over and out...

Einhverjsstaðar mitt á milli Reykholts og Reykjavíkur datt mér eitt snjallræði í hug! Það var ekki þessi saga;

....um rútubílsstjórann sem keyrði á milli Laugavatns og Reykjavíkur. Dag einn gerist eitt par ákaflega ástleitið á þessari leið..... og eftir því sem ég heyri, fengu þau sér einn laufléttan snúning á öftustu sætaröð. Þegar á leiðarenda er komið, spyr maðurinn hversu mikið hann skuldi fyrir farið...svarið var;

-ekki krónu! þið komuð jú, ríðandi í bæinn....

(mér datt nú strax í hug þegar ég heyrði söguna; afhverju spurði maðurinn ....afhverju ekki konan? en það er önnur ... og allt önnur saga...)

Það sem ég var að hugsa á þessari leið minni var nú svosem ýmislegt. Ég skáskaut augunum í plastvasa, sem hafði setið prúður og til fyrirmyndar í framsætinu. Þar voru atvinnuumsóknir sem beðið höfðu úrvinnslu alla helgina. 80 % atvinnuumsækjenda eru af erlendu bergi brotið.....restin unglingsbörn. Ástandið ekki gott ef litið er til þess að kröfurnar eru skýlausar um að talað sé íslenskt mál þegar beðið er um verslun og og eða þjónustu í þessu blessaða landi okkar....svo ég tali nú ekki um allt er varðar fagmannleg vinnubrög, sem varla er hægt að vænta frá óhörðnuðum unglingum. Seinnitíma vandamál sem býður til morguns með ósk og von um kraftaverk...

EN.....ég var að spá..

sko....nú ætla ég að fara að taka upp á einum sér-sið. Ég ætla ekki að strengja áramótaheit. Nei, nú verða það vikuheit....jebb!

Þegar ég lít yfir síðustu viku, öllu heldur síðustu morgna....er ekki vanþörf á lagfæringu.

Ég vakna semsé á hverjum morgni (...nú nú?) ...

...(fyrsta hugsun) mín er FUCK!;

(önnur hugsun) DAMN ....(þriðja hugsun) mig langar ekki að vakna... (fjórða hugsun) ég fer að sofa klukkan tíu í kvöld...og svo snúsa ég nánast fram í rauðan dauðann!

Eða þar til ég hef afar minimum tíma til að gera mig klára. Ferðast þetta um á handahlaupum um íbúðina einsog snaróður hundur á harðaspretti undan mínútunum....ekki gott....nei alls ekki gott!

Fyrir það fyrsta er ekki gott að byrja daginn á þvílíkum neikvæðum hugsunum að mínu viti. Hraðferð er ágæt fyrir sinn snúð....en ekki vænleg á leið inn í nýjan dag.

Segi það ekki, að þegar mér tekst að mæta á tíma, strau-uð og stríluð...sigri hrósandi einsog langhlaupari í kappi við tímann....sé gott! En....fyrir blóðþrýstingin til lengri tími. Ahhhh, varla.

Þannig að núna kasta ég á ykkur enn og aftur sæluviku og segi góða nótt! Fallega drauma, verið góð við hvort annað og ykkur sjálf fyrst og fremst.

Over and out!Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

God nat fra Danmark

Einar Bragi Bragason., 21.10.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

heyrðu góði minn! Þú ert að klikka á þessu....

Heiða Þórðar, 21.10.2007 kl. 22:09

3 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Næt næt... lífið er erfitt hjá okkur nátthröfnunum... feel you girl

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 21.10.2007 kl. 22:37

4 identicon

Rútubílstjórinn,var Ólafur Ketilsson,(látin í dag) hann var með sérleyfisferðir á Laugarvatn og nágrenni,til eru mýmargar sögur af honum.   En segðu mér hugsar þú á ensku,?.

Jensen (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:54

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað varstu að þvælast upp í sveit, án þess að koma við í kaffi?

Þröstur Unnar, 21.10.2007 kl. 23:13

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Passar, 'Olafur Ketilsson, algjör snillingur....afhverju ensku?Afhverju ekki dönsku?

Þröstur; hvar býrð þú?! hefði sko alveg rekið inn nefið ef þú hefðir boðið upp á (nef)tóbak... kom við á Laugarvatni og Reykholti í dag. Óhjákvæmilega Selfoss og Hveragerði líka...

Heiða Þórðar, 21.10.2007 kl. 23:20

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Reykholt er nebblega í Borgarfirði líka og minn á Skaganum en á ekkert (nef)tóbak.

Þröstur Unnar, 21.10.2007 kl. 23:26

8 identicon

Heiða,frábær saga með fólkið aftur í . Það er með ólíkindum hvað fólki getur dottið í hug, til að komast hjá því, að borga!   Nei, þetta var nú ekki alveg svona,en eftir stendur sem ég sagði,um borgunina.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 01:45

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Fuck!

hvað ég er fersk... nægur tími, er alvarlega að hugsa um að skrifa smá sögu í morgunsárið...

Heiða Þórðar, 22.10.2007 kl. 08:02

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú hefðir líka getað komið við hjá mér! Ég hefði laumað atvinnuumsókn í vasann þinn. Tala íslenzku og er ekki barn!!

Ekki erfitt að gera þér til hæfis

Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 08:21

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 12:39

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Jáhá Óli ket var þarna á ferð......og eins einhver segir hér þá eru til alveg óborganlegar sögur af hans rútubíla - uppákomum

Solla Guðjóns, 22.10.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband