Brjóstin voru innpökkuð...

Um helgina þegar ég var að nálgast tjörnina með litlu englastelpunni minni, kom hlaupandi maður til móts við mig og beint í flasið á mér.(hvað er annars flas? fang?) Aðvörunarmerkin dingluðu í augunum....og dóttirin kom fast á hæla hans. Hann var lappalangur/lengri en ég. Hann var heppinn. Ég nefnilega greip hann. Hann sagði móður og másandi;

-vá maður..... passaðu þig maður! Þær eru grimmar núna maður!

Svo flaug hann í burtu með ófleygu öndunum en við gengum hnarreystar...eða einsog hægt er þegar rokið rífur í augnhárin á manni, til móts við óttann. Það sagði mér eitt sinn fróður maður að það væri mikilvægt,  til að sigrast á óttanum að horfast í augu við hann. Hefur reynst mér vel.

Eftir stóð ég (áður en ég hélt áfram sko .....)Wink og hugsaði...hva er maðurinn blindur eða...? sér hann ekki að ég er kona! Lái honum hver sem vill...þar sem brjóstin mín voru vel innpökkuð í gulan anorakk!Smile

Kvikindin voru nokkuð gæf þrátt fyrir geðvonskukastið í veðurguðunum...en við komust aldrei í námunda við tjörnina sjálfa þar sem þær lölluðu til móts við okkur. Glorhungraðar.

Ég sagði við Sóldísi mína Hind;

-sjáðu elskan, þær eru búnar að vera að bíða eftir þér! Fallegu og góðu stelpunni hennar mömmu sinnar. Nætursagan sem ég spann fyrir hana kvöldið áður hafði einmitt endað niðri við tjörn, sem endranær.

Þar er Sóldís mín í aðalhlutverki gjafara, endurnar bíða eftir að hún komi, þær elska hana og þekkja góðu lyktina hennar. Þær þekkja fótmálið fima og fallegan hláturinn. Þær þekkja fallegu stelpuna mína. Kvak kvak kvak,  þýðir einfaldlega í okkar orðabók; Sóldís góða stelpan er að koma! Vei vei...

Hún skríkti auðvitað af gleði og augun hennar fallegu geisluðu þegar hún sagði; já mamma!!!....

IM001711

...okkur fannst við í meira lagi velkomnar með Bónusbrauðið okkar, þrátt fyrir að það hafi verið keypt á tilboði og væri við það að mygla.

Ég vona svo innilega að hún muni alla tíð það sem ég er að reyna að innræta henni. Að hún sé fallegust og bestust og góðust og og og....einsog við öll erum. Mér tókst nefnilega fjarska vel upp með frumburðinn minn með góðra manna hjálp.

Að mínu viti ættu allir að leika aðalhlutverkið vel í sinni bíómynd. Og gera það vel. Vera bestur, mestur og sú alfallegasta sál og manneskja sem hugsast getur. Losa sig við djöfulinn sem stundum sest á öxlina og reynir að sannfæra okkur um að við séum eitthvað annað.

Og ekki síst: vera góð við hvort annað...Heart

Hégómagirndin var annars að banka í mig rétt í þessu...er nefnilega að verða of sein í handsnyrtinguInLovenjótið kvöldsins og dagsins á morgun, þetta lítur bara fjarska vel út allt saman.Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

yndisleg mynd og skemmtileg færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegur boðskapur dúllan mín og kórréttur.  Aldrei hægt að segja of mikið af fallegum hlutum um og við litlu manneskjurnar.

Myndin er yndisleg.

Smjútsí

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 18:52

3 identicon

Að fara í handsnyrtingu eftir að hafa gefið öndunum er ... rökrétt

Nei, án gríns og algjörlega: þá er myndin algjör demantur! Sóldís algjör dúlla, umkringd þessum forvitnu og svöngu(?) fuglum.

En ég tek til mín sem þú segir ... mér gengur bara svo erfiðlega að losa mig við djöfulinn sem sest stundum á öxlina mína. En ég er alltaf að þroskast (held ég!) og stend mig betur og betur í því að bola honum burt... þú hefðir átt að sjá mig í kringum tvítugt! Úff ... ha ha ha!

Kærar kveðjur og hlýtt knús

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 19:22

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þið hafið slegið í gegn hjá Öndunum og gæsunum enda ekki að furða gullfalleg lítil ljúf stúlka á ferð með jafnfallegri móur sinni sem greinilega er að kenna henni rétta hluti....Sóldís Hind fallegt nafn.

Einar Bragi Bragason., 5.11.2007 kl. 19:30

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þið eruð pottþétt flottustu ,bestustu og góðustu mæðgurnar Hafi það sem best sæta fjölskylda og eitt risa knús til ykkar

Katrín Ósk Adamsdóttir, 5.11.2007 kl. 19:31

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj hvað hún er, eins og mamma sín, mikil dúlla

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 20:02

7 Smámynd: Gísli Torfi

Þessi mynd er Æði... Hún er svona eins og Simbi litli í Lion King og öll dýrin hneigja sig í auðmýkt yfir Englinum sínum...

Gísli Torfi, 5.11.2007 kl. 20:12

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá hvað þetta er flott mynd og flott prinsessa, og ekki skaðar að hafa góða boðskapinn henna mömmu sinnar með sér út í lífið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 21:08

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Að fara í manicure er ekki sársaukalaust ; en skárra en tannsteinshreinsunin í síðustu viku.

Takk öllsömul fyrir fallegar kveðjur og comment...maður verður svona pínku aumur í hjartanu...af væntumþykju og gleðiyfir frábærum félagsskap og greinilega hlýjum hugsunum frá ykkur öllum. Og líka... örlítið feiminn

Doddi; það er nefnilega nær eingöngu gott að eldast.

Heiða Þórðar, 5.11.2007 kl. 22:08

10 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Já klárlega falleg stelpa enda dóttir þín...
Má maður biðja um að láta vasaklúta fylgja næsta bloggi og þeim commentum sem þar koma?
Varla að maður ráði við sig... 

Hvaða dagur skyldi vera í dag? Varla mánudagur er það?  

Freyr Hólm Ketilsson, 5.11.2007 kl. 22:25

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Gressin biður að heilsa.  PS, er ekki einkvað á útsölu í Hagkaup.

Georg Eiður Arnarson, 5.11.2007 kl. 23:34

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hann lifir hann lifir!

Goggi minn hélt þú hefðir flogið með farfuglunum. Þakka kveðjuna. OG þannig að það sé alveg á hreinu; ég verlsa ALDREI á útsölum góði minn. yeah right!

Heiða Þórðar, 6.11.2007 kl. 00:03

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Freysi minn kæri; næsta bloggfærsla verður ekki tilefni í neinn slitinn vasaklút.

Það eru vinsamleg tilmæli mín til þín og allra hinna, að vera vel hanskaðurgóurinn! Þá er nefnilega komin þriðjudagur.

Heiða Þórðar, 6.11.2007 kl. 00:08

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Góa Nótt Góa

Einar Bragi Bragason., 6.11.2007 kl. 01:04

15 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

hverjum þykir sinn fugl fegurstur, þú ferð nærri, krútt littla stelpan !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.11.2007 kl. 02:16

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndisleg færsla og þú átt fallegt barn knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2007 kl. 11:37

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Yndisleg stúlka og frábær færsla ! Takk fyrir mig!

Sunna Dóra Möller, 6.11.2007 kl. 15:39

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guð blessi þig Heiða, ég ítreka fyrri orð mín að koma fæslunum þínum í bundið form. Þú ert svo yndislegur penni !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 17:57

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Og þú ert svo yndislegur karakter Guðsteinn. Takk fyrir mig.

Heiða Þórðar, 6.11.2007 kl. 18:10

20 Smámynd: Ólafur fannberg

bara sammála Guðsteini og myndin er góð

Ólafur fannberg, 6.11.2007 kl. 21:26

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

sterk og góð sjálfsmynd...klárlega það besta sem við getum gefið ormunum okkar;)

Þú ert sko ekkert blávatn nafna;) 

Heiða B. Heiðars, 6.11.2007 kl. 22:36

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Flott mynd og yndisleg rúslurófan litla.

Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband