Ég er brjáluð!

Alveg finnst mér hreint ógeðslega sárt að láta taka mig í rassgatið, ég segi það satt! Til að toppa það; mér finnst það þræl-leiðinlegt líka...

Þetta átti að ganga allt svo smurt og flott....nei nei...þetta er orðið langdregin og drulluleiðinlegur, tímafrekur andskoti!  Einhverju sinni hefði ég látið slíkt liggja milli hluta...látið einsog ekkert hefi í skorist...látið einsog ég hefði ekki tekið eftir því, en satt að segja hef ég ekki þolinmæði í mér í dag, að láta misbjóða mér. Ekki með neinum hætti, þó svo látunum sé ekki fyrir að fara hjá mér í dagsdaglega.

Svo finnst mér í lagi að láta þið ykkar sem stundum teljið þúsund á dag, sem heimsækið síðuna mína, vita. Ef þið skilduð vera að hugsa um að skipta um símafélag.

Satt best að segja skemmti ég mér mun betur áður en ég kynntist;  "stærsta skemmtistað í heimi"... einsog "sloganið" staðhæfir...

Ég lét heillast af tilboði Nova. Fór frá Tal-i með gemsann þrátt fyrir að ég væri mjög sátt við þjónustu Tals-manna. Nova í mínum huga var ungt, framsækið og svolítið töffaraleg nýjung á markaði. Ég valdi mér gull-númer og borgaði einhverja skitna þúsundkalla fyrir... og nýjan síma...

...síminn var tekin á einhverjum tvöþúsund-karla kjörum... í eitt ár..eða voru það tvö? ekki ónýtt það! Að ég hélt.

...nema fyrir það eitt; ég hefði allt eins getað verslað mér einnota gsm-símavatnsbyssu í Tiger, sem er staðsett við hlið "útibús-ins", í Smáralindinni . Síminn reyndist þvílíkt helv. drasl...að ekki nóg með að ég hafi notið samvista hans sem minnst á þessum mánuðum...þar sem hann er alltaf í viðgerð...hann hefur verið tekin úr sölu!!! Núll nýting hvað þá ending.

Til þess að gera langa sögu ör-stutta... hringir síminn minn alls ekki. Ég lít nú á, að það sé eitt megin-atriðið; símar eiga jú að hringja og hægt á að vera að hringja úr þeim. Skítt með myndavélina. Hann er nú í viðgerð í þriðja sinn. Ég fæ honum ekki skipt út fyrir annan á þeim forsendum að sama bilunin eigi ekki við í öll skiptin. Þvílík fáranleg rök! ....ítreka að símtækið er ekki lengur í sölu hjá þeim...I wonder why...nokkurra mánaða kvikindi!  Einnota í þokkabót!

Nú vilja einhverjir pappakassar og jólasveinar, sem ég hef ekki einu sinni andlit á, hvað þá nafn,  í einhverjum tækni- og viðgerðardeildum út í bæ...taka nýja símann minn upp í annan nýjan...á 10 þúsund spírur eða 15! Stóð í þeirri meiningu að um ársábyrgð væri að ræða! Hélt það væri nú bara lögbundið fyrirbæri!Það er ekki einsog ég drulli peningum, andskotin hafi það! Hvað þá að ég hafi áhuga á að versla annan síma hjá fyrirtæki sem sýnir viðskiptavinum þvílíka óvirðingu. Neibb!

Til einhverrar hamingju fyrir forsvarsmenn NOVA eru þeir með frábært starfsfólk í Smáralindinni. Í einu orði frábært, þjónustulundað og velviljað. Það er smá uppbót fyrir það hversu vonsvikin ég er í heildina að hafa átt viðskipti við þá/þau. Ekki öfundsverð staða að færa rök fyrir þessa hallærisviðskiptahætti, þrugli og langdregnu vitleysu! Í enda dags; ég er enginveginn að fá það sem ég lagði upp með, með því að færa viðskiptin mín yfir til NOVA! Ég hef ennfremur núll húmor fyrir auglýsingunni sem birtist hérna blikkandi,  hægrameginn á síðunni minni lengur.

Ég er brjáluð!

Nýtt símafyrirtæki einhver?

Njótið kvöldsins...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skil þig vel...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.11.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Johnny Bravo

Athyglisvert blogg, hrikalega lengi að koma þér að efninu, þetta vill gerast þegar maður skrifar fyrst klámmynd og kemur sér svo að efninu hehe.

Það er ekkert að gera í svona málum, nema kaupa sér bara Nokia eins og ég og Pálli og eiga þá í 5ár hvern,  prófaðu samt að hafa samband við neytendasamtökin, þeir kunna vel þessar reglur með raftæki.

Johnny Bravo, 20.11.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það hlaut að vera.  Ég var búinn að reyna að hringja í þig í allan dag án þess að fá svar.         

Ég þurfti að skrifa upp á skjal hjá Símanum þegar ég fór með síma dótturinnar í viðgerð.  Það var svona nokkurn veginn þannig að ef síminn væri bilaður þá yrði ég að borga og ef þyrfti að endurheimta gögn þá myndi það kosta mig 1900 krónur.  Sem betur fer var ekkert að símanum.   Annars hefði ég skipt yfir í annað félag.   Þessi félög eru líklega flest öll svipuð að þessu leyti.      Ég vil þess vegna alltaf velja minn síma sjálfur.    

En ég skil þig vel.   Ertu að spá í skipta aftur yfir?  

Marinó Már Marinósson, 20.11.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: egvania

Heiða Þóra ég skal veita þér stuðning en ég kasta ekki eggjum eða skeinispappír minn stuðning færðu andlega.

Ég skil að þú sért brjáluð það er ég líka ég er að berjast við tölvusímann minn það gerist ekkert þar.

Við getum þá verið brjálaðar saman.

 I Don't Know 





egvania, 20.11.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Og hvað kostaði þessi Harlem útgáfa svo upphaflega? Styð þig heilshugar.. Ég keypti "Net í Punginn" og var lofað öllu fögru af Nova. Síðan eftir að pungsi mætti á svæðið(sem ég staðgreiddi og fékk innifalið download í eitt ár)kom í ljós að "sko það stendur alveg til að setja upp loftnet á Selfossi sko..." Ekki flókið að láta download vera innifalið ef enginn er möguleikinn á downloadinu... Ok þetta var ekki nema 1 mánuður en engu að síður... selt á fölskum forsemdum.

Skrifaðu um þetta í blöðin ef bloggið dugar ekki!

Kv. Steini 

Þorsteinn Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 20:31

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

stend með þér .....hef enn ekki þorað frá símanum

Einar Bragi Bragason., 20.11.2008 kl. 20:33

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Tal...fullkomlega sátt þar.

Heiða B. Heiðars, 20.11.2008 kl. 20:35

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

2000 x 24 pr. mán

Heiða Þórðar, 20.11.2008 kl. 20:36

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með Johnny fara með þetta í neytendasamtökin,
Svo mundi ég skipta aftur yfir í eitthvað annað, ég er hjá vodafone,
sko Pétur er svo skemmtilegur, nei í alvöru þá tók ég allan pakkann hjá vodafone í fyrra og hef bara verið afar ánægð, og borga mun minna en ég borgaði hjá símanum, en svo lenda sumir í veseni hjá þeim þannig að þú verður bara að velja.
mér finnst ætíð voða sterkt að velja þá sem eru með svolitla daðrara í vinnu,
það er svo gott að tala við þá, jæja nú er ég hætt þessari vitleysu.
Nei eitt en, það linar sársaukann að fara í dekurbað.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2008 kl. 20:37

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hættur að reyna að hringja í þig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.11.2008 kl. 20:38

11 Smámynd: www.zordis.com

Naudsynlegt ad hafa smá forleik ad efni!

Zetta er hreint ömurlegt og zú átt ad fá zetta baett med nyjum síma, rétt vona ad zú zurfir ekki ad borga af ónytum símanum. Svo eru neytendasamtökin fyrir fólkid, er zad ekki?

Ég skal bara koma med zér í Smáralindina á mánudaginn og standa zér mjög zétt vid hlid í áframhaldandi ákvedni og símadeilum. Láttu Tal bjóda í zig.

www.zordis.com, 20.11.2008 kl. 20:39

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fyrir mér er málið einfalt.. ef símadraslið bilar 3-sinnum og fer í viðgerð þá er það fullgild krafa á nýjum síma.. og ekki endilega sömu gerðar. 

ef þjónustan er ekki fullnægjandi eða í samræmi við loforð söluaðila.. þá er það uppsögn samnings pronto.

Ef fyrirtækið hlustar ekki á rök þá fer maður í neytendasamtökin .. og BLOGGAR :)

en til að gera þetta einfalt.. þá eru bara tvö fyrirtæki á símamarkaði á íslandi.. undir mörgum nöfnum.  

Óskar Þorkelsson, 20.11.2008 kl. 20:41

13 Smámynd: Solla Guðjóns

éG KEM MEÐ þÓRDÍSI nEYTENDASAMTÖKIN ÆTTU AÐ HAFA EITTHVAÐ UM ÞETTA AÐ SEGJA.

þETTA ER NÁTTÚRULEGA ALGERT SVÍNARÍ

ÉG ER LÍKA ALVEG BRJÁLUÐ.....ÆTLI ÞAÐ SÉ SVONA BRJÁLÆÐINGAKVÖLD Í KVÖLD

Solla Guðjóns, 20.11.2008 kl. 20:47

14 Smámynd: Heidi Strand

Kannski er siminn mín bilaður, það hringir aldrei neinn í hann.

Heidi Strand, 20.11.2008 kl. 20:51

15 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þar sem síminn er alltaf a bila þá er hann greinilega mein gallaður.  Það er lögbudninn ábyrgð á rafmagnstækjum 2 ár og þú átt að fá nýjan síma í stað þess gamla.  Ef þeir geta ekki látið þig fá eins síma þá átt þú að fá næstu típu fyrir ofan.  Mínn sími bilaði eitt sinn og fékk ég annan síma og aðeins fullkomanri þar sem ekki var til eins sími og minn var.

Þórður Ingi Bjarnason, 20.11.2008 kl. 20:52

16 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég veit um fleiri símfyrirtæki sem þetta hefur verið nákvæmlega eins, svo ég get ekki bent á neitt fyrirtæki sem mundi eitthvað gera í svona málum. Veit að þetta er ósanngjarnt.

En mér fannst byrjunin á þessu bloggi ekkert við hæfi.

Inga Lára Helgadóttir, 20.11.2008 kl. 20:53

17 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Er ekki enn Lögregla í okkar litla spillta landi ??
Hver sagði svo að auglýsingar væru eigi réttar

Halldór Sigurðsson, 20.11.2008 kl. 21:00

18 Smámynd: Ómar Ingi

  Þú ert soddan rassgat

Ómar Ingi, 20.11.2008 kl. 21:05

19 Smámynd: Rannveig H

Ég keypti af þeim netpunginn og það kom mér um koll ,versla aldrei meira við Nova.

Rannveig H, 20.11.2008 kl. 21:14

20 Smámynd: Ester Júlía

$%&#&#$# símafyrirtæki! Ég skil ekki alveg hvernig fyrirtæki ÞORA að haga sér eins og snúið roðskinn á þessum samkeppnistímum svo ég tali nú ekki um á krepputímum.  Auðvitað áttu að fá nýjan síma af annarri tegund þér að kostnaðarlausu - það gefur auga leið - hefði ég haldið. 

Styð þig fullkomlega í þessu máli. Ég er sjálf hjá Tal og enn sem komið er hafa engin leiðindi komið upp. Ég keypti einmitt síma hjá Tal á sama tilboði og þú ert með hjá Nova. Og síminn hefur dugað fínt þessa tvo mánuði sem ég hef átt hann.  SEM BETUR FER!

Ekki gefast upp - fáðu xxxxxxxx símadrusluna bætta! 

Ester Júlía, 20.11.2008 kl. 21:17

21 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Einn af félögum mínum hefur verið að reyna að fá mig á stærsta skemmtistað heims (frábært slogan.......not.... Borat style).

Er hann sem sagt ekkert félagi minn? Er hann bara djamma á þessum skemmtistað?

Íslandssími er málið!

Þórður Helgi Þórðarson, 20.11.2008 kl. 21:21

22 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Hmmm  - uppá síðkastið hefur mér gengið ágætlega að senda reykmerki eða alveg þangað til að ég kveikti næstum því í höllinni. Þá fór ég nú að skoða gamla síma sem ég hef átt og ekki tímt að henda og nú á ég einn sem hringir og ég get tekið mynd af.  Ég þekki einn viðskiptajöfur sem fór til Nova og er núna hjá Scotia. Er ekki bara best að fara í heimsóknir - og senda fucking bréf eins og maður gerði í gamla daga. Svo má líka bara fara niður á skrifstofu hjá Nova og loka á eftir sér. En samúð mína áttu alla ... djöfullin er nú að gerast ,, af hverju blikkar skjárinn á tööööööllllluuuvubbkklsglskkshalgk arg

Pálmi Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 21:23

23 identicon

Ég hætti að lesa þegar rassa dæmið endaði ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:29

24 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Óþolandi svona krimmafyrirtæki. Hótaðu því að þú farir með málið í DV ef þú færð ekki almennilega þjónustu. Það virkar stundum.

Helga Magnúsdóttir, 20.11.2008 kl. 21:32

25 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Eða í Neytendasamtökin!

Helga Magnúsdóttir, 20.11.2008 kl. 21:33

26 identicon

Sæl Heiða mín.

Ég styð þig.

Alls ekki kaupa síma frá Nova,

eru skilaboðin frá þóa !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:55

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

krúttið mitt! Síminn minn hringir heldur aldrei! Hann er hinsvegar ekki bilaður........

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 22:02

28 identicon

Þetta er náttúrlega bara púra svindl - ég mæli með Vodafone og Símanum, bæði mjög góð fyrirtæki.  En þeir verða að bæta þér þetta. 

alva (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 22:23

29 Smámynd: Steingrímur Helgason

Litla ~skápalaumugayaranum~ inni í mér sárnaði doldið fyrir hönd vina sinna inngángzorðaleikurinn, en ég plázdraði það strax, innanfrá.

Símafyrirtæki eru öll svindlerí, vottðefökkið sem ég tek þátt í er voðafónninn, hann er skömminni skárrari en hitteríið.

& ég brúka bara LM Ericson síma, made by Sony ...

Steingrímur Helgason, 20.11.2008 kl. 22:29

30 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sama hvaða compani þetta er það er sama rassgatið á þeim öllum en ég mæli með nokia billegustu tegund það heyrist i þeim og er hægt að tala í þá og það er það sem simar eiga að gera ekkert annað

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2008 kl. 22:34

31 Smámynd: egvania

 Farðu á staðinn sestu niður og neitaðu að fara út, láttu heyra í þér þegar viðskiptavinirnir koma inn.

Þetta gerði ég hjá Símanum fyrir mörgum árum.

 Ég keypti farsíma hjá þeim sem að kostaði um 40.000 krónur þegar til kom var þetta gamall sími  fullur af nöfnum og númerum.

 Rafhlaðan var laus og honum hefur verið skilað þá var auðveldast að senda hann til Ólafsfjarðar sem er nokkuð langt í burtu.

 Ég þurfti til Reykjavíkur og mætti með símann á svæðið mér var sagt að hafa hann í leðurtöskunni þá sæti rafhlaðan föst.

 Ég samþykkti þetta ekki og þá átti að gera við hann en þá var mælirinn fullur og ég settist og sagðist ekki fara finn að ég fengi nýjan síma.

 Í hvert sinn sem að einhver kom inn skellti ég mér við afgreiðsluborðið og ræddi málið við þann sem ætlaði að afgreiða nýja viðskiptavininn.

 Að lokum fór það svo að þeir gáfust upp á mér eftir um þrjá klukkutíma og létu mig fá síma sem að kostaði 80.000 þúsund og á ég hann enn.

Hann hefur nafnið ísskápurinn hann er svo stór en dugar vel í sumarbústaðinn og hefur líka verið notaður í Héðinsfirði þar sem að ekki var gemsasamband þar.

Þetta var kvikindislegt en dugði mér vel

egvania, 20.11.2008 kl. 22:39

32 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk öll...

es: ef ekki væri fyrir innganginn þá hefði enginn nennt að lesa allan pistilinn Inga ekki við hæfi hvað annars? -þú lest greinilega eitthvað allt annað en ég lagði upp með -út úr þessu....

Heiða Þórðar, 20.11.2008 kl. 22:39

33 Smámynd: Heiða  Þórðar

Egvania; veit ekki hvort ég nenni að standa í því...

...er búin að vera einsog grár köttur í Smáralindinni, liggur við að fótgangendur haldi að ég sé starfsmaður NOVA!   Ef ekki væri fyrir æðislegt starfsfólk þar...væri ég sjálfsagt búin að rífa hausinn af einhverjum...sem á það síst skilið.

Heiða Þórðar, 20.11.2008 kl. 22:46

34 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Það er alltaf verið að hringja og bjóða mér gull og græna skóga ef ég vilji skipta um símafyrirtæki.... en NEI TAKK!!!

Það hangir hinsvegar alltaf eitthvað á spýtunni þegar betur er að gáð.

Td. hár gálgi til að hengja mann í ef maður verður ekki sáttur með það sem var logið samviskulaust inn á mann.

 

Þetta eru bófaflokkar sem best er að hafa sem minnst samskipti við.

Hlynur Jón Michelsen, 20.11.2008 kl. 23:15

35 Smámynd: Aprílrós

Ég lenti í svona með gsm alltaf bilaður, fór með hann í 3 skipti og þeir sögðu að ef hann bilar einu sinni enn sem vonandi gerðist ekki , en var komin aftur með hann til þeirra eftir 4 daga minnir mig og þá var þetta sama alltaf að bila. Það á náttúrululega ekki bjoða okkur þetta, en við erum því miður alltof eftirgefanleg og látum bjóða okkur þetta.

Heimtaðu nyjan síma, talaðu við forstjórann , alla bara.

Ég var hjá símanum áður, lét glepjast yfir í Tal í sep en var komin aftur yfir í símann rúmum mánuði seinna, vegna þess að ég varð mjög reið og mjög ósátt við þá vegna mútunar við son minn 13 ára. Og lét þá vita afþví afhvejru ég vildi ekki vera hjá þeim lengur.

Gangi þér vel Heiða min ;)

Aprílrós, 20.11.2008 kl. 23:26

36 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það er nú bara þannig í nútímasamfélagi, þar sem "bréf-dúfur" eru úti...að símalaus kemst maður varla frá -lifandi dauður!

Heiða Þórðar, 20.11.2008 kl. 23:31

37 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er í Nova og er mjög sáttur. Inneignin dugar mjög lengi og gott að geta kíkt á vefinn í símanum (að vísu bara til áramóta.)

Ég fékk mér Sony Ericsson  3G-síma, þar sem ég átti þannig síma áður (ekki 3G)og hafði góða reynslu af honum.

Eina vandamálið sem upp kom var að það klikkaði greiðsla hjá mér einn mánuðinn og því tekið tvöfalt næsta mánuð af kortinu. Þeir ætluðu að snuða mig um inneign annan mánuðinn, en ég reif stólpakjaft og talaði þá ofan af því.

Theódór Norðkvist, 20.11.2008 kl. 23:36

38 Smámynd: Ein-stök

Ég skil þig bara mjög vel að vera brjáluð! Tek undir með Þórði, það eru klárlega lög fyrir því að ábyrgð á raftækjum eigi að vera 2 ár. Vona að þú sért búin að hafa samband við Neytendasamtökin. Ég hef tröllatrú á þeim. Gangi þér vel

Ein-stök, 20.11.2008 kl. 23:42

39 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það er alveg spurning sko...takk elskan

Heiða Þórðar, 20.11.2008 kl. 23:45

40 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ekki linna látum fyrr en þú færð nýjan síma

Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2008 kl. 00:29

41 identicon

Gæti ekki verið án gsm-myndavélarinnar. Hef bara verið hjá símanum - veit ekkert hvort hinir eru betri. Nenni ekki að eltast við gylliboð, er bara þarna meðan þjónustan skilar sínu.

En ... ég hef þurft að fara með flesta sony-ericsson símana mína í viðgerð -> nema ég fer framhjá símafyrirtækinu og beint í verkstæðismennina. Þeir eru fínir - eru í þarnæstu götu við Húsasmiðjuna á svæði 104.  

Enginn vafi þó; sparka í sköflunginn á þessum gæjum fyrir að skipta ekki út símanum þínum. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 00:32

42 Smámynd: Sporðdrekinn

Vá hvað ég skil vel að þú sért reið. Þetta er náttúrulega bara fáránlega léleg þjónusta!

Sporðdrekinn, 21.11.2008 kl. 02:45

43 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það þýðir ekkert að tala við neytendasamtökin nema að þú borgir félagsgjöld til þeirra.  Þeir vinna bara fyrir sína félagsmenn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.11.2008 kl. 02:53

44 Smámynd: Heiða  Þórðar

Við erum að tala um Motorolla hérna megin.

Heiða Þórðar, 21.11.2008 kl. 08:00

45 Smámynd: Heiða  Þórðar

Neibb...myndi ALDREI gera það

Heiða Þórðar, 21.11.2008 kl. 08:45

46 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú hefur verið óheppin með eintak og seljandi ætti að hafa dug í sér til að stunda heiðarlega viðskiptamáta.

Solla Guðjóns, 21.11.2008 kl. 08:51

47 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nákvæmlega!!!!!!!!!!!!

Heiða Þórðar, 21.11.2008 kl. 08:58

48 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Á ég þá að færa mig yfir í bova eða bal ?

nota minn sem verkjarklukku og mynnara og svara stundum líka.

Heiða þú átt að vera brjáluð áfram þar til þú verður sátt .

Þ Þorsteinsson, 21.11.2008 kl. 09:06

49 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Þetta vesen þitt sannar fyrir mér það sem ég hef haft að leiðarljósi alla tíð; ekki hlaupa á eftir þessari tíkallasamkeppni sem sífellt er í gangi milli símafélaganna. Maður verður bara fyrir vonbrigðum. En þessi furðulega framkoma Nova er auðvitað eitthvað sem Neytendasamtökin eiga að fá að vita um.

Vona að rætist úr hjá þér þótt lítil von sé til að þeir sem stunda viðskipti með þessu hugarfari komi manni á óvart með mannasiðum. (Get skotið því að hér innan sviga að ég hef verið hjá Símanum alla tíð og verið bara skratti ánægður með þjónustuna, þá sjaldan að ég hef þurft á henni að halda.)

Haukur Már Haraldsson, 21.11.2008 kl. 10:13

50 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan, von að þú sért brjáluð.  Ekkert er leiðinlegra en að láta plata upp á sig ónýtri vöru, og fá henni svo ekki skilað.  Úff bara.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 10:24

51 identicon

Skil vel að þú sért rei, en það eru alltaf tvær hliðar á öllu, myndi vilja sjá hvað hlið NOVA hefur í þessu máli.

Ég var hjá Símanum og skipti yfir í ogVodafone af því að það var miklu hagstæðara en þegar ég var farin að greiða um 20 þús fyirr tvo GSM, heimasíma og netið þá var mér nóg boðið og skipti til NOVA og greiða ca 6000 af þessu öllu er með punginn góða frá þeim og hann svínvirkar, er búinn að spara mér ca 30 þús síðustu 3 mán á þessu, það koma alltaf einhvar vandamál upp hjá öllum og ekki hægt að dæma fyrirtækið allt því það eru kannski 99,9% ánægðir, ég lenti í bölvuðu basli með vodafone en ég jós ekki svívirðingum um þá í blöðinn, ef þú ert óánægð þá eru 3 önnur á markaðinum og það bannar enginn þér að fara einhvað annað.

Þitt er valið

Nafnlaus (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:08

52 Smámynd: Heiða  Þórðar

Myndir vilja sjá hvaða hlið NOVA hefur á þessu máli! ja hérna hér...

...já.

Sko ...ég er neytandi og sem slíkur geri ég þá lágmarkskröfu að fá ógallaða vöru. Svo einfalt er það. Sem ég fékk svo reyndar á endanum. Takk fyrir innleggið þitt nafnlaus. Annað en þetta umrætt atriði með ólán varðandi símadrusluna...er ég hæstánægð með viðskiptin og ætla alls ekki að færa mig neitt!

Svo sannarlega bannar mér engin að fara neitt annað. Hvorki annað, suður, vestur eða austur! Svo einfalt er það...

ertu kannski tengdur á einhvernhátt Nova?

Heiða Þórðar, 22.11.2008 kl. 00:02

53 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég er ekki alvega að skilja hvað þú ert að drulla yfir þetta símafyrirtæki. Er það ekki símtækið sjálft sem er bilað? Að því hlýtur að vera einhver framleiðandi, ekki satt? Neytendaábyrð varðandi gallaða vöru snýr að framleiðanda símans, ekki að seljandanum. Þannig hefur þessu verið háttað frá árinu 2002 þegar ný lög um lausafjárkaup voru samþykkt á Alþingi. Sú skylda er lögð á neytandann að hann athugi við kaup hver sinni viðvgerða og ábyrgðarþjónustu við keypt tæki. Flestir framleiðendum semja því við einhverja aðila í hverjum landi eða hverri borg, allt eftir aðstæðum, um að sinna þessari þjónustu við kaupendur tækjanna.

Annað mál. Ég sjálfur gekk á milli símafyrirtækja í sumar með reikninginn minn frá Símanum og fékk þá til að gera tilboð í notkun mína. Skemmst er frá að segja að NOVA var með lægsta tilboðið og þar er ég búinn að vera með viðskipti mín síðustu mánuði. Ég sé ekki eftir því. GSM reikningurinn er ekki nema 1/4 af því sem áður var. Reyndar vil ég taka fram að stór hluti fjölskyldunnar, 6 notendur, hafa einnig fært sig yfir til NOVA. Engan þeirra hefur kvartað undan þjónustu þeirra.

Ég hef engin önnur tengsl við þetta fyrirtæki annað en að vera viðskiptavinur.

Auðvitað áttu skýlausan rétt á því að fá ógallaða vöru. Er ekki rétt að þú upplýsir okkur um hver sér framleiðandi gallaða símans. Það væri upplýsandi en í stað þess tekur þú símafyrirtækið í skraufþurrt rassgatið.

Sorrý Heiða, þú er gjörsamlega úti á túni.

Sveinn Ingi Lýðsson, 22.11.2008 kl. 09:23

54 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mér sýnist á öllu að þú sért sjálfur út á túni! Velkomin á túnið mitt...eða ekki...

...var ég að drulla yfir fyrirtækið sjálft? Framleiðenduna? ÉG VAR AÐ TALA UM GALLAÐA VÖRU SEM ÉG FÉKK EKKI SKIPT YFIR Í AÐRA... en hef nú fengið bót á. Símtækið bankaði ekki uppá hjá mér og seldi sig sjálft! Ekki var það framleiðandinn! ...nei mér var selt tækið og áskriftina af þjónustuaðilum Nova.  Tæki sem fór alls 3 - 4 sinnum í viðgerð á örfáum mánuðum. 

Ef þú værir sáttur við að kaupa þvottavél sem myndi ekki þvo...værirðu einfaldlega fífl ef þú sættir þig við það. ...ég er að gagngrína gallaða vöru! SÍMINN HRINGDI EKKI!!!

Jafnframt lofa þjónustuna og starfsfólkið í Smáralindinni.  Spurning að lesa betur yfir textann...eða sleppa því alfarið! Ég á afar bágt með að þú Sveinn sért ekki í neinum tengslum við fyrirtækið. Ef þúværir það ekki þá HEFÐIR ÞÚ EINFALDLEGA ALDREI TEKIÐ ÞAÐ FRAM sérstaklega!

Vona að þú hafir fengið útrás fyrir eitthvað sem hrjáir þig með því að halda fram hér á minni síðu að ég sé vanviti.

Bið þig vel að lifa.

Heiða Þórðar, 22.11.2008 kl. 15:16

55 Smámynd: Heiða  Þórðar

"Ég á afar bágt með að trúa því Sveinn"...átti þarna að standa.

Heiða Þórðar, 22.11.2008 kl. 15:25

56 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Heiða. Hvergi hef ég haldið fram að þú sért vanviti. Aldeilis ekki. Þú blandar þarna saman óskyldum málum. Sjálfur hef ég lent í svona sjálfur ...og reyndar með þvottavél...(hvernig vissir þú það) og þurfti að fara gegnum allan þennan feril. Þar hefði ég getað sparað mér mörg sporin og svekkelsi hefði ég leitað upplýsingana á réttum stöðum. Þær fék ég hjá Neytendasamtökunum sem upplýstu mig um hver réttur minn var í málinu. Hann var skýlaus. Ég átti allan rétt til að bóta, bara að snúa mér að umboðsmanni framleiðandans,seljandinn hafði nákvæmlega ekkert með þetta að gera og engar skyldur gagnvart mér sem kaupanda vörunnar.

Annað dæmi. Bíll sem ég keypti erlendis (Hollandi) 2005 bilaði lítilsháttar. Í ábyrgðarskírteini sem fylgdi bílnum var tekið fram að X bílaumboð annaðist allar ábyrgðarskoðanir og viðgerðaþjónustu fyrir viðkomandi bílategund.

Ok, svo varð smá bilun í bílnum. Ég leitaði til X sem gerði við en taldi mig eiga að borga viðgerðina þar sem "X" hefði ekki selt mér bílinn og ég "farið framhjá" sölukerfi þeirra. Því ætti ég engan rétt.

Ég settist við tölvuna, skrifaði umræddum framleiðanda tölvupóst og kvartaði. Nákvæmlega 15 mínútum eftir að ég ýtti á SEND var hringt í mig frá X, beðist velvirðingar á mistökunum og spurt inn á hvaða reikning ætti að endurgreiða þessa upphæð.

Mér er hjartanlega sama hvort þú teljir mig tengdan við NOVA. Skiptir mig engu máli þó ég segi þér aftur að einu tengsl mín við fyrirtækið snúast um viðskipti með mitt eðalfína símanúmer.

Ég reyni yfirleitt að gera skýran greinarmun á persónum v.s. skoðunum þeirra. Út á þig hef ég ekkert að setja og ú er örugglega ágætismanneskja. Hins vegar ætla ég að ítreka að skoðanir þínar hljóma í mínum eyrum enn sem bull.

Heiða: Visssulega er ég kominn út á túnið þitt, ég ætla að fara þaðan en eftir síðustu færslu þína grunar mig að þú ætlir að vera þar áfram.

Passaðu þig bara að frjósa ekki föst við túnið. Það spáir nebblilega frosti.

Sveinn Ingi Lýðsson, 22.11.2008 kl. 17:29

57 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Skil þig, manni fannst þetta svolítið of grunsamlegt til að byrja með. Og svo virðist vera sem að allir nýjir símar séu bara skapaðir til þess að bila um leið.

Gömlu góðu símarnir voru of góðir þannig að þeir sáu ekki fram á neinn gróða ef allir myndu bara kaupa sér einn síma og vera góðir yfir ævina.

Það er allavega mín kenning

Valgerður Sigurðardóttir, 22.11.2008 kl. 17:31

58 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Enn eitt dæmið um að græðgi teymir mann út í foraðið...

Bjarni G. P. Hjarðar, 22.11.2008 kl. 22:27

59 Smámynd: Heiða  Þórðar

Minn elskulegur Sveinn; -hélt að hálf þjóðin vissi að ég er norn. Góð norn. Tún? - já já...þar er svo sem ágætt að dvelja.

Valgerður; gæðin í rafmagnstækum sem og öðrum hafa klárlega minnkað...

Heiða Þórðar, 23.11.2008 kl. 05:26

60 Smámynd: Guðmundur Zebitz

Þú átt þinn skýlausa rétt.

Samkvæmt lögum um neytendasölu nr. 48/2004 stendur að "Ef neytandi á kröfu á hendur seljanda vegna galla söluhlutar getur neytandinn haldið eftir þeim hluta kaupverðsins sem nægir til þess að tryggja kröfu hans." Þ.e. á meðan símafélagið stendur ekki við sinn hluta þá átt þú að hætt að greiða mánaðarlegar greiðslur til þeirra með vísun í lögin.

Í gr. 29 stendur einnig "Neytandi getur valið á milli þess að krefja seljanda um úrbætur á galla á eigin reikning eða krefjast nýrrar afhendingar af seljanda." Það er þó tilgreint að ef útskipti á búnaði hefur í för með sér verulegt óhagræði fyrir söluaðila sé honum heimillt að beita viðgerðarúrræði. Í þessu tilfelli, ódýr sími, á það líklega ekki við  30. gr. segir einnig að ef farin er úrbótaleiðin (viðgerða) og viðgerð tekum viku áttu rétt að að fá lánssíma, held reyndar að flest símafélögin séu að gera það nú þegar.

Í 30. gr. segir einni, og það er mikilvægur punktur, "Seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu." Þetta þýðir þá í raun að ef seljandi er búinn að gera við búnað tvisvar eða afhenda nýjan búnað tvisvar getur þú sem neytandi rift samningnum við þá.

Neytendalögin er að finna á vef Alþingis:
Neytendalögin

Þá er góð grein inni á vef neytendasamtakanna líka sem gaman er að skoða með ábyrgð á GSM símum í huga, eða allt að 5 ára ábyrgð:
5 ára ábyrgð á GSM?

Guðmundur Zebitz, 23.11.2008 kl. 12:23

61 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir kærlega Bunki!

Heiða Þórðar, 23.11.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband