Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Sé ekki sólina fyrir stjörnunum...

-Ertu þarna núna, viltu tala við mig í dag?!!!!!!!!!

-ég er ekki ánægður með þig Heida, at all!

-núna ertu hérna! Ég var ekki ánægður í gær, ég vil bara að þú vitir það!!!

-ég sá það (ég...)

-ég sendi þér mail...veistu það!

-ég hélt ég hefði "uppsetað" þig....

-hvað ætlarðu að gera í dag? (ég)

-kaupa efni í kjólinn fyrir þig.

-oh, how sweet...hvernig hefur mamma þín það? (ég)

-hún hefur það fínt, ég er að fara að búa til morgunmat handa henni.

-ég sendi þér kort ...kíktu á það!!! núna!!!

.....og síðan slitnaði sambandið.

Hann er aldeilis ákveðin þessi elska. Augljóst hvað hann er ástfanginn. Og nokkuð ljóst að hann vill hafa aðgang að mér 24/7! Og ég meina allt í góðu með það. Ég er jú undirgefin, skoðanalaus og læt einstaklega vel að stjórn. Hlýðin, lítillát og pervisin písl. Það eru e.t.v. ekki allir sammála mér hérna sem til mín þekkja. En þetta er hreinasti sannleikur.

Byrjun á okkar sambandi lofar því afar góðu.

Ég mæli eindregið öllum frá því, að taka mikilvægar ákvarðanir einsog að velja lit á barnaherbergi í ástarvímu.  þegar maður er með stjörnur í augunum og sér ekki sólina fyrir stjörnunum, er maður með öllu ófær um að taka mikilvægar ákvörðanir. Ég hefði betur fengið dómgreind og smekk einhvers lánaðan þegar ég stóð frammi fyrir litavalinu í bleiku deildinni. Málningarvinnan gengur afar hægt...hvernig er annars við öðru að búast þegar hugurinn er í Nígeríu við morgunverðarhlaðborð og fleiri fín borð...hjartað í Hollandi og nýji kærastinn fúll? Mér til töluverðar armmæðu, varð bleiki liturinn sem ég valdi í Byko, svo öskrandi bleikur að hann er BLEIKUR!

Varaliturinn roðnar í samanburði...

Annars varð mér hugsað til hans E. G. frá Akureyri...bara af þeirri einföldu ástæðu að þessi öðlingur er umhugað um að Cyber-sambandið mitt endi í blússandi blóma. Hann hefur þvi hrundið af stað söfnun. Kærastinn hreinsaði út af heimabankanum mínum eftir fyrsta stefnumót. Var að velta þvi nefnilega fyrir mér í gærkveldi ...hvort einhver fyrirstæða væri fyrir þvi að fá Konna hingað til Íslands bara?! Og mömmu hans líka...þau er bundin órjúfanlegum böndum...og ég er meira en til í að deila rúminu mínu með þeim.

Annars veit maður svo sem ekki hvað er satt og logið með hann Ella sprella sko...hann ætlaði að ljúka söfnunni um helgina með sparibauk, á horni Glerárgötu og einhverrar annarrar götu...en samkv. blogginu hans er gæinn á leið í bæinn! Og enga Glerárgötu að finna hérna í bænum, mér vitanlega. Ég held nú samt að hann sé hingað til Reykjavíkur komin til að afhenda mér afrakstur söfnunarinnar...in person. Ekki er maðurinn að ljúga! ...en hvað veit maður svo sem. Í versta falli, er ég allavega alveg með Konna minn á hreinu...


Ertu sofandi í sætinu þínu?

Góður vinur minn sagði við mig fyrir nokkrum dögum að hann ætti svo erfitt með að fyrirgefa ákveðinni manneskju, sem hafði gert á hans hlut. Spurði mig síðan í kjölfarið hvort ég hefði einhvern tímann lent í þeirri aðstöðu;

Ó-já! það hef ég sko...og það er hryllilega ógeðslega vont og sárt og erfitt að brasa þetta með þessar neikvæðu tilfinningar í mallakútnum og hinar í hjartanu...óbeitina og beituna.

Fuck!

Í dag get ég næstum því sagt með hreinni samvisku að ég ber ekki kala til nokkurrar manneskju. Ekki einnar einustu, nema ef vera skildi aðeins einnar. Væri alveg til í að sú myndi fótbrjóta sig allhressilega...ok ok....kannski svolítið gróft. En allavega axlabrotna! Á báðum. 

Það væri hellings sparnaður fyrir skattborgarana, þar sem ekki er hægt að setja axlabrot í gifs.

Heiða Bergþóra, sýna smá samhug hérna. Samstöðu. Samúð.  En svona í alvöru, er að losna undan viðkomandi...sér í lagi ef ég hugsa til þess, að hún hefur það sjálfsagt náðugt í heitum armi einhvers eða einhverrar. Einhversstaðar.

Ég held að þetta hafi með ástina að gera í lífi mínu; hans Konna sem er hálfur Nígeríu búi hálfur Hollendingur og hálfur og hálfur eru sama og ekki neitt. Þannig að annaðhvort er maðurinn heill eða ekki neitt. Við eigum eftir að komast að því. Ég er orðin svo auðmjuk í hjarta mínu að ykkur er velkomið að traðka og troða á mér, hrækja hressilega á mig...ég fyrirgef öllum. Af einlægni og stakri auðmýkt.

Þegar ég kom heim í kvöld eftir langan dag; hafði hann Konni minn ekki setið auðum höndum. 'Onei, þetta er greinilega dugnaðarforkur, þetta mannsefni mitt.

Svona rétt einsog að ég á það til... að skilja eftir, logandi kerti, sjónvarpið á....þá slekk ég sjaldnast á tölvunni minni, þegar ég fer út úr húsi. Ég er semsagt online þegar ég er out and about! Konni á eftir að finna þetta út...e.t.v. á date-i nr; 10. Æi karlanginn...ég ætti að skammast mín fyrir að gera honum þennan grikk. Vona barasta hreint að hann nái að lúra svolítið í nóttinni fyrir flugum og öðrum ófétum. Svo ég tali ekki um gargandi kerlingar sem dásama hann út í eitt. Hreint óþolandi að vera svona fallegur. Var ég búin að segja ykkur að hann spilar á gítar?

Jebb...hann spilar á gítar. Ég er búin að taka það loforð af honum að þegar ég elda fyrir hann uppáhaldið hans; "roasted chicken", þá ætlar hann að spila fyrir mig og syngja með. Eins gott að kjúklingurinn svitni vel í ofninum. Annars verð ég brjáluð! Kannski tek ég léttan snúning fyrir hann á svuntunni einni fata! . OMG! Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur? Ég geri það sko....

Hann hafði skrifað á msn-ið núna í kvöld;

-hæ

-hvað ertu búin að vera lengi á línunni núna?

-láttu ekki svona talaðu við mig?

-ertu í sætinu þínu?

-Heida ástin mín?

-ertu pissed off? (útpissuð....)

-Komdu núna! Komdu hérna og talaðu við mig? Núna!

-ertu sofandi í sætinu þínu?

-common baby girl!

-ekki gera mér þetta!

-sweatheart!

-ekki skilja mig eftir hérna al-einann?

-ég er farinn!

-ég er kominn aftur

-ástin mín, ertu þarna?

-ekki gera mér þetta!

-þú ert sjálfsagt ekki í stuði til að tala við mig!

-ég held að ég hafi pissað þig alla út!

-þú getur allavega sagt mér hvað ég gerði rangt! (ég skal ekki pissa á þig aftur....)

-halló

-epli augna minna, sálufélagi, vinur og hjartað mitt, sendu mér mail og segðu mér hvað er að !

osfrv.....

Vú! maður spyr sig; Tildæmis; hvernig söfnunin gengur.... Ef þetta er ekki sönn ást, þá veit ég ekki hvað. Tel dagana þangað til ég fæ að hitta mömmu hans!

Undarleg tilfinning greip mig í kvöld. Mig langaði allt í einu svo mikið í Freyju-staur....hlýtur eitthvað að hafa með það að gera að fósturamma mín, vann um margra ára skeið í sælgætisgerðinni Freyju...Cool...ekki það að ég hafi verið að hugsa neitt sérstaklega mikið um hana...undanfarið.


Nauðasvartur frægur fótboltakappi

Jebb! Ég veit ekki hvar þetta endar! Mynd númer þrjú. MSN - date númer 4. Alveg á tæru kæru bloggvinir að ykkur verður boðið í fyrsta Cyber-wedding-ið...ja mitt allavega. Omg. It is all happening! Þið verðið að afsaka, maður er farin að sletta svona aðeins...engum málningaslettum neitt. Engin tími til að mála. En þar sem enskan er að verða mitt annað tungumál, þá gerist það bara. Svei mér þá, mamma hafði einmitt á orði við mig í dag að ég væri komin með hreim!  Og svo vantar mig einhverja/einhvern góða/n til að halda á Cyber-barninu undir skýrn líka.

Þegar ég kom heim þá voru skilaboðin skýr! Ég ætla ekki að þýða þetta fyrir ykkur bjálfana sem kunnið ekki ensku...;

my love, the apple of my eye, my soulmate, my friend, my heart, my world, thats who u are.

 

Veit hreint ekki hvað ég gerði til að verðskulda þessa miklu ást.

Ekki slappt að vera epli auga einhvers...

Hvað þá sálu-matur...

svo ég tali nú ekki um hjarta og heimur einhvers... 

En Heiða litla afrekaði þetta á einni helgi!

 Hann sver og sárt við leggur að myndin sé tekin af vini sínum ljósmyndara, fyrir kynningu á hönnunarlínu hans.

Mér fannst eitthvað svona hálfskrítið að myndirnar heita ken.jpg og boy.jpg. En auðvitað treysti ég kærastanum...um að myndirnar séu hvorki stolnar né stílfærðar.

Hann er búin að biðja mig um málin mín og er æstur í að hanna og sauma á mig kjól.

Ég vona bara rétt og passlega mikið að söfnunin fari vel af stað. Átakið; Heiða til Nígeríu - Hollands.

Maðurinn sefur ekki! Þetta er hryllilegt álag á hann og mig og samband okkar. Jafnvel þótt að við séum bundinn reipi-togsböndum og að eplin séu að yfirtaka augu hans! Þá verðum við að hittast. Við erum ástfanginn. Í alvörunni!

Hann er búin að segja mömmu sinni frá mér....OMG. Hann er æði! Get ekki beðið eftir að hitta mömmu hans! Vona að ég verði jafn heppinn og í hin skiptin með mínar einstaklega vel heppnuðu tengdamæður.

Ég segi það satt!

Og hvað með sálumatinn???

Stelpur; hann var að kvarta við mig í kvöld; Þær ykkar sem eruð á "Tagged", viljiði vinsamlegast hætta að dásama á honum augun og útlitið. Hann var ýkt pirraður þegar hann sagði við mig í kvöld:

-Heida my love. What is wrong with these girls on tagged...they are always talking about my eyes and also about how handsome I am! I can´t stand it! It really pisses my off!

Og ég sagði auðvitað bara;

-svona svona elskan, það er erfitt að vera svona fallegur! Ég skal passa þig ástin mín fyrir þessum kerlingum!

Annars google-aði ég hann; og þá reyndist maður með hans nafni vera nauðasvartur frægur fótboltakappi!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband