Ekki með eitt einasta lafandi brjóst :)

Ég man þá tíð þegar ég var átján ára. Þá var mamma 38 ára. Mér fannst mamma við það kveðja hið jarðneska líf. Svo háöldruð var hún í mínum huga. Hún hafði þá þegar kramið nokkur hjörtun, því til staðfestingar hættum við börnin að leggja nöfn sambýlinganna/fósturfeðranna á minnið; þeir voru skilgreindir; þokkalegur, fínn, skárri, skítsæmó, glataður...og ef við í versta falli þurftum að  nefna þá okkar á milli blessaða, voru nöfn notuð einsog; hundur, svín, froskur...osfrv.

Þegar ég var átján ára hafði ég fundið lífsförunaut minn. Blessunarlega síðar á ævinni skildu leiðir. Annars værum við að tala um tvö ung og falleg lík hér. Nú er hann gamall og úrillur en ég ung og fersk og ekki með eitt einasta lafandi brjóst framan á mér, hvað þá tepoka. Mér þykir samt undurvænt um kauða þrátt fyrir hans endalausu leit af svörtum sokkum. Hann sór við mig um daginn að hann væri hættur að ganga í sokkum...og væri því kátur og borðaði slátur alla daga, allan ársins hring. Dreg það stórlega í efa. En hann er enn á meðal vor....

Þegar ég var átján, þá gerði ég lítið annað en spá og spekulúera í hverju ég ætti að klæðast þennan eða hinn daginn. Æfði mig grimmt undir getnað þann, sem síðar átti eftir að verða: "made in Denmark" ...og fæddist frumburðurinn rúmu ári síðar á Íslandi.  Lífið var ekki dans á rósum, botnalaus hamingja eða rósum stráð neitt. En hlutirnir voru í skítsæmilegu standi. Og við vorum áskrifandi af Morgunblaðinu einsog siðvant fólk í sambúð. Og ég var á pillunni, ekki að það hafi nokkuð með frásögnina að gera. Ég minnist þess að stundum hafi  ég verið óttalega lítil í mér eitthvað og hugsaði þá til mömmu sem var að því er virtist með allt sitt á tæru...ahhh, nei kannski ekki alveg. Hún var allavega þokkalegur gölli kerlinginn. Enda 38 ára.

Svo núna þegar ég er þrjátíu og átta...., minnug tilfinninga-flaumsins í ferðalaginu mínu í dag um hálendi hugsana minna, þá er ég bara ennþá lítið stelpuskott einhvernveginn. Svona meir í hjartanu mínu og óttaleg væmiltítla. Ég held að þessi viðkvæmni hafi með það að gera að jólin eru í nánd. Eða kannski þá staðreynd að pabbi minn dó fyrir tíu árum. Ég er fyrir löngu hætt að reyna að skilgreina sjálfa mig og heiti þeim veglegum verðlaunum, sem það tekst.

Í raun vil ég bara að einhver taki mig í faðminn og segi mér að allir hlutir verði í lagi. Að einhver strjúki á mér hárið og um vangann og þyki meira en pínkupons vænt um mig.

En það er núna... á morgun er nýr dagur og ég verð kúl sem áll. (rímaði ekki einu sinni....)þá þarf ég ekki á neinum eða neinni manneskju að halda, engin þarf að benda mér á kosti mína og þessa örrrrrrfáu galla sem ég hef....Segi upp áskriftinni af  Lifandi Vísindum og finn svörin við leyndarmálunum. Geri sjálf við tennurnar í mér og segi tannsa að troða sér og sinni stofu upp í r......á sér.

...ég lít til mömmu...og hlakka til að verða tuttugu árum eldri....eða ekki! Efast um að þetta eldist af mér nokkurn tíma...

Ég óska ykkur öllum góðrar og gæfuríkrar viku, mínir kæru bloggfélagar og vinir.Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú átt mitt faðmlag það þurfti ég á sínum tíma og ég skil þig ljósið mitt og eigðu líka gæfuríka viku.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.11.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Fiðrildi

Heyrðu vinkona . . . !  Er þetta þarna um kúrið, strokurnar og væntumþykjuna að ganga í dag  . . . langar svo rosalega í þetta allt líka.

Fiðrildi, 4.11.2007 kl. 20:14

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Stórt faðm frá mér tí hí.....

Einar Bragi Bragason., 4.11.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu börnin knúsa þig elskan.  Mamma þín á eftir að "sue your ass off" ef hún kemst í bloggið þitt, hehe, vó hvað ég þarf að fara að fylgjast með dætrum mínum, ætli þær bloggi?  They could tell stories.  Lalalala

Takk fyrir frábærar færslur.  Var ekki búin að sjá þá neðri fyrr en núna.

Smjútsí

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 20:21

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já Arna mín, ætli við séum ekki andlega skyldar...þetta með ljótuna um daginn  og kúruvælið - veltist um á milli okkar...susss, engum segja. Við megum ekki missa kúlið...

Já Jennslan mín, ef það væri í boði þá myndi ég knúsa þau í kaf! Mamma (hehe -pjallan þín) nei ætli það....(ég veltist um af hlátri). Þessi elska hún mamma mín heldur að Blogg sé það sama og kjötsúpa....(skiljum við hvora aðra....?) Og ekki reyna einu sinni að koma inn hjá henni hugmyndinni hún gæti tekið þig á orðinu.....

Smútsí smústí smútsí...púff þreitt í kjálkanum...

Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 20:31

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

þreytt....þreytt... þreytt með ufsiloni...

Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 20:34

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er margt í gangi í dag. Ég er búin að vera í svona huglægri heilun hjá sjálfri mér og líður bara vel. Get hvort eð er ekki breytt þeim mgulegu vandamálum sem hugsanlega bætast á okkur á næstunni, þegar maður á 7 börn og 4 barnabörn þá er oft mikið í gangi. Þau eru allaveg öll nokkuð frísk núna, en miða við skakkaföll 25 ára sonarins í Köben þá hef ég verið soldið óhress upp á síðkastið. En því í ósköpunum að vera að ergja sig fyrirfram á hlutunum. Þetta kemur bara í ljós, þangað til er ég að reyna að vera slök og láta mér batna. Sorry hvað ég skrifa mikið.  Góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 22:38

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku Ásdís mín, tek þig með á vit englanna minna í nótt.Þú ert yndisleg manneskja.

Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 23:08

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Svana mín; féllstu fyrir myndavélinni? sem reyndist svo vera eftirlíking eða lyklakippa eða....hvað þetta skrípi var...góða nótt darling

Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 23:37

10 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Það verður allt í lagi...ég lofa því

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 4.11.2007 kl. 23:55

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Heiða, þú bloggar svo skemmtilega að ég ætla rétt að vona að á því verði endalaust framhald, þú hressir sálina.  Ég var bara í einhverjum svona mellow fíling áðan og fannst gott að fá útrás, takk fyrir að taka mig með í englaland.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 23:57

12 identicon

Jafnvel þó að ég sé smáþreyttur eftir helgina og eftir aksturinn norður ... þá vil ég að þú vitir að þegar hálendi hugsananna fær mann til að líða svolítið "meirar" ... þá er alltaf hægt að fá faðmlag hér á blogginu og kossa og knús líka - og svo finnst mér sjálfum oft gott að líta upp til himins og ákveða að ein stjarna sé ákveðinn einstaklingur og sendi kveðju beint upp til hennar. Ég sé ekki stjörnurnar núna, en ég sendi þér samt kærar kveðjur úr norðri. Hafðu það ofboðslega yndislegt!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 00:10

13 identicon

Já,Heiða mín.  það er svo margt að minnast á þegar maður rennir minninu aftur  í tímann,svona einhverra hluta vegna.Ég tek eftir því að HJÁ  SVO MÖRGUM SÁLUM í DAG er gífurleg vöntun á KNÚSI og innileik sálarinnar til góðlegra KÆRLEIKSSAMSKIFTA.Þetta á ekki síður um karlmenn.Nú er rúmlega 2 mánuðir síðan þessir VEÐURUMHLEYPINGAR byrjuðu,og veit ég það fyrir ÖRUGGT að þetta hefur því miður slæm áhrif á alla KONUR og KALLA.  SVO KEMUR EINN DAGUR MEÐ SÓL OG LOGNI og tilveran verður YNDISBJÖRT,og VELLÍÐUNAR TILFINNING streymir í kring um allt og alla.  ALLIR heilsast og líta í átt til SÓLAR,sumir þakka GUÐI, aðrir dásama sköpunarverkið.Verum því ávallt glöð,og gefum hvort öðru UMHYGGJU.Það er RÍKIDÆMI.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 01:00

14 Smámynd: Lýður Árnason

Hjúfurþörf var eigi alls fyrir löngu rannsóknarefni sálfræðings og notaði hann apa til verksins.  Líklega vegna þess að mannskepnan er í soddans svalakasti að meira að segja bros er veikleikamerki.  Gæfa og knús fylgi þér í framtíðinni. 

Lýður Árnason, 5.11.2007 kl. 01:29

15 Smámynd: Ester Júlía

Hugljúft og sætt blogg ( og stórskemmtilegt eins og þinn er vaninn). Já fólk var á grafarbakkanum á þessum aldri (35+) þegar maður var 18 ára. KNÚS til þín

Ester Júlía, 5.11.2007 kl. 07:18

16 Smámynd: Ásgerður

Knús á þig

p.s. mér þykir helling vænt um þig

Ásgerður , 5.11.2007 kl. 08:46

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Faðmlag til þín ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 08:48

18 Smámynd: Þröstur Unnar

Ekki með einn einasta slefandi bjór :)

Faðm yfir flóann.

Þröstur Unnar, 5.11.2007 kl. 08:55

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Syngjandi glöð með frostbitnar kinnar (enda svöl.....) held ég inn í daginn. Þakka ykkur öll kveðjurnar...kossar og "högg" og bros á línuna -samt á ég alveg helling afgangs handa ykkur á morgun.

Heiða Þórðar, 5.11.2007 kl. 09:19

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Akkúrat núna vildi ég að þú sætir í eldhúsinu hjá mér í góðu spjalli yfir rjúkandi froðukaffi.

Risafaðmlag til þín rófuskottið mitt

Vona svo sannarlega að karakterinn sem þú sýnin á blogginu þínu eldist aldrei af þér.

Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 10:13

21 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ekki margt af þessum pælingum, tíminn líður tikk takk.

Ibsen sagði :Sterkasti maður heimsins er sá sem stendur einn, ég held að það sé nú bara bull, það er engin einn, við erum öll hluti hvert af öðru, og þar af leiðandi styðjum við  hvert annað, því að þá styðjum við okkur sjálf.

alheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 15:00

22 Smámynd: Kristín Erla Kristjánsdóttir

ég man ennþá eftir því þegar mamma sagði mér að hún væri ólétt af yngsta bróður mínum, hún var rétt rúmlega þrítug og ég gjörsamlega átti ekki til orð! Eldgömul mammsa að fara að eignast barn, er þetta leyfilegt? Í mínum huga var líklegara að hún færi að leggjast inná elliheimili en á fæðingardeildina...

knús og faðmlag og takk fyrir æðislegt blogg :)

Kristín Erla Kristjánsdóttir, 6.11.2007 kl. 13:18

23 identicon

Hlýtt

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband