Ég er með ofsalega fallegar tær

Ég var að koma úr baði. Sem er ekki til frásögu færandi nema fyrir það eitt,  að þarna sem ég lá í sápulöðrinu og horfði á tærnar á mér fór hugurinn á kreik. Aldrei þessu vant.

Alveg merkilegt tæki annars hugurinn. Svo framarlega sem maður er ekki ofvirkur með athyglisbrest á hæsta snúning, og Ritalinið uppurið, getur maður þvílíkt ferðast um heimsins höf, fjöll og fyrnindi. Staðnæmst hvar sem er. Haldið áfram, frjáls sem fuglinn. Maður kallar fram allskyns tilfinningar, raðar saman minningarbrotum í einhverja mynd sem annaðhvort fær hárin til að rísa.... nú eða sem verður til þess, að maður teygir sig óvart i háreyingarkremið og lætur það á vitlausa staði...

Sumir er svo óforskammaðir að segja að maður ráði alfarið hvað maður hugsar.

Jákvætt eða neikvætt. Ég er sammála auðvitað, enda svolítið óforskömmuð.

Þar sem ég horfði á mínar annars ágætu ósamvöxnu tær hugsaði ég til  eins eða tveggja, af "gullmolunum" sem ég fékk í veganesti frá móður minni, útí lífið.

Mamma sagði nefnilega við mig þegar ég var lítil, að ég væri með afskaplega fallegar tær! Já, það sagði hún alveg hreint blákalt án þess að stama og bætti stundum við þegar vel lá á henni að bakið á mér væri fallegt líka.

Ég er henni eilíflega þakklát fyrir þessi fallegu orð. Og einsog ég minntist á hér áður algörlega og alveg bráðnauðsynleg vitneskja út í lífsins alvöruna! Ég veit ekki hvernig ég hefði farið að öðruvísi í heiðarleika sagt.

Nú fylgja auðvitað ýmsir kostir því að vera með svona lekkerar tær einsog gefur að skilja. Ég dreg fram og eyk þar með fegurðina með því að  lakka neglurnar, sem er að sjálfsögðu algjör forréttindi. Þakka guði fyrir litaúrvalið. Ég geng aldrei í lokuðum skóm. Þvílík ósvífni og óvirðing sem það væri fyrir þessu litlu elskur (tíu talsins) að vera innilokaðir í gluggalausum skóm. Nebb! Ekki í umræðunni.

Þegar fólk rembist eitthvað við að ná augnakontakt við mig, bendi ég þeim kurteisislega á (en ákveðið að sjálfsögðu) að horfa niður á tærnar á mér....

Tærnar hafa ekki gert mikið fyrir danshæfileika mína, nema ef vera skildi, að ég er vita laglaus...

Nú og svo þegar allt annað hefur brugðist í mínum samskiptum við (ó)æðra kynið, hefur mér gefist afskaplega vel að biðja viðkomandi að kyssa (nú eða ef sá gállinn er á mér og ég eitthvað djörf á því...) að nudda á mér tærnar...

ef það klikkar (sem mig rekur ekki minni til í augnablikinu, segi ég einfaldlega undurblítt (og sný tánum lokkandi, blikkandi, á meðan ...)):

-ahhh, klóraðu mér aðeins á bakinuWink

skothellt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Salný Sigurðardóttir

úlalla,,verð að fara skoða mínar sem eru einmitt með þeim fallegustu. kannski við ættum að ath hjá honum blöndal hvort það væri ekki bara sniðugra að búa til tásu-fegurðarsamkeppni í stað þess að vera BARA með pretty face????.Hvernig væri nú að við fengum nú að sjá tásurnar á þessum meintu fegurðardísum sem við sáum í tv ínu í kvöld???

.......

sjáumst tása

Ásta Salný Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 00:23

2 identicon

Og ég sem ætlaði að fara að sofa.  En þá fór ég að lesa bloggið þitt mín kæra, yndisfagra vinkona og sálufélagi, að ég uppveðraðist öll, skellihló og hætti að vera syfjuð.  Já, ekki get ég státað af fögrum tám.  Hef alla tíð viljað líkjast föður mínum sem er sjarmatröll mikið, en eitt er víst að ég fékk tærnar hans - hobbitatær!  Og það má alls ekki gleyma að klippa táneglur, því þá fær maður fast álfahlutverk í Hafnarfirði.

Bestu kveðjur,

Audda Hans :)

Audda Hans (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 01:05

3 identicon

Og ég sem ætlaði að fara að sofa.  En þá fór ég að lesa bloggið þitt mín kæra, yndisfagra vinkona og sálufélagi, að ég uppveðraðist öll, skellihló og hætti að vera syfjuð.  Já, ekki get ég státað af fögrum tám.  Hef alla tíð viljað líkjast föður mínum sem er sjarmatröll mikið, en eitt er víst að ég fékk tærnar hans - hobbitatær!  Og það má alls ekki gleyma að klippa táneglur, því þá fær maður fast álfahlutverk í Hafnarfirði.

Bestu kveðjur,

Audda Hans :)

Audda Hans (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 01:10

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

þú ættir að sjá mínar tær.  Þú færð reyndar ekki að sjá þær, þær eru nefnilega ljótari en sjálf erfðasyndin.  Þeim er alltaf vandlega pakkað inn.  Móðurættin með ákaflega vanskapaðar tær en að öðru leyti er ég fullkomin ofcourse.

Takk elskan

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 02:17

5 Smámynd: www.zordis.com

Það er yfirnáttúrulegt að vera með fallegar tær, mínar eru þokkalegar en tær almennt ekki það huggulegasta ..... mér finst líka t.... ljót en förum ekki nánar út í hvað er ljótt og fallegt   Ef heildin er sæt þá er ekkert eins skemmtilegt og tásupælingar ...... kær kveðja á góðum tásudegi, ég ætla að skella mér í sandala og skemmta vegfarendum og samferðamönnum

www.zordis.com, 13.4.2007 kl. 07:31

6 Smámynd: Ester Júlía

Ég átti einu sinni kærasta sem var mikill "támaður".  Hann sagði að ég væri með ofboðslega fallegar tær. Ég hafði aldrei spáð í tærnar á mér og fannst svolítil upphefð í þessu. En hvorki fyrr né síðar hefur nokkur annar minnst á tærnar á mér .  Þetta er það eina sem ég sakna frá þessum fyrrverandi.

Ester Júlía, 13.4.2007 kl. 08:27

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mér sýnist nú á myndinni að þú sért falleg hvar sem á þig er litið.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.4.2007 kl. 10:11

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm svo stofnum við Tásuvinafélagið og höldum tásufegurðarsamkeppni heheheeh. FLott innlegg Heiða mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 11:09

9 identicon

Ég líka

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 17:29

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Pant koma í tásukeppnina. Tel mig vera mjög tásufagra ... og lítil sem engin notkun á kellingaskóm (háhæluðum, támjóum) hefur valdið því að svæðanuddarar missa sig og skæla af hrifningu ef ég skelli mér í nudd til þeirra. Hélt að ég væri með fallegustu tær í heimi þar til ég las þetta.  

Guðríður Haraldsdóttir, 13.4.2007 kl. 18:52

11 Smámynd: Hugarfluga

Falleg brjóst, tær OG bak? Hvað kemur næst??  hehe

Hugarfluga, 13.4.2007 kl. 19:30

12 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Tær eru tær snilld

Ragnar Bjarnason, 13.4.2007 kl. 21:41

13 Smámynd: Ísdrottningin

Ég er með tær,

ósköp venjulegar tær

þarna eru þær.

Bara sandalar og sær

berað þær fær. 

Ísdrottningin, 16.4.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband