Hvar eru sokkarnir?
13.4.2007 | 22:11
Eitt af því sem er mér alveg ómótstæðilega á móti skapi er geðvonska á morgnanna.
Ég (já já já) átti mann (og aftur já já já) sem var indæll í flest alla staði, nema ef vera skildi fyrir það eitt að hann var alveg svo gjörsamlega illa áttaður á morgnanna. Vægt er tekið til orða þegar ég segi að hann hafi verið geðvondur. Húshaldið var (ef sófinn hentist ekki út um stofugluggann) einsog Þjórsárdalur á þriðja degi. Þvílíkt var ófermdarástandið á heimilinu, oft á tíðum.
Í minningunni telst mér til, þó að ég þori ekki að fullyrða það, að geðvonsku hans mætti rekja til endalausrar leitar af sokkum!
Bannsettum sokkum.
-Hvar eru helv. sokkarnir?
Hann var ekki eins heppinn og ég að búa við jafn fagrar tær, að hann gæti farið út sokkalaus. Maðurinn var og sjálfsagt er með afspyrnu ljótar tær! Sérstaklega stórutá. Ef hann léti sjá sig berfættan á víðavangi er ég ansi hrædd um að hann yrði sviptur sjálfræði á punktinum!
Ég er auðvitað að skilja örvæntingu hans núna, þessum árum seinna. Og í kjölfarið fyrirgef ég honum geðvonskuna, með hjartahlýjum kveðjum og von í brjósi að hann eigi nóg af svörtum sokkum!
En hvað er það sem skapar morgun-úrillu hjá fólki? Er svona skelfilegt að vakna á hverjum morgni til lífsins? Er gleðielementið eitthvað seinna að vakna?
Segi nú ekki að þetta sé hápunkturinn á deginum hjá mér sjálfri. En ég er ekki fúl hvað þá andfúl! Hálfmeðvitunarlaus kannski yfir fyrsta kaffibollanum og svona vönkuð með hanakamb einsog páfugl.
Að þessum orðum sögðum hugsa ég með hálfgerðum trillingi til morgundagsins, jebb, þarf að vakna eldsnemma...0700am....
og get ekki beðið til næsta kvölds, þegar dagur verður á enda komin og ég rétt nývöknuð til lífsins!
Megiði öll njóta helgarinnar og vakna syngjandi glöð.
Setjið öryggið á broddinn -sofið í sokkum
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja, ég er hrædd um að sumir verða hálffúlir núna...
Híhíhíhí!
kv.
Audda Hans
Audda Hans (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:58
Það var samt oft helvíti gaman í Þjórsárdal og þá skipti engu máli hvar sokkarnir voru...hvað hét lagið aftur sem við sungum...frekar þjóðlegt en allavega var það Bubbalagið Fatlafól og einhvað annað um barsmíðar og lögreglukórinn sem ég man ekki hvað heitir heldur en þú veist. En hvað segirðu – tær og sokkar? Vorkenni honum líka.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 23:15
... þessi gæji var mjög dannaður samt, listakokkur og stómasjúklingurErtu orðin svona assk. gamall Axel, bara mannst ekki neitt! uhmm, ekki ég heldur ef út í það er farið. Man eftir einhverju lagi þarna; heija heija heija heija..osfrv. ég sjálfhverfi monthaninn söng: heiða heiða heiða heiða.....og geri enn
Heiða Þórðar, 13.4.2007 kl. 23:24
já einmitt heiðaheiðaheiðaheiða heið...en ég man ekki meir...dannaður stómasjúklingur hljómar bara vel...hehe
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 23:34
ahahahahaha þessi var fyndinn öryggið á oddinn..Heyrðu sokkamálið sko er líka rosalegt hjá mér á daginn því að einhver óstjórnleg löngun minna táa að sjá heiminn og ég í mínu fínu inniskóm..Ekki beint pent skal ég segja þér og þá byrja klósettferðirnar sem fara í það að snúa sokkunum á hvolf til þess að það sjáist ekki í mínar berar. Annars ..fótur og fit og allir myndu halda að vesalings ungfrú Ásta ætti ekki bót fyrir boruna á sér. ÞESS VEGNA HEIÐA KEYPTI ÉG 3 SOKKA Á VERÐI 2 Í BÚÐINNI Í DAG.... Tek svo nokkra með mér í vinnuna á mánudaginn og verð með lager í skápnum,sniðug já alltaf sniðug:) sleep well
Ásta Salný Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 23:34
Ásta, þú gleymdir að taka fram hvað þú keyptir mörg pör á þinn elskulega eiginmann! Man ekki betur en það hafi verið 3 x 7 stk....ps. ertu búin að ná í sófann út í garð?
Axel, já og góður kokkur! Jæja shit happens, hann er farinn og tröllum gefin....sem er auðvitað hið allra allra næst besta mál! Áttu annars einhvern góðan vinar-kost fyrir mig? Hætt að leita af brærum, því ég verð svo assk. rómó á vorin, svona einsog lömbin
Heiða Þórðar, 13.4.2007 kl. 23:47
bræðrum
Heiða Þórðar, 13.4.2007 kl. 23:48
Já - það vill svo vel til að ég rek og stýri afskaplega góðri þjónustu fyrir fallegar konur með dásamlegar tær og bak – akkúrat eins og þig og eru að leita að fallegum kalli sem hefur alvöru maga þ.e. ekki utan á sér með fallegar tær, prumpar í einrúmi og blandar ekki saman morgunmat og klósettferðum. Þú bara bókar hjá mér fund eða sendir mér línu og þá veit maður aldrei hvaða snilling maður veiðir úr fælnum. Freistaðu gæfunnar.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 23:55
ahahaha! þú ert að tala um Hross! Launa þér þennan félagi!
Heiða Þórðar, 14.4.2007 kl. 00:00
Heiða þú ert með tær á HEILANUM. Þú verður að leita þér hjálpar. Takk fyrir frábæran pistil. Síjú
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 00:05
hehehe...ég er með einn sem ég gef þessa einkunn.
Höfuð 8.0
Háls og herðar 8.5
Bak og lend 7.5
Fótagerð 8.0
Prúðleiki 8.0
Vilji og geðslag 7.5
Fegurð í reið 9.0
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:06
Tek hann (á orðinu), ekki spurning Axel!
Jenný: nei nei, nei! Ég er að tala um morgunógleði hér...tærnar voru algjört aukaatriði! Þið eruð bara með eitthvert toe-fetish syndrome...á hæsta stigi. Minntist ég þremur orðum á tær?
Heiða Þórðar, 14.4.2007 kl. 00:11
Já þetta er hestur auðvitað...ekki einu sinni James Bond kæmist þar sem Blesi frá Sumarliðastöðum er með hælana í kynbótadómi.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:17
Tær snilld!
Ólafur Als, 14.4.2007 kl. 00:21
Púff! Þetta lítur bara alltaf betur og betur út Axel. Ég held að örlögin hafi ætlað okkur Blésa að enda saman. Langaafi minn hét einmitt Sumarliði skoGóða nótt gæskurinn, komin tími fyrir þig að brokka, tölta inn í rúm. Mundu eftir sokkunum.....ertu A-maður eða B?
Heiða Þórðar, 14.4.2007 kl. 00:21
Allir fallegu mennirnir sem ég þekki eru annað hvort orðnir feitir eða komnir í víkingasveitina þannig að ekki er um auðugann garð að gresja þar Heiða mín.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:23
... og að sjalfsögðu skýrum við frumburðinn í höfuðið á þér, treysti því að þú haldir á honum undir skýrn...
Heiða Þórðar, 14.4.2007 kl. 00:23
I'm gay if you are!
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:24
Bíddu ég er ekki alveg kominn svo langt AeðaB – ég er frekar milljón menn. Treysti því að ég þurfi ekki að útskýra máltækið að ofan.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:31
skildi ekki máltækið..., og nei ég er hvorki gay eða guy...
Heiða Þórðar, 14.4.2007 kl. 00:34
Datt það í hug. En máltækið er nýtt og fundið upp af góðum andans manni og þýðir að ef þú ert til í það þá er ég til í það.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:42
Guðni hefði sagt núna að ég hefði verið kominn út fyrir veginn...hehe
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:43
Heiða Þórðar, 14.4.2007 kl. 00:52
Okokok ég sá bara tærnar í pistlinum sko! Er táperri eða fótaperri eins og hann þarna Tommy Lee eðahvaðhannnúheitir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 00:55
Góða nótt gott fólk
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:58
Já Heiða það eru nokkrir rugludallar þarna úti, og við virðums eiga það semeigilegt að hafa rekist á nokkra. Ég var sammt heppinn á endanum. Pabbi og mamma fundu handa mér mann frá holandi og neyddu okkur í hjónaband !!! Húrra fyrir þvangshjónaböndum hehehe ég er allaveg með besta mann í heimi fyrir mig.
P.s. Mér fynst sú litla á myndini með þér minna mig svo á Rósu Maríu litla, passar það ??
Knús og kossar
Sigrún Friðriksdóttir, 14.4.2007 kl. 04:07
Rósu Maríu? Nei, held ekki, þetta er dóttir min, myndin er tekin fyrir stuttu síðan....og til hamingju með karlinn! (Fylgdu sokkar með honum)
Heiða Þórðar, 14.4.2007 kl. 07:30
Eins gott þú tókst hann ekki á borðinu, hross í þokkabót! Þótt karlinn hafi malla, kunni jafnvel að tralla þá er það innra lagið og element sem hafa mest að segja. Karlmenn eiga náttúrulega að ganga um í sandölum og sætta sig við ljótleika sem er þó afstæður! Gangi þér vel á björtum degi!
www.zordis.com, 14.4.2007 kl. 08:42
Ég er aldrei fúl á morgnana bara svo lengi sem það er ÞÖGN fyrsta hálftímann eftir að ég vakna
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 14.4.2007 kl. 10:38
www.zordis.com,: Það er eins og þú segir hross eru þokkabót.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 12:44
Ég er ein af þessum konum sem ekki fer sokkalaus út, maðurinn minn segir að ég geti ekki lagt það á annað fólk. Annars var mjög gaman að lesa allt hér á undan, fer að kíkja reglulega á þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 13:59
Ég elska svona heimspekilegar vangaveltur um hvað valdi hinu og þessu í lífinu og skýringin er auðvitað óborganleg.
Steingerður Steinarsdóttir, 14.4.2007 kl. 19:45
Morgunfúlt fólk er yfirleitt með hraða brennslu. Þegar það vaknar á fastandi maga þá er það pirrað vegna svengdar. En það áttar sig ekki á samhenginu. Jafnvel þó að skapvonskan fjari daglega út á meðan morgunverður er snæddur. En ráðið er sem sagt að stinga upp í það kleinubita um leið og það vaknar.
Jens Guð, 14.4.2007 kl. 20:23
Steingerður, þú skilur mig!
Jens, ja, hérna þú ert sjálfsagt bara komin með þetta! Takk fyrir það...
Heiða Þórðar, 14.4.2007 kl. 20:37
Já ég er að segja þér litla þín minnir mig á Rósu hans bróður þíns allavega svona á mynd ,
Já minn kom með öllu nema börnum alveg að mínum óskum
Sigrún Friðriksdóttir, 15.4.2007 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.