Í brjóstunum mínum er kókómjólk...
15.7.2008 | 00:59
...sem er verðmætara en bensínlíterinn, held ég...
Í kvöld þegar ég sign-aði mig á msn þá stóð þar eitt lekkert; Fuck, bara alveg eitt og útaf fyrir sig. Ósnert og snoturt. Frekar lonely....
Augabrýrnar á mér "snarhækkuðu" og þegar ég spurði viðkomandi; -afhverju ertu að senda mér eitt skollótt Fuck for....? grunaði mig síst að álíka svívirða væri send á moi...vegna hækkunar á bensínlítra...
Fyrir það fyrsta; Hann ekur um á leigubílum með bleikri slaufu.
Í annan stað; þjóðfélagsumræður sem þessar fá lítinn hljómgrunn hjá mér og hann veit það. Ég vil barasta vera stödd uppi í mínu bleikasta og óraunsæja skýji svo langt sem augað eygir...og hananú! Hef ekkert við óþarfa hrukkur að gera. En ég hugsa samt mitt sko... (sbr. sex krónu hækkun er "sign"...viss um að somebody gets lucky... )
Hann reyndi að kjafta sig útúr Fuckinu og sagðist bara vilja prófa að fá að vera ég í svolitla örstund. Ég spurði hvað hann myndi gera. Og afhverju í ósköpunum ég af öllum...
Nú bara til að geta sagt; -Fuck!
Hann lýgur því ófétið og keypti ég þetta bull ekki fyrir einn skitinn túkall þó ég eigi slatta af bensíni...er alveg hlandviss um að hann myndi gera margt meira en að segja og skrifa fuck ef hann væri ég! Kíkja á brjóstin á mér sem dæmi.... jafnvel klípa í þau og togu-tosa...og fá sér svo kókómjólk....(notabene; dóttir mín segir að það sé kók í öðru en mjólk í hinu...samanblandað; kókómjólk. )
Það eru þúsundir lítilla orma að flækjast fyrir mér um þessar mundir, aðallega í rassinum mínum. Þarna rekast þeir á hvern annan í tví- ef ekki þrígang. Ástand mitt tel ég fyrir víst að sé um að kenna að mig vantar einhversskonar losun. Ekki eru þetta spriklandi sæðisfrumur svo mikið er víst, enda lítið fyrir endaþarmsmök...
Ég tel því meinhollt og bráðnauðsynlegt fyrir mig að fá smá losun og útrás á blogginu... er þá ekki að henda til skít; hægri, vinstri á meðan, í fólk sem á það síst skilið. Ekki að ég leggi í vana mín að kasta einu eða neinu, hvað þá skít í fólk eða önnur kvikindi.
Vika eitt í sumarfríi liðinn...hvert hún fór má Guð einn vita. Einhver partur fór í Nauthólsvíkina,
einhver prósenta í tæra gleði, hluti í Elliðarárdalinn, sem ég er að hugsa um "bæðevei" að fjárfesta í, með öllum peningunum sem ég fékk fyrir gullskeiðina sem fylgdi mér í kjaftinum...í fæðingu. Og kaupa svo bensín fyrir afganginn....
...shitturinn það er varla hægt að kvarta yfir þvi að keyra um á gull-fucking-dýrinds-bensíni! Fer að drekka þetta sull í staðinn fyrir kaffi...
... annars langar mig bara í súkkulaði núna sko...
Eldsneytisverð snarhækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hlýtur allta að líða hjá einhvern daginn eins og allt annað. Fáðu þér eitt stykki Draum.
Marinó Már Marinósson, 15.7.2008 kl. 01:32
Lofarðu?
Heiða Þórðar, 15.7.2008 kl. 01:38
maður er ríkur maður að eiga þig sem þú veist.
Gísli Torfi, 15.7.2008 kl. 01:49
Athyglisvert! Eins og alltaf mín kæra.
Knús og kveðja úr sveitinni.
JEG, 15.7.2008 kl. 09:32
Þú ert yndi .
Elísabet Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 09:48
Þú ert með merkilegar spekúlasjónir eins og venjulega.
Helga Magnúsdóttir, 15.7.2008 kl. 10:39
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 10:46
....þá spyr ég alveg út úr kú ;) Hvaða teiknimynd var þetta?
Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 11:42
Marinó Már Marinósson, 15.7.2008 kl. 12:48
Vona að ormarnir hafi yfirgefið rassin
Ásgerður , 15.7.2008 kl. 13:03
Hafðu það gott Heiða mínÉg var að drekka kókómjólk.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.7.2008 kl. 15:35
Hehehehe þetta er snilld
Lilja Kjerúlf, 15.7.2008 kl. 16:05
Ég á súkkulaðistykki handa þér En ef ég væri þú ... tja, eða hvaða kvenmaður sem er ... þá myndi ég örugglega kíkja reglulega á bobbingana og toga og pota ... og pota og skoða ...
kær pot-kveðja að norðan!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 17:08
Ég var að skella í mig súkkulaði stk. og er nokkuð viss um að ef að ég æti bara skoti nóg af því þá myndi ég þeytast áfram á meiri hraða en bíllinn. Sem er plúss, súkkulaði er jú ódýrara.
Sporðdrekinn, 15.7.2008 kl. 18:39
Ó já, mér var mikill heiður af að granda þér ósk þinni
Sporðdrekinn, 15.7.2008 kl. 18:41
Mörg hugskot full af sínu ... knús á þig elsku dúlla!
www.zordis.com, 15.7.2008 kl. 18:54
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 21:28
Já einmitt Heiða mín kær, "Bragð er af þá barnið finnur"!
Magnús Geir Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 01:22
Ég er nokk viss um að þú sért eindæma skemmtileg kona!
D
Þórður Helgi Þórðarson, 16.7.2008 kl. 09:03
Ertu sú Heiða.... alveg er þetta magnað, ég er orðlaus....
Takk fyrir síðast
Þórður Helgi Þórðarson, 16.7.2008 kl. 15:45
jebb....
hef reyndar aldrei fyrirgefið þér fyrir að fara í sleik við Hafdísi mannstu?
Er alveg í kasti núna!hláturskasti þ.e.....
Heiða Þórðar, 16.7.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.