10.10.2004 - merkisdagur!

Þann 10.10.2004 skeði sá merkisatburður nákvæmlega á slaginu; 10:16 að mér fæddist lítil englasól.

Henni líkaði ekki bumbuvistin og kom löngu á undan áætlun. Hún barðist fyrir lífi sínu  í um tvo mánuði. Hver veikur andardráttur sem hún dró án aðstoðar, var sigur og mikið afrek.

Hún mældist við fæðingu; 1340 gr. og 38 cm.

Sóldís Hind og mamma

Hún er gleðigjafi minn, engillinn minn. Hún er mér endalaus uppspretta vonar á allt sem er. Og allt sem ekki er. Með henni kom trúin á að að ekkert er ómögulegt. Á milli okkar er órjúfanlegur strengur og samhljómur sem aldrei deyr.  Ég dreg vart andann án þess að finna fyrir henni í hjartanu mínu.

Litla englastelpan fékk nafnið; Sóldís Hind.

Merking nafnsins;

Sóldís; skínandi, björt heilladís.

Hind; auðmýkt, lítillæti, kærleikur og sakleysi.

Hindin er næstalgengasta trúartáknið í kristinni trú, næst á eftir krossinum.

Sólin...

Til hamingju með afmælið elskan.

Mömmukoss!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ SÓLDÍSI HIND.  FALLEGT BARN EINS OG MÓÐIR HENNAR.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Til hamingju með Dísina. Falleg stelpa með fallegt nafn. 

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 10.10.2007 kl. 00:07

3 identicon

Ja,há.Éf sendi ykkur mæginum mínar allra,allra bestu afmælisóskir á þessum merkisdegi.Svo sannarlega var og er þessi dagur í lífi ykkar STÓRKOSTLEGUR,Og ég segi.Sóldís Hind kom í heiminn til að gera eitthvað sem skilur eftir sig.Tíminn leiðir það í ljós.Hún er EINSTÖK  SÁL.  Megi góður GUÐ vera ykkur ALLTAF Nálægur.

Þórarinn.Þ.Gíslason

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 00:38

4 Smámynd: Halla Rut

Hún er svo lítil og smá.....Til hamingju.

Halla Rut , 10.10.2007 kl. 01:20

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með skvísina þína,við áttum heima í sama húsi þegar að Sóldís fæddist og ég hafði ekki tekið eftir að þú værir ólétt og svo allt í einu varstu komin með barn

Katrín Ósk Adamsdóttir, 10.10.2007 kl. 07:37

6 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Til hamingju með blómarósina

Helgi Kristinn Jakobsson, 10.10.2007 kl. 08:10

7 identicon

Til hamingju með daginn litla Sól. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 08:11

8 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Til hamingju.

Þórður Ingi Bjarnason, 10.10.2007 kl. 08:24

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Innilega til hamingju með daginn og stelpuna þína! Þetta er góður dagur til að eiga afmæli á, mín minnsta er líka fædd á þessum degi áríð 2002 ! Eigiði góðan afmælisdag!

Sunna Dóra Möller, 10.10.2007 kl. 09:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með litlu dóttur þína Heiða mín.  Hún er algjört megakrútt.  Og fallegt nafn sem þú valdir henni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2007 kl. 09:36

11 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Knús til ykkar!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 10.10.2007 kl. 09:41

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj hvað hún hefur verið pínkulítið pons. Til hamingju með fallega og duglega stelpu.

Risahjarta til ykkar

Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2007 kl. 09:46

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegt barn Til hamingju með litlu  telpuna þína Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.10.2007 kl. 10:30

14 Smámynd: Fiðrildi

Til hamingju báðar tvær.  Falleg færsla.

Fiðrildi, 10.10.2007 kl. 11:22

15 Smámynd: Margrét M

til hamingju með Sólin þína

Margrét M, 10.10.2007 kl. 11:24

16 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Til hamingju mæðgur

Pálmi Gunnarsson, 10.10.2007 kl. 11:46

17 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Til lukku með daginn stelpur...já fallega skrifað

Einar Bragi Bragason., 10.10.2007 kl. 11:48

18 Smámynd: Ásgerður

Til hamingju með daginn

Ásgerður , 10.10.2007 kl. 12:13

19 Smámynd: Hugarfluga

Til hamingju með stelpuna.

Hugarfluga, 10.10.2007 kl. 12:14

20 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Til hamingju með daginn báðar tvær

Markús frá Djúpalæk, 10.10.2007 kl. 12:19

21 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Hún hefur nú verið óttaleg mikil písl anga skottið...til hamingju mæðgur

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.10.2007 kl. 14:16

22 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Til hamingju með dótturina!

Ég á líka eina skvísu sem í dag er 5 ára, henni lá líka á að koma í heiminn og kom 7 vikum fyrr.

Eva Þorsteinsdóttir, 10.10.2007 kl. 14:22

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þakka kærlega fyrir allar kveðjurnar í dag. Fæ svona pínkupons í hjartað...og væmnin kemur upp í mér á fullu blússi.

Er það rétt að hér er annað afmælisbarn? Og annar fyrirburi?

Risakveðja á ykkur öll og þakklæti.

Heiða Þórðar, 10.10.2007 kl. 16:50

24 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með yndislega sólargeislann. Það er ekkert eins yndislegt og dásamleg börnin okkar og það kraftaverk sem lífið í raun er!

Englaknús fyrir englaástina þína!

www.zordis.com, 10.10.2007 kl. 16:51

25 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Mín á ekki afmæli í dag heldur í janúar, en fyrirburi er hún.

Eva Þorsteinsdóttir, 10.10.2007 kl. 16:53

26 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sunna Dóra á afmælisstelpu í dag elsku Evulius...

Heiða Þórðar, 10.10.2007 kl. 16:59

27 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jams, mín er 5 ára í dag ! Það eru sannarlega sterkar og duglegar konur sem að eiga afmæli á þessum degi! Þekki nokkrar í viðbót sem eru kjarnakonur !

Sunna Dóra Möller, 10.10.2007 kl. 17:18

28 identicon

Til hamingju með þessa fallegu stúlku.

Ragga (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 17:44

29 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 10.10.2007 kl. 17:45

30 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju elsku Heiða.

Sólin þín er 3 dögum eldri en Eydísin mín.

Þröstur Unnar, 10.10.2007 kl. 17:54

31 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þið eruð ótrúleg. Takk elskurnar mínar

Heiða Þórðar, 10.10.2007 kl. 18:09

32 Smámynd: halkatla

en guðdómlega sæt lítil prinsessa

til hamingju með daginn báðar tvær

halkatla, 10.10.2007 kl. 18:20

33 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.10.2007 kl. 18:56

34 identicon

Innilegar hamimgjuoskir elsku litla solskin, thu ert svo yndisleg litla ljos:) Gud geymi thig alltaf og blessi, i love you both, Inga Ros.

Inga Ros (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 19:21

35 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með afmælið þitt og mömmu þína Sóldís Hind

Heiða B. Heiðars, 10.10.2007 kl. 19:30

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með fallegu dúlluna þína elsku heiða

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 20:16

37 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með snótina, oggolítil hefur hún verið og sæt er hún. Njótið dagsins.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 10.10.2007 kl. 21:34

38 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Til lukku með prinsessuna...hún er dásamleg!

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 11.10.2007 kl. 16:21

39 identicon

Elsku Heiða, til hamingju með Sóldísi Hind flott stúlka, takk fyrir alla gömlu góðu tímana, kveðja frá V-Afríku.

Þinn vinur Biggi G. Friðargæslunni, Líberíu.

Biggi Guðbergs. (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 16:30

40 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

OOhh innilega til hamingju með litla sæta sólargeisla engillinn þinn.

Risa knús frá mér til ykkar

Sigrún Friðriksdóttir, 11.10.2007 kl. 18:21

41 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Biggi Guðbergs!! Þekkir þú hann líka:)

Komdu og heilsaðu upp á mig líka addna ormurinn þinn!!!

Heiða B. Heiðars, 11.10.2007 kl. 20:22

42 Smámynd: Heiða  Þórðar

jebbs Heiða þekki hann líka

Heiða Þórðar, 11.10.2007 kl. 20:31

43 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

að sjá þessa litlu hönd liggja á brjóstinu á mömmu.. awwww.. Ótrúlegt alveg. Til hamingju með prinsessuna þína, Heiða mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2007 kl. 09:49

44 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ó, hvað þetta var falleg færsla! Fallegar myndir, fallegar mæðgur, falleg nöfn... Vekur upp yndislegar minningar. Engin tilfinning í heimi jafnast á við þá er nýfætt kraftaverkið er lagt á bumbuna á manni í fyrsta sinn. Finna ástina á þessum undursamlega hnoðra flæða um æðar og yfirtaka hverja taug, hverja hugsun.

(((Það er því ekki fyrr en löngu seinna að maður skammast sín nægilega mikið til að biðja nýbakaðan föðurinn afsökunar á því að hafa öskrað á hann milli hríða að hann skyldi sko andskotast til að venja sig við að verða uppfrá þessu kallaður Bobbitt2!... )))

Til hamingju með hvora aðra. Og takk fyrir að gefa okkur hinum hlutdeild í hamingjunni. Alger vellíðunarpilla í næturnestið. Knús til ykkar allra.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.10.2007 kl. 01:57

45 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk elskurnar aftur Helga og Jóna. Æðislegar kveðjur.

Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband