Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Bara smá svona...

...orðsending til ykkar sem kíkjið við hjá mér og þykir svolítið vænt um mig.

Er farin í frí Wizardverið góð við hvort annað.

Ykkar Heiða Heart


Sunnudagur til sælu

Ég segi það alveg hreint út einsog það er. Ég hef ekki margar manneskurnar hitt sem gera eitthvað fyrir annað fólk án þess að vænta neins í staðinn. Þetta með að gefa (eða gera eitthvað) án þess að vænta einhvers í staðinn...er því bara crap að mínu viti. Því miður. Og það að gera eitthvað fyrir annað fólk án þess að básúna það út um fjöll og víða...er fátítt að mínu viti. Við mannfólkið erum meingölluð kvikindi og ef guð er til...honum ekki til sóma. Þó sum  telji sig vera hans best pal..viss í sinni sök, um heiðursæti við hlið hans, að þessari vist lokinni. Með hlutverk....stórt hlutverk.

Maður skildi ávallt hlúa vel að sjálfum sér. Setja sjálfan sig í fyrsta sæti og útrýma því úr vitund sinni að það sé sjálfselska.

Ég er annars sífellt að fá æði fyrir einhverju. Nú síðast fyrir vatni með lime...svo er ég að fá ógeð fyrir öðru, nú síðast að blogga. Ég fæ stundum svona tilfinningu einsog ég sé allsber. Samt er ég í fötum og gef bara oggupons af sjálfri mér....held ég. Og kannski eilítið skakka mynd af mér líka, en bara stundum, samt er ég ekki með pilsið á hausnum. Að auki finnst mér það hreint ótrúlegt hvað fólk les texta út á mismunandi hátt! Ekki einsog hann er framsettur af mér.  Og alveg finnst mér stórfurðulegast að ég skuli vera að skrifa um þetta...kannski vantar mig stærri vandamál í líf mitt. Ef þetta er orðið eitthvert issue. 

Annars góð - þrusugóð, eirðalaus en góð og ætla út og sjáum til hvert vindurinn þeytir mér í þetta skiptið.

Njótið sunnudagsins. 

 

 

 


Hann ætlar að pissa á gröfina mína...


Alveg er það furðulegur andskoti hvernig sumir reyna að fanga athygli manns! Af sjö skilaboðum náðu ein sérstakri athygli minni.

Þau voru eitthvað á þessa leið;

Afhverju í andskotanum geturðu ekki svarað símanum? Þú ert sama drullupakkið og hinir sem ég þekki...ég míg á gröf þína þegar þú drepst! Ég lít ekki á sjálfa mig sem pissuskál...en mér fannst þetta leiðinlegra en ég myndi nokkurn tima viðurkenna...fyrr en nú. Samskipti fólks eru vandmeðfarin og ég er að verða mannafæla. Meiri en ég var. Þannig er það bara.

Með þetta í farteskinu (án þess að vita af því) fór mín á árshátíðardjammið...vitandi vits að djamm getur endað í sambúð frá helvíti - í helvíti - með helvíts - leiðindar - eftirmála!

Annars er ég barasta í þrusustuði sko.... og frá og með þessu ofanrituðu er ég vonandi hætt að blóta.

Svona eftir á að hyggja var barasta skemmtilegt...eiginlega mjööööööög gaman. Einhverjir reyndu að halda uppi samræðum við brjóstin á mér, það er nú bara einsog það er. Notabene svörunin var engin. Bakið fékk augu á sig. Litu ekki tilbaka.  Rassinn fékk klapp og hlutaðeigendur illt augnaráð að launum. Ekki einn einasti sýndi tánum athygli. Það er ekki um auðugan gras að eitthvað -úti á lífinu.

Ég og minn trúi og tryggi Saxalingur héldum heim um fjögur...og við sváfum vært fram yfir hádegi. 

Set inn til gamans eina mynd sem var tekin í gærkvöldi...góða nótt elskurnarHeart

 

árshátíðarmynd

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband