Ég hef svo gaman af því...

Ég hef sko alveg hreint fengið comment á síðasta bloggið mitt.

Bæði það og önnur um t.d. hvernig ég blogga, um hvað ég blogga, afhverju ég blogga osfrv.

Jafnvel athugasemdir á stafsetningar- sem og ásláttarvillur.

Í morgun fékk ég athugasemd frá kunningja sem varð mér nokkurt umhugsunarefni.

Það var eitthvað á það leið að ég gæfi út einhverja neikvæða mynd af mér (miðað við síðastu færslu held ég). Hvað fólk héldi um mig og eitthvað þessháttar.

Málið er að ég er hreint ekkert frábrugðin öðrum að því leyti að mér er ekkert alveg nákvæmlega sama hvað fólki finnst um mig. Mér langar alveg til að einhverju fólki líki svona nokkuð pent við mig.

En það á að sjálfsögðu við um mig sem persónu, og er að algörlega og alveg óháð blogginu mínu.

Geri mér reyndar grein fyrir því, að alveg sama hvað ég skrifa um, þá les engin það sama útúr mínum pælingum. Öll skynjum við hlutina á mismunandi hátt og ég held meira að segja að matur bragðist okkur mismunandi líka. Lykt ef út í það er farið.

Ekki veit ég hvað mér gekk til í upphafi bloggs, sjálfsagt að skrifa pælingar mínar dag frá degi.  

Ég hef engan áhuga á því að fjalla um pólitík (hef ekki staðsett mig),  klæða orð mín í einhvern óútskýranlegan búning til að búa til einhverja staðlaða ýmind sem ég gæti svo aldrei staðið undir. Ég hef enga þörf á þvi að hafa skoðanir á ÖLLUM hlutum.

Er alveg yfir meðallagi greind samt (stimplað og skalfest).

Varðandi efnistök mín og meðferð mína á málefnum:

Það er nú einu sinni þannig að ég reyni að sjá húmor í flestum (jafnvel erfiðustu) aðstæðum. Reyni eftir mætti að særa engan hlutaðhafandi.

Og að gefnu tilefni, er annað sem hafa skal alveg á hreinu: Karlmenn eru snilld! Konur eru snilld! Fólk er frábært! Bara mismunandi frábært.Wink

Langur vegur frá að ég sé; bitur, kúguð, niðurbrotin, þurrkuntuleg truntubudda, einstæð, desperate horaður kjúklingar-ræfill sem fæst frosin á tilboði í Bónus,  ...með alltof fáar tennur í efri góm og skemmda endajaxla, .....(og notabene) hefur hægðir einu sinni i viku! Langur vegur frá því.

Við erum að tala um eðalsteik hérna!Smile Eðalsteik, medium done með meðlæti og öllum pakkanum. 

Hér kemur svo ástæðan fyrir því að ég blogga. Sem er svo yfirmáta sjálfumglöð yfirlýsing, að ég er hreint ekki frá því að þið missið núna gjörsamlega allt álit á mér.

En ok:

-Ég hef svo gaman af því....

Þakka ykkur öllum fyrir að taka þátt í veröldinni minni og koma með athugasemdir. Þið gerið annars hreint ágætt líf mitt enn yndislegra.

Koss á línunaHeart


Mig langar að kyssa á þér brjóstin

Ég spurði son minn um daginn hvort hann hefði lesið bloggið mitt.

Hann sagði: -ég kíkti eitthvað aðeins um daginn. Mér fannst það bara alveg hundleiðinlegt! Og svona til að bæta fyrir það að hafa gert skrif mín að bleklausu hundleiðinlegu vælupári....þá bætti hann við: -mér finnst reyndar öll blogg leiðinleg!

Ok. gott og vel, með þá sannfæringu að vopni, þá læt ég eftirfarandi bloggfærslu flakka.....

Fyrir einhverjum mánuðum síðan þá var ég eitthvað að date-a, sem er ekki til frásögu færandi nema fyrir það, að ....... hmmmm. Já! Manngreyið hafði svona einstaka smávankanta sem ég hafði ekki nokkurn áhuga á að sníða af. Svo mikill reyndist áhuginn. Og ástin.

Fyrir það fyrsta var umræddur óforbetranlegur virkur alkóhólisti og undir áhrifum áfengis þá (í hans huga) tútnuðu út á honum vöðvarnir, hann hækkaði um heila 20 cm.,  varð dökkur á hörund og taldi sig vera (að ég held) Mike Tayson....sem er í lagi út af fyrir sig, ef hann hefði ekki misskilið hlutverk mitt í þessum óraunveruleika sínum og fundið í mér boxpúða.

Mér fannst það afar svona óásættanlegt, ekki síst ef litið er til þess að allir boxpúðar eru eins........og ég vill ekki vera eins og allir aðrir.

Jæja  þá eru þessir smámunir frá.

Hann talaði með opinn munninn... nei hann borðaði með opin munninn. Alveg hrikalegur löstur að mínu mati. Hann prumpaði í tíma og ótíma (þegar hann var komin á það skeið að halda að hann væri orðin öruggur.....)

Í öll þau skipti sem við fengum okkur kaffibolla saman á morgnanna tilkynnti hann mér hátt og hátíðlega....(orðrétt): nei, nei sko, þetta klikkar ekki alltaf eftir fyrsta sopann á morgnanna! Og hljóp (prumpandi að sjálfsögðu) á klósettið.

Já þetta endurtók hann einsog ég hafi ekki verið að hlusta á hann í öll hin fyrstu skiptin.....arrgggg!

Mér telst til að blessaður maðurinn hafi skipt um atvinnu, fimm sinnum á níu mánaða-meðgöngu okkar saman. Mest megnis var hann samt atvinnulaus.....

það þarf varla að taka það fram að það er orðið nokkuð langt frá því að ég sleit sambandinu...nema hvað hann hringdi um páskana....

Við vorum að spjalla um daginn og veginn, þrælmerkilega hluti hversdagsleikans að ég taldi, og svo segir hann allt í einu:

-mig langar svo að kyssa á þér brjóstin! Þú ert með svo falleg brjóst! (hann var ekki fullur...)

Minnug orða fyrsta (og besta) mannsins í lífi mínu þegar hann sagði:

-Heiða, þetta er alveg merkilegur andskoti með þig, það álpast einhver kálfur uppá þig og þú ert farin að búa með honum!

Sleit ég samtalinu.  

Ég meina á maður ekki að setja markið ögn hærra?

 

 


Um mig fara sælustraumar

Þá er þessi hátið senn á enda...., hef ekki byggt nein stórvirki, nema ef vera skildi himinháar skýjaborgir í höfðinu. Létt verk það, þar sem ég er forfallinn og óforbetranleg draumóramanneskja.

Finn svona eilítið mikið fyrir botnlausu þakklæti...svona hallæris hamingjubylgju í kroppnum, og

-no girls/guys... I didn't get lucky!

...ætla að gera mitt besta til að láta þessa tilfinningu bara vera kyrra. Nú ef með þarf er ég reiðubúin að borga áskrift! Stoppa í öll göt -þannig að hún leki ekki út.

Annars spjallaði ég heilmikið á msninu við bróður minn í dag....verð svona hálffeiminn þegar ég minnist á hann. Finnst ég jafnvel vera að fara aðeins á bakvið hann að vera að blogga um þetta.....þannig að ég slæ svona bara ofurlaust á takkaborðið ....þannig að hann heyri ekkert.

 ... og viti ekkert.

Búin að sjá myndir af honum, konunni, barninu og móðurfjölskyldu...

Ég er svona að hugsa um að næsta skref verði að banka bara hreinlega uppá hjá honum. Gefa honum mynd af pabba (pabbi lést 1997) og kannski niðurskorið fransbrauð.

Hvað veit maður hvernig svona undanvillingi einsog mér sjálfri dettur í hug næstSmile..., með þessa sælutilfinningu í kroppnum eru mér hreinlega allir vegir færir.

Svo er annað sem gleður mig alveg ósegjanlega mikið (fyrir utan það augljósa;, börnin mín).

Ég fann góða konu hérna á blogginu okkar aftur eftir 26 ár eða meira. Minningarnar um hana ilja mér hjartarætur og fannst mér frábært að komast að því að þessi góða kona batnar bara með árunum. Algjör gullmoli sem hún var mér alltaf og vonandi ber mér gæfu til að eignast fleiri mola í pokann minn.

Jenni Anna Baldursdóttir heitir hún þessi elska. Fékk svo falleg orð frá henni í gærkveldi að ég er ennþá brosandi ....

 

 

 

 

 


Gleðilega páska til ykkar allra

Fengu allir egg? Núna hefur úrvalið aldrei verið meira....og númerafjöldinn hækkaður uppí 7 (aldurstakmark ekkert) eftir það grammafjöldinn upptalinn í kolvetnum, fitu, sykri og annarri hollustu.

Spurning um hænuegg, andaegg, súkkúlaðiegg, lakkrísegg og jú svo eru svona egg sem ganga fyrir batterýum! Ákaflega praktísk ef litið er til þess að þau eru fjölnota og botnlaus loforð um raðfullnægingar fylgja í stað málsháttar!

Ég fékk mér nú bara lítið lakkrísegg.

Svo fékk ég eitt frá vinnunni, má aðvitað ekki gleymi því. Ég gaf Ara mínum (syni) það og mig grunar sterklega að hann hafi borðað það löngu fyrir páska. Reyndar grunar mig líka að pabbi hans hafi fengið málsháttinn og á honum hafi staðið: Lengi lifir í gömlum glæðum....hef nefnilega ekki heyrt í honum síðan....hehe

Sendi loks á hann bróðir minn annað meil....núna rétt í þessu bara. Púff! 

Ég er einsog lítil skólastelpa á leið á mitt (hugsanlega) fyrsta date....Wink


... og hann hafði samband!

Jú jú mikið rétt, hann svaraði e-mailinu mínu. Er samt ekkert alltof viss um að hann viti hver ég er....leyfi ykkur að fylgjast með framvindu málaWink.

Frjálslynda-systir mín víst kolféll....


Bróðir minn er nágranni minn!

Það verður að segjst eins og er að foreldrar mínir eru/voru hvorki  ófrumlegir eða beinlíns vanafastir... allavega hvað viðkemur því að skipta börnunum sínum manna/kvenna á milli, ef svo má að orði komast.... Það var sko fljúgandi gleði þar og ferð. Love all - osfrv.

Staðreyndin er; samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands að mamma mín ól í heiminn 6 stk. börn (hvert öðru frambærilegra) og faðir minn heitinn átti fjögur stk börn með þremur konum...

Þannig að fyrir mér lítur dæmið þannig út að ég á einn albróðir og átta svona hálfsystkini..., sel það ekki dýrara en ég keypti það. En eitt er ég alveg með á tandurhreinu að ég er næstelst... eða næstum því viss.

Ástæðan fyrir því að ég er að koma upp með þessa staðreynd er einfaldlega sú (eða þær) að í fyrrakvöld datt mér í hug að "google" tvö þeirra, sem að mér skilst eru fædd (börn föður míns) með tveggja mánaða millibili.

Ég fann þau og komst að því að systir mín sem heitir Hanna Þrúður Þórðardóttir, á nú tvö börn. Og er í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn...veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta...eftir heiftarlegar yfirlýsingar sem forystumenn þessa flokks hafa ælt út úr sér með afar óviðeigandi hætti að mínu mati.

Bróðirinn (sem ég hef aldrei hitt) fann ég....og haldiði ykkur fast:  hann býr í næsta húsi við mig!

Hugrekkið var ekki meira en svo að ég sendi honum línur á e-maili...undirskrifað Heiða Bergþóra (Þórðardóttir) -hef ekki fengið svar. 

Mér finnst þetta nokkuð merkilegt ekki síst vegna þess að í gærkveldi er ég afar djúpt hugsi yfir þessu með hann brósa minn, fer inní góða sjoppu hér í bæ og panta mér botnlausa hollustu (bacon-borgara) og þar er spurt:

Er þetta Heiða Bergþóra, (ég geng ekki venjulega undir Bergþórunafninu....)

Ég hálfpartinn svona hrökk við (og hélt að þarna væri hann bróðir minn komin í mannsmynd, en þó í konulíkama)...en nei nei,  þá er það hún Inga bloggvinkona með meiru.... skrítið hvað heimurinn er lítill en samt svo stór.

Es, Inga; borgarinn var annars algjör snilld....Smile

 

 

 


Að gefnu tilefni...

 

Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.

                             Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.


Blaða-ómennska

Rakst á eftirfarandi klausu í Blaðinu í morgun; Veit ekki hvort þetta á að vera fyndið  ... en kaldhæðnisleg er hún:

Heyrst hefur: 

Þær eru gjafmildar Steinunn Jónsdóttir og Lilja Pálmadóttir. Þær ætla að gefa íbúum Hofsóss 25 metra sundlaug með allri nauðsynlergri aðstöðu. Að gefnu tilefni skal tekið fram að það vantar skemmtistað á Egilsstöðum, ekkrt bíó er í Bolungarvík, keilusal vantar á Akureyri......

að gefnu tilefni vantar mig sjálfa ýmislegt; uppþvottavél, nýja þvottavél, mjólkin uppurinn, eitt stk. karl til að slá grasflötina svo fátt eitt sé nefnt. Að ógleymdum sumardekkjunum.

Þvílík blaða-ómennska. Hef akkúrat ekki húmor fyrir skotinu.

En... ég gleðst með íbúm Hofsóss, nú er bara að taka sundtökin á þetta!


Góðu konurnar eru allar komnar í kirkjugarðinn!

Til hamingju íslenskir karlmenn! Samkvæmt skoðunarkönnun, sem fram kom í fréttatíma stöðvar 2, í kvöld! Eru þið bara; hreint bestir.

íslenskt, já takk!

Karlar eru djöflar, andvarpa konurnar, og óska þess að karlmenn komi og taki þær. Spænskt orðtak

Ég er ekki að neita þvi að konur séu heimskar. Guð almáttugur skapaði þær til að vera jafningjar karla. George Eliot

Karlar stjórna heiminum, konur stjórna körlum. Spænskt orðtak

Karlmenn uppgötva tíðum hluti, sem konur hafa vitað um lengi. George B. Shaw

og að endingu:

Að vera kona er svo furðulegt, svo flókið og botnlaust, að enginn nema kona getur ráðið við það.    Sören Kierkegaard

Njótið andartaksins elskurnar, allir sem einn!

Þið skuldið mér kvitt á þetta, konur og karlar...Smile


Leynist sannleikurinn í gangstéttarhellum?

Mér varð hugsað til eftirfarandi í kvöld, þar sem ég sat ein míns liðs, í djúpum pælingum, í góðum félagsskap. Með sjálfri mér.

Með slökkt á sjónvarpinu og malið í örfáum snjókornum þarna fyrir utan stofugluggann minn, rifjaðist upp fyrir mér þegar ég kom alflutt (í bili) heim frá Nýja Sjálandi árið 1999.

Hvernig ég sá íslendinga og hvernig þeir sáu mig, einsog og ég sé það.

Vopnuð 2 stk. ferðatöskum 20 kg. í hvorri (eins og lög gera ráð fyrir) var sonur minn með í för.     Eftir smá millilendingu, fluttum við í blokkaríbúð.                                                                                Mér er svo minnistætt samanburðurinn þegar ég flutti búferlum til NZ., og þegar ég flutti í þessa blessuðu blokk í Reykjavík.

Og já blessuð sé minning hennar! Sem er ekki allskostar góð. Að mestu týnd í minningarbrotunum, ef satt skal segja. Og sem betur fer. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að raða þeim saman.

Sko; þegar ég flutti í fyrsta húsið þarna hinumegin á hnettinum. Kom nágranni minn einn og bauð mig/okkur hjartanlega velkomin í götuna. Meðferðis hafði búsældarleg frú með sér 1 stk. fransbrauð. Niðurskorið notabene... ég alveg orðlaus, frosin og fannst þetta fyndið, að hún skildi færa okkur þessa gjöf. Niðurskorna.

Þegar ég svo flutti í áðurnefnda blokk eftir 5 ára fjarveru frá landinu okkar góða. Þá blasti við allt annað viðmót. Í stigaganginum var til siðs að BJÓÐA ALLS EKKI GÓÐAN DAGINN! Fæstir vissu hvað hinir hétu, hvað þá að þeir létu sig þá varða. Ég var þarna eins og einhver afturkreistur mongólíti og gaf mig aldrei hvað það varðaði: Veit ekki hversu oft ég bauð sjálfri mér góðan daginn. Og brosti.

Þetta var áður en ég kynntist Flubber, þannig að ég ferðaðist með  strætó. Við lá að vagnstjórinn tæki andköf og kærði mig fyrir kynferðislega áreitni, þegar ég kurteisislega ávarpaði hann.

Þar sem ég sat við gluggann (í leið 12) og virti fyrir mér mannlífið (sem í mínum augum var grátt) tók ég eftir hvað íslendingar eru fádæma áhugasamir um hvað fram fer á gangstéttum borgarinnar...allir störðu niður í malbikið.

Ég velti fyrir mér hvort leyndist einhver fádæma leyndardómur þar, kannski annað líf....?

Hef ekki enn fundið það út.

Skildi sannleikurinn leynast í gangstéttarhellum?

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband