Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?

Ekki hugmynd!

Árin mín eru alls 38, sentimetrarnir 173, kílóafjöldin 56 (tvær samlokur m/skinku og osti meðtaldar.....) og ég er enn ekki búin að ákveða hvað ég vill verða þegar ég orðin...!

Og þessi spurning: -hvar sérðu þig eftir 5 ár? Púff, aldrei fattað hana. Oftast nær veit ég varla hvort ég er að koma eða fara.

Dáist að fólki sem vissi alltaf hvað það vildi verða! Stefndi að markmiði sínu ótrautt og náði þeim flestum........það sem meira er,:  er sátt.

Staðan mín í dag er klár afleiðing af fyrri ákvörðunum. Það er ljóst. Hver og ein ákvörðun í lífi mínu leiddi mig inn í, að mér skilst stærsta tippi veraldar. Allavega eitt stærsta...

Skil samt ekki ferlið þangað, sem er svona í grófum dráttum;

Fór í Ritaraskólann eftir heiðarlega tilraun í fjölbrautaskóla á viðskiptafræðibraut. Þaðan lá leiðin til Danmerkur að salta fisk. Fæddi son. Tollstjórinn í Reykjavík, framkvæmdarstjórn á  skemmtistað. Innflutningar á lásabúnaði, lykilefnum og skildum vörum. Framkvæmdarstjórn aftur. Fatahönnunarkeppi. Skutlaðist yfir allann hnöttinnn, en þar lá leið mín inní spilavíti. Aftur heim, lauk sölu- markaðsfræðiprófi........ hoppaði yfir í uppl- og fjölmiðlafræði......annað barn og búmm!

Eitt stærsta tippi veraldar..., sem eftir minni bestu vitund sér um tímaritaútgáfu sem höfðar til lægstu hvatar okkar. En þar er ég alls ósammála.

Um mig hefur farið meira en ágætlega, í félagsskap hinna  sæðisfrumanna.

Skilur einhver samhengið?

Hvar enda ég?


Er ég kannski bara pólitísk mella?

Senn líður að kosningum og ég hef ekki gert upp hug minn varðandi það hvað ég ætla að kjósa.

Staðreyndin er einfaldlega (einhvern veginn) svona: 

Þar sem ég er í afar hamingjusamri sambúð með sjálfri mér,  þá þarf ég jú réttilega að hafa mínar eigin stjórnmálaskoðanir,  án áhrifa frá öðrum.

En það hefur einfaldlega ekki verið raunin til þessa. Þó vissulega ætti  svo að vera.  Þessa staðreynd viðurkenna fæstir. Ég geri það hér með. 

Ég fór ung í mína fyrstu sambúð. Hann var einhverjum árum eldri en ég og í raun Guð sjálfur í eigin persónu.

Fallegur með eindæmum  og sannleikurinn lá í orðum hans. Þar á meðal  að  Sjálfstæðisflokkurinn væri málið (ásamt því að fá mig á bragðið með að borða endalaust af hvítlauksristuðum sniglum..., en það er allt önnur saga).  

Árin liðu; stundum var X-að við D – stundum ekki, fór svona eftir veðri og vindum í sambúðinni. Sambandinu lauk og önnur tóku við. Þeir menn sem á eftir komu áttu það eitt (og eina) sameiginlegt að vera sjálfstæðismenn. 

Ég hef í raun ekki rassgat vit á stjórnmálum og hef talið mig ópólítíska, en auðvitað er ég það ekki frekar en nokkur annar.  

Ég hef mínar föstu skoðanir á því hvað ég vil og hvernig fólk ég vil í forystu þessa lands.  Og hverja/hvað ég vil ekki. 

Í eigin hagsmunaskyni liti flokkurinn minn svona út: 

Davíð Oddson – endalaust skemmtilegur og frábær leiðtogi            Gæti lært mikið af honum

Steingrímur Sigfússon – þvílíkur (lúmskur) húmor!            Óútreiknanlegur húmor, myndi hlusta vel á þennan til að ná honum

Eyþór Arnalds – flottir leggir, sá hann á skokki niður Laugarveginn            Myndi e.t.v. lifa heilsusamlegra lífi...m/skokki niður Elliðaárdalinn - no ipod thanks!

Guðni Ágústsson – þarf ég að segja eitthvað meira...            Pylsa með öllu, takk!

Gummi Steingríms –  snilldarpenni             Segði mér sögu fyrir svefninn

Guðlaugur Þór –  afar kurteis sjarmur      Myndi kenna mér ameríska kurteisi.....     

Össur Skarphéðinsson – sætur og góðlegur karl            Gæti leikið fyrir mig jólasveininn, bæði í desember og júlí

....að ógleymdum Árna Johnsen            Af þeirri einföldu ástæðu að hann er þvílíkur orkubolti - gæti hæglega eytt “leti” út úr ísl-ísl orðabókinni. 

En að þessu slepptu ætla ég að vanda mig sérstaklega, sérstaklega vel fyrir næstu kosningar.

Og vera ekkert að mellast neitt með atkvæði mitt!


Ef einhver skildi villast hér inn.....

...fáið ykkur kaffi og með því!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband