Beðið um athygli

Þetta með sjálfsvíg, er mér svolítið hugleikið. Ekki það að ég sé að gæla við hugmyndina, né að ég sjái útför mína og minningargreinar um mig í hyllingum. Er samt nokkuð viss um að ég fæ eina ljúfa frá einni góðri vinkonu ...og jú einum góðum vini.

Nú ef ekki, kem ég niður aftur bara og hristi vel upp í ofnunum hjá þeim.

Eftir því sem ég kemst næst, þá lendir maður annað hvort uppi eða niðri. Þeir sem taka sitt eigið líf, eru víst fastir einhversstaðar mitt á milli. Sem er ekki góður staður að lenda á. Hef ekkert fyrir mér um þetta, en las mér til í einhverri bókinni.

Ég átti eina góða vinkonu sem tók sitt eigið líf í mars á síðasta ári. Sonur hennar átján ára gamall kom að henni. Þetta var afar átakanlegt einsog gefur að skilja fyrir ungan mann. Vona að honum farnist að sjá móður sína í öðru ljósi í framtíðinni, en í síðustu minningunni, um annars fallega unga og góða konu. Um daginn ætlaði ég að hringja í aðra vinkonu, sem heitir sama nafni og sá þá að ég var ennþá með nafn hinnar látnu, í símanum mínum.

Það hlýtur að vera algjör örvænting og uppgjöf sem grípur það fólk sem tekur eigið líf.

Mín mesta samúð, liggur þó hjá aðstandendum sem eftir sitja með sárt ennið, oft fullt sjálfsásökunar í eigin garð.

Þekki dæmi þess; að þeir sem sífellt hóta því að láta verða af "aftökunni" tali fyrir daufum eyrum.  Þar liggi ekki alvara að baki. Þegar um er að ræða tilraunir í að minnsta kosti einu sinni í  mánuði...sé viðkomandi að biðja um athygli og öskri eftir hjálp. Hjálp sem ekki er hægt að veita eða gefa úr þeirri sálarangist, sem maður ekki þekkir. 

Ég þarf reglulega að minna viðkomandi á, að kannski væri betra að hlusta...að það gæti heppnast í næsta skipti....en því miður tala ég fyrir daufum eyrum. Daufum eyrum sjálfrar mín.

Góða nótt elsku bloggvinir og þakka hlýjar kveðjur sem ég fékk í tilefni af afmæli Sólarinnar í lífi mínu.Heart

 

 

 


mbl.is Fórnarlamba sjálfsvíga minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þó að ég sé Tónlistarkennari og spilari þá vinn ég á sumrin í starfi sem þarf ansi oft að fara bæði í sjálfsvígshótanir og sjálfsvíg..... í sjálfsvígshótanir er alltaf farið í fullri alvöru þrátt fyrir að sami einstaklingur hafi jafnvel oft hótað að gera svona..........því að það er ekkert verra til en að fara á staðinn þegar að hótunin er orðin að veruleika.

Einar Bragi Bragason., 10.10.2007 kl. 23:45

2 identicon

Já þetta hugðarefni er mörgum hugleikið. Ég hef einu sinni fundið bréf frá ungum syni mínum og var það vægast sagt það hræðilegasta sem ég hef upplifað á ævi minni. Sem betur fer var gott fólk í kringum mig og rétt brugðist við og honum komið til hjálpar. Bréfið var sannarlega neyðaróp ungs manns í vanda.

Birtan (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er með því skelfilegra sem fyrir kemur, þekki nokkra sem hafa farið svona og mun aldrei geta skilið það.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2007 kl. 23:52

4 Smámynd: Ragnheiður

Ég spurði einmitt prestinn út í það hvert þeir færu sem fyrirkæmu sér sjálfir. Hann sagði ekkert um það í biblíunni að þeir færu annað en beint til himna. Þá leið mér betur...miklu betur. Himminn minn var þá ekki á vergangi.

Ragnheiður , 11.10.2007 kl. 00:01

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Góð færsla Heiða, en viltu ekki endurskoða fyrirsögnina? Eða er ég að misskilja hana?

Þröstur Unnar, 11.10.2007 kl. 00:03

6 identicon

Já,Heiða mín.  Mér finnst aldrei of oft talað um þessi mál,eða þaðan af síður GERT eitthvað í að lægja sálarangist þess fólks sem í þessum VEIKINDUM lendir .Ég þekki ,þú þekkir,svona sársaukafulla atburði.Ég segi bara.  HVER EKKI. Það mætti svo sannarlega BJARGA margri sálinni ef vilji væri fyrir hendi.En hvert tilfelli hefur sinn sérstaka bakgrunn.ENGINN EINSTAKLINGUR ER EINS.En við getum alltaf byrjað á því að BIÐJA  fyrir þessu ógæfusama fólki,og það GETUR VIRKAÐ!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 00:15

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já Guðmundur, þú komst réttilega með það. Takk.

Ragnheiður; sendi þér mínar hugheilu samúðarkveðjur.

Heiða Þórðar, 11.10.2007 kl. 00:35

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það versta er þegar maður heyrir fólk tala um þessa ógæfusömu einstaklinga eins og það séu bara aumingjar....frasar eins og er hann ekki alltaf að þessu.....hann mun aldrei þora að framkvæma þetta...þetta er bara aumingi..........Þá verður saxi reiður.

Einar Bragi Bragason., 11.10.2007 kl. 01:22

9 Smámynd: www.zordis.com

Mikil sorg og örvænting þegar fólk bregður undan og fer þessa leið.  Lífið er ekki einfalt og getur verið þrautaganga þegar hugur okkar veikist og sér ekki undankomu. 

Vantar meiri kærleika og viðurkenningu en það er kanski ekki það eina.

Englaknús til ykkar!

www.zordis.com, 11.10.2007 kl. 07:51

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þá verður Heiða líka reið, Saxi!

Heiða Þórðar, 11.10.2007 kl. 08:00

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ein vinkona mín, sem er sálfræðingur, spyr þegar til hennar koma sjúklingar í sjálfsvígshugleiðingum, hver þeir vilji að komi að þeim, hver þeir vilji að finni þá........

Sláandi? Já! Það er sjálfsvíg líka - fyrir aðstandendur!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 08:59

12 Smámynd: Hugarfluga

Upplifði á unglingsárum misheppnaða sjálfsvígstilraun frá nánum ættingja í tvígang, svo málið er mér skylt.  Held maður komist aldrei yfir óttann og vanlíðanina sem fylgdi í kjölfarið.  Finn afskaplega til bæði með gerandanum og þeim sem næst honum standa. 

Hugarfluga, 11.10.2007 kl. 09:57

13 Smámynd: halkatla

halkatla, 11.10.2007 kl. 10:06

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það hvert fólk fari þegar það deyr, sé svolitið eftir því með hvaða hugarfari það fer.  Ef það er reitt og hatursfullt, er hætt við að það komist ekki áleiðis, því ljóssins verur komast ekki að til að hjálpa.  En þeir sem fara með friði, eða vanlíðan fá aðstoð strax.  Eins og til dæmis með Hilmar.  Eins hefði verið með minn son, ef honum hefði tekist að taka sitt líf í fangelsinu.  Sem betur fer varð það ekki, en það er ekki í fyrsta sinn sem hann er í svoleiðis þankagangi, og stundum verð ég svo hrædd um að hann láti verða af slíku.  Þá sendi ég honum ljós og kærleika, ímynda mér að hann sé umvafinn öllu því góða sem til er.  Ákalla móður mína og afann sem hann heitir eftir, og lofaði að vernda þann sem yrði nefndur eftir sér, sem og hann hefur gert.  Vef hann inn í gullroðið blóm, eða bara eitthvað sem er nærtækt mér á þeirri stundu sem mér líður svona.

Þegar fólk er í svona hugleiðingum, þá er allt svo brothætt í kring um þau.  Og aldrei skal maður halda að það sé ekki alvara á bak við slíkar aðvaranir.

En það sem ég er viss um er, að þegar við grípum inn í atburðarrásina, og klippum á það sem við ætluðum að gera í þessu lífi, þá verðum við að koma aftur og klára dæmið.  Við komum nefnilega með það að hafa ákveðið ferli, sem við ætlum okkur að læra í þessu lífi.  Ef okkur tekst það ekki í fyrst tilraun, þá verðum við að koma aftur og reyna.  Þess vegna er það sorglegt þegar fólk gefst upp. 

Þannig að það er bull að fólk sem tekur líf sitt fari eitthvað annað en til Guðs.  Það fer í sama ferli og aðrir sem deyja.  Bara þeir sem hafa hagað sínu lífi hér eins og illmenni, og fara með hatri, eiga bágt.  Því þeim mætir bæði ljótt og illar myrkraverur, sem eru á sama tilveru sviði og þeir sjálfir. 

Til dæmis vildi ég ekki vera í sporum George Bush þegar hann yfirgefur þetta jarðlíf.  Ætli Hitler, Stalin,  Idi Amin og fleiri illmenni verði ekki þeir sem hann hittir fyrst.  Sækjast sér um líkir eða þannig.  Fyrirgefið mér, gat ekki still mig, ég veit að þetta er ljótt og illa sagt, en þegar ég hugsa um ábyrgð þessa manns á dauða þúsunda saklausra barna og almennra borgara, þá fæ ég svarta krumlu um hjartað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 10:21

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þetta er mjög sorglegt ég er nýbúinn að heyra um ungan strák sem svipti sig lífi.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.10.2007 kl. 11:20

16 Smámynd: Margrét M

já þetta er óhugnarlega sorglegt .

því miður þekki ég nokkra sem hafa tekið sitt eigið líf en því miður þekki ég líka aðila sem hótaði nokkrum sinnum að taka líf sitt til þess að reina að stjórna öðru fólki 

Margrét M, 11.10.2007 kl. 11:46

17 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Mín skoðun er sú að við erum að tala um veika einstaklinga án undantekninga.
Sumir eru að kalla eftir hjálp og kunna ekki annað eða treysta sér ekki til þess að kalla á annan hátt.
Svo eru langveikir einstaklingar sem kalla aftur og aftur.
Ég held að það sé mjög varasamt að ignora eða líta hjá slíkum hrópum.

Ég myndi ekki vilja sitja eftir með samviskubit yfir því að hafa ekki hlaupið á eftir hrópinu.

Einu sinni var mín skoðun sú að þeir sem taka sitt eigið líf séu sjálfselskir aumingjar. Hrokinn hefur minnkað og í dag lít ég á slíka einstaklinga sem veika.

Sumum er hægt að hjálpa öðrum ekki.
Sumir segja að vilji sé allt sem þarf til að leita sér lækningar.

Freyr Hólm Ketilsson, 11.10.2007 kl. 13:20

18 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hér er margt vitrænt í gangi

Einar Bragi Bragason., 11.10.2007 kl. 16:55

19 Smámynd: www.zordis.com

Er sammála því sem Ásthildur Cesil skrifar og segir!  Mín trú er nokkuð lík hennar, ég trúi líka á fyrirgefninguna og þá ást sem ljósið veitir .....

www.zordis.com, 11.10.2007 kl. 20:53

20 identicon

Hæ Heiða, ég mæli með því að þú lesir bók nr. 3. Conversations with God. Ekki það að það sé einhver lausn heldur gæti ég ekki orðað vangaveltur sjálfsmorð, himnaríki, helvíti og hvað er eða hver er Guð betur en hann sjálfur. 

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:01

21 identicon

Spurning: Will I ever get to a place of true wisdom?

Svar: In the time after your "death" you may choose to have every questions you ever had answered – and open yourself to new questions you never dreamed existed. You may choose to experience Oneness with all that is. And you will have a chance to decide what you wish to be, do, and have next...

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband