Up og personal á sunnudegi :)

Og aftur vitna ég í orðbók Andskotans...

Karldýrið kunn vera  til í tveimur afbrigðum; lélegar fyrirvinnur og góðar fyrirvinnur. Kvikindin finnast víða í námunda við konur...og er almennt þekkt meðal kvendýra sem "bara maður"...

...hinsvegar er kaupmaður sá sem rekur verslun yfirleitt í gróðgerðarfíkn!

Maður hlýtur að velta fyrir sér í framhaldi; Eru til konur í dag sem dreymir um mann -sem fyrirvinnu? Ég er nú svo geggjuð sjálf að ég vil eitthvað miklu meira en bara rafræna kossa og peningaseðla og einhvern sleða sem fullnægir aðeins mínum líkamlegum þörfum...  ef að mér yrði réttur "vasapeningur" af fyrirvinnu myndi mér líða einsog lufsusnifsi... seinni atriðið; einsog tunnu Wink 

Ég er stolt af því að vera sjálfri mér allt; fyrirvinnan og vera þess megnug að fullnægja þörfum mínum öllum. Félagsskapur minn er afbragð. Það frábæra í stöðunni, ég stend með sjálfri mér hvað sem bjátar á. Enda ef maður hugsar út í það; þá er lítið eftirsóknarvert að dröslast með hækju og hjálpartæki Wink...

Mér finnst sumt fólk í kringum mig sætta sig alltof mikið við það næstbesta. Alltof despó þær einu og þeir einustöku... að líf þeirra geti alls enganveginn verið fullkomnað vegna makaleysis... alltaf þessi sífellda leit...mér leiðast eltingaleikir... og feluleikir.

Mamma hafði séð mynd í blaði...vildi verða nákvæmlega einsog umrædd leikkona...ég kippti því í liðinn með skærin að vopni og hárlakki ....hún var sátt og sæl þegar hún fór. En þegar hún spurði;

-ætlarðu aldrei að ná þér í mann aftur?

Fór ég að velta þessu fyrir mér. Manni er svo sem ekki ætlað að ganga í gegnum allt lífið einn.  Minn maður mun gjörsamlega falla af himnum ofan þegar hann birtist (sem verður fyrir aldamótin næstu). Hann mun vera sá sem fær fiðrildin í maganum til flögra, vá hvað hann skal fá að þurfa að elska mig og virða ...og ég hann tilbaka í drasl og klessu...

...að hann geti endrum og sinnum haldið kjafti er auðvitað skilyrði. Og svo er það þessi óútskýranlegu tengsl/tilfinning... sem verða að vera til staðar...sem ég held ég hafi aldrei fundið, nema eina örstund...

... þá er þetta fullkomnaðSmile...

Annars er ég þrusugóð...vildi bara láta ykkur vita af mér mínur elskulegu og kæru bloggvinir Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já Heiða er ekki lífið dásamlegt svona makalaus flott og fín erum við og kunnum íslensku líka

Ómar Ingi, 18.1.2009 kl. 14:19

2 Smámynd: Aprílrós

Alveg er ég svo mikið meira en 100% sammála Heiða ;)

Eigðu ljúfan dag ;)

Aprílrós, 18.1.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Man eftir að hafa heyrt í æsku orðatiltækið: Betra að vera ógift en illa gift :)

Kristín Guðbjörg Snæland, 18.1.2009 kl. 14:36

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jú Ommi minn...ekki spurning! Svo þegar makinn kemur...þá verða verða rakettur og læti í ofanálag við núverandi hamingju!

Djöfull erum við í góðum málum

Kristín; ég er lifandi sönnun þess að það er satt!!!

Heiða Þórðar, 18.1.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Betra er autt sæti en illa skipað.

Helga Magnúsdóttir, 18.1.2009 kl. 16:17

6 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 18.1.2009 kl. 17:43

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

múhaha 

Marinó Már Marinósson, 18.1.2009 kl. 21:44

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Heyrði um daginn..oft er frestur á illu bestur..hvað svo sem það þíðir

Solla Guðjóns, 19.1.2009 kl. 00:03

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

..uhhh.....HVAÐ SVO SEM ÞAÐ ÞÝÐIR (er í kasti! ) Þið eruð milljón og einn

Heiða Þórðar, 19.1.2009 kl. 00:26

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dúllu dósin mín, farðu vel með þig :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 16:41

11 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Kannski Eimskip í einrúmi? 

Marinó Már Marinósson, 19.1.2009 kl. 17:05

12 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Smá súr ,hélt að hér kæmi vísindaleg úttekt á högnanum ,fannst konan gnæfa yfir karlpeninginn í þessari annars ágætri færslu þinni,enda skrifuð að betri helmingi sterkrar konu.

Þ Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 18:15

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 19.1.2009 kl. 23:25

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn maður mun gjörsamlega falla af himnum ofan þegar hann birtist (sem verður fyrir aldamótin næstu). Hann mun vera sá sem fær fiðrildin í maganum til flögra, vá hvað hann skal fá að þurfa að elska mig og virða ...og ég hann tilbaka í drasl og klessu... 

Heiða mín þú ert frábær.  Annars flott færsla hjá þér.  Auðvitað eigum við ekki að sætta okkur við neitt næstbesta.   Við konur þurfum að vera sjálfum okkur nógar og ef við finnum ekki karldýr við hæfi, þá er ekkert að því að vera á lausu.   Ég fann sem betur fer einn sem datt ofan af himninum, var næstum búin að missa af honum, af því að ég trúði ekki að ég væri svona heppinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 09:14

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

-æðislegt Ásthildur

Heiða Þórðar, 20.1.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband