Mig langar í ástarpung-a

Var að gera svaðalega uppgvötun!

Ætla að deila henni með ykkur, afþví þið eruð svo góðir vinir mínir...

Ég hef lengi vel dásamað haustin, rómatískar kvöldstundir við kertaljós og arineld (ýmindaðan).

Síðan riðst fram á sjónarsviðið, því sem ég lýsi sem yfirgangssamri og frekri kerlingu; veturinn.  Ég held að veturinn sé skotin í haustinu því einsog ég sagði er hann einsog kerling með þráhyggju gagnvart karlmanni. Ok eða öfugt... alltaf skal hann mæta galvaskur þegar ég horfi á fallegu laufblöðin falla. Fuck him! Vetrinum.

Aumingja haustið hleypur (eða flýgur) einsog fætur (eða vængir) fljúga eða hlaupa og eftir stöndum við mannfólkið með sultardropa í rauðsprungnu nefinu! Ekki sexy - ekki sexy. Þið eruð kannski með húfu á hausnun, en ekki ég! Það er luckið sko...fyrr skulu eyrun af mér detta en að ég fari að troða húfu á minn fagra haus. Mamma segir nefnilega að ég sé með einstaklega fallegt höfuðlag....

Sko....þetta með kertin er alveg ennþá að gera sig. Ég sjálf er búin að brenna þau ófá, ásamt reykelsum. Í sannleika sagt gæti ég nú hengt um kjúkling og reykt hann. Valið stendur á milli; vanillu eða jarðaberjareyks/lyktar. Vanillukjúklingur hljómar nú ekkert svo illa....ha?

Var að hugsa um parið sem eru núna úti í gönguferð í eins úlpum, jú og einmitt með sultardropana í nefinu. Eldrauðu nefinu. Húfur á hausum. Treflar um hálsa. Hanskar á höndum (leður sleppur)

....og það versta; snuddu-typpi með í för í alltof litlum nærbuxum, og pung sem er einsog rúsína í laginu vegna ískulda!

En huggun harmi gegn; karlmenn í dag eru með vel snyrta punga hef ég heyrt. Hef auðvitað ekkert fyrir mér í þvi nema það sem ég heyri....

Hvað er málið með  snyrta punga? -í eina tíð voru pungarnir bara einsog reytt og útúrtætt hænurassgöt með rúsínum....þ.e.a.s. pungarnir! Og maður þurfti að gera dauðaleit!!! Sko dauðaleit! Æ, má ég frekar biðja um þá snyrta.

Konuræfillinn sem fór með spúsa sínum í gönguna rómantísku vildi ekki láta sitt eftir liggja. Þetta átti jú að vera rómó...og undafari einhvers sem ég hef ekki hugmynd um hvað er; fór í g-streng.  Úr sloggi sem hún er vön að nota og í g eða t. Gildir einu.

Vissi ekki afþví kerlingargreyið að það tekur heil þrjú ár að venjast því að hafa bleikt band í rassinum.....iðaði við hliðina á rúsínugæjanum rakaða....

...sem auðvitað miskildi allt.

Það er sem ég segi; hún hefði átt að fara nærbuxnalaus út!

Mig langar annars í ástarpunga Heart

Á einhver uppskrift?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk vinur minn

Heiða Þórðar, 20.10.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú veist örugglega meira um punga en þú segir sem og hreinskipta punga

Marinó Már Marinósson, 20.10.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

hahaha! ...mig langar EKKI í vanillukjúkling, hvað þá kjúkling með jarðarberjabragði..... annars áhugaverð lesning um punga, þar sem ég er eins og þú Heiða mín, alls ókunnug þessu efni, nema af afspurn..

amen.

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 20.10.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Ómar Ingi

Pungin á þér

Ómar Ingi, 20.10.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég geri ráð fyrir að þú sért frekar á höttunum eftir þezzum dauðu, kleinulíkum, en þezzum hárugu lifandi.

5 bollar Hveiti
1 bolli Sykur
4 tsk Lyftiduft
2 Egg
4 bollar Súrmjólk
1 bolli Rúsínur
Tólg, norðlenzk helzt, til steikíngar

Ekki fara undir 150' & ekki yfir 180', & ekki nota puttann til að mæla hitann.

Steingrímur Helgason, 20.10.2008 kl. 23:03

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

dásemd!

Heiða Þórðar, 20.10.2008 kl. 23:15

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

mmmmm - ástarpungar eru góðir, þ.e. þessir kleinumlíku með rúsínunum.  Og nú veit ég hvar ég get nálgast uppskrift í framtíðinni.

Áttirðu nokkuð við svona snyrta/ósnyrta kuldarúsínu skinnhosur?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:19

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Omg...... ég ætti kannski að taka eitthvað út úr minni færslu.

Mér finnst ástarpungar góðir en ekkert sérstakir daginn eftir.....

Sko Heiða vanillukjúklingggg

Solla Guðjóns, 20.10.2008 kl. 23:39

9 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

... slepptu rúsínunum... úr pungunum og bjóddu mér í ískalda mjólk og rakaða punga

Linda Lea Bogadóttir, 20.10.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Linda; hvar finnur maður órakaða fuckings punga? Ég á annars næga mjólk.... en þetta tvennt saman? ja veit ekki....hef ekki prófað

Heiða Þórðar, 21.10.2008 kl. 00:11

11 Smámynd: Agný

Kanski karlagreyin haldi að þeirra "pungar" eigi að líta út eins og súrsaðir hrútspungar

Agný, 21.10.2008 kl. 03:59

12 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er alveg með ólíkindum hvernig þér tekst að blanda saman kynlífi, rómantík og mat!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.10.2008 kl. 06:09

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 engir ástarpungar hjá mér...bara ástarpungur og uppskriftin er leynileg

María Guðmundsdóttir, 21.10.2008 kl. 06:20

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

hva.....! bara fólk vaknað! Velkomin á fætur mitt elskulega fólk :)

Heiða Þórðar, 21.10.2008 kl. 06:29

15 Smámynd: www.zordis.com

Ég er ekki viss hvorn ég myndi narta í þ.e. þann rakaða eða rúsínusteikta ...

www.zordis.com, 21.10.2008 kl. 07:02

16 identicon

Get ekki hugsað um punga af neinu tagi fyrr en eftir hádegi, ekkert í hausnum á mér nema endalausa tölur :) En það má kannski segja að pungar séu nú frekar útreiknanlegir.............he he !

Ofurskutlukveðja

Er á leið í stærðfræði próf in case you wonder.....

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 07:05

17 identicon

algert tryppi

alva (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 08:24

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þeir fást í sveitinni...

...þessir órökuðu :) 

Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 08:43

19 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Heheh Kjartan erum við ekki að tala um það mikilvægasta í lífinu... kynlífi, rómantík og mat! Gott að geta blandað því öllu saman á einn stað

Sennilega rétt hjá Hrönn að þeir finnist bara til sveita núorðið...

Linda Lea Bogadóttir, 21.10.2008 kl. 09:52

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gangi þér vel í prófinu Guðbjörg....hugsa extra hlýlega til þín

Heiða Þórðar, 21.10.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband