Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Blaða-ómennska
30.3.2007 | 10:02
Rakst á eftirfarandi klausu í Blaðinu í morgun; Veit ekki hvort þetta á að vera fyndið ... en kaldhæðnisleg er hún:
Heyrst hefur:
Þær eru gjafmildar Steinunn Jónsdóttir og Lilja Pálmadóttir. Þær ætla að gefa íbúum Hofsóss 25 metra sundlaug með allri nauðsynlergri aðstöðu. Að gefnu tilefni skal tekið fram að það vantar skemmtistað á Egilsstöðum, ekkrt bíó er í Bolungarvík, keilusal vantar á Akureyri......
að gefnu tilefni vantar mig sjálfa ýmislegt; uppþvottavél, nýja þvottavél, mjólkin uppurinn, eitt stk. karl til að slá grasflötina svo fátt eitt sé nefnt. Að ógleymdum sumardekkjunum.
Þvílík blaða-ómennska. Hef akkúrat ekki húmor fyrir skotinu.
En... ég gleðst með íbúm Hofsóss, nú er bara að taka sundtökin á þetta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Góðu konurnar eru allar komnar í kirkjugarðinn!
28.3.2007 | 22:49
Til hamingju íslenskir karlmenn! Samkvæmt skoðunarkönnun, sem fram kom í fréttatíma stöðvar 2, í kvöld! Eru þið bara; hreint bestir.
íslenskt, já takk!
Karlar eru djöflar, andvarpa konurnar, og óska þess að karlmenn komi og taki þær. Spænskt orðtak
Ég er ekki að neita þvi að konur séu heimskar. Guð almáttugur skapaði þær til að vera jafningjar karla. George Eliot
Karlar stjórna heiminum, konur stjórna körlum. Spænskt orðtak
Karlmenn uppgötva tíðum hluti, sem konur hafa vitað um lengi. George B. Shaw
og að endingu:
Að vera kona er svo furðulegt, svo flókið og botnlaust, að enginn nema kona getur ráðið við það. Sören Kierkegaard
Njótið andartaksins elskurnar, allir sem einn!
Þið skuldið mér kvitt á þetta, konur og karlar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Leynist sannleikurinn í gangstéttarhellum?
28.3.2007 | 01:04
Mér varð hugsað til eftirfarandi í kvöld, þar sem ég sat ein míns liðs, í djúpum pælingum, í góðum félagsskap. Með sjálfri mér.
Með slökkt á sjónvarpinu og malið í örfáum snjókornum þarna fyrir utan stofugluggann minn, rifjaðist upp fyrir mér þegar ég kom alflutt (í bili) heim frá Nýja Sjálandi árið 1999.
Hvernig ég sá íslendinga og hvernig þeir sáu mig, einsog og ég sé það.
Vopnuð 2 stk. ferðatöskum 20 kg. í hvorri (eins og lög gera ráð fyrir) var sonur minn með í för. Eftir smá millilendingu, fluttum við í blokkaríbúð. Mér er svo minnistætt samanburðurinn þegar ég flutti búferlum til NZ., og þegar ég flutti í þessa blessuðu blokk í Reykjavík.
Og já blessuð sé minning hennar! Sem er ekki allskostar góð. Að mestu týnd í minningarbrotunum, ef satt skal segja. Og sem betur fer. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að raða þeim saman.
Sko; þegar ég flutti í fyrsta húsið þarna hinumegin á hnettinum. Kom nágranni minn einn og bauð mig/okkur hjartanlega velkomin í götuna. Meðferðis hafði búsældarleg frú með sér 1 stk. fransbrauð. Niðurskorið notabene... ég alveg orðlaus, frosin og fannst þetta fyndið, að hún skildi færa okkur þessa gjöf. Niðurskorna.
Þegar ég svo flutti í áðurnefnda blokk eftir 5 ára fjarveru frá landinu okkar góða. Þá blasti við allt annað viðmót. Í stigaganginum var til siðs að BJÓÐA ALLS EKKI GÓÐAN DAGINN! Fæstir vissu hvað hinir hétu, hvað þá að þeir létu sig þá varða. Ég var þarna eins og einhver afturkreistur mongólíti og gaf mig aldrei hvað það varðaði: Veit ekki hversu oft ég bauð sjálfri mér góðan daginn. Og brosti.
Þetta var áður en ég kynntist Flubber, þannig að ég ferðaðist með strætó. Við lá að vagnstjórinn tæki andköf og kærði mig fyrir kynferðislega áreitni, þegar ég kurteisislega ávarpaði hann.
Þar sem ég sat við gluggann (í leið 12) og virti fyrir mér mannlífið (sem í mínum augum var grátt) tók ég eftir hvað íslendingar eru fádæma áhugasamir um hvað fram fer á gangstéttum borgarinnar...allir störðu niður í malbikið.
Ég velti fyrir mér hvort leyndist einhver fádæma leyndardómur þar, kannski annað líf....?
Hef ekki enn fundið það út.
Skildi sannleikurinn leynast í gangstéttarhellum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Endurgreiðsla innan þriggja daga.
27.3.2007 | 10:28
Viðbætur v/færslu gærdagsins....
Ef þú ert ekki 100% ánægður með þjónustuna/vöruna færðu hana endurgreidda!
Almennur skilafrestur: Heimlán:
Innan 3ja daga færðu endurgreitt. Innan 30 daga innleggsnótu gegn framvísun kassakvittunar að sjálfsögðu... svo framalega að varan sé í ónotuðu/nothæfu ástandi.
Ekki stafur um þetta meir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dráttur til sölu!
26.3.2007 | 21:19
Ég er ekki alveg að kaupa þetta varðandi lögleiðingu vændis.
Ég er bara tiltölulega sátt við þessi nýju lög. Með því að gera hvorki kaup né sölu vændis refsiverð er minni hætta á að vændi fari neðanjarðar. (Kolbrún Baldursdóttir X-D)
Verður vændi einhvern tíma ofanjarðar? Ef vændi er löglegt, hlýtur það að teljast eðlilegt, ekki satt?
(á mannamótum:)
-Hvað gerir þú?
-Ég er með sjálfstæðan atvinnurekstur, ég er mella. Eða melli/hóri....(ekki viljum við gera femmurnar alveg óðar og jafnt skal yfir alla ganga)
Á einhvern hátt verður svo að auglýsa söluna/þjónustuna og þá sæi ég þetta svona fyrir mér miðað við að aukna samkeppni...
...myndi auðvitað rigna yfir mann tilboðum af ýmsu tagi sbr.:
-Afnemum allan virðisaukaskatt um helgina af dráttum. Ath aðeins þessa einu helgi!
-2 fyrir 1 (þú borgar fyrir dýrari dráttinn.) *ath tilboðið gildir aðeins á meðan birgðir endast
Pakkatilboð: Dráttur, munnmök og einn lítill blautur koss verð aðeins: 14.990.-
40% af kílóaverði af frosnu kjöti, afsláttur reiknast við kassa...
Þjónustan hættir, 70% afsláttur af öllum dráttum aðeins þessa einu helgi.
Býð nú ekki í það þegar samkeppnisráð kæmist að feitu samráði vændiskvenna...
Túristinn fengi jú taxfree (ef þjónustan yrði yfir 4000) miðað við 14 % rétt einsog af fatnaði fengi hann eilitla endurgreiðslu, í flugstöðinni.
En getum við ekki verið nokkurn veginn sammála um það að íslenskt er best?
Við veljum íslenskt gæðakjöt! 100% verðvernd!
Einhverjir segja; ja fólk gerir þetta í neyð, en kom ekki einhversstaðar fram að vændi mætti ekki stunda til framfærslu....
Hver er markhópurinn? Gamlir graðir karlar eða/og kerlingar? Hvaða þörfum erum við að fullnægja eða ekki fullnægja?
Ég sjálf er svo langt frá því að vera náttúrulaus að það hálfa telst hellingur...
Fyrir mér prívat og pers... er kynlíf eitthvað alveg undursamlegt milli tveggja einstaklinga sem bera þó ekki sé meira sagt en lágmarksvirðingu fyrir hvort öðru. Kynlíf fyrir mér hefur einhvern aðdraganda. Kynlíf ætti aldrei að vera til sölu.
Ég sit ekki heima hjá mér inn í stofu að horfa á sjónvarpið og yfir mig kemur einhver argasta gredda upp úr þurru...hvað þá að ég sjái fyrir mér að nokkurn tíma komi ég til með að hugsa/framkvæma eftirfarandi: ....
-jæja, mikið assk. er ég horný núna. Best að fá sér að ríða! (Allir drætti sem ég keypti á tilboði og geymdi í frysti uppurnir)
Sá auglýst þetta flotta tilboð í blaðinu í morgun...Fæ meira að segja tvo fyrir einn.....
...Bara svona smá pæling
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Akkúrat ekki frétt
26.3.2007 | 01:10
Akkúrat ekki frétt....um ekki neitt, einsog einn bloggari (Óttarr) komst að orði.
Er einhver gúrkutíð? Spyr sá sem veit
Bretaprinsar döðruðu drukknir á næturklúbbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Pissublaut með ælukleprana í hárinu....
25.3.2007 | 23:10
Þegar ég vaknaði í morgun, pissublaut upp undir bak, með ælukleprana í hárinu...dró ég augað í "buddu" .....ekki pung!
Nú þykir nefnilega afar ósæmilegt að að hugsa um píku, vera með píku. Meira að segja greiða hárið í píku.
Hrútspungur, ástarpungur (nei nei nei!)
Nóttin var erilsöm á heimilinu. Litla prinsessan sá til þess að móðirin skipti á rúminu í þrígang. Hafði náð
sér í ansans ælupest. Og rifið af sér bleyjuna...
Við mæðgur vorum vellyktandi af vanillu, eftir þrjár þvottavélar og 2 stk. bað.
Við semsé ákváðum að eyða hluta úr degi í menninguna: Settumst upp í Flubber (unglingurinn ekki með í för) og strikið tekið í Kolaportið.
Segin saga.... Flubber rauk auðvitað grenjandi í hálfum hljóðum, í gang.... með það sama.
Lengi lifi litlir pungar (*Klara litla bloggvinur/vinkona)...ótótlegar þrjóskar truntubuddur....
Gerði stórinnkaup, sundirliðast sem hér segir:
1 stk. úr 500 kr. (ekki Gucci en ansi nálægt því...)
1 stk. pils 0.- kr. (efnislítið, en ekki stolið)
1 stk. buxur 0,- kr (efnismeira, en ekki stolið)
1 stk. bakpoki 200,- kr. (bleikur bangsabakpoki -HRIKALEGA kjútt!)
1 stk. bók 200,- kr. (valið stóð á milli; Heiða fremur sjálfsmorð og Óli fer að sofa. Valdi síðari kostinn.)
1 stk. barnasólgleraugu 499.- (ekki seinna vænna, sást glitta í kvikindið í dag, á milli skúra)
Samtals kr: 1399,-
*öll verð eru uppgefin með virðisaukaskatti.
Pungurinn er nánast tómur.
Við mægður miður lyktandi (aftur) að kveldi af harðfisk og súrum fisk og sætum körlum.
En afar sælar í hjarta... og með innkaup dagsins...
... ....lengi lifi litlar buddur .... og ...Kolaportið!
Bloggar | Breytt 26.3.2007 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Útlitið skiptir víst máli...
24.3.2007 | 23:55
Fyrir akkúrat 6 mánuðum í dag vorum við kynnt. Kökur og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast okkar er bent á....
Á milli okkar hefur ríkt svona ást/haturs tilfinningasamband, en mikið ofsalega var ég samt ánægð Þegar hann varð minn.
Enda liðnir 3 dagar (sem er kannski ekki langur tími en..) og ég svona einhvern veginn vel veðruð og ein að mér fannst. Þurfti að treysta á sjálfa mig í öllu og einu.
Þetta var ekkert ofsalega rómantískt augnablik þegar ég leit hann fyrst augum. Fékk ekki í hnén og hreint út sagt, við fyrstu viðkynningu leist um mér ekkert á blikuna.
Hann var/er ekki beint fyrir augað.
Þegar ég kynnti hann fyrir syni mínum sem er 17 ára. Þá var mér ekki um sel! Hann leit á mig og í fyrsta skipti mátti glitta fyrir fyrirlitningu í augnaráði hans (og hefur hann nú kynnst þeim nokkrum) þegar hann sagði:
-mamma, hann er óðgeðslega ljótur (já, ég veit ekki beint að skafa utan af því drengurinn)
-láttu ekki svona, segi ég og hugsa með mér. Hann á eftir að kunna að meta hann.
Svo bætti hann við:
-ég læt ekki sjá mig með ykkur á almannafæri...
Mig sárnaði svona svolítið, og fann aðeins til vanmáttar vegna míns annars ósmekklega smekks. En hann bara kom og ég greip hann. Hvað átti ég svo sem að gera?
Vikurnar liður og sonur minn gerði óspart grín að okkur. Ég fann að það hafði áhrif á mig, því ég sjálf var svona farin að finna fyrir smá óánægju í sambandi við þetta allt saman. Tók til að mynda eftir því að hann var allur skakklappalegur að aftan.
Óþolinmæðin varðandi það hversu hávær hann var alltaf hreint, lét á sér kræla.
Lítið virtist skipta hvort ég hækkaði í músikinni, hann emjaði þeim mun hærra. Svona rétt til að ergja mig held ég. Hugsanir fóru að ágerast á borð við:
-Ohhhhhh, erum við ekki að verða kominn!
Ég var gjörsamlega orðin blind á þann kost hans að vera mér þvílíkt trúr og tryggur og er farin að dauðskammast mín þegar vegfarendur flauta, á eftir okkur. Á undan okkur. Við hliðina á okkur.
Nú og svo er það nú einu sinni þannig og hefur verið frá upphafi að allir vinir/kunningjar/vinnufélagar og fjölskyldumeðlimir (langir, feitir, stuttir og mjóir) hafa meiri áhuga/áhyggjur hvernig hann hafi það, heldur en ég!
Stundum fæ ég svona aumingja-góðar augngotur og spurt er: Er allt í lagi með hann?
Ég segi:
-Flubber (hann fékk viðurnefni áður en ég kynntist honum -með það tattoverað á síðunni)?
Já já hann er fínn! Fer alltaf í gang!
-Gott, fæ ég til baka. Aðalatriðið að hana komi þér milli A-B. ( augnaráðið fylgir)
Ég blýsperrist öll og segi til baka:
-A-Ö. Klassakerra!
Þegar það svo skeði um daginn, að ég fékk far í þessum líka eðalvagni og það fór að hitna vel á mér rassinn...
... þá fattaði ég að þetta er auðvitað bara bullshit!
Bloggar | Breytt 25.3.2007 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Uppnefni - ónefni og grænar baunir á Reykjanesbrautinni
23.3.2007 | 23:51
Mér varð hugsað til þessa fyrirbæris: uppnefni um daginn þegar ég var að tala við eina vinkonu mína. Ég var að segja henni (á msn) að ég hefði hitt J prump. Dóttir hennar var við skjáinn og las Jólaprump (ásláttarvilla). Vinkonan spyr mig:
-Hvernig á maður að útskýra fyrir barninu hvað þessi uppnefni standa fyrir?
G skító, G lala og ég hugsaði með sjálfri mér; Hvað mér G gröðu og M mellu?
Uppnefni eru oftast hrein viðurstyggð i mínum huga og fæstum einstaklingum sem fyrir verða til framdráttar. Nema síður sé.
Öðrum til aðgreiningar frá hinum joðunum, emmunum og geunum, afsakar ekki þetta fyrirbæri.
Mynduð þið til að mynda biðja: G gröðu og M mellu að passa börnin ykkar?
Eða kaupa hús af J prump og biðja G skító að þrífa það fyrir ykkur? Kannski sleppur að fá G lala til að syngja.... en nei held ekki. Myndi frekar biðja hana að gera fyrir mig skattaskýrsluna.
Þessi ónefni/uppnefni komu eftir því sem ég best veit á umrædda einstaklinga á unglingsárum.
Og haldast enn.... vel og lengi einsog tonnatak: Áhrifamáttur tonnataksins er gríðarlegt, sem sönnun þess eru þessir einstaklingar að skríða í fimmtugsaldurinn... og þekkjast enn undir ónefnunum.
Þegar ég hugsa til unglingsáranna, fæ ég ennþá pínu sting þegar ég hugsa til þess að elsti bróðir minn stríddi mér óspart á því hvað ég var ólögulegur unglingur. Hlutföllin voru í hróplegu ósamræmi.
Verst var það þetta með brjóstin sem létu eitthvað á sér standa. Hann kallaði þau grænar baunirnar á Reykjanesbrautinni (viðurkenni nú að ég brosi nú út í annað...).
Þegar brjóstin loks komu, var þeim tekið fagnandi og boðið hjartanlega velkomin í partýið...., en ég hef aldrei getað borðað grænar baunir
Bloggar | Breytt 24.3.2007 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Atkvæðið mitt er til sölu!
23.3.2007 | 09:45
Síðan ég komst inní þennan heim, sem bloggið er, hefur fátt annað komast að í lífi mínu. Heimilið komið í rúst og kúkur í öllum hornum.
Einsetti mér í ferðalaginu að vera sérstaklega vel upplýst fyrir komandi kosningar.
Er meira efins en nokkurn tíma áður, meira ráðvillt og hef því tekið afar afdrifaríka ákvörðun.
Ég gefst upp...
Atkvæðið mitt er til sölu!
Einn umgangur af sumardekkjum takk! Og málið er dautt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)