Loksins koma karlarnir mínir!

Þegar ég kom heim í kvöld lá það ljóst fyrir að "Sæluvikan", er mín! Jebb hún byrjaði í dag og endar eftir viku....fæ engu um það breytt! Hvorki dagur til eða frá.

Sæluvika byrjar á laugardegi. Mér finnst alveg eins að sæluvika geti byrjað á hvaða degi vikunnar sem er. En Nei, laugardagur skal það vera.

Ég lauk námskeiði í morgun, tölvunámskeiði. Maður hefði ætlað að ég hefði lært einhver lifandis býsn og tölvufærni mín hefði margfaldast um fjölda vikudaganna allavegana. Frá byrjenda til sérfræðings. Neibb! Það sem ég lærði  er: að sykur er góður!

Og ég segi það satt! Einn kennaranna var starfsmaður hjá Tollstjóraembættinu....og;

Súkkulaði ber hærri virðisaukaskatt en matvæli.

Kex flokkast undir matvæli.

Kex m/súkkulaði .....arggg! þarna vandaðist málið. Tekin var ákvörðun um að miða prósentuna við sykurmagnið. Tíminn var naumur og því brugðu nokkrir starfsmenn á það ráð að kaupa allt kex m/súkkulaði sem fyrir fannst/finnst. Smakka og ákvarða álagninguna, samkvæmt;

Ef kexið var gott (á bragðið) 24,5 %

Nú ef ekki 14% (leiðréttið mig ef röng %)

Án undantekninga reyndust bragðlaukarnir hafa rétt fyrir sér, þannig að sykur er bráð (segi kannski ekki hollur) en góður! Og dýr!

Jæja en "sæluvikan mín"...

í henni felst eftirfarandi: Hér minnkar letrið  niður í smáaletrið, sem þið nennið ekki að lesa en ættuð öll að gera (hver hefur ekki heyrt um smáaletrið hjá Tryggingafélögunum?) Engin les fyrr en sæluvikan, tímabilið er liðið....

Þetta þarf að gera:

Þrífa tunnugeymslu, hjólageymslu, þvottahús og geymslugang

Ryksuga forstofu, pallinn niðri og stigann upp á 2. hæð

Pússa gler og póstkassa

Sópa stétt og týna saman rusl á sameignarlóð báðu megin hússins.

Á mánudagskvöldi

Þarf að skipta um ruslatunnu því sorpbíllinn kemur yfirleitt á þriðjudagsmorgni......

Þriðjudagsmorgnarnir eru einmitt toppurinn á sæluvikunni! Mig hlakkar óseganlega mikið til!

Það er eitthvað með mig og menn í uniformum. Hvítsloppar (hef alveg verið skotin í einum eða tveimur) , lögreglumenn (jebb - 2ár - fóðruð bleik handjárn og allur pakkinn), stöðumælaverðir (á það til að leggja upp á gangstétt, í, á, ofaná, Bankastrætinu, rétt til að sjá þá koma hlaupandi með ástarbréf til mín...) brunaverðir (með slönguna...) dettur ekki fleiri í hug í augnablikuna er límd með hugann við þriðjudagsmorguninn!

Þá koma ruslakarlarnir mínir. Bestu karlarnir!

Ég taldi mér trú um það fyrir um einu og hálfu ári síðan að þörf væri að losa sig við allt gamalt drasl. Að það myndi einfalda líf mitt. Trúi því enn.

Þegar ég svo flutti, henti ég óspart óþarfa. Húsgögnum, minningum og hluta af sálarlífinu. Sér ekki fyrir endann á þessu, þarf  eilíflega að losa mig við meira, meira, meira...., endurskoða, raða, henda,  velja, hafna. Verð eitthvað öll svo létt og lipur þegar ég sé þá keyra "karlana mína"  í burtu frá mér....með draslið.

Þá byrjar sæluvikan mín ...

Að þessu slepptu er komin skilgreining frá Jens (bloggfélaga) á morgunógleðina.... stinga upp í hann/hana kleinu í morgunsárið. Morgunfíla, ku vera of hraðri brennslu um að kenna. Hungur semsagt. Er fyllilega sátt við málalok og mæli eindregið með að fólk sofi í sokkum með kleinupoka sér við hliðSmile Vildi bara að ég hefði vitað þetta fyrr....

Njótið helgarinnar sem og allra annarra nammidaga vikunnar...

Ykkar einlæg.Heart

es. ekki smuga að þið getið skýlt ykkur á bak við það að hafa ekki lesið smáaletrið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

:) frábært

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.4.2007 kl. 23:34

2 identicon

Góðir punktar Heiða, sérstaklega með mennina í einkennisfötum.  he he he

Jói Slökkvari Dagur

Jói Dagur (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Konur sem geta skrifað svona

Georg Eiður Arnarson, 14.4.2007 kl. 23:59

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ha ég las meira segja smáaletrið , það er alltaf gaman að lesa blogginn þín, mér fynst þú ekkert hafa breyst mikið. Alltaf þú sjálf, segir hlutina eins og þú meinar þá og bara blátt áfram flott stelpa.

Gaman að sjá hvað frænkurnar eru líkar að sjá á myndum allavega. Þið Solla hafinð fengið þessi flottu börn úr þinni fjölskyldu  Og geggjað að sjá að þú hefur ekkert breyst í útliti gætir enn verið þessi unglingsormur heheheh (hrós)

Sigrún Friðriksdóttir, 15.4.2007 kl. 00:13

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær, frábær, hreint frábær pistill.  Ég ligg í hlátri.  Þú ert snilli með fjaðurpennan mín kæra.

Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 00:39

6 identicon

Loksins! Loksins!

Loksins kominn vettvangur þar sem þú færð að láta ljós þitt skína og sko skína skært!  Nú fá orðin að flæða og njóta hylli lesenda.  Ekkert sem gæti truflað - ekkert eins og þegar þú færð karlpeninginn andspænis þér í rökræður, því þá færðu ekkert að viti á móti nema: Öhhhummm, jamm og slef á fallegu tærnar þínar  í litaglöðum gluggaskóm...

Audda Hans (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 01:13

7 Smámynd: Ester Júlía

Yndislegur pistill .  Frábært!  En nú er ég og fallegu tærnar mínar farnar að sofa. Bið að heilsa þínum fallegu táslum. Ég veit reyndar um einn sokkalausann sem sefur varla rótt í nótt..  

Ester Júlía, 15.4.2007 kl. 01:18

8 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Góður pistill hjá þér.  Það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt. 

Þórður Ingi Bjarnason, 15.4.2007 kl. 09:05

9 Smámynd: www.zordis.com

  Sæluvikur ættu ekki að koma stakar!  Hins vegar ætti ég að þagga niður í græðginni og hlakka til að lesa um alla þessa stöku sælu, in or out the uniform!

www.zordis.com, 15.4.2007 kl. 10:05

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar pistill ég las ALLT.  Ég fer minnst tvisvar á nóttu að borða, enda brennsla á stjarnfræðilegum hraða hjá mér, alltaf verið svona, heppin. Ég er svo hirkalega pólitísk þessa dagana, þarf að fara að koma mér í frjálslega gírinn. Sjáum til.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 15:34

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góður pistill, og njóttu sæluvikunnar

ljós frá mér

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband