bara kasta af mér kveðju á þig

Ómar Ingi, 29.1.2009 kl. 23:43

3 identicon

Halelúja :)

Auður (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:56

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 30.1.2009 kl. 00:26

5 identicon

Góð grein hjá þér, þú gætir sett "rithöfundur" við nafnið þitt.  ;-)

Dagurinn í dag er það "besta", hann kalla ég "Núið".

"Núið" er raunveruleikinn, því þar er minn líkami, hugur, tilfinningar og allt annað sem ég á.

Á morgun er "Núið" horfið inní  "Fortíðina" og þess vegna reyni ég að njóta þess á "uppbyggjandi" hátt að vera í "Núinu", því það kemur aldrei aftur.  "Núið" sem kvatt hefur býr í "Fortíðinni", þangað get ég farið i huganum og "upplifað" aftur góðar stundir og líka slæmar, sem ég upplifði eitt sinn í "raunveruleikanum".  Þar er stundum "gott" að dvelja í smá stund til að "minna sig á eitt og annað", en alltaf er best að komast aftur heim í "Núið".

"Framtíðin" kemur "hægt og hljótt" inní "Núið" og þar tekst ég á við hana. Ég læt mínar "innstu tilfinningar" takast á við "Framtíðina", (ef ég hef þörf fyrir það) þegar ég er í "Núinu", en sleppi alveg huganum við það.

Fyrir mig þjónar það ekki tilgangi að takast á við "Framtíðina" í "Núinu", því þar kem ég engu í verk, þar glíma aðeins "tilfinningar mínar" við "hugsanleg verkefni" og það ruglar mig bara í "Núinu", sem ég raunverulega er alltaf í.

..................við fæddumst inní "Núið" og þar endum við "jarðvistina" og hverfum inní hinn andlega heim.

Jæja, þetta var ég að hugsa um "á meðan" ég las þína góðu grein.

bestu kveðjur.  ;-)

Páll A. Þorgerisson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 01:07

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Góða helgi!

Sporðdrekinn, 30.1.2009 kl. 01:11

7 Smámynd: Solla Guðjóns

 Mér þykir líka ákaflega vænt um þig.Broshrukkur eru með því  yndislegasta sem ég sé...

Solla Guðjóns, 30.1.2009 kl. 01:46

8 Smámynd: Auður Proppé

Þú ert bara hreint út sagt yndisleg

Auður Proppé, 30.1.2009 kl. 07:14

9 identicon

Þú ert æði !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 07:55

10 identicon

Góður og þarfur pistill hjá þér.

Það er einmitt helvíti hart að þegar einhver níðingur lýkur sér af gagnvart þolanda sínum að almenningur framlengji níðingsverkið með því að neita heilli manneskju að vinna úr áfallinu og snúa til eðlilegs lífs.

Mér er spurn hvort er meira níðingsverk, stakt ofbeldisverk eða lífstíðardómur fáfróðra sleggjudómara um það að ég muni aldrei aftur líta glaðan dag vegna þess. Undan fyrri níðingnum er oft auðveldara að komast heldur en þeim seinni...

"Lifandi-Dauð" er eitt ógeðfelldasta hugtak sem fundið hefur verið upp. Það eitt og sér dæmir marga til þess að lifa sínu lífi "Dauð-Lifandi".

Meint fórnarlamb (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 09:03

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Meint fórnalamb og Páll; vá -úff...þetta voru æðisleg orð. Takk kærlega fyrir mig

Þið hinar skúnsur; love you

Heiða Þórðar, 30.1.2009 kl. 09:06

12 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi Heiða mín, þu ert alveg mega flott ;)

Aprílrós, 30.1.2009 kl. 15:36

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þú ert bara frábær og vinnur úr þínu lífi á þann hátt sem þér hugnast best.
Ljós og gleði í helgina þína
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 16:28

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og kærleikur til þín.... :=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:21

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Love you girl, farðu vel með þig. 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 00:58

16 identicon

Þú ert frábær.ég er með ör sem ég elska.Þetta á maganum,hvert barn á sitt ör.Það eru ljúf,en útlitsljót ör.Svo eru hin sem ekki sjást já.Faðm til þín og bræðra þinna.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:09

17 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Þar sem alltaf er gaman að lesa þig,hef ég smá áhyggjur í framíðina þegar þú ferð að selja heilu bindin .Ég nefnilega hef ekki lesið heila bók heill lengi og kvíði því óskapleg.

Heiða viltu hafa hana kaflaskipta með fyrirsögnum eins og hér ...og hafa hana nógu langa svo hún endist mér í 365 daga.

Njóttu  stundarinnar !

Þ Þorsteinsson, 31.1.2009 kl. 14:43

18 Smámynd: www.zordis.com

Ást og hamingja í eldrautt fagurskapað hjartað þitt! Þessi frásögn minnir mig á atvik í mínu lífi um það sem við ákveðum og framkvæmum í fulltri trú á lífið.

Fingurkoss til þín og einn snjóengil TAKK. Kaffi í krús og meððí ....

www.zordis.com, 31.1.2009 kl. 17:40

19 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

What! ég verð sjóveikur af að lesa þetta!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 1.2.2009 kl. 07:00

20 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 1.2.2009 kl. 16:32

21 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Heida kjúttí pæ , tú ert dásamleg eins og tú ert.Veit tú lætur engann segja tér annad.

Knús og kreistur til tín elskulegust

Gudrún Hauksdótttir, 2.2.2009 kl. 09:47

22 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert bara flottust og vei þeim sem ætlar að segja þér hvernig þú átt að lifa þínu lífi.

Helga Magnúsdóttir, 2.2.2009 kl. 21:56

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig stelpuskott.  Bestust!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 09:43

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég verð að viðurkenna að þetta vakti mig til umhugsunar. Ég er nefnilega ein af þeim sem hef alltaf haldið því fram að ekki sé hægt að fyrirgefa hvað sem er og að þeir sem fyrirgefi eitthvað sem ÉG gæti aldrei fyrirgefið séu annað hvort  a) að stinga hausnum í sandinn b) enn undir ægivaldi þess sem fyrirgefninguna hlýtur....  Ég ætla ekki einu sinni að tjá mig um c, d og e.

Æi svona besserwisser skiluru...

Jóna Á. Gísladóttir, 9.2.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband