Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Mig langar í ástarpung-a

Var að gera svaðalega uppgvötun!

Ætla að deila henni með ykkur, afþví þið eruð svo góðir vinir mínir...

Ég hef lengi vel dásamað haustin, rómatískar kvöldstundir við kertaljós og arineld (ýmindaðan).

Síðan riðst fram á sjónarsviðið, því sem ég lýsi sem yfirgangssamri og frekri kerlingu; veturinn.  Ég held að veturinn sé skotin í haustinu því einsog ég sagði er hann einsog kerling með þráhyggju gagnvart karlmanni. Ok eða öfugt... alltaf skal hann mæta galvaskur þegar ég horfi á fallegu laufblöðin falla. Fuck him! Vetrinum.

Aumingja haustið hleypur (eða flýgur) einsog fætur (eða vængir) fljúga eða hlaupa og eftir stöndum við mannfólkið með sultardropa í rauðsprungnu nefinu! Ekki sexy - ekki sexy. Þið eruð kannski með húfu á hausnun, en ekki ég! Það er luckið sko...fyrr skulu eyrun af mér detta en að ég fari að troða húfu á minn fagra haus. Mamma segir nefnilega að ég sé með einstaklega fallegt höfuðlag....

Sko....þetta með kertin er alveg ennþá að gera sig. Ég sjálf er búin að brenna þau ófá, ásamt reykelsum. Í sannleika sagt gæti ég nú hengt um kjúkling og reykt hann. Valið stendur á milli; vanillu eða jarðaberjareyks/lyktar. Vanillukjúklingur hljómar nú ekkert svo illa....ha?

Var að hugsa um parið sem eru núna úti í gönguferð í eins úlpum, jú og einmitt með sultardropana í nefinu. Eldrauðu nefinu. Húfur á hausum. Treflar um hálsa. Hanskar á höndum (leður sleppur)

....og það versta; snuddu-typpi með í för í alltof litlum nærbuxum, og pung sem er einsog rúsína í laginu vegna ískulda!

En huggun harmi gegn; karlmenn í dag eru með vel snyrta punga hef ég heyrt. Hef auðvitað ekkert fyrir mér í þvi nema það sem ég heyri....

Hvað er málið með  snyrta punga? -í eina tíð voru pungarnir bara einsog reytt og útúrtætt hænurassgöt með rúsínum....þ.e.a.s. pungarnir! Og maður þurfti að gera dauðaleit!!! Sko dauðaleit! Æ, má ég frekar biðja um þá snyrta.

Konuræfillinn sem fór með spúsa sínum í gönguna rómantísku vildi ekki láta sitt eftir liggja. Þetta átti jú að vera rómó...og undafari einhvers sem ég hef ekki hugmynd um hvað er; fór í g-streng.  Úr sloggi sem hún er vön að nota og í g eða t. Gildir einu.

Vissi ekki afþví kerlingargreyið að það tekur heil þrjú ár að venjast því að hafa bleikt band í rassinum.....iðaði við hliðina á rúsínugæjanum rakaða....

...sem auðvitað miskildi allt.

Það er sem ég segi; hún hefði átt að fara nærbuxnalaus út!

Mig langar annars í ástarpunga Heart

Á einhver uppskrift?

 

 

 


Bannað að reykja, ríða og bölva í himnaríki

Það var skemmtileg reynsla að vakna uppi og lenda beint í fanginu á almættinu. Mjög skemmtileg lífsreynsla.

Ég sat þarna í mestu makindum í fanginu á Guði og var meinað að reykja, ríða og blóta. Mér fannst það lítið bagalegt þannig, því ég reyki hvort sem er  í laumi. Fyrir sjálfri mér. Ríði aldrei og blóta ....bara á ritmáli.

Þarna var pabbi....hann lá og var að lesa einsog ég man alltaf eftir honum. Amma sat við hliðina á hásætinu með þvaglekann sinn og með dömubindi í klofinu,  hún var undanþegin reykingabanninu....enda forfallinn. Hún mátti líka blóta...líka forfallinn þar, en amma reið aldrei nokkurn tíma nema í eitt skipti þegar pabbi kom undir og mátti það litlu skipta fyrir hana. Ríð-bannið.

Þess má geta að ekki finnst eitt einasta smokkakvikindi í himnaríki. Bara smokkfiskur. Þarna var allt svo mjúkt, hlýtt og bómullarkennt. Þarna var/er gott að vera.

Eins mikið og amma elskar mig, þá sparkaði hún nú samt í rassgatið á mér, með þeim afleiðingum að ég lenti  í sófanum mínum sem btw ég er komin með nett ofnæmi fyrir. Eiginlega algjört ógeð.

Lendingin var hörð. En samt svo mjúk. Og ég hugsaði; hvaða stælar eru þetta í kerlingunni???

Svo öskraði hún á eftir mér og ég rétt heyrði óminn í fallinu/hrapinu;

-farðu að gera eitthvað að viti krakkahálfviti....fáðu þér að reykja, ríða og bölvaðu hressilega á blogginu. Og gerðu svo eitthvað meira!

Ég er að vinna í að hlýða henni... Wink


Ég er...

hrikalega lasin Angry

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband