Pissublaut með ælukleprana í hárinu....

Þegar ég vaknaði í morgun,  pissublaut upp undir bak, með ælukleprana í hárinu...dró ég augað í  "buddu" .....ekki pung!

Nú þykir nefnilega afar ósæmilegt að að hugsa um píku, vera með píku. Meira að segja greiða hárið í píku.

Hrútspungur, ástarpungur (nei nei nei!)

Nóttin var erilsöm á heimilinu. Litla prinsessan sá til þess að móðirin skipti á rúminu í þrígang. Hafði náð

sér í ansans ælupest. Og rifið af sér bleyjuna... 

Við mæðgur vorum vellyktandi af vanillu,  eftir þrjár þvottavélar og 2 stk. bað.

Við semsé ákváðum að eyða hluta úr degi  í menninguna: Settumst upp í Flubber (unglingurinn ekki með í förSmile) og strikið tekið í Kolaportið.

Segin saga.... Flubber rauk auðvitað grenjandi í hálfum hljóðum, í gang.... með það sama.

Lengi lifi litlir pungar (*Klara litla bloggvinur/vinkona)...ótótlegar þrjóskar  truntubuddur....

Gerði stórinnkaup, sundirliðast sem hér segir:

1 stk. úr 500 kr. (ekki Gucci en ansi nálægt því...)

1 stk. pils 0.- kr. (efnislítið, en ekki stolið)

1 stk. buxur 0,- kr (efnismeira, en ekki stolið)

1 stk. bakpoki 200,- kr. (bleikur bangsabakpoki -HRIKALEGA kjútt!)

1 stk. bók 200,- kr. (valið stóð á milli;  Heiða fremur sjálfsmorð og Óli fer að sofa.  Valdi síðari kostinn.)

1 stk. barnasólgleraugu 499.- (ekki seinna vænna, sást glitta í kvikindið í dag, á milli skúra)

Samtals kr: 1399,- 

*öll verð eru uppgefin með virðisaukaskatti.

Pungurinn er nánast tómur.

Við mægður miður lyktandi (aftur)  að kveldi af harðfisk og súrum fisk og sætum körlum. 

En afar sælar í hjarta... og með innkaup dagsins...

... ....lengi lifi litlar buddur .... og ...Kolaportið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ewwwww,jakk,gamana að vakna svona, fæ bara flashback,,úfff hvað er nú gott að eiga eina 8 ára þar sem eina sem er þá að gera er að halda á henni hárinu við klósetsetuna í svona dæmi, ja stundum er nú ælan upp á veggi og gólf en ekki á mér:) því að hún er í sínu herbergi. Heyrum bara gól....og sjáum þá sletturnar og þá er þetta aðalega þrifnaðurinn sem maður ælir af sjálfur,,,ewww,,fæ aftur flashback,,lyktin sko... EN ER EKKI T'IMI AÐ TALA UM EITTHVAÐ ANNAÐ..t.d bílinn,,er virkilega 6 mánuðir síðan váaaaaa,,finnst vera svooo stutt síðan ég kynntist honum vá hvað tíminn er fljótur....

HEYRRU akkuru tókstu ekki mig með í kolaportið, þú ert algjört pró að finna svona góða díla,, hvernig fékkst pilsið á 0? var svona virðisaukaskattsútsala eins og í hagkaup???0x0.25 %=0 kr? hummm þarf að hafa nóttina í það að hugsa þetta dæmi,,,góða nótt c u tomorow

asta á blog.central.is/salny3 (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 00:12

2 identicon

Been there, done that.  Mig minnir að báðir strákarnir hafi náð að æla á mig, frekar en einn tvisvar.  Svo man ég ekki hvort það var eldri eða sá ýngri sem lék Manenkanpis á bakinu, og úðaði mig rækilega í bleyjuskiptum.  Svona moment reynir maður að gleyma sem fyrst. 

Hvað innkaupin varðar, hef ég aldrei verið hagsýnn.  Strunsa inn og kaupi það sem ég ætlaði og út.  Ó, var útsala á efri hæðinni? 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband