Urmull af taggi!

Einhverntíma í maí, þá var ég "tagged", af vinkonu og áfram taggaði ég aðra.  Vissi og veit ekkert um hvað málið snerist/snýst í rauninni.

Held samt að um sé að ræða svona einhversskonar MYSpace dæmi.  Nú er komin júlí og gott á miðjan mánuð og ég fyrir löngu búin að gleyma öllu sem viðkom tagginu þarna.

Nema hvað þegar ég opna e-mailið mitt í kvöld er urmull af einhverjum taggara-skilaboðum!

Þegar ég les yfir (við erum að tala um á annan tug....) svara ég einum þarna og spyr; what the fuck is this....were did you see my picture? Mér stóð ekki á sama og hélt að einhver vinkona væri að gera grín í mér. Þvílík hrúga af lofsemdum...tvíræðum einsog t.d. Sunny sem er 24 ára og skilaboðin hans eru hér feitletruð að neðan: Ég fæ ekki betur séð en Sunny komi frá svörtustu Afríku, lýsir mér sem sönnum engli....hmmm.. aldinni sannri englaprinsessu:

hello my name is sunny queen iam happy to see beautiful aldy like u here angel i will like to know u princess this is my yahoo id cool_fineman@y­ahoo.com /dan_luck2003@­yahoo.com

(Stelpur addið honum -gjöf frá mér til ykkar....)

Svo kemur hér frá öðrum honum finnst ég líka einsog engill....og óskar mér jafnframt gleði í lífinu. Þessi var með eldri maður....og já; 

hola sweet in fact u are angel in darkling sky any way am hope u get fun in ur life

Og svo kemur Chris;

nothing could be of more value to knowing people u dont know or making new friends in very far and unramiliar environment. my  aim to write u is just to see wheather u can accept our growth in a little significant relationship. i'm CRIS, a school instructor, single and articulative mostly on words from Gambia.reply if u wish to kow more.

waiting to hear from u. just be my good friend.

LOWMARKS

i'll wait for u.

Svo mörgu voru þau orð.....

Ástin flaug yfir vötnum á Laugaveginum í dag. Ég var þar á röltinu með litla ástarenglinum henni dóttur minni. Fyrir utan einn barinn sat einn ansi hývaður... hann kallaði til mín og segir;

-Nei sæl elskan! Bara á labbinu með ömmubarnið! ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta... gerði hvorugt en var ansi skemmt samt. Held ég.

Þykir samt örlítið vænna um þetta comment en það sem ég fékk um síðustu helgi;

Ég kíkti örstund inn á eitt öldurhús bæjarins þegar einn snýr sér að mér og segir;

-iss, þú ert svo ung!

-Nú, hvað er ég gömul?

-Þú ert svona 24 ára.....

Þegar lengra leið á samtalið stutta komst ég að því að maðurinn var og er nánast staurblindur!

Og þetta barst úr Tagged-partíinu í þessum skrifuðu orðum;

i m 29 yers baut u r 38 for my is not problem ur so butifel.

Akkúrat já!

Fleygi á ykkur  elskurnar einu stykki sæluviku!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú ansi butifel, bæði innan sem utan.    Svo er svo mikill "Töggur" í þér......

Jói Dagur (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ég hefði myrt þann hálfblinda fyrir kommentið um ömmubarnið.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

takk fyrir msn-ið hjá mr. cool-fineman...kannski ertu bara búin að redda hjá mér ástarmálunum! Það er að segja ef þú ætlar þér hann ekki sálf???...ertu alveg viss að ég megi hafa samband???...ekki margir sem eru BÆÐI cool og fine á lausu sko...

annars er það ekkert að vera spurð hvort að þú sért með ömmubarnið á röltinu...ég var spurð hvort að ég væri MAMMA manns sem ég fór út að borða með, ekki alls fyrir löngu..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 16.7.2007 kl. 00:49

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er í kasti. Þvílíkt slísí lið. OMG.

Þessi hífaði á Laugaveginum er örugglega ekki lengur á meðal vor

Jóna Á. Gísladóttir, 16.7.2007 kl. 01:04

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þú ert semsagt á lausu.... geri ég ráð fyrir...... hehehe

Eva Þorsteinsdóttir, 16.7.2007 kl. 02:46

6 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 16.7.2007 kl. 03:42

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 16.7.2007 kl. 06:56

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

böh

Marta B Helgadóttir, 16.7.2007 kl. 07:55

9 Smámynd: Hugarfluga

GARG!!! Jú kill mí vúman! Er ekki fólk, sem notar hvorki punkta, kommur né greinaskil, yndislega óþolandi?

Hugarfluga, 16.7.2007 kl. 10:25

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 16.7.2007 kl. 13:20

11 Smámynd: www.zordis.com

Hot chick .....

www.zordis.com, 16.7.2007 kl. 15:18

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó my darling, með ömmustelpuna, svona gamlir og hallærislegir dónar geta bara flutt í Kyrrþey.  Ég hef lent í svona Tag dæmum og einhverjir gaurar að senda manni boð og ósk um að kynnast, desperate guys.  Knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 17:03

13 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Djöfuls aular voru þetta að bjóða ekki eins og 3 úlfalda í þig líka

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 16.7.2007 kl. 18:33

14 identicon

Nice pikkuplínur verð ég að segja...hmm

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 02:15

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 17.7.2007 kl. 13:19

16 Smámynd: María Tómasdóttir

Mér finnst Gambíu maðurinn sem er "articulate mostly on words" hljóma rosalega vel. He´s a keeper !! Bara gangi ykkur vel með alla ástina !!! 

María Tómasdóttir, 17.7.2007 kl. 20:23

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heheehe ekki hefur mér borist neitt svona................. sem betur fer

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 13:08

18 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Djísús gullið mitt. Þetta minnir á vísuna um stelpuna sem bað mömmu um rós í hárið á sér því þrír litlir strákar voru skotnir í henni. Einn var staurblindur og einn ekkert sér en ég man ekki hvernig það var orðað með þann þriðja. Þetta er næstum eins skemmtilegt og þegar samstarfskona mín tók mynd af manninum mínum, horfði á hana og sagði með raunverulegri undrun: Hva. bara myndarlegur maður!

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband