Víst elskaði ég hann!

Það var fyrir um margt löngu síðan...Wink

...ég var splunkuný á Facebook. Þar sem vinkonur mínar höfðu nefnt mig moldvörpu í gríni ( en þó með rentu) ákvað ég að slá til og fara á "date" með einum af vinunum eftir 70 plús bréf. Vera svolítið meira spontant en ég annars er. Komin tími til að sína sig og sjá aðra.

Þar sem gaurinn var vel menntaður, vel máli farinn og ekki síst vel skrifandi vissi ég sem var að gaurinn var ekki algjör vitleysingur...af myndum að dæma var hann bráðmyndarlegur...eiginlega sætur bara...

...ég fór.

Dagurinn var undirlagður af stefnumótinu og mörgþúsund hnútum í mallakút; -máta föt, skipta um föt, málning, hárgreiðsla og svo videre. Útkoman var í flottari kantinum eftir tilfæringar dagsins.

Ég mætti í kjól og mínum allra hæstu hælum og þegar hann tók á móti mér með skærasta brosinu sínu sem í höfðu að geyma þær gulustu tennur sem ég hef á ævi minni séð....og lýstu upp veitingastaðinn; langað mig til að hlaupa á brott. Allavega smeygja mér úr skónum. Ég hef svo sem ekkert á móti gula litnum í sjálfu sér, bara ekki á tönnum.  Ekki bætti úr skák að vegna smægðar mannsins lenti hann á milli brjósta minna þegar hann faðmaði mig að sér og hvíslaði (að þeim) -mmmm, góð lykt af þér.

Ég hugsaði með sjálfri mér; -iss piss Heiða... gefðu honum allavega smá sjens... þú hefur nú svo sem lent í ýmsu...

Ég settist við hlið hans, þar sem hann sat dolfallinn, sveittur og dásamaði mig meira en nokkur annar maður sem á vegi mínum hefur orðið fyrr og síðar. Mig langaði helst að ropa.

Umræðurnar þar sem hann hélt í hönd mína og sagði að sveittir lófar mínir væru undurmjúkir, urðu mér að óvörum þokkalega áhugaverðar og ég tók þátt í þeim. Ekki leið á löngu þar til ég gerði mér grein fyrir að hann sat á eintali vð sjálfan sig og hafði ekki nokkurn áhuga á því sem ég lagði  til málanna...eftir stutta stund sagði ég;

-hvað myndirðu gera einsog í mínu tilfelli? Þá meina ég ef þú værir ég; -ég veit að þú myndir byrja á að káfa á brjóstunum á þér.... en hvað svo....?

Ég hló því mér fannst ég mjööööööööööööööög fyndin. Hann hló ekki.

Áður en aðalrétturinn kom. Var hann byrjaður að strjúka fætur mínar með sínum undir borðinu. Ég var við það að springja en afþví ég er svo assssskoti kurteis hvæsti ég ....  ég öllu heldur nánast öskraði;

-djö sjálfur....er köttur hérna!!!!????

Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef óskað eftir símtali sem fæli í sér tilkynningu um dauðsfall innan fjöskyldunnar.

Framtíð okkar saman var skipulögð af honum. Við vorum á leiðina í ræktina, saman. Tilboð barst yfir vatnsglasi um að ganga á logandi kolum saman og fleira lítt spennandi. Þegar ég skaut einhverju smáorði að einsog neeeeeeeei...var ég skotinn í kaf. Ég ákvað að þegja og taka út refsingu mína, maðurinn var jú að bjóða mér í mat. Maturinn bragðaðist hreint ekkert.

Í enda máltíðar gerði ég mér upp höfuðverk og magakvalir svo ógurlegar að ég varð fjólublá á rassinum. Ég þurfti að komast heim til mín í mínum grænum hvelli.

Herramaðurinn fylgdi mér að bílnum (að sjálfsögðu) og þegar ég ætlaði að kyssa hann á kinnina sem þakklætisvott fyrir ekki neitt,  dró hann mig að sér og það kom mér á óvart að maður svo stuttur í annan endann reyndist svo sterkur sem raun var.

Hann kippti mig að sér og tróð einu stykki tungu beint ofan í kok...og slefaði takk fyrir á andlitið á mér í leiðinni. Til gamans má geta þess að hann var með hundraðogtuttuguprósent standpínu.

...og svo hvíslaði hann í kveðjuskyni;

-ég er ekki í nærbuxum...

Ég fór heim BRJÁLUÐ!!!...út í sjálfa mig fyrst og fremst.

Um kvöldið kíkti ég á facebook...þá var hann komin í relationship...

Ég eyddi honum út í snarhasti...þrátt fyrir það bárust mér fleiri fleiri og mörg fleiri bréf...þar sem hann sagði mig ekki í neinum tengslum við eigin tilfinningar og ég væri í afneitun. Víst elskaði ég hann!

Ég er annars afar sæl moldvarpa. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi, elskan aldrei aftur, en frásögnin afar skemmtileg að vanda.
Veistu ég er orðin svo gömul að ég veit þetta allt, en verð alltaf hissa á því að þetta breytist ekkert.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 12:59

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Rómantíkin er greinilega ekki alveg steindauð ennþá ;)

Markús frá Djúpalæk, 30.3.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: JEG

´Já svona er lífið ....endalausar uppákomur ....allstaðar.  Knús  

Frábær frásögn.

JEG, 30.3.2009 kl. 13:02

4 Smámynd: Ester Júlía

Híhíhí ... .  Frábært!! Vinkona mín lenti í einum svona um daginn og samkvæmt lýsingunni gæti það vel verið sá sami.  Hann hvorki sá né heyrði .. og það tók hana fleiri fleiri ákveðin sms (sem voru komin út í ruddaskap)að koma honum í skilning um að HÚN VILDI HANN EKKI!!

Ester Júlía, 30.3.2009 kl. 13:15

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Veistu Ester; sms-virkuðu ekki á þennan! Ekki einu sinni skýr skilaboð!!! Hef aldrei lent í öðru eins...

Heiða Þórðar, 30.3.2009 kl. 13:21

6 Smámynd: egvania

Heiða Þórðar þér hefur væntanlega ekki dottið í hug að gefa manndruslunni eitt stykki tannbursta og tannkrem.

Að venju eru skrifin þín frábær takk fyrir.

Kveðja Ásgerður

egvania, 30.3.2009 kl. 13:43

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

...týmdi því ekki...

Heiða Þórðar, 30.3.2009 kl. 13:51

8 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Djöfull ertu alltaf hressandi stelpa... djöfull!

Lúvja....

Þórður Helgi Þórðarson, 30.3.2009 kl. 14:50

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff ekki skemmtileg uppákoma Heiða mín.   Svona eintök eru örugglega eins og kakkalakkar ódrepandi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2009 kl. 14:58

10 identicon

Víst er þetta skemmtileg uppákoma! En hver fer út með einhverjum sem hann kynnist á feisbúkk??? Ég bara spyr.

Tóti (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:23

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

love you all!!!

Heiða Þórðar, 30.3.2009 kl. 15:23

12 identicon

Hahahahahaha góð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:40

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Heiða mín.

Alltaf gasalegt fjör í kringum þig. 

Guð veri með þér og varðveiti frá svona töffurum!!!!!!

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.3.2009 kl. 16:12

14 Smámynd: Signý

Er eitthvað verra að fara út með einhverjum sem maður kynnist á feisbúkk heldur en á mæspeis eða eitthvað?... þetta er alveg nýjasta tískan, kynnast allir í gegnum pot á feisbúkk eða comment á mæspeis!...  Í hvaða helli hefur Tóti verið?

Annars góð saga, en ég öfunda þig samt ekki

Signý, 30.3.2009 kl. 16:45

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Þesssir tappar... hahah

Snillar saga hvort sem þér líkaði eða ekki.

>3....hér koma broskarlarnir ekki inn..þannig að þú færð bros og hjarta frá mér .

Solla Guðjóns, 30.3.2009 kl. 16:51

16 identicon

Hæ, Heiða.

Ekki er allt sem sýnist,

og sumt fer öðruvísi en ætlað er

Já,og þessi .

Ekki er allt gull sem glóir.

Bæ í bili, Heiða mín.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 16:58

17 Smámynd: Sporðdrekinn

Skemmtileg lesning :o)

Sporðdrekinn, 30.3.2009 kl. 17:08

18 identicon

Sæl, skvís.

Vantar nokkuð nema útgefandann?

Kveðja,

lydur arnason (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:16

19 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Puha...Heida mín.

Skemmtilegt ad lesa og mjög fyndid en annad ad lenda í SJOKKINU...

Hjartansknús til tín elskan.

Gudrún Hauksdótttir, 30.3.2009 kl. 17:18

20 identicon

Ég bý ekki í neinum helli, en ég held ég færi ekki út með neinum af smettisskruddunni minni. Svei mér þá. Allra síst dvergi með gular tennur!

Tóti (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:42

21 identicon

Og til að hljóma ekki eins og alger hellismaður var þessi saga auðvitað bráðsmellinn, ég hefði ekki viljað missa af henni. En væri ekki skynsamlegra að hitta einhvern sem maður hefur bara séð í örmynd á smettisskruddunni fyrst við örlítið minna hátíðlegar og fyrirferðarmiklar aðstæður? ;) En þá verða svona dásamlegar sögur ekki til :D

Tóti (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:48

22 Smámynd: Ómar Ingi

Alltaf jafn hressandi að lesa þig Heiða

Ómar Ingi, 30.3.2009 kl. 18:12

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tóti minn .... hélt þú værir löngu dauður (djók)

..."en það þarf fólk einsog mig fyrir fólk einsog þig"....  (lag og texti tileinkaður þér)...

Heiða Þórðar, 30.3.2009 kl. 18:24

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, það er í lagi að skemmta sér yfir þessu, af því það henti einhvern annan en mann sjálfan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2009 kl. 19:46

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dúllan mín, þetta er nú meiri uppákoman, þú þessi fallega góða stúlka átt bara ekkert að lenda í svona perrum. Passaður þig vel skottið mitt, en sagan er skemmtileg, ekki hefði ég viljað lenda í þessu. Love U girl

Ásdís Sigurðardóttir, 30.3.2009 kl. 20:26

26 identicon

Heiða, ég er bara dáinn að innan :D en þér tókst nú aðeins að endurlífga mig með þessu fallega lagi og texta. How about a date muhahaha! :)

Tóti (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:53

27 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta sýnir manni að fara ekki á netstefnumót fyrr en tæknin verður orðin það góð að maður geti fengið viðkomandi í heilmynd heim í stofu.

Helga Magnúsdóttir, 30.3.2009 kl. 21:01

28 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góður!! Never ever again!!!

Heiða Þórðar, 30.3.2009 kl. 21:11

29 identicon

Skynsamlegt - þó ég sé hvorki tungulipur, dvergur, né með sérstaklega gular tennur :D

Tóti (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 21:13

30 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tóti; við skulum hafa það á beinu hérna; ÉG VISSI EKKI AÐ MAÐURINN VÆRI GULTENNTUR DVERGUR!...

Heiða Þórðar, 30.3.2009 kl. 21:46

31 Smámynd: Gísli Torfi

Já hann ......    .............  hehe... boy oh boy ef vinkona Esterar hafi líka lent í honum... þetta er greinilega Hressilegur karl

Gísli Torfi, 30.3.2009 kl. 22:24

32 Smámynd: Heiða  Þórðar

.............nobb! nefnilega EKKI!!!!

Heiða Þórðar, 30.3.2009 kl. 22:25

33 identicon

"Mig langaði helst að ropa" - hahahaha.......vá hvað það hefði ekki dugað þarna alveg fyrst.

Þetta toppar öll Sex And The City atvik þáttanna + myndarinnar. 

 Þú ert æðisleg og takk fyrir að sýna þennan kjark að deila þessu með okkur.

Svona til gamans setti ég inn þetta blogg á gömlu síðuna mína fyrir tæpum 3 árum eftir að ég skellti mér á fyrsta deitið eftir sambúðaslit:

1) Hann mætti 30 mínútum of seint (á veitingastaðinn, þar sem við hittumst).
2) Hann talaði um sjálfan sig í 3 og 1/2 tíma.
3) Hann var með svo mikinn hroka við þjónana allan tímann að ég var skíthrædd um að fá einhvern líkamsvessa saman við sósuna.
4) Hann fékk sér miklu miklu dýrari mat en ég en sagði við þjóninn þegar hann kom með reikninginn: "Skiptu honum í tvennt!"
(Nei, hann komst ekki upp með það!)
5) Þegar við kvöddumst á bílastæðinu sagði hann: "Þetta var nú bara ágætis VIÐTAL!" (Hélt hann að ég væri blaðamaður?)

Ég get svarið það að fram á síðustu stundu beið ég eftir því að heyra: "FALIN MYNDAVÉL!" 

Olga Björt (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:02

34 Smámynd: Steingrímur Helgason

Svakalega ert þú dona eitthvað erfitt & vandfýzið tölvudeitzkonudýr.

Steingrímur Helgason, 30.3.2009 kl. 23:02

35 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehehehe.....OLGA....ERT'EKKI AÐ GRÍNAST Í MÉR?!

Heiða Þórðar, 30.3.2009 kl. 23:21

36 identicon

Skemmtileg upplifun fyrir þig  og skemmtileg saga fyrir okkur hin

.....geturðu giskað á hvað "hann" var stór

Heiða þú ert ómissandi og þínar sögur

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 00:20

37 Smámynd: Óskar Arnórsson

þÚ ert algjört æði og skvísa Heiða Þórðar! Ég er skráður á Fésbókina enn kann ekkert á hana. Er hægt að deita á fésbókinni?

Ég held bara að þú sért of sexý til að alvöru kallar þori að reyna við þig. Leiktu feimin og roðnaðu þegar það á við. Það virkar!

Ég held að Olga sé ekkert að djóka. Farðu bara á eitthvað námskeið, hvað sem það er um, þar eru mestu deitin í boði.

Auðvelt að verða hrifin af konum eins og þér. Ég er bara svo vel giftur að ég stend ekki til boða. Annars myndi ég bjóða þér á bæjarins bestu...

Gangi þér betur á næsta deiti!

Kær kveðja,

Óskar Arnórsson, 31.3.2009 kl. 00:21

38 Smámynd: Heiða  Þórðar

10 cm....

Heiða Þórðar, 31.3.2009 kl. 00:38

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gettu betur! Engin kona hefur þurft að kvarta yfir mér hingað til..

Óskar Arnórsson, 31.3.2009 kl. 00:56

40 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vá Vá Vá - hvernig ferðu að því að lenda í svona uppákomum þetta er tær snilld, ég meina skelfilegt og sjokkerandi en samt tær snilld. Ég er viss um að Guð hefur húmor og veit að þú hefur hann líka - og til þess að létta okkur hinum lífið þá skellir hann á þig einu og einu "tilfelli" svo þú getir æft ritsnilld þína og brosvöðvana okkar. En farðu nú samt ekki að lenda í þessu aftur - okkar vegna ha ha ha. 

Ég er svo fegin að það var ekki komið svona blogg eða facebook þegar ég t.d. girti fína kjólinn minn ofaní sokkarbuxurnar að aftan á árshátíðinni forðum og dillaði mér fram í sal grunlaus um það að ég leit ekki eins smart út að aftan og framan..........

Knús girl - feel mellow not yellow

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.3.2009 kl. 01:16

41 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kemur ekki ein som hægt er að verða skotin í á bloggið þitt Heiða! Þá meina ég auðvitað Lísu Björk. Falleg kona með húmorin í lagi. Kommentið hennar er algjört æði...

Óskar Arnórsson, 31.3.2009 kl. 03:21

42 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fín saga hjá þér :)

Spurning um að gerast "vinur" á Facebook :|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.3.2009 kl. 06:27

43 Smámynd: halkatla

þú ert svo fyndin þessi stefnumótakall er það svosum líka - bara á allt annan hátt

halkatla, 31.3.2009 kl. 06:55

44 Smámynd: www.zordis.com

Það er bara eitt í stöðunni, BÍTLASKÓR og matarsódi á lúmskurnar ...

Ævintýralegt kvöld hjá þér þú KURTEISA KONA!

www.zordis.com, 31.3.2009 kl. 07:03

45 Smámynd: Bullukolla

Væri hann ekki stuttvaxinn tryði ég því að hann héti Magnús.

Bullukolla, 31.3.2009 kl. 11:51

46 Smámynd: Heiða  Þórðar

....vantar örfáa cm uppá það....

Heiða Þórðar, 31.3.2009 kl. 13:22

47 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 1.4.2009 kl. 02:12

48 Smámynd: TARA

Segðu bara við manninn að þú sért með kynlífsfóbíu, þú sérð í iljarnar á honum og málið dautt...

TARA, 1.4.2009 kl. 15:16

49 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Fín og fyndin saga.

Annars ertu mjög góður penni Heiða, vona að það taki þig lengra, ekki veitir af góðum sögum, sem fær mann til að hlæja skollahlátri.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.4.2009 kl. 15:25

50 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er sammála síðustu ræðukonu, takk fyrir þetta. Að ropa af hólinu er sérstaklega skemmtileg kenning.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 17:40

51 Smámynd: Heiða  Þórðar

...takk elskurnar

Heiða Þórðar, 3.4.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband