Það er munaður að kúka...

Staðreynd málsins er sú; að ég kýs að sjá það bjarta í allt og öllu....ef ekki birtir til; nú...þá bara kveiki ég í...Wink ef eitthvað hreyfist ekki, þá hristi ég það...

Fólk segir gjarnan hvort við annað; -líttu á björtu hliðarnar...alltaf eitthvað gott í öllum aðstæðum.

Ef ég sé ekki eina einastu björtu hlið á einhverri fuckings hlið. Þá bara mála ég hliðið.  Ég gefst ekki upp...bjart skal það vera, alla daga ársins. Lollypop og sunshine og Bjöggi Halldórs! Skítt með sultardropa í nefinu.

Spurning um að framleiða sultu?

Mér er annars þessa stundina skapi næst að segja; hvaða fjárans snillingur fann upp; -erfiðleikarnir leyna í sér eitthvað gott...eða tækifæri, eru þroskandi ...eða eitthvað í þeim dúr? Ég segi;  sá sami og fann upp andremmu eða óþarfa hárvöxt á baki eða fúlar tengdamæður.  Blessuð sé minning þeirra allra.

En þar sem í mínum garði leynast aðeins blómstrandi blóm og syngjandi rollur í haga á beit...ekki einn einasti erfið-ur-leikur...hvað þá vandamál; læt ég mér prútt um ástandið finnast.

Ég þakka fyrir hárvöxtinn... og bít í það súra epli....sem ég "hvorteðer" hef ekki efni á að kaupa hvað þá borða... og geri það bestasta úr öllum fjáranum....

Það er kreppa og því ber að fagna!!!

Ég til að mynda hef tekið þá ákvörðun sem sparnaðartilhögun númer eitt;  að kúka max einu sinni í viku.  Á þessum drottinsdegi marsmánaðar, er hvort sem er svo kalt að ekki einn einasti viti borinn kúkur er svo vitaus að halda sig annarsstaðar en innandyra. Klósettpappír er dýr og einasta ráðið til að sporna við þeim útgjaldalið er að "kötta" hann niður í drasl. Sögnin að kúka er munaður...klósettpappír er munaðarvara.

Afþví mér þykir svo vænt um ykkur; veskú;

-ég er farin að nota vatn út í kaffið í stað mjólk-ur...

-tannkremi splæsi ég í 1/2 rönd á burstann....

...sem snakk og munað er ég farin að naga á mér neglurnar. Stundum sting ég puttunum ofaní sultu til að skapa meiri stemmingu.

(Guð forði mér frá því að éta hor úr mínu nefi eða annarra...)

-Ég er orðin svo nísk að ég tími ekki að sofa lengur.

Svefn pr. sólahring hef ég takmarkað niður í 4 klst. Nýti vökutímann og rembist einsog rjúpan við staurinn við að fæða hugmynd sem ég nota til að  næla mér í styrk fyrir sprotafyrirtæki. Í mínum allra villtustu draumum verður hugmyndin að veruleika og hluta þjóðarinnar til bjargar. Alklædd  hyggjuviti mínu með geðveikislega bjartsýnina að vopni tekst þetta. Þar sem það er hægara sagt en gert að fanga hugmynd úr loftinu ætla ég einfaldlega að stela henni...

-Ég endurnýti brauðsneiðina með því að borða hana 3svar...og þakka Guði fyrir að ég er ekkert fyrir smjör og annan óþarfa. 

Allar ljósaperur á heimilinu eru sprungnar...en það skiptir ekki rassgats máli. Hvað er betra en að sitja einn í myrkrinu? Líklegast lýsi ég sjálfri mér veginn inn á baðherbergi með  bjartsýninni ef svo óheppilega vildi til að mér yrði mál....Errm

Góða nóttina elskurnar og óskir um ljúfustu draumana ég sendi ykkur... Heartföðmumst, kyssumst og knúsumst...umfram allt syngjum og dönsum! Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

  he he  Yndisleg ertu, Heiða mín.        

  Kaupa bara 10 rúllur, þá áttu alltaf 9 eftir þegar þú notar eina.    hihi

Marinó Már Marinósson, 3.3.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

...sendi þér reikninginn ...

Heiða Þórðar, 3.3.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Ómar Ingi

Færðu ekki Fréttablaðið sent heim til þín sami pappír og í WC pappírnum útí Bónus.

Swing

Ómar Ingi, 3.3.2009 kl. 23:56

4 Smámynd: Gísli Torfi

Heiða er með Gleraugu Bjartsýninnar og þess vegna sér hún heiminn í nýju ljósi fullan af tækifærum

Gísli Torfi, 4.3.2009 kl. 01:48

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Ástin þú kemur ástandinu til að hljóma skemmtilegt og jafnvel rómaó......

Solla Guðjóns, 4.3.2009 kl. 06:47

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thú hefur yndislegan hátt á ad láta hversdaginn hljóma virkilega spennandi og skemmtilegan en mikid er ég fegin ad hafa enn efni á ad kúka allavega 3.svar i viku  

hafdu thad gott,kvedja hédan

María Guðmundsdóttir, 4.3.2009 kl. 06:59

7 Smámynd: Auður Proppé

Nokkrar góðar hugmyndir þarna.......... held ég

Auður Proppé, 4.3.2009 kl. 07:56

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ommi....löngu búið að reka blaðberann...

Heiða Þórðar, 4.3.2009 kl. 08:02

9 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Það læðist bros á varir við að lesa það sem þú skrifar Heiða... :)

Gott að vita að það er ekki bara sveitavargurinn sem er ennþá með snefil af bjartsýni..... verð lítið vör við kreppuna hér fyrir norðan enda kom góðærið aldrei og við vonumst til að kreppan sveigi að mestu framhjá... hehehe... !!!!

Kristín Guðbjörg Snæland, 4.3.2009 kl. 11:20

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bjartsýnin lengi lifi. Ég var að kaupa klósettpappír af frænda mínum til að styrkja skólaferðalag þannig að ég ætti að geta kúkað samviskulaust eitthvað áfram.

Helga Magnúsdóttir, 4.3.2009 kl. 18:13

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:55

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég kom oft á sveitaheimili hér áður og fyrr, þar var rúlla af wc pappír, en síðan niðurklippt í smarta ferninga dagblöð, þau voru fyrir heimilisfólkið en wcið fyrir gesti. Nei bara að benda þér á einn möguleika það er að segja ef þú ert eigi með auma húð, ég er það nefnilega.
Knús til þín bestust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 21:02

13 identicon

Elsku Heiða

kúkaðu bara í skólanum, það kostar ekki neitt nema þjáningu samnemenda....og steldu svo einni rúllu í hvert skipti

lol Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:53

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sigga kom með þetta! Ég kúka í skólanum og treð rúllum inn á mig fyrir helgar-outpúttið!!!

Vííí; ...hugmynd?

Heiða Þórðar, 4.3.2009 kl. 23:23

15 identicon

Hahahaha, takk fyrir þetta- mér veitti nefnilega ekki af smá bjartsýniskasti!!!

kær kveðja,

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:52

16 Smámynd: Þ Þorsteinsson

þarna ertu kominn eins og ég dáðist af þér fyrst ,breiðandi út hlátur og mikil gleðigjafi þar á ferð.

frábær Heiða !

Þ Þorsteinsson, 5.3.2009 kl. 19:21

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 09:36

18 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég er bjartsýnni eftir lesturinn Heida mín .......

Góda helgi og knús í kotid titt í ljósi eda dimmu tad er alltaf bjart kringum tig elskuleg.

Gudrún Hauksdótttir, 7.3.2009 kl. 06:16

19 identicon

Textinn þinn er frábær.  Gott að geta

Þú selur aðgang að honum og verður milli á nokkrum vikum.

Blogg-Heiða ehf.   Markmið; að gleðja daprar sálir. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 15:49

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir nei andsk....á ég að fara að selja bros? Þið eruð æði...og litið líf mitt ævintýralegum litum með orðum ykkar

Heiða Þórðar, 8.3.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband