Stórt glas
17.5.2007 | 23:18
Einsog mér finnst leiðinlegt að lesa um veður, spá í veður og .... allt tal um veður. Læt ég færsluna samt fjúka.
Hversu oft er ekki spurt?
-jæja, og hvernig er veðrið þarna fyrir norðan, sunnan ofan eða neðan?
eða comment einsog...
- æðislegt veður í dag!
-skítarigning, þetta er dagur til að hossast upp í sófa!
-djö... er kalt. Ekki búandi á þessu fucking landi!
Samt verð ég að segja að veðrið í dag.... þeytti mér til himnaríkis og aftur til baka. Ég mátti eiga mig alla við og troða táslunum mínum í takkaskó til að hlaupast undan rigningunni með hreinni samvisku. Regnhlífin kom mér lifandi á milli staða.
Veðurfarið á Íslandi er eins ótútreiknanlegt og verðið á mjólkurlítranum var á tímabili... dröslaðist þetta upp og niður.... aðallega niður. Var orðið svo lágt að maður í bókstaflegri merkingu safnaði fé í budduna við það eitt að kaupa mjólk.
Eitt er víst að þeir sem flytjast búferlum erlendis, tímabundið eða til lengri tíma sakna sjálsagt ekki íslensks veðurfars.
Hef búið erlendis sjálf og fann mér upp á ólíklegustu hlutum sem ég hreinlega gat ekki lifað án.
Systir mín litla býr í Ameríkunni og hún hafði samband við mig í kvöld og bað mig um að senda sér smáræði sem hún saknaði frá Íslandi.
Ekki lakkrís, ekki súkkulaði, ekki malt, en...
lýsisflösku...
Mér var svona sumpart lokið.
Lýsi! ja hérna hér.....
.... og við sem þurfum að ljúga þessum vökva ofaní blessuð börnin með aukabragði og brellum.
En lýsið skal hún fá.
Stórt glas!
Svo hún verði stór og sterk einsog systir sín.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lýsi ég æli ég er svo hroðalega klígjugjörn. Takk fyrir flottan pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 23:25
Já við íslendingar erum alltaf að röfla um veðrið..........eins og það er nú leiðinlegt!
Þá er ég sko að meina veðrið!
En lýsi.........ojbara......hún systir þín hlýtur að sakna landsins síns rosalega!
Eva Þorsteinsdóttir, 17.5.2007 kl. 23:28
Lýsi er frábær drykkur enginn ætti að sleppa því og þú veist að á meðan þú getur talað um veðrið þá verðurðu aldrei uppiskroppa með umræðuefni, ekki eins og það hrjái mig mikið
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 00:36
Harðfisk, Nóa nammi, það skil ég. En Lýsi, common.
Jói Dagur (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 01:07
Ég skil hana vel að vilja lýsi, ég er alinn upp í þessu landi og satt að segja lá við vítamínsskorti stundum, allur fiskur var svo til óætur sökum aldurs. þannig ekki fékk mar neitt ómega3 úr því ... eina sem mar fékk var bindiefni og gerfiefni og reyndi að nærast á því. Þú átt afar skynsama systur Heiða !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.5.2007 kl. 07:18
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur.
Já ótrúlegustu hlutir verða algjört must ég sakna samt einna mest sælgætisins því við eigum bara gott nammi, annað en Danirnir.
Sigurður Andri Sigurðsson, 18.5.2007 kl. 07:36
Læt ekki lýsið vanta í kæliskápnum hér á Fjóni - hjálpar með svo margt...bæði daginn fyrir og eftir! Og annað: Sigurður, af hverju er nammið ekki betra í Danmörku - nú, eða skyndibitafæðið hérna?
Kveðja,
Ólafur Als, 18.5.2007 kl. 09:11
lýsi, kannski lýsistöflur
Georg Eiður Arnarson, 18.5.2007 kl. 09:57
Ég er hundskömmuð af mínum börnum ef lýsið gleymist á morgnana hér! Gæti ekki komið því inn fyrir mínar varir sjálf en skil samt systur þína vel
Saumakonan, 18.5.2007 kl. 10:23
Blahh Lýsi... töflurnar sleppa, nema þegar maður er að ropa þeim upp allan daginn *burp* EN það eru svo margir sem hafa tröllatrú á þessum vökva og verður aldrei misdægurt vegna þessa, þannig að maður ætti kannski að fara að skoða sinn gang, svona vera skynsöm á fullorðinsárum...
bara Maja..., 18.5.2007 kl. 10:48
Lýsi er holt og gott fyrir alla.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.5.2007 kl. 14:04
Elsku systir, eg hlo mig mattlausa thegar eg las bloggid thitt, eg skal alveg vidurkenna ad eg myndi sko vilja lakkris,sukkuladi og allann pakkann, en eg akvad ad vera kurteis og litllat og bidja bara um helstu naudsyn (Lysid) eg thakka ther samt aedislega fyrir, og eg bid spennt eftir floskunni:) love you, Inga Ros.
Inga Ros (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 15:51
Jæja, þá er allur óskalistinn kominn frá litlu syss....nú er málið að panta bara í fraktinni og flytja henni allt sem hún óskar sér!
www.zordis.com, 18.5.2007 kl. 16:31
Nennirðu að koma á barinn með mér, Hrólfi og Britney frá Barnalandi?
Þröstur Unnar, 18.5.2007 kl. 19:46
Ætli ég væri ekki í hjólastól í dag ef ég hefði ekki ákveðið fyrir um það bil 15 árum að fara að taka inn lýsi daglega. Á morgnana og borða ekkert í klukkutíma á eftir. Ég var með svo mikla slitgigt að mig verkjaði allstaðar. Eina ráðið hjá lækni var að láta mig hafa asperín. Ég sagði að ég vildi ekki eyðileggja i mér magann, svo ég byrjaði að leita fyrir mér. Þá var mér bent á grein eftir amerískan lækni í blaði sem heitir minnir mið heilsuhringurinn. Þar hafði hann læknað móður sína frá örkumli vegna slitgigtar með lýsi. Hún gat farið allra sinna ferða. Það tekur mann 6. mánuði að finna breytingarnar. En þær koma. Og það lagast meira sjónin, hárið, húðin og bara svo margt. En ef maður tekur lýsið á fastandi maga og fær sér ekkert í klukkutíma, þá smitast lýsið gegnum magaveggina og fer beinustu leið inn í liðina. Ef maður borðar þá fer lýsið í dropa og fer sína leið gegnum kerfið. Það má greina þykknun á liðvökva eftir 20 mínútur eftir inntöku lýsis. Þetta var fullyrt í þessari grein, og ég er viss um að það er alveg hreina satt. ´Þegar ég fer erlendis hef ég oftast lýsisflösku með sérstaklega ef ég ætla að dvelja mánuð eða lengur. Lýsið er þarfa þing hið mesta. Og ef það er tekið á þennan hátt, þá ropar maður ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 20:00
Frábærar upplýsingar hjá þér Ásthildur, held ég reyni þetta, vil ekki taka lyf.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 21:48
Já Ásdís mín þetta virkar, ég er sönnun þess.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2007 kl. 12:14
flott hjá þér Ásthildur, er búin að taka lýsi síðan ég man eftir mér, þá í sirka fjörutíu og sjö ár, finnst það virka ágætlega, hef ekki fengið hita eða lagst í rúmið síðan 1983 er ég fékk hlaupabóluna.
Hallgrímur Óli Helgason, 19.5.2007 kl. 18:17
Hlæ Hlæ Hlæ --- þegar ég var í skóla í Danmörku, 16 ára villingur að austan sem hafði aldrei séð neitt af neinu nema Vopnafjörð og næsta nágrenni þá kynntist ég skemmtilegum kalli sem kenndi mér dönsku og sögu. Hann var mikill Íslandsvinur, vel lesin um land og þjóð. Hann bauð mér og vini mínum sem var með mér á skólanum heim um helgar í spjall og öl. Af því að kallinn var svona andskoti fínn og gjamildur á bjór og ákavíti ákváðum við að halda honum herlega veislu með íslenskum þjóðlegum mat. Hann fengum við sendan að heiman og var slegið upp veislu. Hákarlinn var orðinn hrikalega úldinn eftir ferðalagið frá Vopnafirði, innpakkaður í plast. Myndin af Rördam japlaði á hákarlsbita að reynda að halda andliti fer mér ekki úr minni. Sem leiðir mig að því sem ég vildi sagt hafa. Þegar ég hætti að drekka brennivín á seinnihluta síðustu aldar fór ég að drekka hákarlalýsi í staðinn. Fram að þeim tíma greip ég hverja einustu pöddu sem heimsótti landið, var alltaf kvefaður og ómögulegur. Síðan þá get ég varla sagt að mér hafi orðið misdægurt.
Pálmi Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 18:36
já góðan daginn, Mar gleymir þessu bara ..jiminn ég verð að skreppa í 10/11 ...Prófa allavega hvort maður lagist ekki í bakinu bara eða hættgi á þessum geðpillum,,læt ykkur vita:)
Eeee eftir 6 mánuði..
Ásta Salný Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 21:39
já eitt enn hvað er málið með símanotkunina þína???Vantar þig ekkert? t.d mig?
í síman..
Ásta Salný Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.