Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ég veit alveg hvað það er að vera svöng

Ég man eftir mér á leikskóla svona ca. 3 ára. Ég sat útí sólinni, við endann á húsinu. Undir rassinum geymdi ég nestisboxið mitt. Í nestisboxinu var brauð og þurr ostur. Svo kom Bogga og vildi kíkja undir rassinn minn og  ofaní boxið...ég harðneitaði. Hún klóraði mig í andlitið og ég ber þess enn merki. Ég er með ör á kinninni. Kannski vissi ég þá, það sem á eftir myndi koma...

Seinna man ég eftir mér...þar sem mig langaði að klóra úr krökkum augun fyrir  snúð og kókómjólk. Þá var ég komin í fimmta bekk og hungrið varaði alveg út þann sjötta.  Statusinn á hungrinu var ef Freemans-sendingin með efnislitlum fötum hafði hafði borist með skipinu...

...heim úr skólanum, kom ég með níur og tíur og inngöngu í leikfélag skólans, þakklæti fyrir tóma nestisboxið og öskrandi magann.

Ég veit sko alveg hvað er að vera svöng... og það er alveg fínt að vita hvernig það er .... í dag er ég  síður en svo einsog útblásin hvalur, þó ég eigi nóg af öllu...nei, ég er einfaldlega þakklát eftir hverja máltíð. Ég fyllist einhverri fullnægju og sælu í hvert sinn sem ég er við það að æla af velmegun...mér finnst gott að borða. Mér finnst gott að vera södd. 

Þeirrar gæfu eru ekki allir að njótandi, því miður.

Ég veit líka alveg hvernig það er að finnast jan-feb-mars...ömurlegir mánuðir.  Einnig mánudagar og allir dagar þar til helgin nálgast. Það réðist af andrúmslofti heimilisins. Einnig veit ég hvernig er að finnst helgarnar hryllilegustu dagarnir. Sem er líka í reynd frábær lífsreynsla, þó ég hafi ekki beinlínis pantað hana í æsku. Frekar en að vera involveruð í þvi að finnast einn dagur öðrum fremri. Sem er fáránlegt þegar litið er til þess að mínúturnar er jafn margar í öllum dögum...ef vinnan er svona djö...leiðinleg...hættu þessu væli og skiptu um vinnu! Ef eina tilhlökkunin í lífinu er að fara á fyllerý um helgar væri ráð að panta sér pláss á Vogi eða vera bara full/ur alla daga vikunnar og hrífa aðra fjölskyldumeðlimi með sér á ýmindað hamingjutripp þar til himnarnir hrynja.

Hitt er viðbjóður. Sárt og vont og erfitt að mega alls ekki anda að sér á mánudögum og þriðjudögum...rétt aðeins á miðvikudögum...svo smá eykst það þar til lungun eru við það að kafna á föstudögum...og maður er orðin svoleiðins blár og marinn í framan og í hjartanu.

Í dag eru mánudagar ekkert verri eða betri en föstudagar. Janúar er flottur rétt einsog júlí. 

Jólaskrautið var tekið niður um helgina og ég get ekki sagt að í hjarta mínu ríki depurð eða myrkur. Miklu frekar ljós og von og bjartsýni um fallegt nýtt upphaf...þegar allir aðrir en ég sáu um að sprengja árið 2007 í tætlur...(flott hjá þeim. Takk fyrir sýninguna. )Sá ég um að að skapa mér nýja framtíðarsýn í huganum, umvafin litríkum, ljósum - logandi, himni með skítaflensu í kroppnum. 

Ég veit ekki með ykkur, en fyrir mér bragðast poppkornið alveg eins nú í kvöld sem endranær...hef ekki eina minnstu ástæðu eða löngun, til að troða því upp í nefið á einhverjum eða í eyrun á mér sjalfri. Rétt einsog með poppið...bragðast dagarnir eins. Málið er að tannbursta sig bara betur og njóta.... for god fucking sake! Nauðsynlegt að nota tannþráð reglulega.

Einhver, einhversstaðar frá, sagði við mig einhver nefnilega í kvöld:

-Heiða, ég hata mánudaga...ég hata janúar. Ég hugsaði með sjálfri mér;

-Yes, thats the spirit...sagðist vera að verða batterýslaus....og lagði á...með góðri samvisku.

Njótið komandi viku ....og poppið á að fara upp í munn og ofaní maga...Wink

 

 

 


Misharðir koddar

Laus og liðugur! hvaðan kemur þetta liðugur? Er maður skilgreindur í sambandi: frosin í heljartökum og fastur eða....? ég er alveg liðug og laus og ekki laus. Fuckit!

Annars sá ég grein í Blaðinu í vikunni í sambandi við kaup á nýjum kodda. Afspyrnu lélega og asnalega grein. Lét hana nett pirra mig í svona 30sec...en hef alveg hugsað um hana síðan.

Semsé...ég fór (ekki) sem heilalaus neytandi (ekki) að kaupa mér kodda (ekki). Samkvæmt greininni eru til margir og mismunandi koddar. Harðir, mjúkir og allt þar á milli. Með það í farateskinu að ég ætti ekki að kaupa samskonar kodda einsog vinur minn eða vinkona...þótt viðkomandi koddi hentaði þeim....neeeeeeeii....ég á sko að prófa fjárans koddann áður en ég splæsi í hann!

Jebb prófa!...sumir koddar nefnilega gætu valdið mér höfuðverk og áverkum held ég barasta....í huganum er ég búin að fara í verslunarleiðangur að velja kodda. Sé fyrir mér andlit afgreiðslufólks þegar ég segi:

- má ég prófa þennan kodda?

Leggst á gólfið eða í útstillingarrúmið með koddann og tek nettan átta klukkustundarlúr á honum...vakna svo og segi;

-nei þessi hentar mér ekki, er með hálsríg...gæti ég fengið að prófa annan, örlítið mýkri takk?

...þegar ég væri komin koddahringinn er næsta víst að ég væri orðin vel úthvíld í útvöldum rúmum bæjarins og sjálfsagt atvinnulaus í þokkabót.

PRÓFA KODDANN!? Er verið að fíflast í mér eða....

Þið verðið bara að taka orð mín fyrir þessu:.... hafa fjóra til sex stk. kodda í rúminu, einsog ég geri.

Misharða. Einn til að lesa á .... annan til að sofa á og svo má ekki gleyma þeim sem maður hefur(mjúkan) í fanginu á meðan maður sefur...og annan heldur harðari á milli lappanna.

Svínflott alveg hreint ...enda er þetta ein af ástæðunum fyrir því að ég á svo erfitt með að sparka mér á fætur á hverjum morgni.

 

 


Fjölgar í fjölskyldunni minni

Jæja stækkaði í fjölskyldunni í gær....hvolpur mættur á staðinn. Retriver. Flottur. Ónefndur...hefur ekki skitið einum litlum í eitt einasta horn, stendur bara þarna og starir...heyrist ekki múkk í kvikindinu og borðar ekki neitt.

Þegar strákurinn minn var að alast upp fékk hann auðvitað þau dýr sem hann óskaði eftir með bláu augunum nánast einum saman...flest enduðu þau á himnaríki hjá forfeðrum sínum sælla minninga, sökum vanrækslu stráksa...mér fannst svona eitthvað uppeldis-point í því að láta hann bera ábyrgð á dýrunum...mér er minnistæðastur kötturinn; Jóhannes Arason...ég hlæ núna  að minningunni með augunum.

Þegar þetta var þaulreynt og  hann farinn að drekkja fiskum í fiskabúrum, gat ég ekki gert þá kröfu á hann að hann myndi einhverju sinni  hugsa um hunda eða ketti, eðlur og apa.  Brá ég á það ráð að setja lifandi pottaplöntu í gluggann í herberginu....-þetta blóm er á þína ábyrgð Ari minn sagði ég ábúðarfullt og minnti hann á að vökva og röfla lítið eitt í leiðinni...og þá helst tóma dellu. Blómin drápust hvert á fætur öðru...meira að segja silki- og plastblómin...-mamma, tuðaði  hann þetta blómadrasl  er fyrir stelpur!

Þau að ég sé orðin leið á gæludýrum skal jafnt yfir bæði börnin ganga...hún fær allavega að reyna...þrátt fyrir ungan aldur. 

Nýji hundirnn verður sem sé á ábyrgð þriggja ára dóttur minnar, hún sér um að gefa honum að borða, fara með hann í labbitúra, klappa honum og kenna honum að pissa og kúka úti...hann má alls ekki fara úr hárum...enda þoli ég ekki hár um allt. Hann má ekki kuka eða pissa inni...og alls ekki gelta á miðjum nóttum...og alls ekki hitt og alls ekki þetta...

...byrjunin lofar góðu einsog ég sagði...heyrist ekki múkk...stendur stjarfur ennþá er að skoða umhverfið og stimpla sig inn i partýið....og kannski  er hann svona rólegur kvikindið af því ég er ekki búin að kaupa battery í fjarstýringunaWink

...en eitt tiny little probleme kom upp....Sóldís mín vill endilega fara með hundinn í bæjarferð og í Kringluna um komandi helgi....og þessi augu, þetta bros fá mig til að gera allskonar vitleysurnar með henni get eg sagt ykkur. Látið ykkur ekki bregða ef þíð sjáið okkar tvær, mig með útroðið veskið af batterýum og hana hlaupandi hlæjandi skríkjandi með beikt veski og hund í eftirdragi...þá er markmiðinu náð.

Njótið komandi helgi elskurnar.

 


Aðvörun - topptíu leiðinlegasta færsla dagsins!

Var að hugsa um að reyna að telja ykkur trú um að mér finnist rigning góð...en hætti við.Wink

Svo datt niður sú hugmynd um að grænar mandarínur hefðu borist til landsins og væru nú á sértilboði í Bónus, en hætti líka við...málið er að þetta bloggstand er þrálátur andsk. Farinn að fá fráhvarfseinkenni en hef samt ekkert að segja...þegar maður hefur ekkert að segja þá býr maður eitthvað til... en það er ljótt að skrökva...

Þegar ég var sem veikust þarna...þá kom sonur minn til mín í mýflugumynd...bæði vildi hann það og ég. Hann kom með mat handa mömmu sinni og tvær leiðinlegustu dvd-myndir sem hann fann á leigunni. Í alvörunni!

...þegar hann spurði í símanum;

-hvað mynd viltu mamma?

-æi taktu bara eitthvað svona ekta ástar-kerlingar-vibbavæl, svona sem þú þolir alls ekki...

...hann fær fullt hús stiga fyrir viðleitnina þessi elska. Myndirnar voru glataðar! Hlöllinn var kaldur.

Þegar hann kom toppaði hann herlegheitinn þegar hann sagði;

-shit maður....þú ert veik! það er agalegt að sjá þig! Fuck!

Fátt var um svör.

Ósvöruð símtöl voru svona ca á tímabilinu 3000. Þegar maður lítur út einsog skítur þá svarar maður auðvitað ekki símanum. Sko í mínu tilfelli er það nú eiginlega þannig að ef mér líður ekki vel...þá tala ekki við neinn. Sem er ekki sniðugt! Og hefur það ekkert með þunglyndi að gera og skeður í reynd sára sára sjaldan en hefur gerst....þá er ég döpur og það er vont og einmannalegt hlutskipti að vera dapur.

Nefnilega þegar maður er "skítur", hvað er betra en góður vinur og fjölskylda sem gerir í það minnsta tilraun til að hýfa mann upp? Lætur ýmindunaraflið vinna á yfirsnúning og segir til að mynda;

-það er nú asskoti flottar augabrýrnar á þér alltaf hreint elskan mín...

Var eitthvað að hugsa áðan að ég hefði getað létt mér vistina í flensu-helvítinu þarna með því að taka upp tólið og hringja og segja einfaldlega;

-þú mátt alls ekki koma í heimsókn, ég er ekki í stuði til að reita af mér brandarana en.....nennirðu nokkuð að segja mér sögu?

Viðkvæðið; æi það er ekkert að mér....vegna samviskubits yfir því að vera ekki með heilahimnubólgu eða ólæknandi sjúkdóm er viðloðandi marga einsog mig...

...einhverju sinni sagði góður vinur minn...

-Heiða ef þú brýtur á þér handlegg...ferðu ekki til læknis afþví að maðurinn í næsta húsi braut báða handleggi?

Ég aðvaraði ykkur; hrútleiðinleg færslaWink


Fucking pissed off!

Nýjar fréttir voru að berast í hús, alveg oforvarendes....já og ég búin að fá vitniðsburðin staðfestan annarsstaðar frá. Voðalega veit maður lítið þó maður viti lítið um mikið ...

Sko...

...hélt alltaf og stóð í þeirri trú að "hugsanir" til annars fólks kæmi niður á manni sjálfum. Góðar - gott til baka - slæmar - slæmt til baka....svona boomerang dæmi.

Hey...svo var ég nú barasta að heyra það að ef einhver hugsar slæmar hugsanir til mín tildæmis...þá getur það haft slæmar áhrif á mig?! Og hvað hugsaði Heiða þá? Auðvitað eitt stórt og feitt fuck! Hvað annað?

Hvernig verst maður nákomnum ættingja sem er með þráhyggju og afar sjúk á geði.....hugsar og talar um viðkomandi (jæja ok mig þá) á vægast sagt ljótan hátt ....og allt fyrir það eitt; að ég (hmmmm) nota mig bara sem dæmi, auðsótt mál að hafa þetta í 1.pers. hef tekið mér það bessaleyfi að fara í frí frá illa lyktandi partýinu til að hlúa að sjálfri mér og mínu.

Orð einsog viðbjóður, eigingjörn, viðbjósleg...hugsar bara um rassgatið á sjálfri sér...eiga á engan hátt við sem lýsing á mínum persónuleika.

Það góða er í stöðunni að þeir sem koma upplýsingunum til mín vita betur og segja bara; -svona svona hún er bara veik, þú veist það! Hefur alltaf verið svona, þú verður nú samt yfirleitt fyrir valinu ...en þú ert best.

Ég veit það vel að viðkomandi er veik, en þegar ég fæ flensu, andateppu og nálægt 40 stiga hita útaf haturs-straumum annarsstaðar frá.... ÞÁ VERÐ ÉG FUCKING PISSED OFF! Ég get ekki varið mig!

Annars bara svona að láta ykkur vita elskurnar að ég er að skríða saman....hef saknað ykkarHeart

Hendurnar eru hér enn....og bíða eftir að komast almennilega í gírinn...þá verður sko stuð á minni.Wizard

 


Ykkur dreymir um að vera ég...

Þið ykkar sem dreymið um að vera ég...þá get ég huggað ykkur við að þessa dagana er hreint ekkert gaman að vera ég. Já, já, ég veit alveg allt um það; sumir vilja vera ég...í allavega sólahring...bara svona rétt til að kíkja og káfa á brjóstunum á mér  og þukla mig allt um kring...þetta er semsé ógeðisfærslan mín...þar sem ég er næstum hætt að blóta. Viss um að ef þið væruð ég, þá mynduð þið leigja ykkur eina bláa með mér og mér. Keyra bílinn minn og skoða í skúffurnar mínar. Baka jafnvel köku. Ég er ofaná allt og allt uppfull af sjálfsvorkunn yfir því að vera ég.

Skrítið með að vilja alltaf gera allt sem maður getur ekki; svosem einsog þegar ég sat hér seinnipart dags í gær og hugsaði; flott væri að nýta tímann og klára að mála herbergið...eða mikið rosalega langar mig að sauma núna og teikna eða mála mynd.

Fór í apótekið í gær vegna handanna; konan sem afgreiddi mig greip fyrir munninn (til að grípa góminn sinn held ég) og segir; á neyðarvaktina með þig, brenndirðu þig svona svakalega! Neibb....ég hef sjálfsagt fengið vitlausa meðhöndlun .... hún lét mig hafa rakakrem...og ítrekaði; Á neyðarvaktina með þig. Ég rétti fram höndina hún tók ekki við henni, held hún hafi ekki séð hana...ekki frekar en læknirinn sem meðhöndlaði mig í síðustu viku.

Fuck!

Á morgun stendur svo valið á milli pinto bauna eða svartra bauna....hverjum er svo sem ekki sama um fucking pinto baunir!?

Vona að áramótin hafi verið ykkur gleðileg...og nýja árið leggist vel í ykkur...getur varla versnað úr þessu... Smile

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband