Hvar værum við án Facebook?

Það er svolítið fyndið, sérstaklega í ljósi þess að ég mun hafa gramsað eftir æti í ruslatunnum í denn... að í dag skuli ég vera svo "kræsinn" á úldmeti sem raun er...ég tékka iðulega á best before date.  Maður hafði nú svo sem gott kerfi á þessu sem krakkaskítur, segi það ekki. En ég hef ekki nokkra yfirsýn yfir það sem er að ske á facebook.

Mikilvægi þess að borða ekki úldin mat með tilliliti til góðs heilsufars  á maga er ekki það sem ég ætlaði að skrifa um hér í kvöld. Þegar ég á að vera að eyða tíma mínum í eitthvað allt annað og mun uppbyggilegra en að blogga. Geri ég akkúrat það. Ég geri aldrei það sem ég á að vera að gera. Merkilegur andskoti. Ég gæti tildæmis verið að  lakka á mér táneglurnar...nú eða drulla bleki, stöfum, orðum úr puttunum á mér niður á blað...sem að endingu úr verður bók... en nei... þá  verð ég viðþolslaus ... allt í einu er lakk á  táneglur og allt annað sem máli skiptir... sett á hold.... ég verð að blogga...og það um eitthvað sem skiptir ekki rassgat máli...ef að fram heldur sem horfir...kemur út kápa. Forljót slitinn, innihaldslaus, sköllótt og götótt kápa! Um næstu jól...veskú! Einsog ástandið sé ekki nógu slæmt á heimilinu er ég nú farin að drekka kók einsog motherfucker!

Facebook var það...

... á facebook fæ ég fréttir af fjölskyldu, vinum og kunningum.

Systir mín í Ameríkunni var að velja sér trúlofunarhring á meðan fallegi bróðirinn er orðin fastur...einhverjir hlaupa einir og ekki lengur einir...á meðan enn aðrir eru í opnum samböndum. Hvað svo sem það nú er...

... ein vinkonan vííí-aði yfir því að karlinn væri loksins á leið í land á föstudagskvöldið... hugur minn fór auðvitað á flug yfir eldheitum fundum þeirra í milli...en nei nei,... næsta morgun var vinkonan orðin single. Vona samt að þetta hafi verið ljúft á meðan á því stóð...

Einn lýsti yfir comple-keitaðri stöðu hjá sér...og við nánari eftirgrennslan...var kerling búin að fleygja honum út. Þegar ég sagði honum að smokra sér bara innum rifu á glugga (enda grannur þessi elska); issaði hann bara og pissaði yfir mig alla...og sagðist þakka sínu sæla að búið væri að múra fyrir öll göt hjá og á kerlingunni.  Einn er látlaust; ýmist að sturta sig og eða baða...á meðan enn aðrir tilkynna samviskusamlega hvenær þeir fara að sofa...

Ég sjálf?

... ég er auðvitað bara einsog krækiber í helvíti þarna mitt á meðal...Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ætli við værum ekki á Twitter eða My Space

Ómar Ingi, 22.2.2009 kl. 23:47

2 identicon

Gleymdir !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hvað værum við án þín?    

Marinó Már Marinósson, 1.3.2009 kl. 16:50

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það er svo margt sem "meikar sjens"     

Marinó Már Marinósson, 1.3.2009 kl. 16:53

5 Smámynd: Solla Guðjóns

 já það er skondið.....eiginlega alveg niðurdrepandi að fara á facebook og lesa hvað einhver er að fara að elda....nýbúin að borða eða er að fara að sofa svo ég tali nú ekki um öll þessi flóknu sambönd....

Þetta er skondinn skratti.

En ég ætla að kaupa bók eftir Heiðu Þórðar fyrir næstu jól svo "spýttu bleki"

Solla Guðjóns, 1.3.2009 kl. 17:51

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég gæti nú líka alveg lesið bók eftir þig svo "keep on".

Guðrún Þorleifs, 1.3.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: Heimir Tómasson

Góð. Eins og alltaf.

Heimir Tómasson, 1.3.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 1.3.2009 kl. 22:22

9 identicon

Love U og bók eftir Heiðu Þórðar.......hvað get ég sagt annað en ég bíð spennt!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:41

10 Smámynd: egvania

Flott hjá þér ég ætla líka að kaupa bókina þína en mér finnst fésið ekkert spennandi.

Ásgerður

egvania, 2.3.2009 kl. 06:46

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

fésid er ágætt til sins brúks...en thegar fólk hefur ekki ordid tima til eins né neins útaf fésbók, thá er mér brugdid.

María Guðmundsdóttir, 2.3.2009 kl. 09:02

12 Smámynd: Aprílrós

Fésbókin tekur ansi mikinn toll frá sumum .

Eigðu góðan dag Heiða mín

Aprílrós, 2.3.2009 kl. 13:51

13 identicon

Feisið er málið eða hvað?Gospelkvöld í keflavíkurkirkju.Ég verð þar ásamt kórnum sem ég er í.Ég er EKKI AÐALATRIÐIÐ aldrei þessu vant.Mæma með Allir velkomnir.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:35

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég vil líka bók.

Helga Magnúsdóttir, 2.3.2009 kl. 19:58

15 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Forðast þessa fésabók eða vill ekki festast þar á kvöldin ,en væri alveg til í að láta þína bók detta á nef mitt svo úr verði góður nætursvefn,tek það fram að ég á alltaf góðan svefn,tekur svona um það bil 46 sek að falla í þennan góða nætursvefn ;)

Þ Þorsteinsson, 3.3.2009 kl. 00:39

16 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ætla ad lesa bók eftir Heidu Tórdardóttur um næstu jól.Sýttu kona spýttu.

Tú ert svo mikill snillingur Heida .....

Knús í kotid titt.

Gudrún Hauksdótttir, 3.3.2009 kl. 08:08

17 Smámynd: JEG

Fésið er fínt á sinn hátt en ofnotkun er varasöm.  Knús og kvitt

JEG, 3.3.2009 kl. 11:21

18 identicon

Ég var ekki alveg að fylgja þér í lokin,  en eins og þú leggur þetta upp þá er ég líka í helvíti... sem er ekkert slæm stað ef þú ert þar líka? ;)

Friðrik Hansson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:54

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk þið eruð frábær!!!

Heiða Þórðar, 3.3.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband