Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?

Ekki hugmynd!

Árin mín eru alls 38, sentimetrarnir 173, kílóafjöldin 56 (tvær samlokur m/skinku og osti meðtaldar.....) og ég er enn ekki búin að ákveða hvað ég vill verða þegar ég orðin...!

Og þessi spurning: -hvar sérðu þig eftir 5 ár? Púff, aldrei fattað hana. Oftast nær veit ég varla hvort ég er að koma eða fara.

Dáist að fólki sem vissi alltaf hvað það vildi verða! Stefndi að markmiði sínu ótrautt og náði þeim flestum........það sem meira er,:  er sátt.

Staðan mín í dag er klár afleiðing af fyrri ákvörðunum. Það er ljóst. Hver og ein ákvörðun í lífi mínu leiddi mig inn í, að mér skilst stærsta tippi veraldar. Allavega eitt stærsta...

Skil samt ekki ferlið þangað, sem er svona í grófum dráttum;

Fór í Ritaraskólann eftir heiðarlega tilraun í fjölbrautaskóla á viðskiptafræðibraut. Þaðan lá leiðin til Danmerkur að salta fisk. Fæddi son. Tollstjórinn í Reykjavík, framkvæmdarstjórn á  skemmtistað. Innflutningar á lásabúnaði, lykilefnum og skildum vörum. Framkvæmdarstjórn aftur. Fatahönnunarkeppi. Skutlaðist yfir allann hnöttinnn, en þar lá leið mín inní spilavíti. Aftur heim, lauk sölu- markaðsfræðiprófi........ hoppaði yfir í uppl- og fjölmiðlafræði......annað barn og búmm!

Eitt stærsta tippi veraldar..., sem eftir minni bestu vitund sér um tímaritaútgáfu sem höfðar til lægstu hvatar okkar. En þar er ég alls ósammála.

Um mig hefur farið meira en ágætlega, í félagsskap hinna  sæðisfrumanna.

Skilur einhver samhengið?

Hvar enda ég?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh já! ÉG skil Ég hef aldrei getað gert langtímaplön. Er alveg í vandræðum að svara hvort ég get skuldbundið mig í matarboð á laugardaginn! 

Hélt fyrst að mér bæri að vera í tilvistarkreppu út af þessu.... köst sem myndu ágerast verulega þegar einhverjum dytti til hugar að spyrja mig "hvar sérðu þig eftir 10 ár"... sem er btw heimskulegasta spurning í heimi. En ég er nánast alveg búin að sætta mig við að þetta er bara ekki ég.... Ég upplifi mikið frelsi í því að vera ekki bundin einhverri sýn sem ég bjó til fyrir x mörgum árum og stefni á af mikilli hörku.. jafnvel án þess að endurskoða það reglulega. Þekki nefnilega einn sem stefndi ótrauður á drauminn sinn í 10 ár... náði honum og fattaði að tilveran hans hafði breyst svo mikið á leiðinni að þetta var ekki einu sinni hans draumur lengur!

Ég vil bara vera sveigjanleg og hafa frelsi til að stökkva á það sem mig langar að gera þegar mig langar að gera það 

Heiða B. Heiðars, 23.3.2007 kl. 00:43

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

úps! var þetta svona langt! missti mig í smá ham

Heiða B. Heiðars, 23.3.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þekki einmitt einn slíkan sem eyddi bestu (og næstbestu) árum sínum í læknisfræði tók síðan sérsvið löngu seinna erlendis í geðlæknisfræði og vinnur og hefur gert i árafjöld við fagið... málið er bara að hann vildi aldrei verða læknir - heldur rithöfundur!

Grunar að hann hafi alltaf vitað það, svona innst inni....

Heiða Þórðar, 23.3.2007 kl. 09:33

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Rest my case

Heiða B. Heiðars, 23.3.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband