Ég hef svo gaman af því...

Ég hef sko alveg hreint fengið comment á síðasta bloggið mitt.

Bæði það og önnur um t.d. hvernig ég blogga, um hvað ég blogga, afhverju ég blogga osfrv.

Jafnvel athugasemdir á stafsetningar- sem og ásláttarvillur.

Í morgun fékk ég athugasemd frá kunningja sem varð mér nokkurt umhugsunarefni.

Það var eitthvað á það leið að ég gæfi út einhverja neikvæða mynd af mér (miðað við síðastu færslu held ég). Hvað fólk héldi um mig og eitthvað þessháttar.

Málið er að ég er hreint ekkert frábrugðin öðrum að því leyti að mér er ekkert alveg nákvæmlega sama hvað fólki finnst um mig. Mér langar alveg til að einhverju fólki líki svona nokkuð pent við mig.

En það á að sjálfsögðu við um mig sem persónu, og er að algörlega og alveg óháð blogginu mínu.

Geri mér reyndar grein fyrir því, að alveg sama hvað ég skrifa um, þá les engin það sama útúr mínum pælingum. Öll skynjum við hlutina á mismunandi hátt og ég held meira að segja að matur bragðist okkur mismunandi líka. Lykt ef út í það er farið.

Ekki veit ég hvað mér gekk til í upphafi bloggs, sjálfsagt að skrifa pælingar mínar dag frá degi.  

Ég hef engan áhuga á því að fjalla um pólitík (hef ekki staðsett mig),  klæða orð mín í einhvern óútskýranlegan búning til að búa til einhverja staðlaða ýmind sem ég gæti svo aldrei staðið undir. Ég hef enga þörf á þvi að hafa skoðanir á ÖLLUM hlutum.

Er alveg yfir meðallagi greind samt (stimplað og skalfest).

Varðandi efnistök mín og meðferð mína á málefnum:

Það er nú einu sinni þannig að ég reyni að sjá húmor í flestum (jafnvel erfiðustu) aðstæðum. Reyni eftir mætti að særa engan hlutaðhafandi.

Og að gefnu tilefni, er annað sem hafa skal alveg á hreinu: Karlmenn eru snilld! Konur eru snilld! Fólk er frábært! Bara mismunandi frábært.Wink

Langur vegur frá að ég sé; bitur, kúguð, niðurbrotin, þurrkuntuleg truntubudda, einstæð, desperate horaður kjúklingar-ræfill sem fæst frosin á tilboði í Bónus,  ...með alltof fáar tennur í efri góm og skemmda endajaxla, .....(og notabene) hefur hægðir einu sinni i viku! Langur vegur frá því.

Við erum að tala um eðalsteik hérna!Smile Eðalsteik, medium done með meðlæti og öllum pakkanum. 

Hér kemur svo ástæðan fyrir því að ég blogga. Sem er svo yfirmáta sjálfumglöð yfirlýsing, að ég er hreint ekki frá því að þið missið núna gjörsamlega allt álit á mér.

En ok:

-Ég hef svo gaman af því....

Þakka ykkur öllum fyrir að taka þátt í veröldinni minni og koma með athugasemdir. Þið gerið annars hreint ágætt líf mitt enn yndislegra.

Koss á línunaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert yndisleg Heiða ;) 

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 00:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm hvað ætli aðrir hugsi ? Þetta er eitthvað sem alltof margir eru uppteknir af.  Þinn styrkur liggur einmitt í því að þora að gefa af þér bæði það sem er gott og líka það er er erfitt.  Það lýsir einmitt styrk frekar en nokkru öðru.  Það eru alltaf til besservisserar sem njóta þess að leiðbeina öðrum um hvernig þeir eigi að haga lífi sinu.  Best er að brosa bara til þeirra og loka eyrunum.  Við lifum ekki lífinu fyrir þá, og þeir lifa ekki lífi sínu fyrir okkur. Hver er sjálfum sér næstur.  Og þó við eigum að taka tillit til annara og elska þá sem í kring um okkur eru, þá eigum við fyrst og fremst að hlú að því sem í okkar eigin brjósti býr.  Því hvernig ætlum við að vera sterk og miðla öðrum, ef við byggjum ekki upp eigið sjálf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sko... nú man ég alveg eftir þér úr Kefló, örugglega miklu betur en þú mér. Og mér finnst karakterinn þinn alveg skína í gegn. Pínu klikkuð með báðar lappir á jörðinni... alveg eins og allt fólk verður að vera til að geta talist skemmtilegt....amk samkvæmt mínum bókum

Heiða B. Heiðars, 12.4.2007 kl. 11:37

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætli þú hafir ekki komið í "ammili" til mín skesshildur, en Heiða var heimagangur á mínu heimili.

Heiða fólk sem hefur ekki húmor fyrir sjálfu sér er hundleiðinlegt.  Þú ert með sjálfsíróníuna á hreinu, skrifar skemmtilega og það er hrein unun að lesa pistlana þína.  Áfram stelpa

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 13:17

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nei..... Þekkti Heiðu aldrei svo vel. En þekki Óskar bróðir hennar betur

Heiða B. Heiðars, 12.4.2007 kl. 13:46

6 identicon

Heiða mín, ég er alltaf að kynnast þér betur og betur.  Skrif þín og pælingar eru skemtileg.  Eitthvað sem ég hef áhuga að fylgjast með svona frá degi til dags.  Halltu þínu striki og láttu ekki bugast, sama hvað á dynur.  Ég er enn í klappliðinu.

Jói Dagur

Jói Dagur (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:17

7 Smámynd: bara Maja...

Þú ert ferlega skemmtilegur penni, gerir minn annars alveg ágæta dag betri, takk

bara Maja..., 12.4.2007 kl. 15:54

8 Smámynd: www.zordis.com

Blæbrigðin gera stemmignuna alltaf betri og skemmtilegri!  Haltu áfram á þinni braut því við gefum það sem við viljum hverju sinni!  Lífið í lit! 

www.zordis.com, 12.4.2007 kl. 17:17

9 Smámynd: Gissur Pálsson

Eitt að vera á lífi og annað að vera lifandi... Skemmtileg blogg... Halda þessu áfram. 

Gissur Pálsson, 12.4.2007 kl. 20:33

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég veit nú ekki hvort ég á að hlægja eða gráta, þannig að ég brosi bara útí bæði alsælkafrjóð, þakklát og bara orðlaus.....  VÁ!

Takk fyrir mig öll sömul!

Heiða Þórðar, 12.4.2007 kl. 21:44

11 identicon

Taktu þessu bara ekki of alvarlega...

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:31

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Aldrei Axel

Heiða Þórðar, 12.4.2007 kl. 22:34

13 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 12.4.2007 kl. 22:40

14 Smámynd: Ásta Salný Sigurðardóttir

alltaf brjálað að gerast hérna:)

Tókstu eftir sms inu mínu????

zzzzzzzzz

Ásta Salný Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 23:53

15 Smámynd: Ísdrottningin

Þetta er ekki bara góð ástæða til að blogga, þetta er besta ástæðan
 

Ísdrottningin, 16.4.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband