Sunnudagur til sælu

Ég segi það alveg hreint út einsog það er. Ég hef ekki margar manneskurnar hitt sem gera eitthvað fyrir annað fólk án þess að vænta neins í staðinn. Þetta með að gefa (eða gera eitthvað) án þess að vænta einhvers í staðinn...er því bara crap að mínu viti. Því miður. Og það að gera eitthvað fyrir annað fólk án þess að básúna það út um fjöll og víða...er fátítt að mínu viti. Við mannfólkið erum meingölluð kvikindi og ef guð er til...honum ekki til sóma. Þó sum  telji sig vera hans best pal..viss í sinni sök, um heiðursæti við hlið hans, að þessari vist lokinni. Með hlutverk....stórt hlutverk.

Maður skildi ávallt hlúa vel að sjálfum sér. Setja sjálfan sig í fyrsta sæti og útrýma því úr vitund sinni að það sé sjálfselska.

Ég er annars sífellt að fá æði fyrir einhverju. Nú síðast fyrir vatni með lime...svo er ég að fá ógeð fyrir öðru, nú síðast að blogga. Ég fæ stundum svona tilfinningu einsog ég sé allsber. Samt er ég í fötum og gef bara oggupons af sjálfri mér....held ég. Og kannski eilítið skakka mynd af mér líka, en bara stundum, samt er ég ekki með pilsið á hausnum. Að auki finnst mér það hreint ótrúlegt hvað fólk les texta út á mismunandi hátt! Ekki einsog hann er framsettur af mér.  Og alveg finnst mér stórfurðulegast að ég skuli vera að skrifa um þetta...kannski vantar mig stærri vandamál í líf mitt. Ef þetta er orðið eitthvert issue. 

Annars góð - þrusugóð, eirðalaus en góð og ætla út og sjáum til hvert vindurinn þeytir mér í þetta skiptið.

Njótið sunnudagsins. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hafðu flottan dag...............hrikalega góðan....og töff ...sjúklegan

Einar Bragi Bragason., 4.5.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 13:09

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn...

Alltaf fundist þetta góð setning en erfiðara að fara eftir henni.

Solla Guðjóns, 4.5.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl Heiða Bergþóra!

Heimur versnandi fer fyrst svo er, að þú þekkir ekki eða hefur ekki þekkt of marga sem finnst "Sælla að gefa en þiggja" og það nú agt án minnstu skýrskotunar til trúar til viðbótar.

Og án þess að ég telji mig neitt merkilegan fyrir vikið eða hafi þörf til að slá sjálfan mig til riddara, þá er eiginlega aldrei meira virði að gera einhverjum greiða eða rétta hjálparhönd, nema að gera það án vitneskju eða kröfu um endurgjald! því ef greiðin eða hjálpin er brýn og þú uppskerð fallegt bros sem staðfestingu á miklu þakklæti, þá er sannarlega alvöru borgun til baka á ferð!

Þetta hef ég nú margreynt og finnst í raun ekkert merkilegt við það að gera slíka greiða ef færi gefst, það er bara partur af góðu uppeldi hygg ég ef fólk gerir slíkt.

ertu svo ekki bara sammála Stelpurassgat haha!?

Magnús Geir Guðmundsson, 4.5.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert rúmlega ágætur Magnús

Heiða Þórðar, 6.5.2008 kl. 00:23

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tæplega samboðin þér samt, þú ert að minnsta kosti ekki alveg öll þar sem þú ert séð!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.5.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband