Hvað er langt síðan þið heimtuðuð að vera ofan á?

Hann sat fyrir framan mig. Álkulegur. Rétt að skríða í sautján...ég spurði hann; afhverju ertu ekki í skóla? Fátt var um svör....æi bara nenni því ekki.

Hún sat fyrir framan mig stuttu seinna. Með spangir. Rétt að skriðinn yfir sautján....ég spurði hana; afhverju ertu ekki í skóla? Fátt um svör aftur....svo kom æi, ég get ekki ákveðið mig.

Mig langaði að rasskella þau. Rasskella þau bæði duglega. Halda svo tölu um það hversu menntun er máttug og mikils virði. En að öllu eðlilegu, ætti ég heldur að vera ánægð yfir því að hafa möguleika á að móta þau... sem hugsanlegan nýtan starfskraft. Hvað er það svo sem mitt? Ég meina er ég með allt á hreinu...

Það rann upp fyrir að; ég hef hugsanlega engan veginn ákeðið hvað ég vill verða þegar ég er orðin stór. Einhver mynd er komin á þetta hjá mér þó. Hvað varðar það sem veitir mér hamingju og gleði. Hvað það er sem fullnægir þörfum mínum og þá er ég ekki að tala um skó og föt...

En...

...þegar ég var sautján ára komin í mína fyrstu sambúð, þá sá ég í hyllingum að vera ritari. Í einkaskóla fór ég og útskrífaðist með fyrstu einkunn...í stuttu pilsi og háum hælum. Samhliða vann ég einsog mother-fucker...á tveimur stöðum til að borga fyrir húsaleigu og áskrift af Morgunblaðinu. Og skólann.

Seinna langaði mig að læra meira og meira og meira...kom við og kláraði markaðs- og sölufræði...með ágætiseinkunn...og vann með ....sem fyrr, einsog m-f!

Það að vera ritari og með sölu- og markaðsfræðipróf í stuttu máli, á ég afar bágt með að samræma fjölmiðlafræðinni sem ég hóf og mig langar að ljúka í fjarnámi...ekki síst þegar litið er til þess að ég týndi mér núna rétt áðan inn á vef Háskóla Islands...þar sem ég allt í einu hafði óstjórnlega löngun til að afla mér frekari menntunar á sviði gæðastjórnunar...

Það sér hver heilvita maður að daman er svolitið lost in space....en eitt er á hreinu; ég kem til með að mennta mig svo lengi sem ég lifi! kannski er ég svona lost afþví Konni er alltaf að bögglast þetta i mér og á mér... í huganum sko...

Ekki veit ég hversvegna ég ætti að vera ánægð með það að fleiri konur útskrifast en karlmenn. Er það bara ekki. Hreyfir hreint ekki við mér. Finnst það ekki frétt, hvað þá meir. Örugglega fréttnæmt fyrir sumar kerlingar....en common ladyes!!!

Hvað er langt síðan þið rifuð af ykkur svuntuna og hlekkina frá eldavélinni og heimtuðuð að vera ofan á....?  ég bara spyr....

 


mbl.is Fleiri konur en karlar útskrifast úr framhaldsskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úúúúúúú ég gæti sagt þér góða sögu frá því þegar ég heimtaði síðast að vera ofan á.................

Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hrönn....pleeeeeeeeeeeaaaaaaaase segðu mér......

Heiða Þórðar, 22.10.2007 kl. 20:10

3 Smámynd: www.zordis.com

Spurning ad fara í Fjallgöngu og taka toppinn med stael.  Aetla ad bída átekta og gera fyrirsát zegar hann kemur heim!  Gracias!

www.zordis.com, 22.10.2007 kl. 20:18

4 identicon

er gott að rasskella?

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband