Farðu í rassgat!

Einu sinni sá ég bíómynd, mér er hún afar minnistæð. Man ekki nokkur efnistök og innihald frekar, en eitt man ég þó. Hjón voru að skoða hús sem var til sölu. Þau stóðu og virtu fyrir sér fasteignina þegar flugvél kemur og lendir á húsinu. Karlinn verður frá sér numinn, lýtur á kerlinguna og segir; Við kaupum þetta hús! (sem var í nettu maski....) Kerlingin undrandi vægast sagt. Svo heldur hann áfram; -Hverjir heldurðu að séu möguleikarnir á að flugvél fljúgi aftur á húsið!

Eftir þessu lifi ég svolítið. Upp að vissu marki. Ég t.d. hélt út úr bænum fyrr á helginni. Með sprungið varadekk í skottinu. Hverjar voru svo sem líkurnar á því að það myndi springa hjá mér? Ekki smuga í helvíti! Hefði örugglega sprungið á að minnsta kosti þremur, ef ég hefði látið gera við dekkið, áður en ég fór. Og brotnar neglur fylgt í kjölfarið.

Var að hugsa um að setja ekki bensín á bílinn, en... gerði það samt. Hef ekki góða reynslu af því að aka um á bensínlausum bíl. Versla á innistæðulausu korti, hvað þá að fara svöng að sofa. Samlíkingin er engin, en þó einhver.

Fékk e-mail frá Konna.

Elsku Nadaline.

Sweatheart! I love you. Þú ert mér allt, græna eplið.....of my eyes. Ég er búin að vera að reyna að hringja í þig þúsund sinnum. Ekki gera mér þetta! Veistu hvernig mér líður! Gerði ég eitthvað rangt? Segðu mér frá því, ég sakna þín svo mikið og hugsa bara um þig. Get ekki sofið! Get ekki borðað!

Bíð þolinmóður, þinn að eilífu Konni.

NADALINE!!!!!

Ég sendi til baka;

Who the fuck is Nadaline?

...og fékk til baka; þetta var ásláttarvilla...elsku tíkin mín. Farðu í rassgat!

Já já einmitt!

H-ið er hjá Enninu ...A-ið....nálægt e-inu....d-ið við hliðina á i-inu....osfrv.

Hvaða vitleysingi datt í hug að troða stöfunum svona nálægt hvor öðrum á lyklaborðinu???!!!! Gerir viðkomandi, sér virkilega enga grein fyrir því; að þetta hefði getað haft alvarlegar afleiðingar i för með sér fyrir okkur Konna?! Örugglega ekki! Ég er bara virkilega þakklát fyrir það, að búa yfir þeim þroska, að treysta mínum manni!

Ég er brjáluð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 07:53

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 7.10.2007 kl. 10:10

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

svona svona Nadaline... róaðu þig!

Heiða B. Heiðars, 7.10.2007 kl. 12:42

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 7.10.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:13

6 identicon

Erum við þá að tala um að Konni greyið sé horfin á vit feðra sinna?

Greyið karlinn.
Hvert leitum við þá eftir sápunni okkar?
Þarf maður að snúa sér aftur að Guiding Light?

Koma stelpa keep it running... 

Freyr (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 20:31

7 identicon

Guð blessi Nadaline.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:15

8 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Heiða mín, þetta er allt í lagi!..Ég er nefnilega Nadaline!!...þetta var mjög saklaus innsláttarvilla hjá Konna. Hann hefur eflaust verið nýbúinn að tala við bróður sinn ( Nonna ) og eins og þú veist ( eða veist ekki ) á ég í eldheitu ástarsambandi við hann ( Hann var einmitt að segja mér að þeir bræður ætla að senda okkur kjólana í sama pakka...skilst að þeir verði komnir fyrir kokteilpartýið! )

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 7.10.2007 kl. 23:20

9 identicon

Guð blessi Nadaline. .

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 01:30

10 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Myndin sem þú minnist á heitir The world acording to Garp og var gerð eftir sögu John Irwings með Robbin Williams í aðalhlutverki. Bókin alveg frábær og myndin fín

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 8.10.2007 kl. 12:11

11 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

"samlíkingin er engin, en þó einhver" Veit ekki betur en að þetta hafi aldrei verið sagt áður.

Snilld.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 8.10.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband