Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Víst elskaði ég hann!
30.3.2009 | 12:48
Það var fyrir um margt löngu síðan...
...ég var splunkuný á Facebook. Þar sem vinkonur mínar höfðu nefnt mig moldvörpu í gríni ( en þó með rentu) ákvað ég að slá til og fara á "date" með einum af vinunum eftir 70 plús bréf. Vera svolítið meira spontant en ég annars er. Komin tími til að sína sig og sjá aðra.
Þar sem gaurinn var vel menntaður, vel máli farinn og ekki síst vel skrifandi vissi ég sem var að gaurinn var ekki algjör vitleysingur...af myndum að dæma var hann bráðmyndarlegur...eiginlega sætur bara...
...ég fór.
Dagurinn var undirlagður af stefnumótinu og mörgþúsund hnútum í mallakút; -máta föt, skipta um föt, málning, hárgreiðsla og svo videre. Útkoman var í flottari kantinum eftir tilfæringar dagsins.
Ég mætti í kjól og mínum allra hæstu hælum og þegar hann tók á móti mér með skærasta brosinu sínu sem í höfðu að geyma þær gulustu tennur sem ég hef á ævi minni séð....og lýstu upp veitingastaðinn; langað mig til að hlaupa á brott. Allavega smeygja mér úr skónum. Ég hef svo sem ekkert á móti gula litnum í sjálfu sér, bara ekki á tönnum. Ekki bætti úr skák að vegna smægðar mannsins lenti hann á milli brjósta minna þegar hann faðmaði mig að sér og hvíslaði (að þeim) -mmmm, góð lykt af þér.
Ég hugsaði með sjálfri mér; -iss piss Heiða... gefðu honum allavega smá sjens... þú hefur nú svo sem lent í ýmsu...
Ég settist við hlið hans, þar sem hann sat dolfallinn, sveittur og dásamaði mig meira en nokkur annar maður sem á vegi mínum hefur orðið fyrr og síðar. Mig langaði helst að ropa.
Umræðurnar þar sem hann hélt í hönd mína og sagði að sveittir lófar mínir væru undurmjúkir, urðu mér að óvörum þokkalega áhugaverðar og ég tók þátt í þeim. Ekki leið á löngu þar til ég gerði mér grein fyrir að hann sat á eintali vð sjálfan sig og hafði ekki nokkurn áhuga á því sem ég lagði til málanna...eftir stutta stund sagði ég;
-hvað myndirðu gera einsog í mínu tilfelli? Þá meina ég ef þú værir ég; -ég veit að þú myndir byrja á að káfa á brjóstunum á þér.... en hvað svo....?
Ég hló því mér fannst ég mjööööööööööööööög fyndin. Hann hló ekki.
Áður en aðalrétturinn kom. Var hann byrjaður að strjúka fætur mínar með sínum undir borðinu. Ég var við það að springja en afþví ég er svo assssskoti kurteis hvæsti ég .... ég öllu heldur nánast öskraði;
-djö sjálfur....er köttur hérna!!!!????
Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef óskað eftir símtali sem fæli í sér tilkynningu um dauðsfall innan fjöskyldunnar.
Framtíð okkar saman var skipulögð af honum. Við vorum á leiðina í ræktina, saman. Tilboð barst yfir vatnsglasi um að ganga á logandi kolum saman og fleira lítt spennandi. Þegar ég skaut einhverju smáorði að einsog neeeeeeeei...var ég skotinn í kaf. Ég ákvað að þegja og taka út refsingu mína, maðurinn var jú að bjóða mér í mat. Maturinn bragðaðist hreint ekkert.
Í enda máltíðar gerði ég mér upp höfuðverk og magakvalir svo ógurlegar að ég varð fjólublá á rassinum. Ég þurfti að komast heim til mín í mínum grænum hvelli.
Herramaðurinn fylgdi mér að bílnum (að sjálfsögðu) og þegar ég ætlaði að kyssa hann á kinnina sem þakklætisvott fyrir ekki neitt, dró hann mig að sér og það kom mér á óvart að maður svo stuttur í annan endann reyndist svo sterkur sem raun var.
Hann kippti mig að sér og tróð einu stykki tungu beint ofan í kok...og slefaði takk fyrir á andlitið á mér í leiðinni. Til gamans má geta þess að hann var með hundraðogtuttuguprósent standpínu.
...og svo hvíslaði hann í kveðjuskyni;
-ég er ekki í nærbuxum...
Ég fór heim BRJÁLUÐ!!!...út í sjálfa mig fyrst og fremst.
Um kvöldið kíkti ég á facebook...þá var hann komin í relationship...
Ég eyddi honum út í snarhasti...þrátt fyrir það bárust mér fleiri fleiri og mörg fleiri bréf...þar sem hann sagði mig ekki í neinum tengslum við eigin tilfinningar og ég væri í afneitun. Víst elskaði ég hann!
Ég er annars afar sæl moldvarpa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
Búseta vs skaphár...
25.3.2009 | 12:49
Áhyggjur í allri sinni dýrð -eru frekar hvimleiður fjári. Það er ekki fræðilegur möguleiki að að vera hamingjusamur og áhyggjufullur á sama tíma. Alveg spurning að rækta með sér þakklæti fyrir það sem maður þó á og hefur...því það að vera þakklátur virðist auka á hamingju manna. Eða er ekki lengur eftirsóknarvert að vera hamingjusamur?
Ég takmarka krepputal við max 30. mín sléttar pr. sólahring.
Vegna anna hef ég nánst ekkert verið á blogginu og öðrum vefmiðlum, -en þegar ég stalst í óboðnar heimsóknir í gærmorgun, leist mér ekki á blikuna. Mér fannst alls ekkert svo frábært að verða vitni afþví hversu margir snillingar Ísland hefur alið. Hver og einn og sumhverjir, benda á hinn eða þennan eða marga sem ábyrga fyrir núverandi ástandi. Ekki virðist þó mikið vera um lausnir...nei miklu frekar; hvern á ég að hengja í dag? Við erum að tala um eitt allsherjar blóðbað.
Held að gæfulegra væri að einblýna á lausnir frekar en vandamálið.
Svo rak ég annað auga í pistil á visi. is. Þar er einhver dama (með brúsk) búin að gera "vísindalega" könnun á skapháravexti kvenna miðað við búsetu. Öllu heldur hvernig við erum snyrtar eða Ó.
Alveg gjörsamlega einskis nýtar upplýsingar því í raun gæti ég varla gefið flying fuck hvernig ykkar dýrmætasta djásn er til fara. Allt af, örmjó lína, welcome to the jungle fílingur eða hvað þetta heitir allt saman.
-hvar býrðu?
-101...
-ok
..æi veit ekki...kannski er ég bara neikvæð...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það eru vissulega bjartir tímar framundan...
9.3.2009 | 16:21
Jæja...
...er lífið ekki dásamlegt ? Mér finnst það... ætla að sækja um einkarétt á nafnauppbót og fá hana steypta í mót og bera á höfðinu líkt og kórónu sem ekki stingur; Heiða Bjartdal....eða Bjartlund... bæði rímar svo undurlétt eitthvað... kannski ég skelli mér á bæði.
Ég var að velta því fyrir mér í gær (fæ bestu hugmyndirnar alltaf í baði) að nú væri lag fyrir konur að hætta þessum pyntingum og niðurskurði með bitlausum rakvélablöðum á óæskilegum hárvexti. Láta allt vaxa villt og frjálst og óáreitt...ekkert vax eða líkamsmeiðingar; nei bara back to the basic; -welcome to the jungle thing....
Hvað er meira sexy en órakaðir fótleggir? Ekki neitt! Útrýmum sokkabuxum...og nærbuxum...
... með þessu þyrfti ekki að endurnýja nema hluta af nærbuxnaskúffunni ...og ekki einu sinni hluta...allt heila draslið! Hefur maður til lengri tíma litið efni á að geyma brjóstin á sér í skálum...?
Verða yfirleitt nokkur brjóst eftir á manni þegar horfir í að maður hefur ekki efni á að kaupa sér að borða / éta ...nema hvort tveggja sé?
Skítt með brjóstin...var að hugsa um tennurnar. Mér þykir vænt um tennurnar mínar. Þær hljóta að að losna vegna næringarskorts og detta loks úr manni... en svo fór ég að hugsa; jafnvel það er alls ekkert svo galið, hvað þá slæmt!
Hægt væri að útbúa lekkera skál úr einustu óslitnu brjóstarskálinni og safna og geyma allar þær tennur sem hrynja úr fjölskyldumeðlimum, löngum grönnum og ekki svo feitum.
Svo sameinast fjölskyldan á köldu haustkvöldi og nýtir tennurnar í eitthvað nytsamlegt einsog tildæmis að spila spil....teningaspil... verðlaunin verða; gleði gleði gleði.
Svo veit ég fyrir víst að allir kossar, kjass og þvíumlíkt verða án stórslysa ...ábyggilega mun mýkri en þegar tennur og drasl eru til fyrirstöðu.
Kreppan rokkar feitt!
Það eru vissulega bjartir tímar framundan...
Bloggar | Breytt 10.3.2009 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Það er munaður að kúka...
3.3.2009 | 22:57
Staðreynd málsins er sú; að ég kýs að sjá það bjarta í allt og öllu....ef ekki birtir til; nú...þá bara kveiki ég í... ef eitthvað hreyfist ekki, þá hristi ég það...
Fólk segir gjarnan hvort við annað; -líttu á björtu hliðarnar...alltaf eitthvað gott í öllum aðstæðum.
Ef ég sé ekki eina einastu björtu hlið á einhverri fuckings hlið. Þá bara mála ég hliðið. Ég gefst ekki upp...bjart skal það vera, alla daga ársins. Lollypop og sunshine og Bjöggi Halldórs! Skítt með sultardropa í nefinu.
Spurning um að framleiða sultu?
Mér er annars þessa stundina skapi næst að segja; hvaða fjárans snillingur fann upp; -erfiðleikarnir leyna í sér eitthvað gott...eða tækifæri, eru þroskandi ...eða eitthvað í þeim dúr? Ég segi; sá sami og fann upp andremmu eða óþarfa hárvöxt á baki eða fúlar tengdamæður. Blessuð sé minning þeirra allra.
En þar sem í mínum garði leynast aðeins blómstrandi blóm og syngjandi rollur í haga á beit...ekki einn einasti erfið-ur-leikur...hvað þá vandamál; læt ég mér prútt um ástandið finnast.
Ég þakka fyrir hárvöxtinn... og bít í það súra epli....sem ég "hvorteðer" hef ekki efni á að kaupa hvað þá borða... og geri það bestasta úr öllum fjáranum....
Það er kreppa og því ber að fagna!!!
Ég til að mynda hef tekið þá ákvörðun sem sparnaðartilhögun númer eitt; að kúka max einu sinni í viku. Á þessum drottinsdegi marsmánaðar, er hvort sem er svo kalt að ekki einn einasti viti borinn kúkur er svo vitaus að halda sig annarsstaðar en innandyra. Klósettpappír er dýr og einasta ráðið til að sporna við þeim útgjaldalið er að "kötta" hann niður í drasl. Sögnin að kúka er munaður...klósettpappír er munaðarvara.
Afþví mér þykir svo vænt um ykkur; veskú;
-ég er farin að nota vatn út í kaffið í stað mjólk-ur...
-tannkremi splæsi ég í 1/2 rönd á burstann....
...sem snakk og munað er ég farin að naga á mér neglurnar. Stundum sting ég puttunum ofaní sultu til að skapa meiri stemmingu.
(Guð forði mér frá því að éta hor úr mínu nefi eða annarra...)
-Ég er orðin svo nísk að ég tími ekki að sofa lengur.
Svefn pr. sólahring hef ég takmarkað niður í 4 klst. Nýti vökutímann og rembist einsog rjúpan við staurinn við að fæða hugmynd sem ég nota til að næla mér í styrk fyrir sprotafyrirtæki. Í mínum allra villtustu draumum verður hugmyndin að veruleika og hluta þjóðarinnar til bjargar. Alklædd hyggjuviti mínu með geðveikislega bjartsýnina að vopni tekst þetta. Þar sem það er hægara sagt en gert að fanga hugmynd úr loftinu ætla ég einfaldlega að stela henni...
-Ég endurnýti brauðsneiðina með því að borða hana 3svar...og þakka Guði fyrir að ég er ekkert fyrir smjör og annan óþarfa.
Allar ljósaperur á heimilinu eru sprungnar...en það skiptir ekki rassgats máli. Hvað er betra en að sitja einn í myrkrinu? Líklegast lýsi ég sjálfri mér veginn inn á baðherbergi með bjartsýninni ef svo óheppilega vildi til að mér yrði mál....
Góða nóttina elskurnar og óskir um ljúfustu draumana ég sendi ykkur... föðmumst, kyssumst og knúsumst...umfram allt syngjum og dönsum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)