Ertu sofandi í sætinu þínu?

Góður vinur minn sagði við mig fyrir nokkrum dögum að hann ætti svo erfitt með að fyrirgefa ákveðinni manneskju, sem hafði gert á hans hlut. Spurði mig síðan í kjölfarið hvort ég hefði einhvern tímann lent í þeirri aðstöðu;

Ó-já! það hef ég sko...og það er hryllilega ógeðslega vont og sárt og erfitt að brasa þetta með þessar neikvæðu tilfinningar í mallakútnum og hinar í hjartanu...óbeitina og beituna.

Fuck!

Í dag get ég næstum því sagt með hreinni samvisku að ég ber ekki kala til nokkurrar manneskju. Ekki einnar einustu, nema ef vera skildi aðeins einnar. Væri alveg til í að sú myndi fótbrjóta sig allhressilega...ok ok....kannski svolítið gróft. En allavega axlabrotna! Á báðum. 

Það væri hellings sparnaður fyrir skattborgarana, þar sem ekki er hægt að setja axlabrot í gifs.

Heiða Bergþóra, sýna smá samhug hérna. Samstöðu. Samúð.  En svona í alvöru, er að losna undan viðkomandi...sér í lagi ef ég hugsa til þess, að hún hefur það sjálfsagt náðugt í heitum armi einhvers eða einhverrar. Einhversstaðar.

Ég held að þetta hafi með ástina að gera í lífi mínu; hans Konna sem er hálfur Nígeríu búi hálfur Hollendingur og hálfur og hálfur eru sama og ekki neitt. Þannig að annaðhvort er maðurinn heill eða ekki neitt. Við eigum eftir að komast að því. Ég er orðin svo auðmjuk í hjarta mínu að ykkur er velkomið að traðka og troða á mér, hrækja hressilega á mig...ég fyrirgef öllum. Af einlægni og stakri auðmýkt.

Þegar ég kom heim í kvöld eftir langan dag; hafði hann Konni minn ekki setið auðum höndum. 'Onei, þetta er greinilega dugnaðarforkur, þetta mannsefni mitt.

Svona rétt einsog að ég á það til... að skilja eftir, logandi kerti, sjónvarpið á....þá slekk ég sjaldnast á tölvunni minni, þegar ég fer út úr húsi. Ég er semsagt online þegar ég er out and about! Konni á eftir að finna þetta út...e.t.v. á date-i nr; 10. Æi karlanginn...ég ætti að skammast mín fyrir að gera honum þennan grikk. Vona barasta hreint að hann nái að lúra svolítið í nóttinni fyrir flugum og öðrum ófétum. Svo ég tali ekki um gargandi kerlingar sem dásama hann út í eitt. Hreint óþolandi að vera svona fallegur. Var ég búin að segja ykkur að hann spilar á gítar?

Jebb...hann spilar á gítar. Ég er búin að taka það loforð af honum að þegar ég elda fyrir hann uppáhaldið hans; "roasted chicken", þá ætlar hann að spila fyrir mig og syngja með. Eins gott að kjúklingurinn svitni vel í ofninum. Annars verð ég brjáluð! Kannski tek ég léttan snúning fyrir hann á svuntunni einni fata! . OMG! Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur? Ég geri það sko....

Hann hafði skrifað á msn-ið núna í kvöld;

-hæ

-hvað ertu búin að vera lengi á línunni núna?

-láttu ekki svona talaðu við mig?

-ertu í sætinu þínu?

-Heida ástin mín?

-ertu pissed off? (útpissuð....)

-Komdu núna! Komdu hérna og talaðu við mig? Núna!

-ertu sofandi í sætinu þínu?

-common baby girl!

-ekki gera mér þetta!

-sweatheart!

-ekki skilja mig eftir hérna al-einann?

-ég er farinn!

-ég er kominn aftur

-ástin mín, ertu þarna?

-ekki gera mér þetta!

-þú ert sjálfsagt ekki í stuði til að tala við mig!

-ég held að ég hafi pissað þig alla út!

-þú getur allavega sagt mér hvað ég gerði rangt! (ég skal ekki pissa á þig aftur....)

-halló

-epli augna minna, sálufélagi, vinur og hjartað mitt, sendu mér mail og segðu mér hvað er að !

osfrv.....

Vú! maður spyr sig; Tildæmis; hvernig söfnunin gengur.... Ef þetta er ekki sönn ást, þá veit ég ekki hvað. Tel dagana þangað til ég fæ að hitta mömmu hans!

Undarleg tilfinning greip mig í kvöld. Mig langaði allt í einu svo mikið í Freyju-staur....hlýtur eitthvað að hafa með það að gera að fósturamma mín, vann um margra ára skeið í sælgætisgerðinni Freyju...Cool...ekki það að ég hafi verið að hugsa neitt sérstaklega mikið um hana...undanfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hhahaha, þú ert frábær.  Er þessi gæi ekki efni í stalker?  Smjúts inn í nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 00:59

2 identicon

Já,hvers konar öðlings,öðlings mömmustrákur er þetta? Hann veit ekki hverju hann er að missa af,þegar honum býðst ekki einu sinni hálfur FREYJUSTAUR. Er hægt að senda honum , svona eins og einn, svo hann komist á bragðið?  Veistu það, Heiða mín, að eftir nokkur ár getur þú sent honum 1 Tonn af staurum með NANO tækninni,í einum OPAL  pakka.VÁHHHHHHHHHHHHHHHHH.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 04:29

3 Smámynd: Saumakonan

mmmmm.... nú langar mig í Freyju staur!!!!

Innlitskvitt frá alltof óaktívri bloggvinkonu sem nennir svo sjaldan að kommenta *dæs* *sparkírass* (minn sko)

Saumakonan, 2.10.2007 kl. 08:24

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he þetta er efni í bók....cyber ástin

Einar Bragi Bragason., 2.10.2007 kl. 09:49

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ef gottið er gott heitir gottið Freyja.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.10.2007 kl. 10:03

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Góður pistill hjá þér eins og vant er elsku Heiða mín þú er frábær.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.10.2007 kl. 10:37

7 Smámynd: Hugarfluga

Ég myndi taka bergmálið á'ann.  Éta allt upp eftir honum sem hann segir ... þá fattar hans kannski hvað hann er mikill kjánapjakkur. 

Hugarfluga, 2.10.2007 kl. 11:03

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einhvern daginn drepurðu mig úr hlátri stelpa.  Ég er fyrst núna að hafa smátíma til að fara blogghringinn, og hef lesið færslurnar þínar undanfarið yfir helgina.  ÚHú ég er kominn með magapínu af hlátri.

Mikið er gott að geta hlegið svona, og skemmt sér yfir skemmtilegum penna.  Takk fyrir mig elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 11:07

9 Smámynd: Ellert Guðmundsson

Ég er alveg að fíla þetta "epli augna þinna" og þú segir að það svínvirki......verð svolítið kjánalegur þegar ég segi það upphátt, en ég verð bara að æfa mig. Fæ þetta lánað hjá "Staurnum"...borga bara stefgjöld í söfnunina.

Ellert Guðmundsson, 2.10.2007 kl. 11:59

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 2.10.2007 kl. 12:12

11 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Vá! fékk hugmynd af full af nýjum pick up-um

Arnfinnur Bragason, 2.10.2007 kl. 14:30

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

svo þegar að þú ert orðin leið á honum þá sendirðu honum bara vírus

Einar Bragi Bragason., 2.10.2007 kl. 14:45

13 Smámynd: Margrét M

aumingja kallgreiið á greinilega ekkert líf

Margrét M, 2.10.2007 kl. 14:47

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

hvað með mig Margrét mín....(hóst)

Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 14:49

15 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Núna langar míg í Freyjustaur...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.10.2007 kl. 14:54

16 Smámynd: Margrét M

 .. ég gerði bara ráð fyrir að það væri líf eftir tölvur hjá þér Heiða mín erþaðnokkuðrangt   ...  

Margrét M, 2.10.2007 kl. 15:32

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og þú ert góður penni .

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 21:10

18 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Nú er ég eins og Gunni LANGAR Í FREYJU STAUR !!!!

Ætli ég geti bakað hann  ??? 'A einhver uppskrift

Sigrún Friðriksdóttir, 2.10.2007 kl. 22:22

19 Smámynd: Benna

LOL grey kallin að vera svona desperate..

Benna, 3.10.2007 kl. 00:29

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Þessi Staur er alger draumur og ja skoog á það alveg skilið að þú takir létta svuntusveiflu

Solla Guðjóns, 3.10.2007 kl. 02:03

21 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 3.10.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband